Morgunblaðið - 04.06.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚNl 1971 3 SJÓMANNADAGURINN verður að vanda haldinn hátíðlegur á sunnudaginn kemur, fyrsta sunnudag í jiiiu. Að þessu sinni verð- . ur gerð sú breyting, að meginn hluti hátíðahald- amna í Keykjavík fer frarn í Nauthólsvík. Á allflest- um útgerðarstöðum úti á landi fara einnig fram skipulögð hátíðahöld. Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, gerði í gær fréttamönnum grein fyr- ir dagskrá Sjómannadagsins í Reykjavík. Hefst hún með því, að kl. 8,00 um morgun- Sjómannadag'Sráð. — Talið frá vinstri: Guðmundur Oddsson, Kristinn Sigurðsson,’ iliimar .íónsson, Guðmundur Hallvarðsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsins, Tómas Guðjónsson ©g Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs. Sjómannadagurinn er nk. sunnudag Hátíðahöklín fara að þessu slnni fram í Nauthólsvík Jandi. Þannig keppir ein sveit skipuð starfsmönnum Eim- skipafélagsins í landi og einn- ig sveitir frá nokkrum frysti- húsum, þar á meðal kvenna- sveitir. Þá fer einnig fram inn verða fánar dregnir að hún á sikipum í Reykjavíkur- höfn. Kl. 11.00 fer fram sjó- mannamessa i Dómkirkjunni. Þar minnist biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, drukknaðra sjómanna. Síðan verður iagður blómsveigur að leiði óþekkta sjómannsins. Eru sjómenn og fjölskyldur þeirra hvattar til þess að fjöl- menna við sjómannamessuna. Hátíðahöldin í Nauthóls- vik hefjast kl. 13.30 með því, að Lúðrasveit Reykjavikur leikur sjómanna- og ættjarð- arlög undir stjórn Páls P. Pálssonar. Siðan verður mynduð fánaborg með Sjó- mannafélagsfánum og islenzk um fánum. Þá verða flutt ávörp. Egg- ert G. Þorsteinsson, sjávarút- vegsráðherra talar fyrir hönd rikisstjórnarinnar, en einnig flytja ávörp þeir Guðmundur Jörundsson, fulltrúi útgerðar- manná og Helgi Hallvarðsson, skipherra, sem verður full- trúi sjómanna við hátíðahöld in. Síðan afhendir Pétur Sig- urðsson, formaður Sjómanna- dagsráðs, heiðursmerki Sjó- mannadags. Að þessum ávörpum flutt- um fer fram kappróður. Taka þátt í honum, auk margra skipshafna, einnig sveitir úr Sjómannadagsblaðið 1971 kappsigling á seglbátum, kappröður á kajökum, stakkasund, björgunarsund og sjóskíðasýning, sem í taka þátt 5 menn úr björg- unarsveit Mýrdals. Þyrla Landhelgisgæzlunnar kemur á staðinn og einnig verður sýnd sjóskotta, sem er nýj- asta farartækið á sjó og get- ur farið með 28 milna hraða á klukkustund. Á hátíðarsvæðinu verða til sölu veitingar, merki Sjó- mannadagsins og Sjómanna- dagsblaðið. Um kvöldið verða svo dans- leikir á mörgum stöðum, Hótel Sögu, Loftleiðum, Glaumbæ og Hótel Borg. Einn ig verður unglingadansleikur i Tónabæ frá kl. 20.00—24.00. Aðgöngumiðar að Hótel Sögu verða seldir í anddyri Súlna- salarins í dag, föstudag, frá kl. 16,00—18,00 og á morgun, laugardag, frá kl. 15,30—16,00, ef einhverjir verða eftir óseld- ir. Borðapantanir fara einn- ig fram á sömu tímum i and- dyri Súlnasalarins. SPORTJAKKAR HERRA FRA VAN GILS HOLLANDI KJÓLAR TEKNIR UPP I BYRJUN HVERS MÁNAÐAR STAKIR JAKKAR OG FÖT HANNAÐ AF COLIN PORTER STUTTBUXNAKJÓLAR OG SETT HERRASKYRTUR FRA JAYTEX og MR. HARRY HERRAPEYSUR FRA HOLLANDI OG ENGLANDI DÖMUPEYSUR SOKKABUXUR — SPORTSOKKAR A\LLT TEKIÐ UPP i VIKUNNI mio****^ m KARNABÆR TIZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS :* : STAKSTIINAR Breytt umræðuform Sjónvarpið hefur opnað stjórn málaflokkiun og frambjóðendiun nýjan og mikilvægan vettvang til þess að koma skoðumun sin- um og sjónarmiðum á framfæri. Nú er lokið tveimur af þremur helztu viðfangsefniun sjónvarps- ins í þessari kosningabaráttu. Staðnað form þessarar stjóm- málakynningar hefur þó vakið nokkra furðu, þar sem sjón- varpið býður upp á svo marg- víslega framsetningu á sliifera efm. Baldvin Tryggvason, fraan- kvæmdastjóri, sem sæti átti i nefnd þeirri, sem gerði tillögu til útvarpsráðs um fyrirkoimu- lag kosningasjónvarps, sagði wm þetta atriði i viðtali við Morg- unblaðið fyrir skönunu: „Víð sjálfstæðismenn lögðum til eins og áður, að umræðum i Rjóra- varpi yrði hagað á þann hátt, að þar væri um einhverja nýbreytn! að ræða, en ekki eins og verið hefur áður, að útvarpsefni væri beinlínis flutt yfir í sjónvarplð. Það var til dærnis skoðun okk- ar, að flokkakynningum ætti að haga á þann veg, að hver flokb- ur tefldi fram 2 tU 3 fuUtrúum, sem látnir yrðu svara spurning- um andstæðinga um stefnu flokk anna og afstöðu til ýmissa mála, en ekki eins og varð ofan á, að aUir flokkarnir keppist við að búa tU glansmyndir af sjálfum sér. Við töldum einnig, að fella ætti niður framboðsfundinn I sjónvarpssal. En ef hann yrði haldinn, yrði umfram allt ekiil hafður sá háttur á, að æva- gömlu útvarpsumræðuformi yrðl sjónvarpað. Við töldum, að slik- run þætti yrði að koma þannlg fyrir, að umræður færu fram, þar sem hver spyrði annan ©g menn yrði að standa fyrir máH sínu, en ekki eins og gera má ráð fyrir, að þátttakendur koml fram með fyrirfram skrifaðaar ræður og svari þá ekki því, sem að þeim er beint." Hér er hreyft athyglisverðum hugmyndum, sem vafalaust gætu lífgað mjög stjórnmála- umræður og gefið áhorfendum réttari mynd af flokkumtm. Tregða hinna svonefndu vinstrl flokka til breytinga á þessu sviði er næsta furðuleg. Sundurlyndi Eitt megineinkenni stjórnmála baráttunnar, sem nú er háð, er innbyrðis karp og deilur stjórn- arandstöðuflokkanna. Þesslr flokkadrættir niagnast dag frá degi og verða æði broslegir á köflum. 1 ræðu og riti keppast málsvarar hvers flokks um sig að sýna fram á, að aðeins þeirra flokkur sé þess umkominn að fella rikisstjórnina. Málgögn stjórnarandstöðunnar hnakkrif- ast svo um þessar gagnstæðu yfirlýsingar meðan aLmenning- ur brosir að ósköpunum. Jafnvel landhelgismálið, sem þessir flokkar voru þó sammála nm að blása upp í áróðursskyni i kosn- ingabaráttuni, er nú notað i Inn- byrðisátökum þeirra í milli. Það hefur vakið gremju fjöl- margra bænda, er verið hafa kjarninn í kjörfylgi Framsókn- arflokksins, að hann hefur ekbl að nokkru marki lagt áherzlu á landbúnaðarmálin í þessum kosningum. Alþýðubandalagið hefur ýtt verkalýðsforingjum sínum til hliðar og óánægja flokksmanna hefur af þeim sðk- um farið vaxandi. Flokkadrætt- irnir innan Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna enduðui með því, að Hannibal Vaidimars- son var hrakinn úr framboði i Reykjavík. Þessa mynd sjá kjósendur af fylkingum stjórn- arandstæðinga uni þessar imirtd- ir. A 4 l (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.