Morgunblaðið - 04.06.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1971 „En hava vit nógv at læra — sögðu færeysku blöðin, eftir heimsókn íslenzku badmintonmannanna „ENN hava vit nógv at laera", hljóðar fyrirsögn í Færeyja- hlaðinn Dimmalætting, þar sem skýrt er frá úrslitnm í badmin- tonkeppni íslendinga og Færey- Snga, en sem kunnugt er þá fór 12 manna hópur islenzkra bad- minton-leikmanna i keppnisför til Færeyja fyrir skömmu. Sigr- nðu Islendingar með miklum yfirbiirðum í öllum leikjum sín- nm, og segir færeyska blaðið að enn standi Færeyingar Islend- ingiim langt að baki í þessari iþróttagrein, sem þó er orðin mjög vinsæl og mikið stunduð í Færeyjum. Af einstökum úrslitum i keppninni má nefna: Óskar Guðmundsson vann Egil Lyngsöe 15—2/ 15—4. Reynir Þorsteinsson vann Sv. Steensborg 15—9/15—5. Friðleifur Stefánsson vann Pétur Midjord. Jón Ámason vann Heri Olsen 15—10/ 15—7. Jóhannes Guðjónsson vann Birgir Mortensen 15—1/ 15—6. Viðár Guðjónsson vann Her- mann í Stórustovu 15—1/15—3. Hörður Ragnarssoií vann Ak- sel Hansen 15—8/ 15—9. Þór Geirsson vann Per Pers- son 15—0/ 15—2. Páll Ammendrup vann Kurt Hansen 15—9/ 15—2. Jóhann Möller vann Andor Ellefsen 15—3/ 15—1. Hið sama var uppi á teningn- um í tvUiðaleik, þar unnu ís- lendingarnir yfirleitt með 15 á móti 2 eða 3. Badmintonleikmennirnir róma mjög viðtökumar í Færeyjum, sem þeir segja að hafi ekki átt sinn líka. Syntu 35 km á dag Strangar æfingar hjá landsliðsfólkinu TIL undirbúnings iandskeppnum sumarsins hefur Sundsamband íslands staðið fyrir æfingum okkar bezta sundfóiks aðra hverja helgi í vetur. Núna um hvitasunnuna dvaldist hópurinn ■yð æfingar í Hveragerði, undir stjórn landsliðsþjálfarans Guð- mundar Þ. Harðarsonar. Líkleg- ast fyndist mörgum trimmaran um æfingarnar erfiðar því auk leikfimi og þrekæfinga synti hver maður 33—35 kílómetra. í æfingahópnum er nú sem stendur eftirtalið sundfólk: Elín Gunnarsdóttir, Self. Elin Haraidsdóttir, Æ Guðmunda Guðmundsd., Seif. Guðrún M. Erlendsd., Æ Guðrún Magnúsdóttir, KR Halla Baldursdóttir, Æ Helga Gunnarsdóttir, Æ Hildur Kristjánsdóttir, Æ Ingibjörg Haraldsdóttir, Æ Salóme Þórisdóttir, Æ Vilborg Júliusdóttir, Æ Finnur Garðarsson, Æ Flosi Sigurðsson, Æ Friðrik Guðmundsson, KR Gestur Jónsson, Á Guðjón Guðmundsson, ÍA Guðmundur Gislason, Á Gunnar Kristjánsson, Á Hafþór B. Guðmundsson, KR Leiknir Jónsson, Á Páll Ársælsson, Æ Sigurður Ólafsson, Æ Stefán Stefánsson, UBK Nýlega fói' tfraan í Grecfrifiel d í New Hampshire, mristo.rainót í frjálsum íþróttum, sem var sérstætt að því leyti eð þátt- tukjendur í því voru aJlir Kam aðir. Hér sést signrvegarinn í kúluvarpi, Stanley Kosloski, kasta. FH — Haukar 0-0 KN ATTSPY RN U VERTlÐIN hófst í Hafnarfirði, hvað íslands mótin snertir, í fyrrakvöld með leik FH og Hauka í II. deild. Jafntefli varð, og tókst hvorugu Hðinu að skora, en það voru, þegar öllu er á botninn hvolft, sanngjörn úrslit, þrátt fyrir að Haukar ættu mun betri tækifæri til að skora. Nokkur eftirvænting hafði verið fyrir þennan leik, þvi bæði liðin hafa þótt standa sig furðu vel í síðari leikjum Litiu bikar- keppninnar, en í þeirri keppni keppa liðin til skiptis fyrir hönd ÍBH. Leikurinn varð þó ekki eins skemmtilegur og menn höfðu vonað, til þess var of mikil spenna í honum og allt of mikil harka í leiknum, þó sér- staklega af hálfu Hauka. í leik sem þessum verða siík brot mun meira áber- andi heldur en elia, þar sem mikill munur er á stærð, þyngd og aldri leikmanna. FH-liðið er skipað ungum og iéttum liðs- mönnum, en Haukaliðið eldri og þyngri mönnum. Dómari í leikn- um var Yngvi Guðmundsson. Eftirtektarvert var, að FH- ingar sem sáu um leikinn lögðu mikla áherzlu á að áhorfendur keyptu aðgöngumiða, en slíkt er mjög sjaldgæft i Hafnarfirði, enda varla gerlegt að selja aðgang að ógirtu svæðinu. Tekj- ur af aðgangseyri eru þó aflgjafi knattspyrnudeildanna og var ánægjulegt að sjá þessi við- brögð FH-inganna. Ármann — Þróttur 2-0 FYRSTI leikiurinn í 2. deild i ár var lei’kinn á Melavellimiim I fyrrakvöld. Það voru láð Ár- mamns oig Þróttar sem iéku. Eift ir frammiistöðiu þessara liða I Reykjavilkiurmótinu að dæma máitti búast við hörku viðureign, en þau höfðu bæði átt ágæta ieiki í þvi móti inm á mnJli. Leitourinn í íyrrakvöld var því mun ójatfnari en búizt hatfði verið við fyrirfram. Ármenning- ar reyndust mun sterkari og ákveðnari, og svo fór að þeir skoruðu eitt mark í hvorum háitfleik, en Þrótturum tókst ekki að svara fyrir siig. Skoraöi Bragi Jómsson bæði mörkin. Þótt nokkuð sé snemmt að spá um það fyrirfram, þá tel ég að Áx- mennin.gar komi til með að ná langt í 2. deildinni i sumar, og jafnvei að veita Víkingum sem belzt hafa verið orðaðir við það að verða kandidatar í 1. deiMinmá að nýju á næsta ári, mikOa fceppni. ,g,k. SVÍAR UNNU RÚSSA Sviar unnu Rússa i lands- keppni í borðtennis, er fram fór nýlega með 4 vinningum gegn 3. 1 þessari keppni áttust m.a. við bezti rússneski borðtennisieik- maðurinn, Georgij Streinikov, og heimsmeistarinn í einliðaleik, Stellan Bengtsson, og sigraði Sviinn 21—8, 17—21 og 21—7. R-1909* * bikarmeistari ÚRSLITALEIKUR dönsku bikar keppninnar var leikinn í fyrra- dag á Idrætsparken og áttust þar við B-1909 frá Odense og Frem frá Kaupmannahöfn. — B-1909 sigraði með einu marki gegn engu og var sigurmarkið skorað skömmu fyrir leikslok. B-3909 vann sig upp í 1. deiid sl. haust og er nú eini full- trúi Fjóns í 1. deiid. Þjálfari B-1909 er Jim Magill, sem áður fyrr var bakvörður hjá Arsenal. B-1909 mun taka þátt í Evrópu keppni bikarhafa í haust sem fulltrúi Danmerkur. Eyjamenn í efstu sæt- um í 1. „stiga“-mótinu Fjölsótt opið golfmót í Eyjum ÁNNAÐ opna golfmótið á sumrinu, svonefnd Faxa- keppni, var haldið í Vest- mannaeyjum um sl. helgi. — Var þar keppt í 36 hola högg leik bæði án forgjafar og með forgjöf. Einnig fór fram klúbbakeppni miili GR og GV og réð árangur «ex beztu manna frá hvorum kiúbbi úrslitum. Mikið fjölmenni var i Eyj- um og fóru nær þrír tugir kyifinga i hópferð frá Reykja vík og Hafnarfirði. — Gerðu menn góðan róm að förinni, mótinu I Eyjum og aðbún- aði öilum. Úrslit í keppninni án for- gjafar urðu þessi: Atli Aðalsteinsson GV 148 Marteinn Guðjónss., GV 151 Böörgvin Hólm, GK 153 Haraldur Júlíusson, GV 153 Einar Guðnason, GR 154 Hallgr. Júlíusson, GV 154 Hans Isebam, GR 155 Júiíus Júlíusson, GK 157 Sveinn Snorrason, GK 160 Jón H. Guðlaugss,. GV 161 Aiiir þessir hljóta stig fyr ir val i landslið Golfsam- bandsins. í keppninni með forgjöf mótaði há forgjöf enn einu sinni úrsiitin eins og bezt sést á hinum mikla mismun á höggafjöida i keppni án for- gjafar og með forgjöf. Úrslit urðu: Atli Arason, GR 128 netto Ólöf Geirsdóttir, GR 128 n. Marteinn Guðjónsson, GV 129 Atli og Ólöf áttu að leika 18 hola keppni um 1. verð- laun, en komið var að brott- för hjá Ólöfu, svo hún varð að gefa þá aukakeppni. í klúbbakeppninni sigraði Golfklúbbur Vestmannaeyja með samtals 467 högg hjá sin um 6 beztu mönnum, en sveit GR notaði 475 högg. — Það skildu því 8 högg á heima- velli GV. Sveitirnar hittast aftur á velli GR síðar. Lokið er Hvítasunnukeppni hjá Golfkl. Rvíkur i Grafar- holti. Sigurvegari varð Óskar Sæmundsson en hann iék til úrshta við Svein Gislason. Hjá Golfkl. Ness stendur Haraldur Magnússon gjaldkeri GV afhendir Atla ASalstelns syni sigurlaun í Vestmannaeyjum fyrir Faxakeppnina. Flug félag íslands gaf öll verðlaun keppninnar. enn yfir úrslitakeppnin um Bubnowasann. Eru fjórir menn eftir í keppninni ósigr aðir, og leiða þeir saman hesta sína þessa dagana. — Leikin eru 18 hola einvigi og með útsláttarfyrirkomu- lagi. Nú um helgina verður „op- ið mót“ hjá Keili á Hvaleyr arholti. Leiknar verða 36 hoi ur og einnig þar fá fyrstu 10 menn stig fyrir val i landslið ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.