Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 Útgefandi Framk væmdas t j óri Ritstjórar Ritst j órnarf ulltríu Fréttastjóri Auglýsingastj óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 t lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80 á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. UNGLINGAR OG ÁFENGIÐ TlMikill mannfjöldi sótti úti- skemmtanir þær, sem haldnar voru víðs vegar um landið um verzlunarmanna- helgina. Talið er að hin fjöl- mennasta þeirra hafi verið í Húsafellsskógi og að hana hafi sótt um 15 þúsund manns. Yfirleitt standa æsku lýðssamtök að þessu skemmt- anahaldi og hefur orðið veru leg framför í þessum efnum á undanförnum árum, þar sem leitast er við að hafa sem fjölbreyttasta dagskrá til þess að hafa ofan af fyrir fólki. Þetta er nauðsynlegt til þess að draga úr hættunni á því, að áfengisneyzla verði í óhófi. En þrátt fyrir fjölbreytt og skipulögð skemmtiatriði á þessum útisamkomum er áfengisneyzlan verulegt vandamál. Hún setur leiðin- legan svip á útiskemmtanirn ar og verst er þegar ungling- ar reika um slíka staði ofurölvi. Það er staðreynd, að erfitt er að koma í veg fyrir áfengisneyzlu við slík tækifæri, þótt eftirlit sé strangt og löggæzla mikil. Og áfengið skapar mörg vanda- mál. Foreldrar leyfa gjarnan stálpuðum börnum sínum að sækja útiskemmtanir, sem við urkennd æskulýðssamtök standa fyrir, í trausti þess að þar fari allt sómasamlega fram. En foreldrar verða oft fyrir vonbrigðum og skella sökinni á þá, sem að skemmt ununum standa. Það er þó í flestum tilvikum ósanngjamt. Með ströngu eftirliti og mik- illi löggæzlu er reynt að koma í veg fyrir, að ungling ar komi með miklar áfengis- birgðir með sér. En viðleitni eftirlitsmanna til þess að rækja skyldur sínar af sam- vizkusemi verður oft til þess, að þeir eru sakaðir um óvið- urkvæmilega framkomu og í sumum tilvikum kann þeim, sem saklausir eru af því að koma með áfengi með sér, að þykja hart að sér gengið. Eftirlitsmenn velta því svo fyrir sér, hvernig unglingar geti haft fjárráð til þess að kaupa allt það áfengismagn, sem þeir oft virðast hafa und ir höndum og spyrja hvort aðhaldið sé nægilega strangt að heiman. Fámennur hópur unglinga, sem hafa áfengi undir hönd- um geta oft valdið því að úti- skemmtanir, sem að öðru leyti eru vel undirbúnar og skipulagðar, fara ver en skyldi og hver kennir öðrum um. Enginn vafi er á því, að hér þurfa foreldrar, æskulýðssam tök og löggæzlan að taka höndum saman og treysta hver öðrum. En það er líka ástæða til að virkja ungling- ana sjálfa og skapa það álit í þeirra hópi að því fari fjarri að það sé „fínt“ að neyta áfengis. Það er e.t v. einmitt slíkt viðhorf í hópi ungling- anna sjálfra, sem getur orkað mestu í þá átt að draga úr áfengisneyzlu meðal ungs fólks — og kannski geta stúlk urnar átt hér drýgstan hlut að máli. DÓNÁRYFIR- LÝSINGIN I?undum kommúnistaleiðtog anna í Cierna og Bratis- lava er nú lokið. Leiðtogar Tékkóslóvakíu hafa fullviss- að þjóð sína um, að þeir hafi í engu gefið eftir í deilum sínum við Sovétríkin og lepp- ríki þeirra og að fullveldi Tékkóslóvakíu og réttur til þess að fara eigin götur í framkvæmd sósíalismans hafi verið tryggð með Dónáryfir- lýsingunni. Jafnframt hafa fregnir borizt um, að sovézk- ar hersveitir hafi yfirgefið landið. Svo virðist sem almenning ur í Tékkóslóvakíu sé enn ekki fyllilega sannfærður um, að Tékkóslóvakía hafi borið þann sigur úr býtum, sem leiðtogar þeirra fullyrða. Og víst er, að þegar tveir aðilar deila og setjast að samninga- borðinu, nást samningar yfir leitt ekki nema báðir gefi eftir. Tíminn einn leiðir í ljós, hvað raunverulega hefur gerzt á fundunum í Ciema og Bratislava, en ekki er ólík legt að Tékkar og Slóvakar hafi náð þar fram viðurkenn ingu á rétti sínum til þess að halda áfram frjálsræðisstefn unni í innanlandsmálum gegn eindregnum stuðningi við So vétríkin í utanríkismálum og fullri þátttöku í hernaðarsam starfi Varsjárbandalagsríkj- anna. Hið síðarnefnda atriði er mikilvægt fyrir Sovétrík- in, bæði vegna legu Tékkó- slóvakíu og þess, að Tékkó- slóvakía hefur öflugasta her Varsjárbandalagsríkjanna ut- an Sovétríkjanna. Á Vesturlöndum hljóta menn að fagna því, að ekki hefur komið til nýs blóðbaðs í A-Evrópuríkjunum vegna íslandsmet á 600 metra sprettfæri stökkhesta Fjölsóttar kappreiðar á þjórsárbökkum Þjórsárbökkum 5. ágúst. KAPPREIÐAR hestamannafélag anna Sleipnis og Smára í Árnes- sýslu voru haldnar á Murneyri við Þjórsá í dag. Geysilegur mannfjöldi sótti hestaþing þetta og giskuðu menn á að þarna væri samankomið á annað þús- und manns. Og sótti mikill f jöldi staðinn ríðandi. Mótið hófst á því áð hópar hestamanna úr Smára og Sleipni komu ríðandi inn á skeiðvöllinn með félagsfána sína og íslenzka fánann í fylkingarbrjósti. Námu hóparnir staðar hjá dómpallin- um. Þar hafði séra Bernhar'ður Guðmundsson helgistund. Aðal- steinn Steinþórsson frá Hæli setti mótið, lýsti hinum nýja og glæsi lega skeiðvelli, sem hefur beina 600 m hlaupabraut, auk þess að auðvelt .er að hafa hringvöll, lauk Aðalsteinn máli sínu með því að lýsa því yfir áð nú væri þessi nýji skeiðvöllur formlega tekinn í notkun. Þá flutti formaður Landssam- bands Hestamanna, Einar G. E. Sæmundssen ræðu. Hófust síðan kappreiðar og góðhestkeppni og urðu úrslit sem hér segir: 600 m stökk. 1. Reykur Jóhönnu Kristjáns- dóttur á 47,0 sek. 2. Faxi Bjarna Bjamasonar Laug Laugarvatni á 23,0 sek. 3.-4. Gula-Gletta Erlings Sig- urðssonar á 23,0 sek. 250 m skeið. 1. Flipi Jóns Bjarnasonar Sel- fossi á 27,0 sek. gróf, annar vai'ð Glaður Sigurð- ar Bjarnasonar á Hlemmiskeiði og þriðji varð Freyr Guðmundar Þórðarsonar í Kílhrauni. Úrslit góðhesta hjá Sleipni urðu þau að fyrstur varð Blesi Skúla Steinssonar á Eyrarbakka, annar varð Faxa Sigurjóns Ein Jón Sigurðsson í Skollagróf á Funa. 2. Gola Sigrúnu Hermannsdótt- ur Langholtsk. á 27,7 sek. 3. Blesi Skúla Steinssonar Eyrar bakka á 28,4 sek. Úrslit góðhesta urðu þau að bezti hestur Smára var dæmdur Funi Jóns Sigurðssonar í Skolla Skúli Steinsson á Blesa. (Myndir: Pétur Hjálmsson). arvatni á 48,0 sek. 3. Blakkur Jóhönnu Kristjáns- dóttur á 48,1 sek. 300 m stökk. 1. Iða Hreins Þorkelssonar Laug arvatni á 22,8 sek. 2. Stjarni Jóhönnu Ingólfsdóttur Hrafnkelsstöðum á 22,9 sek. 3. —4. Leiri Þorkels Bjarnasonar Rokossovsky jarðsettur Moskvu, 6. ágúst NTB. KONSTANTÍN Rokossdvsky, sov éskur hershöfðingi sem fæddur var í Póllandi, lifði af hreinsan- ir Stalíns á áninium fyrir (heims- styrjöldina og varð einn firemsti Ihenslhöfðinigi RúsSa í seinni heimisstyrjöldinni, var jarðsettur í Moskvu í Aag. Hann andaðist á laugardaginn, 71 árs að aldri. þessa máls og vona, að það reynist rétt, að Tékkóslóvakía haldi áfram stefnu frjálsræð is í innanríkismálum. Takist það hlýtur frelsisandinn í Tékkóslóvakíu að smita út frá sér og leiða til vegs mannúð- legri stjórnarhætti í hinum kommúnistaríkjunum — en eftir stendur spurningin um það, hvort maður á borð við Walter Ulbricht hefur skrif- að undir Dónáryfirlýsinguna án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð. - ÖRYGGISRAÐIÐ Framhald af bls. 2 eyðileggja stöðvar skæruli’ða á þessum stöðum. Es Salt liggur um 35 km norð vestur af Amman, höfuðborg Jórdaníu og um 17 km austan við ána Jórdan sem vopnahlés- línan milli ísraels og Jórdaníu er miðuð við. Herstjórn Israelsmanna sagði, að allar árásarvélar þeirra hefðu komið óskaddaðar úr herförinni, en í Amman segir, að ein hafi verið skotin ni’ður. Af hálfu skæruliða hefur verið tilkynnt, að þeir hafi fellt þrjá unga ísraelsmenn á Gazasvæðinu á sunnudag, ennfremur sprengt upp járnbrautarlínu og fellt ellefu ísraelsmenn þar og loks hafi þeir komið fyrir sprengjum á vesutrbakka Jórdan. Levi Eskhol, forsætisráðherra Israels, sagði í ræðu á sunnu- dagskvöldið, að flugvélaráninu á dögunum og framkomu Alsír- manna í því máli mætti líkja við þá atburði, er leiddu til júní- styrjaldarinnar í fyrra. Sagði hann einsýnt, að ísraelsmenn yi*ðu að finna nauðsynleg svör við aðgerðum andstæðinga sinna og neyða þáí til að greiða fullu verði það, sem þeir brytu af sér gegn ísrael. Undir þetta tók sam göngumálaráðherra landsins, Moshe Carmel, í þingræðu í gær og sagði, að Israelsstjóm mundi ekki gefa Alsírstjórn öLlu lengri frest til þess að skila flugvélinni og fólkinu öllu, sem í henni var, þegar henni var rænt fyrir tveim ur vikum. ísraelsmenn væru staðráðnir a'ð verja lofthelgi sína ef með þyrfti. arssonar Selfossi og þriðji varð Perla Brynjólfs Gíslasonar, Sel- fossi. Sérstök dómnefnd starfaði þarna á kappreiðunum sem dæmdi ásetu og framkomu knapa á kappreiðunum. Úrskurð ur dómnefndar vartS sá að verð- launin skyldi hljóta, Jón Sigurðs son í Skollagróf og hlaut hann Sveinsmerkið, sem veitt er af hestamannafélaginu Smára. P. H. Bílslys á Mývatnsöræfum ALLHARÐUR árekstur varð á sunnudagskvöld á Mývatnsöræf- um, skammt frá afleggjaranum í Herðubreiðarlindir. Rákust þar saman tveir fólksbílar af Chevro let- og Saa'b-gerð. Slösuðust hjón í Saalb-bifreiðinni talsvert. Valdimar Halldórsson, bifreiða eftirlitsmaður á Húsavík, kom á slysstaðinn og sagði hann í við- tali við Mongunblaðið, að slysið hefði orðið með þeim hætti, að ökumaður Chevrolet bifreiðar- innar hefði verið á leið austur Mývatnsöræfi, ©r hann kom að Austari-Brekkum. Hefði þá kom- ið bifreið á móti honum og blind að hann með ryki. Sagði Valdi- mar, að síðan hefði hann virzt aka í hlykkjum unz hann rakst á Saab-bifreiðina, sem kom að austan. f bílnum, sem kom að austan, voru þau séra Örn A. Friðriks- son og frú með börn sín. Við áreksturinn stórskemmdist bif- reið þeirra og lenti stýrishjólið á brjósti ökumanns og brotnaði. Strax eftir áreksturinn kallaði talstöðvarbifreið, sem bar þarna að, á sjúkrabíl og voru hjónin flutt til Abureyrar í sjúkrahús- ið þar. Mun konan hafa nefbrotn að og skorizt á fingri, en meiðsli mannsins voru ekki fullkönnuð. Þó er talið, að bæði séu óbrotin. Börn þeirra hjóna sl-uppu með marbletti. Valdimar Halldórsson sagði að svo vel hefði viljiað til, að Ingólfur 7, bifreið slysavarna- deildarinnar í Reykjavík, hefði komið á slysstað skömmu eftir að slysið varð og hefðu slysa-, varnamenn getað búið um þau hjónin með teppum og slíku meðan beðið var eftir sjúkrabíln um, en hann kom ekki fyrr en að þremur tímum liðnum, því hann þurfti að koma alla leið frá Akureyri. Sagði Valdimar, að betur hefði farið þarna en á horfðist. Gat hann þess, að á þessu svæði er mikið af blind- hæðum og því hætt við slysum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.