Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 4
MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1968 * * 0 Um lélegar slysavarnir á Langanesi Eftiríarandi bréf barst okkur frá Húsa- vík: „Velvakandi góður, Ég var á ferðalagi ekki alls fyrir löngu, og fór meðal annars norður á Langanes, út í Skoruvík og Skála og út á svonefnd- an Font, sem er yzti oddi Langaness. Það, sem þarna bar fyrir augu, eða réttara sagt bar ekki fyrir augu, gekk svo fram af mér, að ég fæ ekki orða bundizt. Það eru slysavamirnar, sem engar eru. Skipbrots- menn, sem þarna bæri að landi ættu sér næsta litla lífsvon, ef eitthvað væri að veðri t.d. Á um það bil 12 km. löngum kafla norðan á nesinu eru ómanngeng björg og stórgrýtt fjara. Þar er algjörlega ómögulegt að komast upp á land, nema á einum stað, þó ekki eins og nú er á- statt. Er það um svonefnda „Ensku-gjá“. Þar íóru skipbrotsmenn upp um áður fyrr, en nú hefur hrunið grjót úr neðsta hluta gjárinnar, svo að hún er ókleif. Úr þessu væri vandalaust að bæta, þó ekki nema með kaðalstiga. í eyðiþorpinu á Skálum, austan á Langanesinu, er alveg sama á- standið. Þangað liggur símalína, en tólið hefur verið fjarlægt, svo að ógjörningur væri að gera vart við sig þaðan. Þama verður að vera skýli og sími, því langt er til byggða. Vegur liggur að nafninu til þarna út eftir, en hann er ill- fær jeppum. í förinni með mér var læknir, og hafði hann orð á því, að vonlaust væri að reyna að flytja mikið slasaða eða sjúka menn eftir honum. Og nú er mér spum, Hví er ekkert gert þarna? Til þess þarf ekki nema sára lítið fjármagn. Á að bíða þar til skip ferst þarna, og áhöfnin einnig bara fyrir handvömm og hugsunarleysi? Ferðalangur." 0 Meinga Sr. Árelíus skrifar: „Sögnin að meinga hefur verið mikið notuð undanfarið meira að segja í fyrir- sögnum blaðanna. Elliðaárnar hafa meingast af hrossalandi, sjórinn í Nauthólsvík af frárennsli salerna, Engeyjarsund af olíu, loftið i borginni af fýlu, hugarfar fólksins af hráskinnaleik stjórnmálanna. En svo undarlega bregður við að hvergi hef ég séð þessa mjög notuðu sögn rétt ritaða. Hún er skrifuð menga, eins og hún væri dregin af men — sem þýðir skart- gripur, en ekki mein, sem þýðir sár eða sjúkleiki, skaði eða skömm jafnvel eitrun eitra. Auðvitað er sögn þessi undantekning frá reglunni um einfaldan samhljóða á undan ng likt og í orðunum seinka hreinka og Steinka og Sveinki, þar sem ei-ið er í stofni. Eða er kannske allt orðið meingað af margtuggða orðinu mengi — mergð eða meigur og mengið orðið hugstola? Árelíus Nielsson.“ 0 „Jurtafrostlögur“ „Bændavinur" skrifar: „Kæri Velvakandi! Nýverið dvaldist ég í leyfi mlnu hjá ættingjum mínum að Vindfelli í Vopna- firði, og ferðaðist ég þar víða um. Fannst mér mjög hryggilegt að sjá hvemig frost- in á síðastliðnum vetri höfðu leikið þessa grösugu byggð. Hvarvetna blöstu við kal- ákemmdir. Því þótti mér mjög athyglis- vert að lesa um það í dálkum þínum, að frændur vorir Norðmenn hefðu fundið upp aðferð til að forðast þennan vágest. Höf- um við eflaust sitthvað að læra af frænd- um vorum í þessu efni eins og einnig t.d. af meðferð þeirra á erlendu fjármagni. Náttúruskilyrði eru og lík, svo ekki er ó- trúlegt að þessi „jurtafrostlögur'* eigi einn ig við hér. Ég veit, að óhætt er að treysta því, að vor röggsami og grandvari landbúnaðar- ráðherra tekur þetta mál traustum tökum og athugar, hve raunhæft það reynist okik- ur íslendingum. Með kærri kveðju Bændavinur." 0 Áfengi bjórinn E.H. skrifar eftirfarandi bréf: „Kærí Velvakandi! Það vakti án efa mikla athygli margra hlustenda útvarpsins í gærkvöldi, þegar Halldór Blöndal, blaðamaður skýrði frá því að auðvelt væri fyrir fólk hér að fá keypt „ Export öl“, þe.. áfengt öL Þeir sem það vildu fá, gætu fengið það, ef þeir nenntu að hafa fyrir því, eins og fyrirlesari orð- aði það. Hljóta þetta að vera fróðlegar upplýsingar fyrir löggæzluna I landinu og væri ekki til of mikils ætlast af henni að hún hefði tal af Halldóri í þeirri viðleitni hennar a.ð koma lögum yfir hina brotlegu og fyrirbyggja frekari lögbrot. Frásögn Halldórs á ástæðum þess að ýms ir vilja ekki fá áfengt öl inn í landið, var í knappasta lagi og meðferð hans á rökum bindindismanna í því efni, minnti blátt áfram á aðferð strútsins, sem sting- ur höfðinu £ sandinn. E.H.“ Margir hafa gagnrýnt þá afstöðu stúku- manna að berjast gegn framleiðslu og sölu áfengs öls hér á landi — þar sem allar tefundir sterkra og veikra v£na fást. Telja það óraunhæfa baráttu. — Á það verður ekki lagður dómur hér, en hitt er rétt, að á meðan sala áfengs öls er bönnuð verður að hlýta þvi lagaboði — og reyna að koma i veg fyrir lögbrot £ þvi sam- bandi. 0 „Fjörgömul kona úr V esturbænum.“ Ásgeir Jakobsson skrifar: ÞÚ BIRTSR þann 13. september, Velvak- andi góður, bréf frá „fyrrverandi útgerð- armanni," og það bréf er nánast ástarjátn- ing með tilbrigðum. Þeir herrar, Eyjólfur Konráð og Steingrímur eru réttilega lofað- ir fyrir glæsileik og ýmsa karlmannlega eiginleika en jafnframt því er hreytt ónot- um í Einar Sigurðsson fyrir að vilja kaupa skip, hafa trú á íslenzkum útvegi og vilja mæfca tregfiski með aukinni sókn. Hér er ekkl um fyrrverandi útgerðar- mann að ræða heldur fjörgamla konu úr V esturbænum. Það hringir stundum til min öldruð kona fín frú í den tid, sem fylgist vel með þjóðmálum, en hefur aldeilis óstjórnlega óbeit á sjó, sjómennsku og útvegi. Hún hafði eitt sinn lesið eitthvað eftir mig um þetta efni, hringdi til min og skammaði mig ótæpilega en við urðum þó vinir. Að ioknum þættinum í brennideplinum á föstu dagskvöldið, 6 sept. hringdi hún og var þungorð i garð Einars en lofaði Eyjólf og Steingrím og var orðalagið mjög ámóta og „fyrrverandi útgerðarmaður", notar í bréf- inu til þin. Svo líkt reyndar, að ég er ekki í vafa um hvaðan það er ættað þrátt fyrir undirskriftina. Að vísu talaði gamla frúin jafnan um þá Eyjólf og Steingrím, sem „mjög pena unga menn“, að hætti fínnar frúar á hennar sokkabandsáium. En þessu hefur þú vafalaust breytt í próförk, eins og þú sjálfur, að þessir ungu og penu menn, sérílagi Eyjólfur, hefðu verið Einari sammála í öllum meginatriðum, báðir vildu beina kröftum þjóðarinnar að því að auka útflutningsframleiðsluna, en ekld snúa nú öllu við upp i fornan heimilisiðnað. Ásgeir Jakobsson" Velvakandi þakkar Ásgeiri skemmtilegt bréf, en verður að hryggja hann með því, að hér hefur ályktunargáfa hans brugðizt Hann hefur „fjörgömlu konuna úr Vestur- bænum" fyrir rangri sök. Bréfritarinn siglir ekki undir fölsku flaggi, hann er — þrátt fyrir allt — fyrrverandi útgerðarmað ur. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDIIM SÍIMI 82347 BÍLALEIGAINI - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 o* 36217. Sími 22-0-22 Raubarársfíg 31 SÍH' 1-44-44 m/UF/m Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR SKIPHOUl21 54MA«21190 *Hir toifvn 403ol LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastrætl 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81746. Sigurður Jónsson. Til sölu Rambler American árg. ’67 2ja dyra. Verð 297 þús. VÖKULL H.F., Hringbraut 121, sími 10600. Nýfízku íbúð 3ja—4ra herb. eða einbýlishús í eða fyrir utan bæinn óskast strax til leigu. rÞennt fullorðið í heimili. Fyrirframgreiðsla. Sími 84827. TIL LEIGU Einbýlishúsið Mánahlíð við Geitháls er til leigu. lfúsið er 4 herb., eldhús og baðherbergi. Verður til sýnis sunnudaginn 15. september kl. 2—4 e.h. BLAÐBURÐARFOLK r eftirtalin hverfi: ÆGISSÍÐA - BÁRUGATA - LYNGHAGI TÖMASARHAGI - LAUGAVEGUR 1-33 To//ð wð afgreiðsluna i sima 10100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.