Morgunblaðið - 10.10.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, t»RI£>JUDAGUR 10. OKTÓBER 1972 Myndin er tekin í Melbourne síðdegis á laugardag af kennslukonunni Mary Gibbs og sex nemendiun hennar á aldrinum 5—11 ára, en þeim tókst að sleppa frá tveinmr bófum, sem ruddust inn í kennslustofu og höfðu þær á brott með sér. Með þeim á myndinni eru tveir lögreglu- þjónar og lengst til hægri er Lindsay Thompson, mennta- málaráðherra Victoriu-ríkis, en hann beið með tilskilið lausnargjald skammt frá þeini stað þar sem Mary Gibbs og stúlkurnar höfðu verið skild ar eftir í lokaðri bifreið. Þótti Mary Gibbs sýna mikla áræðni og stillingu og tápleg framkoma hennar hefur vakið athygli og aðdáun. Lögreglan hefur handtekið tvo menn, sem eru grunaðir um ránið. Þeir eru báðir fjölskyldumenn. Þess skal get- ið, að mannræningjarnir komu aldrei að sækja það lausnargjald er upp var sett. Indland viðurkennir A-Þýzkaland Bonn, 9. okt. NTB—AP. INDLANDSSTJÓRN ákvað lun helgina að viðurkenna austur- þýzku ríkisstjómina, eftir að langar og umfangsmiklar viðræð ur höfðu farið fram um málið. Síðustu tvö árin hafa löndin haft aðalræðismann í höfuðborgum laudanna. Stjórnmálasérfræðing- a. líta svo á að viðurkenning Ind verja á Austur-Þýzkalandi sé mjög mikilvæg, enda þótt hiin komi ekki með öllu á óvart og verði Indland að teljast mest þeirra ríkja — utan kommún- istarikjanna —, sem viðurkennt hafa Austur-Þýzkaland fram að þessu. 1 tilkynningu indversku stjórn arinmar sagði að viðurkenning væri báðum lönchmuim í hag, og í gærkvöldi sa'gði Erich Hön- eeker, flokksleiðtogi, að gagn- kvæm viöurkanjito'g Indlands og Þýzkalands myndi stuðla að framgamgi friðar í Ev-rópu og heimi öllum. Vestur-þýzka rikis- stjórnin kvaðst ha.rma, að Ind- verjar hefðu ákveðið að viður- kenna A-Þýzk'alami, en það hefði hins vegar f'uiliam rétt til að gera slikt, ef því sýndist svo. Tilkynning um stjörnmálasiam band kom fáeimuim kluk'kustuinid- um áður en v-þýzki ráðuneytis- stjórinn, Egon Bahr, hélt til Moskvu til að ræða við fulltrúa sovézácu stjórnarinnar, m.a. um viðlieitnd tii að koma samskipt- um Vestur- og Auistur-Þýzka- iands i eð-lilegt horf. Nú h-afa alls 36 riki vi'ðurkennt sitjórn Auistur-Þýzkalands. — Noregur Framhald af bls. 1 þjóðarflokkurinn renni hýru auga til embætta kirkju- og kennslumála og félagsmála, en Vinistri aftur á móti muni sækj- ast eftir samgönguráðherraemb ætti og dómsmála. Tekið er fram í fréttastofu- fregnum, að allt séu þetta vanga veltur, og frétta vart að vænta fyrr en líða tekur á vikuna. Tito boðar hreinsanir i júgóslavneska kommúnista- flokknum og að nokkrum féiög- um hans verði stefnt fyrir rétt. Þetta kemur fram í blaðavið- talá, sem hin opwnbera frétta- stofa TANJUG birti sL laug- ardag, en þar segir Titó fullum fetum, að hann muni hvorki sýna náð né miskunn eða leyfa tilfinningasemi að hafa áhrif á rannsóknirnar innan flokksins. Titó, sem er orðinn áttræður að aldri, segir í viðtalinu, að hann vilji gjarnan fara að taka sér hvild frá störfum, en hann verði að halda áfram stöðu simni til þess að tryggja hina sósíal- ísku þróun í Júgóslavíu. Belgrad — NTB TITO, forseti Júgósiavíu, hefur boðað að á næstunmi muni fara fram umfangsmiiklar hreinsamir Ýmis blöð í Noregi hafa látið í ljós að Korvald og stjórn hans muni eiga í hinum mestu erfið- léikum, enda hefur stjórnin að- eins að baki stuðning 47 þing- manna úr nefndum þremur flokk um — þ.e. ef þeir munu þá ailir styðja hana. 1 ríkisstjórnarviðræðunum nú taka þátt frá Kristilega þjóðar- fiokknum auk Korvalds, Asbjöm Haugstvedt og Knut Myrstaf; Hallvard Eika, Gunnar Garbo og Johan Kleppe frá Venstre og Erland Steenberg, John Austr- heim, Dagfinn V&rvik og Per Borten frá Miðfiokknum. Ekki er búizt við, að Borten sækist eftir embætti i væntanlegri stjóm. 13 i stuttu máli Hjónabandsskóli Berlín, AP. Austur-Þjóðvesrjar hafa komið á laggirnar skóla fyrir fólk, sem hyggst ganga í hjónaband og er markmið hams að koma í veg fyrir von- brigði og átök. í skóla þessum verða nám- skeið um ýmsa þætti hjóna- bands og heimiKsiialds, sva sem lagaleg atriði, hýbýla- prýði, heimilishagfraeði, snyrt ingu og heilsufræði, barns- fæðiimigar og kynlíf og sérstak ir fyrirlestrar eru haldir uim, „Að velja sér lífsforumaut“. Kvensjúkdómasérfræðingar og sálfræðimgar svara skrií- legum spurninigum ómafm- greihdra þátttakemda um „hvers kyns vz daimáii varð- andi vináttu og ást“, að þvi er segir í frásögn ADN-frétta- stofuranar af þessum nýja skóla. Fríverzlunarsvæði Miðjarðarhafsríkja Lúxemborg, NTB. Utanríkisráðherrar EBE- ríkja.nna komu saman til fundar í Lúxemborg í dag til þess að ræða leiðir til að koma á fríverzlunarsvæði Miðjas-ðarhafsríkja. Er gert ráð fyrir því, að aðildarríki slíks svæðis yrðu Spánn, Grikkland, Tyrklamd, Malta, Túnis, Alsír, Marokkó, fsrael, Líbanon, Jórdania, Egypta- land og Kýpur. EBE hefur þegar viöskipta- samninga við þessi ríki, en þeir eru mismunandi að eðli og umfangi. Evrópumefndin hefur sett saman tillögur um he;:’dar'iaiU'Sin má>a þessara ríkja þar sem gert er ráð fyr- ít friverzlun með iðnaðarvör- ur og að nokkiru leyti lamidbúm- aðarvörur. Búizt er við að Banöaríkj amenn verði helzti gagnrýnanidi slíks fyrirkoimu- !ags. Flóttatilraunin kann að lengja fangavist Daveys — brezka piltsins, sem dæmdur var fyrir eiturlyf jasölu í Tyrklandi Hugsanlegt er talið, að fangelsisdvöl brezka piltsins, Timothys Daveys, sem í haldi er i Tyrklandi vegna eitur- lyfjasölu, verði framlengd um átján mánuði vegna flóttatil- raunar hans sl. föstudag. Davey var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi og hefði hugsanlega sloppið með skemmri tíma, ef hann hegð- aði sér vel, en þær vonir virð ast nú úr sögunni. Timothy Davey, sem er að- eins fimmtán ára að aldri, var handtekinn í ágústmánuði 1971 ásamt þremur ungum mönnum öðrum, tveimur fröfllskum og éinum austur- rískum, er þeir reyndu að seija lögreglumanni eiturlyf. Dómur var kveðinn upp yfir honum í marz sl. og þótti býsna þungur, þar sem dreng urinn var svo ungur að aldri. Fyrst eftir dómsuppkvaðn- ingu var hann í haldi í Sag- malcilar fangelsinu í Istan- bul, en í ágúst sl. var hann fluttur í betrunarbúðir í Kal- aba, þar sem gæzla var til- tölulega lítil. Upp komst um flótta Dav- eys á föstudagsmorgun, er hann svaraði ekki nafnakalli við fótaferð. Var þá þegar haf in gagnger leit að honum og fannst hann loks um kvöld- ið i tollstöð, í landamærabæn um Cilvegozu í Adana og var þá að reyna að komast yfir landamærin til Sýrlands. 1 för með honum var þýzkur vinur fjölskyldu hans, Her- mann Rolf að nafni. Telur tyrkneska lögreglan, að hann hafi undirbúið flóttann. Davey var dulbúinn sem stúlka, í hippaklæðnaði og með síða hárkoilu. Hann hafði falskt vegabréf með nafninu ungfrú Jonathan Mic hel og flugfarseðillinn frá Istanbul til Adana var gefinn út á þvi nafni. Móðir Daveys, sem er 32 ára að aldri, og fimm önnur börn hennar, 4—13 ára, hafa dvalizt í Istanbul undanfarið, hafzt við á tjaldstæði skammt fyrir utan borgina. í síðustu viku fóru þau til Ankara til þess að vera nær Davey og var þá Hermann Rolf í för með þeim. Tollverðir hermdu, áð konan og börnin hefðu far ið yfir sýrlenzku landamærin um Cilvegozu á föstudag nokkrum klukkustundum áð- ur en Davey og Rolf komu þangað. Mynd þessi v&r tekm í Istan'ni! skömi ii! eftir að Ðavey var tekinn, er hann var að reyna að fara yfir Iandaina-rin til Sýrlands. Davey, með síða hárkollu, er annar frá vinstri, Hermann Rolf, er ungi skegg j iði maðnrinn, þrið.ii frá hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.