Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 8
MORiGUNBLAÐTÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 Hluti mannfjöldans í Húsafellsskógi við skemmtun á sunnudag. Myndin er samsett og þó sjást ekki allir. — Ljósm. Mbl. A. St. Gífurlegur mannfjöldi á útiskemmtunum þær vel fram og með meiri menningarbrag en oft áður LANDSMENN sóttu tugþúsundum saman hátíðasamkomur þser, sem haldnar voru um verzlunarmannahelgina víðsvegar um land. Langfjölmennust var Sumarhátíðin í Húsafellsskógi, en þar voru þá, er fjölmennast var, 14—15 þúsundir manna. I Vaglaskógi er talið að um 6—7000 manns hafi verið þá er fjölmennast var, nær 5 þúsund í Vestmannaeyjum, um 3000 í Galtalækjarskógi og færri á öðrum stöðum. Yfirleitt tókust útisamkomurnar mjög vel, en eitthvað bar þó á ölvun á flestum stöðunum, þrátt fyrir tilraunir forráðamanna og lögreglu til að koma í veg fyrir slikt. Þar sem foreldrar fylgdu börnum sínum var beztur svipur á hátíðahöldun- um, en fylgdarlausir unglingar — og þó aðallega litlir hópar ungl- ingar — gerðu tilraunir til að spilla fyrir, vekja á sér athygli með látum og ærslum, en hvergi varð það til að spilla heildarsvip hátíða halda, eftir því sem blaðið veit bezt. Blaðamenn og fréttamenn Mbl. voru á flestum stöðunum og fer frásögn þeirra hér á eftir. í Húsaíellsskógi „Suinarhátíðm í Húsafells- skógi“ dró til sín slíkan mann- fjölda að fá dæmi eru til í allri sögu landsins. Er líða tók á föstudag hófst látlaus straumur komugesta og bifreiðalestin yfir Kaldadal var óslitin alla nótt- ina. Sagði Hörður Jóhannesson 'lögregluvarðstjóri í Borgarnesi, sem stjórnaði 13 manna lögreglu liði í Húsafellsskógi, að hann hefði aldrei orðið þess vitni fyrr að bifreiðalest að útisamkomu væri óslitin dag sem nótt —eins og þennan sólarhring við Húsa- fell. Hlýtt var í veðri á föstudags- kvöld en hvöss suðlæg átt og þar sem margir hrófluðu upp tjöldum í flýti til að komast á ctansleik, sem Hljómar léku fyr- ir í „Háítðarlundi“ Húsafells- skógar það kvöld, fór illa fyrir Bumum tjöldunum. Forráðamenn mótsins komu til hjálpar í vand ræðum unglinganna — en aðal- lega voru það unglingarnir sem fljótræðnislega fóru að, og tjöld þeirra voru líka á bersvæði en íjölskyldusvæðin á grasflötum skógarins — með því móti að heimila þeim tjaldsvæði hvar sem f fjölskyldu'tjaldbúðunum var allt með glæstu sniði og yfir- leitt einnig á unglingasvæðinu, en þar voru tjöld svo hundruð- um skipti. Bílaf jöldinn var óskap legur en tillitssemi og kurteigi í hávegum höfð og ekki kom til neinna árekstra svo orð sé á ger andL Er líða tók á daginn tók að rigna og stóð rigning stundum sem ausið væri úæ fötu í 15 tíma samfleytt. Þetta setti sinn svip á hátíðina og átti vafalítið sinn þátt í því, að meira bar á áfengisnotkun, en forráðamenn mótsins höfðu búið sig undir að standa andspænis. Hafði lög- regluliðið afskipti af 60-70 ungl ingum, sem voru undir áhrifum víns meira eða minna, og hafði þó áður verið leitað í tjöldum og nokkurt magn áfengis gert upptækt. Vilhjálmur Einarsson, móts stjóri, sagði aðspurður um þetta vandamál, að vera mætti að hætt yrði við slikar útiskemmtanir á þessum yndislega stað, ef ekki fyndist ráð til að koma í veg fyrir áfengisneyslu. Hann kvað fjölskyldubúðirnar í hvívetna hafa verið til fyrirmyndar og það væri ætlun mótstjórnar að þetta yrði „útiveruhátíð fjöl- skyldunnar" þangað sem unga fólkið kæmi í fylgd með foreldr um sínum og hefði aðhald frá þeim. Nú hefðu um 3-4 þúsund ungl ingar komið einir síns liðs. Lang Á kJvöldvökunni í Galtalækja rskAgi. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. flestir hefðu hagað sér vel og verið til fyrirmyndar, en lítill hópur sett blett á hátíðina og orðið til trafala og leiðinda. — Það þarf að efla almenn ingsálitið gegn áfengi á svona hátíðum, sagði Vilhjlmur. Við viljum ekki skipta okkur af því hvemig fólk skemmtirsér yfirleitt, en þegar fólki er þús undum saman stefnt útihá- tíð er það alger nauðsyn að hver og einn sýni vilja sinn í verki með því að neyta ekki áfengis á staðnum. Þótt 14-15 þúsund manns væru í Húsfellsskógi voru ekki seldir nema um 8000 aðgöngumiðar, en mikill fjöldi unglinga hafði ókeypis aðgang í fylgd með for- eldrum sínum, einis og auglýst hafði verið. Mannfjöldinn á hátíðasvæðinu var gífurlegur. Mótstjórn hafði látið gera malarstíga um skóg- inn milli danspallanna þriggja, Hátíðarlundar Paradísar og Lamb húslindar og þeir danspallar voru 800 fermetrar að stærð sam tals. Bæði kvöldin voru dans- pallarnir þéttskipaðir, en jafn- framt voru allir gangstígar þétt skipaðir fólki, sem mja'kaði sér á milli staða og við tjaldstæðin var alltaf margt fólk. Á sunnudaginn bættu veður- guðirnir mótsgestum upp leið- indi laugardagsveðráttunnar. Sól in skein í heiði og varla sást ský hnoðri á himni er líða tók á daginn. Nú var og allur annar svipur á hátíðinni en kvöldið áður. Hundruðum saman horfði fólk á íþróttakeppni árdegis, en þar Framhald á bls. 2* var. Þannig riðlaðist fyrirkomu- lag tjaldbúða og átti það eftir að segja til sín eftir því sem mótsgestum fjölgaði. Fyrri hluta laugardags var Húsafellsskógur baðaður sól- skini, þó víðast annars staðar rigndi í Borgarfirði þó ekki væri mikið. En í Húsafellsskógi gust- aði vel, en þó ekki til neinna erf iðleika. 80.000.000.00?! Verzlunarmannahelgin er mesta ferðahelgi ársins og leggja þá margir íslendingar land undir fót. Ekki þarf að fara í grafgötur um, að mikill kostnaður fylgir ætíð ferða- lögum, ekki sízt á þessu landi. Til gamans gerði starfsmað- ur Morgunblaðsins lauslega athugun á því, hve miklu fé hefði verið eytt um síðustu helgi í ferðalög og er ekki hægt að segja annað, en þær tölur komi talsvert á óvart. Hins ber þó að geta, að töl- urnar eru allar mjög lauslega áætlaðar. Fyrst ber að reyna að gera sér grein fyrir ferðakostnaði þeim, sem menn lögðu í um helgina og tók þá reiknings- maður með í reikninginin kostnað við ferðalög á helztu mótsstaðina og aðgangseyri. í Þórsmörk fóru 3-4 þús. manns. Ef reiknað er með 3500 manns, fást þessar tölur. Með áætlunarbílum fóru 2500. Fargjald kr. 760. Alls 1.875 þúsund krónur. Með einkabílum eittþúsund manns. Samanlagður kostnaður við benzín og ferjun yfir árnar 150 þúsund kr. (Vægt reikn- að). Aðgangur kr. 260. Marg- íaldað með 3600 fæst út 875 þúsund krónur. Alls 2.9 milljónir króna. Með svipuðum útreikningi fæst sem hér segir: Húsafellsskógur: 16 þúsund manns — ferðakostnaður og aðgagnseyrir 11.4 milljónir. Galtalækjarskógur: 5 þúÁ und manns — 3.9 miiljónií króna. Vaglaskógur: sjö þúsund mianns — 3,75 milljónir króna. Vestmannaeyjar: 5,1 milljón króna (þá er reiknað með fargjaldi aðeins tvö þúsund manna). Atlavík og Miðgarður: Ónógar upplýsingar, en gizk- að á samanlagt 1,5 milljón króna. Ferða- og aðgangskostnað- ur á helztu mótsstaði á land- inu: 28 milljónir 550 þúsund króna. Alls er reiknað með 39.500 manns á áðurnefndum mót- um. Ekki hafa allir ferða- langar um Verzlunarmanna- helgina komið á þessi mót, og til þess að fá út þægilegar töl ur, er reiknað með að 5.500 manns hafi að auki verið á ferðalögum um landið, svo alls eru þetta um 45 þúsund ferðamenn. En ekki er allt fengið með því að komast á staðina. Ferðamenn þurfa að búa sig út með nesti og nýja skó og ef reiknað er með kostnaði, sem svarar þúsund krónum á hvern ferðalang til nestis- kaupa og útbúnaðar ýmiss konar, þá fást með einfaldri margföldun 45 milljónir króna. Leggist það við áður- nefnda tölu, er útkoman 73.550.000.00. Ekki þarf að efa, að Ðakk- us hefur verið með í ferðum hjá fjölda manna. Ef áfengis hefur verið neytt fyrir 6.450 þúsund fcrónur, sem reiknings maður telur eftir góðum heimildum ekki ólíklegt, þá reiknast 'honum til, að verzl- unarmannahelgin hafi kostað kr. 80.000.000.00! Við getum þó huggað okk- ur við að fé þetta fór ekki úr landi! Séð yfir hátíðarsvæðið í Þórsmöörk I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.