Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 196« Æskulýðsfylkingin með spjöld sín fyrir utan Morgunblaðshúsið. í hópnum voru m.a. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðin gur, öm Ólafssom, stud. mag., Jakob Hallgrímsson og Vern- harður Linnet. MORGUNBLAÐIÐ fékk heim- sókn í gær af nokkrum félögum úr Æskulýðsfylkingunni, sem tóku sér stöðu fyrir utan hiísið með áletruð spjöld. Að gömlum islenzkum sið bauð einn ritstjóri Morgunblaðs- ins Æskulýðsfylkingarfólk- inu að koma inn og fá sér kaffi „Kjarkinn má ei vanta ....*' Ragnar Stefánsson sneri baki í myndavélina og bar af sér að vera forsprakki „aðgerðanna". sopa og skoða húsakynni blaðs- ins, en því boði var hafnað þrátt fyrir það, að ritstjórinn baiust til þess að láta sendla blaðsins halda á spjöldunum á meðan. Eigi þáðu gestimir held ur pinnaís, sem boðið var að færa þeim. Æskulýðsfylkingarfólkið kvaðst vilja mótmæla „frétta- fölsunum" Morgunblaðsins í sam bandi við innrás Varsjárbanda- lagsríkj-anna í Tékkóslóvakíu á dögunum. Vegfarendur brostu góðláitlega að „mótmælendum", s-em kváð- ust ætla að standa fyrir utan Morgunblaðshúsið þa-r til verzl- anir lok-uðu kl. 7 síðdegis. En upp úr kl. 6.30 leystist hópurinn upp. Þáðu ekki kaffisopann Hnrðærisneínd ó iundum DAGANA 31. ágúst og 6—12. september ferðaðist Harðæris- nefnd um Vestur-Skaftafells- sýslu, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, Strandasýslu, Húnavatns- sýslur báðar, Skagafjarðarsýslu, Þingeyjarsýslur báðar og Norð- ur-Múlasýslu. Hélt nefndin fundi með stjómism búnaðar- sambanda,, hreppsnefndarodd- vitum, héraðsráðunautum, forða gæzlumönnum og fleiri forráða- mönnum viðkomandi byggðar- laga á þessu svæði. Enda þótt heyskaparhorfur séu mun betri en útlit var fyrir snemma í sum ar, þá lítur út fyrir að alvarleg- ur heybrestur verði hjá fjölda bænda á stórum svæðum. Mjög mikil heymiðlun á sér stað milli héraða og landshluta. Flestir bændur hafa reynt að bæ-ta úr heyskortinum eins og kostur var á með þvi að nýta eyðijarðir nær og fjær og taka á leigu engj ar jafnvel í fjarlægum lands- hlutum. (Frá Harðærisnefnd). Fámennt og dauft á Framsóknarfundi Á FUNDI borgarfulltrúa og með kjósendum í Árbæjar- og Langholtskjörsvæðum í Fram- sóknarhúsinu síðastliðið fimmtu dagskvöld voru alls 30 fundar- menn, þar með taldir borgarfull trúarnir tveir og þingmaðurinn Ein-ar Ágústsson, Kristján Bene diktsson og Þórarinn Þórarins- son. Umræður snerust um þjóð mál aðallega, en að auki var drepið á borgarmálefni. Þórarinn Þórarinsson setti fundinn og kvað tilgang hans eiga að vera samband milli kjósenda flokksins og kjörinna fulltrúa hans. Ýmsar spurningar voru bornar fram, m. a. um viðræður ríkisstjórnarinn ar við stjórnarandstöðuna og sýndist mönnum yfirleit aðFram sóknarflokkurinn ætti ekki að taka þátt í þjóðstjórn, nema til kæmi algjör stefnubreyting í stjórnmá'lum. Einnig létu fulltrú ar flokksins, er þarna mættu kjósendunum 30 í ljós þá skoð- un að þeir óttuðust, að ríkis- stjórnin væri aðeins með við- ræðum þessum að halda uppi einhvers konar refskák. Þeir ætluðu sér ekki að breytastefn unni í þjóðmálum. Þá var vilji fundarmanna mjög skýr í þá átt að ekkert kæmi til annað en nýjar kosningar. Að kosningum loknum yrði þá ef til vill unnt að ræða um þjóðstjórn. Yrðu kosningar ekki áður en til þjóðstjórnarmyndunar kæmi, gætu stjómarflokkamir hve- nær sem er sparkað núver- andi stjómarandstöðuflokkum úr stjóminni og haldið upptekn um hætti. í umræðum um úrræði Fram- sóknarflokksins og hvað flokk- urinn myndi fyrst gera kæmist hann í stjórnaraðstöðu svaraði Þórarinn Þórarinsson því til að m.a. yrði að takmarka fjárfest- ingu á ýmsum sviðum, afnema það mikla „stjórnleysi“, sem ríkt hefði í þeim málum á valda árum viðreisnarstjórnarinnar. Þá kvað hann að endurskóða þyrfti lánamálin og breyta stuttum lán um atvinnuveganna í löng. Þór- arinn Þórarinsson varaði við of mikilli bjartsýni um úrslit kosn- inga. Árið 1963 hefði ríkt mjög mikil bjartsýni meðal Framsókn armanna í Reykjavík og einnig 1967, en allt hefði komið fyrir ekki. Undir þetta tóku fleiri fundarmenn. —10 ARA SÆGARPAR Framhald af bls. 28 svo að þeir gætu komið goggn um fyrir. Tókst það og segja vanir sjómerun að svona skurð ur sem hjá strákunum sé glæfraspil á lifandi flyðru, en heppnin var með og þetta lánaðist. Eftir nokkurn tíma gátu drengirnir komið flyðrunni upp og það voru kátair karl ar sem réru með fenginn til lands. Þegar heim kom var strax farið að koma flyðrunni upp í frystihús til verðs og hjálpuðust þeir félagar að því að aka hemni á kenru þang að. En þá var búið að loka frystihúsinu svo þeir uxðu að láta flyðruna þar fyrir utan, byrgja hana vel og ganga frá henni. Flyðran var um 70 kg. og þykir þetta vel geirt af 10 ára drengjum. — Fréttaritairi. Róttækor ráðstafanir ar aflameðferðar — — verður að gera ef firra á „stórkost- legum vandrœðum t Á AUKAFUNDI þeim, sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna efndi til fyrir skemmstu, var sam- þykkt ályktun, sem send hefur verið sjávarútvegsmálaráðherra, þar sem þeim tiimælum er beint til ráðherrans að hraðað verði nýrri reglugerð um ferskfiskmat, sem fundurinn telur að ýmsu leyti algjörlega ófullnægjandi. Jafnframt lýsti fundurinn þeirri skoðun sinni, að verði ekki nú þegar gerðar rótækar ráðstafan- ir til þess að tryggja bætta með- ferð þess sjávaraifla, sem að landi berst, muní það leiða til stór- kostlegra vandræða á næstunni, og sé þeirra raunar þegar farið að gæta. Til þess að ráða bót á þessu taldi fundurinn m. a. að þegar bæri að hefja tilraunir með ísun fisks i kassa um borð í fiskiskipum, og löndun fisks í kössum. Fyrr í sumar vair á aðalfundi Sambands íslenzkra fiskframleið- enda samþykkt ályktun varðandi ísun fisks í kassa. Þá hafa tækni- fræðingar á vegum sjávarafurða- deildar SÍS í sumar gert saman- burðairtilraainir á fiski ísuðum í kassa og ísuðum í lest fiski- skips með mjög jákvæðum ár- angri. Virðist sem öll helztu fisksölusambönd landsiins séu nú á einu máli um að ísun fisks í kassa um borð í vei'ðiskipuinum getí verið veigamikill þáttur í í nœstunni", segir SH lausn á vanda þeim, sem nú steðjar að sjávarútvegimum. Hér fer á eftir orðrétt ályktun sú, sem aukafundiur SH sam- þykkti: „Auíkafundur SH haldinn í Reykjaví'k, 6. september 1968 samþykkir að beina þeim til- mælum til hæstvirts sjávarút- vegsmálaráðherra, að endurs'koð- un reglugerðar um ferskfiskeftir- lit, sem setja ber samkvæmt lög- um um fiskmat, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, verði hraðað svo, að hin nýja reglu- gerð talki gildi fyrir vetirarvertíð 1969. Jafnframt verði án tafar gerðar ráðstafanir til þess að nú- verandi reglum um meðferð afla í fiskiskipum og fiskvinnslu- stöðvum verði framfylgt til hins ýtrasta. Þá telur fundurinn, að hið svo- kallaða þreifimat, sem notað hefur verið við fersikfiskmat á öllum öðrum fiski en netafiski, sé algerlega óful'lnægjandi og gefi niðurstöður með stórkost- legum frávikum frá réttu mati. Þess vegna telur fundurinn, að tafarlaust beri að taka upp eina aðferð við mat á öllum bolfiski. Telur fundurinn að ekki verði metið rétt, nema fiskurinn sé flattur eða flakaður til mats. Þá samþykkir fundurinn að óska þess, að sett verði til bráða- birgða, þar tU hin endurskoðaða Kaupstefnunni í Lnugnrdnl nð ljúkn KAUPSTEFNUNNI í Laugardal lýkur kl. 22 á sunnudiagskvöld. í dag kl. 16 verður hún opnuS almenningi og verður opin til kl. 22, en sunnud. kl. 14—22. — Hefur hún verið opin innkaupa- stjórum verzlunarfyrirtækja frá því á miðvikudagsmorgun. Hagræðing sú, er fylgt hefur kaupstefnunni hefur faUið í góð- an jarðveg og hafa hlutaðeig- endur sýnt áhuga á því, að haldn ar verði sHkar kaupstefnur vor og haust. Framleiðslugeta ýmissa fyrir- tækja hefur nýtzt nokkuð fram í tímann með þessarri ráðstöfun. Tízkusýning var haldin fyrir verzlunarfuUtrúana á fimmtu- daginn, og var henni afar vel tekið. MeðUmir Módelsamtak- anna sýndu þama 50 klæðnaðL Þann dag og í gær var sýning- artíma framlengt tU kl. 21. Fjórir tízkusýningar vei'ða haldnar fyrir almenning, tvær hvorn dag, kl. 17 og kl. 20.30. Sælkeii stal tösku BROTIZT var inn í Iðngarða í fyrrinótt og stolið þaðan sviss- neskri, forláta skjalatösku. Inn- brotið var framið í Skeifuna 3 og 5, en í þeirri húsasamstæðu er fjöldi fyrirtækja. Brotizt var inn hjá þremur fyrirtækjum. Þjófurinn hafði ekkert upp úr krafsinu annað en skjalatösk- una. í henni var höfuðbók fyr- irtækiisins, en hvort „kóninn" hefur ekki haft áhuga á bók- inni eða haft hag fyrirtækisins í huga, skal ósagt látið. Svo mikið er yíst að hann skUdi höfuðbókina eftir, en hélt á brott með töskuna. Þá fór þjófurinn einnig í sæl- gætisgerð, sem þarna er tU húsa og stal 1 kg af íslenzku lakk- rískonfekti. Mátti rekja slóð hans frá húsinu, því að augsýni- lega hefur verið gat á konfekt- pokanum. til bættr- reglugerð tekur gildi, ný reglu- gerð, eða núverandi reglugerð breytt, á þá lund, að allur annar fiskuir en karfi, sem veiddur er í botnvörpu, skuli skilyrðislaust slægður. Það er skoðun fundarins að verði ekki gerðar róttækar ráð- stafanir til að tryggja bætta meðferð þess sjávarafla, sem að iandi berst muni það leiða tU stórkostlegra vandræða á næst- unni, og er þess þegar farið að gæta. I þessu sambandi næglr að minna á ástandið á skxeiðar- og saltfLskmörkuðum landsins og þá staðreynd, að mikili hluti þess bolfiskafla, sem frystihúsin fá tU vinnslu, einkum yfir sumarmán- uðina, er einungis hæfur tU vinnslu fiskblokka, en af þeim er nú offramboð og mikið verð- fall, á sama tíma sem mörkúð- um fyrir gæðavöru verður ekki fullnægt vegna skorts á hæfu hráefni. Telur fundurinn brýna nauð- syn bera til þess, að strax verði hafnar tilraunir með kössun á afla í fiskibátum, svo og löndiun í kössum, svo að ljóst megi verða, hver áhrif það kymni að hafa á gæði aflans, einkum sum- arfisksins og verðmætari fisk- tegunda, og á hvenn hátt kössun verði komið við. í því sambandi beinir fundurinn því til hæst- virts sjávarútvegsmálaráðherra, að hann beiti sér fyrir því, að þessar athuganir verði strax hafnar og að veitt verði nægjan- legt fjármagn til að tryggja framkvæmd þeirra, svo að niður- stöður geti legið fyrir sem allra fyrst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.