Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1966 Atvinna víöast sæmileg í sumar — Síldarsöltunarstöðvar tilbúnar til vetrarsöltunar — Atvinna virðist með góðu móti sem stendur, og fiskafli sæmilegur. Þetta var niðurstað- an af símtölum MBL við nokkra af fréttariturum sínum úti í landsbyggðinni. — Þetta hefur verið reytings- afli í sumar, sagði Sigurður P. Björnsson á Húsavík. Atvinna er með sæmilegasta móti og tölu verð vinna í frystihúsinu. Þá er sá galli á gjöf Njarðar að stað- ið hefur á útskipun, þannig að fiskurin'n hefur safnazt saman í húsinu. En þetta stendur oaú til bóta því von er á skipi. — Um byggingarframkvæmd- ir sagði Sigurður, að þær hefðu dregist saman og lítið byggt af nýjum húsum í ár. Þeir sem í byggingarvinnu hefðu unn ið sneru sér nú aftur að sjó- mennskunni. — Aðspurður um kísilgúrinn, en honum er skipað út frá Húsa vík, sagði Sigurður, að nú væri von á þremur skipum til að taka á móti kísil frá Mývatni. Hann hefði frétt að allt væri nú í full- um gangi þar í verksmiðjunni. PTvö frystihús starfrækt á Sauð- árkrókL — Fiskvinnsla hefur verið hér af og til og ástandið betra en í fyrra, sagði Guðjón Sigurðsson, fréttaritari á Sauðárkróki. J0H1U8 - MMIVILLI glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fjuir 4” J-M glerull og 2^4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. — Tvö frystihús eru nú starf- andi hér, en var aðeins eitt til skamms tíma. Hlutafélag var stofnað til að koma því aftiur í gang og stóðu að þeirri stofn- un um 40 manns, leigja þeir hús ið af ríkinu. — Fiskafli var lélegur fram- an af, en rættist úr þegar á leið. Fyrsta skipið, sem héðan hóf veiðar var Drangey 250 tonna skip. Síðan í marzlok hefur Drangey aflað 874 tonn af fiski að verðmæti ca. 5 milljónir króna. Aflinn hefur allur verið lagður upp hér. Þegar á leið bættust fleiri bátar við. Tregur afli hefur verið hjá togveiðibát- unum, en betri hjá snurvoðabát unum síðusrtu daga. — Slátrun hefst hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga 16. september nk. og áætlað er að slátrað verði um 43 þúsundum fjár. Er það heldur fleira en í fyrra. Hjá Slátursamlagi Skagfirð- inga byrjar stórgripaslátrun á nk. laugardag og sauðfjárslátr- un á venjulegum tíma. Gizkað er á að þar verði slátrað um 7-10 þúsund fjár. — Hákur, sanddæluskip Vita- má'lastjómarinnar, er um þess- ar mundir að dæla sandi, sem safniazt hefur í höfninni, á und- anförnum árum. Dælir skipið sandinum upp að svonefndum Eyrarvegi hetfur myndast þar töluverð uppfylling. Áætlað er að dælt verði alls um 72 tenings metrum úr höfninni. — Grasspretta var igeysimik il á skömmum tíma í sveitum Skagafjarðar. Útlitið var, sem kunmugt er ekki gott framam af vegna kalsins, en nú má ætla að heyskapur verði í góðu meðal- lagi, þótt nokkuð sé þetta breyti- legt efitir svæðum. Nokkrar framkvæmdir hafa staðið yfir á vegum hitaveitunm- ar. Skipt var um hitavatns- leiðslu við Skagfirðingabraut og er þeirri framkvæmd að Ijúka. Ennfremur hefur verið unnið að inmrétrtimgu Gagnfræðaskólahúss ins og gert ráð fyrir að skólinn taki til starfa á eðlilegum tíma í haust. Byggingatframkvæmdir eru með svipuðu móti og á und- anförnum árum, kannski heldur minni. Má þar til nefna, að á lóð sjúkrahússins á Sauðár- hæð er verið að reisa bústað fyrir sj úk rahú slækn inn. Ýmsar fleiri framkvæmdir hafa staðið hér yfiir bæði á vegum einstakl- inga og bæjarfélagsins. Byggt yfir síldarplön í Neskaup- stað. Ásgeir Lárusson í Neskaup- stað símaði: — Það er verið að standsetja síldarsöltunarstöðvamar og byggja yfir þær stálgrindarhús, sem verða hituð upp, svo allt sé nú tilbúið fyrir vetrarsöltun ef síldinni þóknaðist loksins að koma. — Ekki hefur verið atvinnu- leysi hér í sumar, en, eftirvinna líti'l sem engin. f frystihúsunum Húsgögn til sölu Vegna brottflutnings eru til sölu sænsk og þýzk húsgögn. Upplýsingar í síma 81416. Aðsfoðarmann vantar að Ransóknarstofnun landbúnaðarins. Bú- fræði- eða stúdentsmenntun 'æskileg. Skriflegar um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rannsóknarstofnun landbúnaðarins Keldna- holti fyrir 20. september n.k. tveimur hefur ekki verið mikið um vinnu í sumar og lítið um fisk hjá línubátunum í augnabliki-nu. Hjá togbátunum hefur hins- vegar aflazt ágætlega, mikið af stórum og vænum kola. Hafa þeir siglt með aflann til Englands og taka þær ferðir um viku alls. — í dag kom hingað síldveiði- báturimi Sveinn Sveinbjörnsson og tók ís, æílunin er að reyna að ísa síldina og flytja hingað. Annars hafa 4 af bátunum héð- an verið á veiðum í Norðursjón- um og selt á Þýzkalandsmarkað. Það er trú mín að þeir muni fljótlega snúa þaðan aftur ef síldin fer loksins að nálgast landið, eins og fréttir virtust benda til 1 dag. — Heyskapur hefur orðið mun betri en horfði og er heyfeng- ur í Norðfjarðarsveitinni orðinn mikill og góður. Tíðin hefur ver- ið slík hér seinni part sumars að ekki hefur hrakizt tugga. Eskfirðingar bíða síldarinnar. Gunnar W. Stefánsson, frétta- ritari á Eskifirði símar: Atvinna hefur verið í minna lagi í sumar en þó aðallega hjá unglingum. Héðan hafa róið nokkrir smábátar undir 40 tonn- um og einn 60 tonna, Sæljón, sem var keyptur hingað í vor af fjórum ungum mönnum. Afli hef ur verið frekar rýr, en þó skap- að nokbra vinnu í hraðfrysti- húsinu. Tveir bátar hafa lagt hér upp síld, sem söltuð var á miðunum norður í hafi. Seley SU með 1500 tunnur og Eldborg GK um 2200 tunnur. Bátarnir eru báðir á miðunum núna með tunn- ur. Byggingarframkvæmdir hafa verið með minna móti, en unnið er við að ljúka bairukabyggingu Landsbankans og öðrum bygg- ingum sem áður hafði verið byrj að á. Síldarsöltunarstöðvarnar, sem eru 5 að tölu eru tilbúnar til síldarmóttöku og hafa verið það síðan í vor. Byggt var yfir þær í fyrra svo aðstaðan er góð til vetrarmóttöku. Hornafjörður að verða ferða- mannabær. Atvinna hefur verið næg á Hornafirði í sumar, sagði Guinn- ar Smjólfsson, fréttaritari. Að vísu hefur varla gefið á sjó upp á síðkastið, ótíð verið og austan stormur. Humarveiðin hefur gengið illa í sumar og eru bát- arnir, sem hana hafa stundað að fara yfir á trollið vegna lélegs afla. Annars hafa bátarnir rétt igetað skotizt út og þá oftast komið inn dagimn eftir, enda tíð- in verið slík, að varla hefur sézt þurr dagur síðan á höfuðdag- inn. — Heyskapurinn hefur að þessum söbum gengið il'la og gæti orðið heyskortur hér í sveit unum í kring. — f frystihúsinu hefur verið næg atvinna og meiri fiskuir í ár en í fyrra þótt bagalegt sé að humarinn þessi dýra vara skuli nú hafa brugðizt. Aflinn hefur einkum verið smáþorskur og ýsa og nú að undanförnu einkum upsi, sem er flakaður og saltað- ur. — Meira hefur verið um ferða menm hér í sumar en áður. Vikulega komu hingað hópar erlendra ferðamanna, margir í hringferð um landið. Gistu þeir á hótelinu hér í eina til tvær nætur. Á hótelinu starfa nú 17 fastir starfsmenn. — Við húsbyggingar hefur líka verið talsverð atvinna enda um 20 hús í smíðum. HVALST0FN N0RÐ- URHAFA í HÆTTU — Rœtt um auknar takmarkanir á hvalveiðum í Noregi Svo sem kunnugt er hafahval veiðar íslendinga á þessu ári gengið mun lakar en á undan- förnum árum. f frétt í norska blaðinu Lofotposten sl. fimmtu- dag er frá því skýrt að hvala- stofninn í Norðurhöfum minnki stöðugt og sé nú svo komið að hann sé í verulegri hættu. Hvöl- unum fækki á sama tíma og full komnari tækni sé beitt við veið amar, sem drepi meira af stofn- inum en hann þoli. Þetta hafi orðið til þess að hundr. smá- lesta af hvalspiki sé fleygt í haf- ið þar sem ekki hefur verið hægt að selja það vegna vaxandi mark aðsörðugleika. Lofotposten hefur eftir full- trúa þeim sem fer með hvalveið mál í norska sjávarútvegsmála- ráðuneytinu, H.K Sundt, að ekki verði hjá því komizt aðtakmarka hvalveiðar í norðurhöfum á næst unni. Segir Sund að umræður um slíkar takmarkanir muni eiga sér stað á þessu ári með þeim aðil- um, sem hagsmuna eiga að gæta varðandi veiðamar. Lofotposten segir að til þess að hægt væri að koma á takmörk unum sem fyrst liggi beinast við að fri'ða hvalinn á haustin þegar kjöt hants er verst. Norska sjávarútvegsmáíaráðu neytið hefur ekki tekið neina af stöðu enn til slíkra takmarkanéi, segir blaðið, en fyrir ráðuneyt- inu liggja upplýsingar um nið- urstöður rannsókna á hvala- sókn á hvalastofni heimsins, þar sem því er slegið föstu að mjög gangi nú á hvalastofninn alls staðar, og séu Norðurhöf þar engin undantekning. P ----------—--------- Breytingor ú leiðokerfi SVR STEFNT er að því, að nauðsyn- legar breytingar á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur komi til framkvæmda næsta vor, en áður en af því getur orðið þarf að vera búið að rýma Hlemm- torg. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Eiríki Asgeirs- syni, forstjóra SVR, í gær. Sænskur strætisvagnaleiðasér- f-ræðingur dvaldist hér á landi f vikutíma fyrir skemmstu og kynnti isér alliar aðstæður. Mun hann semja skýrslur um athug- anir sínar og benda á lei'ðir, sem nauðsynlegar kunna að reynast til úrbóta. Síðar í þessurn mán- uði fer svo Eiríkur Ásgeirsson við annan mann utan til vfð- ræðna við þennan sænska sér- fræðing. Stjórn Skókaupmannafélagsins. Talið frá vinstri: Sigurður Hauk ur Lúðvíksson, Steinar S. Waage, Pétur Andrésson, formaður, Svei nn Björnsson og Gunnar Hvann berg. Skókaupmannafélagið 30 ára Á morgun sunnudaginn 15. september er Félag íslenzkra skó kaupmanna 30 ára. Það var stofnað 15. september 1938 að Hótel Borg. Stofnendur félagsins voru skó- kaupmennimir Stefán Gunnars- son, Björgúlfur Stefánsson, Þórð ur Pétursson, Óli J. Ólason, Gunnsir Jónsson (skóv. Jóns Stefánssonar) og Jón Bergsson. Af þessum aðilum eru nú þrír á lífi, þeir Óli J. Ólason, Jón Bergsson og Gunnar Jónsson. Elzti starfandi skókaupmaður- inn í dag er Jónas Hvannberg, en hann hefur rekið skóverzlun sína frá því 1916. I 3. gr. laga félagsins segir, a'ð tMgangur félagsins sé að efla samvinnu meðai skókaupmanna og stuðla að því að verzlun með skófatnað sé rekin á sem hag- kvæmastan hátt fyrir almenning og á heilbrigðum grimdvelli. Þessu markmiði hyggst félagið ná m.a. með því að beita sér fyrir því, að sem fjölbreyttast og hagkvæmast úrval af skófatnaði sé jafnan fáanlegt í landinu. Á undanförmun árum hefur á ýmsu gengið varðandi innflutn- ing og sölu á skófatnáði. — Inn- flutningshöft voru lengi við lýði og muna víst flestir biðraðiraar við skóbúðirnar á haftaárunum. Tollar á skófatnaði hafa til skamms tíma verið mjög háir og eru raunar enn, þótt nokkuð hatfi þar á unnizt, og um þessar mtrnd ir eru við lýði verðlagsákvæði á skófatnaði, sem í serm eru óraun hæf og ranglát, og geta hæglega leitt til þess að ekki sé vrnnt að verða við óskum og þörfum al- mennings varðandi vöruframboð og vörugæði. Skókaupmannafélagið hefur eftir megni reynt með starfsemi sinni að vinna að eðlilegu fyrir- komulagi þessara mála og mun vinna að því markvisst áfram. Núverandi stjórn Skókaup- mannafélagsins skipa: Pétur Andrésson, form., Sveinn Björas son, Steiniar S. Waage, Gunnar Hvannberg og Sigurður Haukur Lúðvíksson. Skókaupmenn minnast þessara tímamóta með því að koma sam- an í dag á skrifstofu Kaupmanna samtakanna, Marargötu 2, M. 5. (Frá Kaupmannasawtökunuin).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.