Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1968 17 nútíðarmanninum mætti vera, að fealdræn skynaemi, jainvel speki — og Iþjóðfélagsleg nýskipan duigi þama akammt, ef ekki kem- ur þar til gerbreytt viðhorf við þessum örlagaþrungna vanda, en það getur aðeins orðið að dómi hins miikla skálds, ef eðli og akapgierð mannsina Skírist svo í þeim eldi þraiuta og harma, sem hann verður að þola, að hann í trausti á hirnn æðsta guð, sjálf- an Seif, sem þekkir af eigin raun eldskírn þrautanna, rjúfi vítahringinn, afneiti þörf og gildi hefndarinnar og verði í krafti þeirrar afneitunar verð- ugur verndar og handleiðslu hins guðlega máttar ... Hitt atr- iðið er og ekki síður athyglis- vert nú en á dögum Aiskylos- ar — og þá einkum með tilliti til vandamálanna í velferðar- ríkjum hins vestræna heims. Það er viðhorf skáldjsins við auði og velsæld. Aiskylos lætur kórinn mæla svo á eimum stað í þessu leikriti — og er auðvitað, að Skáldinu hefur þótt mikils um vert, að boma að einmitt þessu viðhorfi sínu: „Frlá ómunatíð hefur verið haft fyrir satt, að mikill auður og velsæld eigi vond afkvæmi, upp af þeim spretti botnlaus eymd, böl og kvöl. Ég er einn um aðra skoðun. Af ranglætis- verkum spretta önnur þeim lík. En þeir, sem réttlætinu unna, geta að ósekju auðsældar notið og bamalánið mun við þá leika.“ En hann vill ekki láta það já- (kvæða í þessari skoðun sinni gefa neinum þá hugmynd, að til- tölulega létt sé að bæta úr þeim þjóðifél'agslega vaimda, sem er honum þyrnir í augum og er ná- tengdur þeim vítahring, sem er hans aðalviðfangsefni. Þess vegna bætir hann við: „Hætt er við, að gömul synd leiði til nýrrar og afli dauðleg- um mörunum ógæf u og auðnuleys- is. f fyllingu timans elur hún hinn illa anda ofstopans, sem ekk ert fær sveigt eða bugað og fót- um treður allt, sem heilagt er. í slóð hans þyrpast kolsvartar bölbænir inn í húsið. Eru þær tókar sínu floreldri. En Réttlæt- isgyðjan ljómar skært í lágum hreysum og sótugum. Hún virðir vammlausan hal, en gylltar hall- iir flekkaðra handa flýr hún nið- urlút og skundar þangað, sem sakleysið á sér athvarf. Hún virðir að vettugi vald auðsins, sem lofstír manna hefur falsað með sinni yfirskrift. Öllu beinir hún að réttum leiðum að lokum.“ Mundi ekki leiðtogum vel- ferðarríkjanna hollt að skoða hinn mörgum þeirra lítt skilj- anlega vanda, sem að þjóðfélög- um þessara rí'kja steðjar, ein- mitt í því ljósi, sem hið griska stórskáld bregður þarna upp? Gæti ekki átt sér stað, að upp- reisn hinna ungu ætti sér fyrst og fremst þær rætur, að þeir hafi á tilfininingunni að auður og velsæld án réttlætis dugi skammt sem heillastoð og hamingju- gjafi ... “ Því jafnvel í fomöld sveif hugur eins hátt, :— x>g hvar er þá nokkuð, sem vinnst,“ kvað Stephan G. Stephansson. Loks er þess að geta, að í bók- inni er greint allrækilega frá ýmsu, er varðar þau hundrað handrit, sem til eru af leikritum Aiakylosar, birt skrá yfir leik- ritin og gc'tið helztu heildarút- gáfna af þeim á Ítalíu, í Frakk- landi, Þýzkalandi og Englandi — sem og þeirra útgáfna af Aga menon í vestráenum löndum, sem dr. Jón telur merkastar. Framan við leikritið sjálft er stutt og skýrt yfirlit yfir efnið og síðan skrá yfir persónur í leiknum og þær, sem þar er getið. Aftan við leikinn eru svo athugasemd- ir og skýringar á þrettán þétt- letruðum blaðsíðum og að end- ingu eftirmálinn, sem áður er á minnzt. ★ ★ ★ Af öllu hinu framansagða má marka, að dr. Jón hefur lagt ríka áherzlu á að láta fylgjaþýð ingu sinni sem allra flest af því, er hann hefur talið að vekja mætti áhuga og skilning á ekki aðeins þessu mikilvæga skáld- verki, heMur og á grískri forn- menningu yfirleitt, og svo má þá geta sér nærri um, að hann hafi vandað þýðinguna eins og honum var framast umnt. Ég get ekki dæmt um frumtexta harm- leiksins og hef ekki við hönd- ina erlendar úrvalsþýðingar til samanburðar, en ég efast ekki um, að slíkur fræði- og áhuga- maður um grískar bókmenntir og menningu sem dr. Jón hafi þýtt textann rétt og mjög ná- kvæmlega, enda þýðingin í ó- bundnu máli. Og þó að mér af lestri margra og merkra þýðinga á meistaraverkum erlendra bók- mennta sé ljóst, að vonlaust megi teljast, að dr. Jón hafi yf- irleitt tekizt að varðveita til fulls fegurð, kraft og kynngi frum ritsins, þori ég að fullyrða, að þýðingin hljóti að gefa allglögga áhrifaríka og eftirminnilega hug mynd um snilli og andríki skáldsins. Hún ber heildarsvip, sem sver sig í ætt við yfirbragð ýmissa annarra grískra snilldar- verka, er ég hef átt kost á að kynnast í þýðingum á íslenzku og erlend mál, sem ég skii, og auk þess er andi hennar og svip- mót sérkennandi fyrir höfund harmleiksins, en dr. Jón segir svo í hinni fróðlegu ritgerð sinni um leikinn og höfund hans: „Til að útskýra afstöðu Aisky- losar til yngri skáldbróður hans og samtíðarmanns, Sófóklesar, hefur oft verið gripið til þess ráðs að bera hana saman við þann mun, sem er á Michelangello og Raflfael. f verkum hiins fynr- nefnda skynja menn kynngikraft hins goðmagnaða sj'áanda eins og í leikritum Aiskylosar, en Raffa- el og Sóflókles prýðir hið þokka- fulla samræmi.“ Málfar þýðandans er vamdað, svo sem vænta mátti, stíllinn er ærið skrúðmikill, myndauðugur og oft mjög hátíðlegur, einkum á því, sem kórinn segir, en þess ber að gæta, að textinn var sunginn og grísk leiklist var þátt ur í guðsdýrkun sanntrúaðrar þjóðar. Og þó að stíllinn sé ærið ólíkur og á dýrgripum íslenzkra flornbókmennta, rímaðra sem ó- rímaðra, tekst oftast vel til hjá þýðandanum, þegar hanin sér ekki annað náð vænna en grípa til orða og jaiflnvel setninga úr forníslenzku skáldamáli. Oft stuðlar hann hið annars ó- bundna mál þýðingarinnar, og nær það gjarnan þeim tilgangi sínum að gera setningarnar ljóð- rænni en ella eða þá rismeiri. En vandfarið er með stuðla í lausu máli, jafnvel þótt það sé þýðing á ljóðum eða ljóðrænum harmleik. Og stöku sinnum virð- ist mér dr. Jón komast um of u'dir áhrifavald þeirrar seið- n'gnuðu rímhefðar, sem mörgum íslenzkum manninum hefur verið að kalla má samgróin — allt fram á seinustu áratugi. En þetta er mats- og smekksatriði og verð ur hvorki lagt til lasts lofsam- legum vilja né góðri og veiga- mikilli getu þýðandans. ★ ★ ★ Dr. Jón Gíslason mun ekiki láta hér staðar -numið, og áður hefur hann lagt drjúgan skerf til kynningar og skilnings á ekki aðeins menningu Forngrikkja, heldur og Rómverja. Hann hef- ur skrifað bók, sem heitir Goða I fræði Grikkja og Rómverja, og hann hefur þýtt leikrit Sófókles ar, Antígónu. Þá hefur hann og ritað bókina Ciceró og samtíð hans og einnig lagt sig fram um tilstuðlan þess, að afrek fyrir- rennara hans til kynningar grísk um bókmenntum mættu verða til manndóms- og menningarauka núlifandi og komandi kynslóð- um, sem þetta land byggja. Á- samt Kristni rektor Ármanns- syni sá hann um myndarlega tveggja binda útgáfu á hinni á- gætu og um langt skeið ekki að- eins af menntamönnum mikið lesnu þýðingu Sveinbjarnar skálds og rektors Egilsson- ar á Kviðum Hómers,. og nokkru síðar — eða 1951 — kom frá hendi dr. Jóns bókin Guðir og menn, sem hefur að geyma úrval hans úr snilld- arþýðingu Sveinbjarnar. Og nokkrum árurn síðar sá dr. Jón um útgáfu á Samdrykkjunni eft ir hinn frábæra gríska speking Platón, en Samdrykkjuna þýddi þjóðskáldið Steingrímur Thor- steinsson, sem var fyrr og síðar mikill áhugamaður um frelsi og sjálfstæði íslands. En hvernig má það svo verða, að verk dr. Jóns og forvera hans nái þeim tilgangi sínum, að auka ísieindingum þekkingu á hinni stórmerku menningu Forn gri'kkja og Rómverja — og þar með þann menningarlægan þroska, sem megi tryggja ör- yggi íslenzks sjálfstæðis? Þrátt fyrir margra ára skólagöngu hvers einasta íslendings hygg ég, að minni líkindi kunni að vera til þess nú en áður, að slíkum iðju- og hugsjónamönnum sem dr. Jóni og þeim, sem á undain honum hafa uinnið góð og óeig- ingjörn störf á sama vettvangi, megi verða að von sinni og vilja — að óbreyttum aðstæðum. Marg víslegt lesefni er nú hvarvetna á boðstólum, og margt er það nú á dögum, sem keppir við bók- ina, er var löngum menningar- legur vitaðsgjafi íslenzku þjóð- arinnar, beint og óbeint, og ég hygg, að til lítils kæmi, þó að lesnir væru í hverjum skóla stutt’r kaflar úr kviðum Hómers, harmleikjum Aiskylosar og Só- fóklesar og spekimálum Platóns, — lesmálið tætt í sundur eftir orðflokkum og setningahlutum og ef til vill nokkur orð látiin fylgja af munni kennarans. Sama máli hygg ég að mundi gegna um brot úr þýðingum á öðrum snilldarverkum heimsbókmennt anna. Hins vegar væri von um, að nokkur árangur næðist til kynn ingar og áhugaau'ka á slíkum bókmenntum í skólum okkar, ef stofnuð væru bókasöfn í hverj- um skóla og notkun þeirra gerð að föstum lið í viðleitninni til aukinnar fræðslu og þroska. Þá væri stofnað til leshópa, sem í væri valið með tilliti til þess, í hvaða átt gáfur nemendanna og, áhugi beindist, og hópunum síð- an fengin viðfangseifni við sitt hæfi — og í nánum tengslum við þær námsgreinar, sem kenndar eru í skólunum. Þetta er nú mjög tíðkað hjá frændþjóðum okkar og mörgum öðrum menn- ingarþjóðum og þykir gefa betri raun til áhugaauka og sjálfstæða starfs og hugsunar en flest ann- að, enda njóta nemendumir handleiðslu kennara sinna, en eru hvorki beittir hörðum í- troðsluaga né látnir sjálfráðir um að gerast óvirkir daufingjar eða skaðvænir pörupiltar ... En þó að enn kunni að verða nokk- ur bið á því, að stókir fræðslu- þættir verði teknir upp í íslenzk um skólum, er unnt að auka þekkingu og áhuga á hinni stór brotnu fornmenningu Grikkja og annarra þeirra þjóða, sem hafa eftiriátið mannkyninu ómetanleg an fjársjóð speki og snilli. Dr. Jón Gíslason hefur noikkrum sinnum flutt útvarpserindi um stók efni, og vissulega væri unint að kynna skipulega og skemmti- lega bæði í hljóðvarpi og sjón- varpi grískar og rómverskar bók menntir og listir, vekja á tófræn. an hátt athygli á þeim þýðing- um, sem þegar eru til á prenti og greiða fyrir því, að þær, sem óprentaðar liggja, verði gefnar út af þar til hæfum mönmum — og að nýjar bætist við smátt og smátt. En verði ekkert að gert í þess um efnum, kynnu þeir að verða vandfundnir, sem af ást á við- fangsefnunum helguðu sig í tóm stundum htóðstæðum störfum og dr. Jón Gíslason, vonlausir um að verk þeirra megi verða íslenzku þjóðinni sá manndóms- og menningarauki, er fái stuðl- að að vernd og eflingu heilbrigðs metnaðar og að auknu öryggi frelsis og sjálfstæðis. Guðmundur Gíslason Hagalín. Kópavogsbúar Hárgreiðslustofan er tekin til starfa að Álfhólsvegi 39, sími 40954. dralori PEYSURNAR FRÍi HEHLil i ÚRVALILITA OG MYNZTRA Á BORN OG FULLORÐNA. HEKLA AKUREYRI Auður Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.