Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1968 Farið til sölva í Stórhöfða ÞAÐ er mörg búbótin til lands og sjávar ef menn leggja sig eftir. Sölvatekja hefur um iangan aldur verið stunduð víða um land, en í litlum mæli þó. Það þykir alltaf var- ið í að fara með í sölvatínslu og þá sérstaklega ef það þarf að fara í báti til söiva. í Yestmannaeyjum er sérstakt Sölvatínslufólkið að leggja frá Sölvaflánni á drekkhlöðnum bát. Stefni bátsins nemur við bakkann á flánni, sem er kafloðinn af þaragróðri. metrar háar, en þar fyrir of- an taka við grösugar hlíðar Stórhöfða. Niður bergið drýp ur vatn af Höfðanum og á fjörunni má segja að sölin af- vatnist, ef vatnsrennslið er eitthvað að ráði. Þykja söl af sölvaflánni því vera með sér- stökum keim. Illt er að fóta sig á flánni, enda allsitaðar sæbratt og vaxið sölvum. Eftir 2 klukkutíma á flánni voru flestir búnir að fyllla sekki sína og þá var farið að búast til brottferðar. Báturinn, sem hafði verið dreginn upp flána, var settur á flot og sölvasekkjunum skip að um borð. Síðan fór tínslu- fólkið, sem var á aldrinum 4-50 ára um borð og róið var í land með drekkhlaðið skip af sölvum. Sölin er síðan þurrkuð úti ef þurrkur er, annars inni og þykja hinn mesti herramanns matur ein sér og með smjöri og harðfiski. Páll Steingrímsson, listamað- ur og kennari, var með í ferð- inni með 4 ára gamlan son sin, Dufþak, sem stendur að baki honum. bergsvæði utan í Stórhöfða, sem heitir Sölvaflá. Sölvaflá- in fer í kaf á flóði, en á fjöru er hægt að ganga þurrum fót- um um 100 metra langan sjáv arhamrabakka, sem er að jafn aði um 4 metrar á breidd. Þarna vaxa slægjur af sölv- Það er létt yfir fólkinu við tínsluna en bezt er að liggja á pokanum, sem tínt er í vegna þess að fláin er mjög hál og stundum renna menn hraðbyri beint út í sjó. um og ár hvert er farið þang- að til sölva í ágústlok en þá er fullsprottið og tekjan oft 20- 30 strigapokar. Sölvafláin er 1 svokallaðri Klauf eða Stór- höfðavík og þarf að sækja þangað á báti og sæta fjöru. Við brugðum okkur með nokkrum Eyjaskeggjum til sölva fyrir skömmu. Á þriðj’udegi var hringt í okkur og sagt að það ætti að ir, ef veður leyfði. Miðviku- dagurinn rann upp og veður útlit var sæmilegt, vestanátt og nokkur ylgja í hafinu, en fara á Sölvaflánna daginn eft fært. Það var fjara klukkan 2 um daginn og um hádegis- bil var báturinn tekinn á bíl í kaupstaðnum og leiðangur- inn hélt suður að Stórhöfða. Bátnum var hrint á flot, 15 sölvaitekjumenn stigu um borð og það var róið sem leið liggur á Sölvaflána. Það var súgur við flána, en lending gekk greiðlega. Tínslupokarnir voru dregnir fram og það var byrjað að slíta sölin. Það var sæmileg spretta og ákve'ðið var að nota tímann vel meðan fjar- an væri. Á Sölvaflánni eru brim- sorfnar hellahvelfingar, 10-12 Séð yfir hluta af Solvaflanni. Þar sem folkið er að tma sol fer fláin í kaf á flóði. Flánni hallar allsstaðar til sjávar. (Ljósmynd Mbl. Á. Johnsen.) KJÖTBÚD SUÐURVERS STICAHLÍD 45 SÍMI 35645 OPK) ALLA LAUGARDAGA TIL KLUKKAN 18 KJÖTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLIÐ 45 SÍMI 35645 ÓDÝRIR NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR 1/1 ds. ananas 35.00 o§: 39.75. — 1/1 ds. ferskjur 41.70. — 1/1 ds. bl. ávextir 55.70. 1/1 ds. perur 47.30. — Vi ds. jarðarber 32.55. — Vz ds. ananas 22.75. — Vz ds. bl. ávextir 34.75. Vi ds. perur 29.75. — Vs ds. ferskjur 29.75. — Vt ds. aprikósur 24.95. Mikið úrval af ódýru kexi, sultum og marmelaði. Opið ollo dogo til kl. 8 síðdegis — Ei Verzlunin opin (ekki söluop) kl. 8.30—20 s.d. Söluturninn opinn frá kl. 20—23.30. ig laugardoga og sunnudaga. Verzlunin Herjdliur Skipholti 70 — Sími 31275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.