Morgunblaðið - 10.10.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1972 Hátt á annað hundrað þúsund króna tjón — af völdum skemmdarverka á sundstöðum MÉ Ölvaður 17 ára piltur bortnn af slysstað, eftir að ha.nn hafSi velt fólksbifi*eið, sem hann stal í Hliðunum, út af Vesturlandsvegi skammt ofan við Ártúnsbrekkuna. Pilturinn hlaut smávægi- leg meiðsli, en bifreiðin er talin ónýt. (I.jósm. MW. Sv. I»orm.) Tveir slösuðust lífshættulega - er Fólksvagn lenti á ljósastaur MIKIL skemmdarverk voru unnin í sundlaugunum í Laugar- dal aðfararnótt sunnudags og í Sundlaug Vesturbæjar aðfarar- nótt mánudags. Var margt Jíkt með skemmdarverkunum á þess- uni tveimur stöðum, á báðum stöðum hafði öllu lauslegu vcrið rutt ofan í laugina og rúður höfðu verið brotnar og fleiri skemmdir unnar. í sundlaugiiwii í Laugardal hafði miklum fjölda sólbaðsbretta og bekkja verið rutt út í laugina og ofan í heitu kerin og hand- vagmi hafði verið velt út í laug- ina. Brotin hafði verið stór ruða á neðri hæð gæzluturnsins og brot Játaði sölu á 51 áfengisflösku Á SUNNUDAG var sleppt úr gæzluvarðhaldi í Hafnarfirði leigubílstjóra úr Reykjavík, sem grunaður var um sölu á allt að 70—80 flöskum af áfengi til unglinga í Garðahreppi. Hafði bilstjórinn á föstudag játað sölu 46 flaskná og síðan bætti hann nokkrum flöskum við þá rölu, þannig að alls varð fjöldinn, sem hann játaði á sig, 51 flaska. Er rannsókn málsins nú að mestu lokið og verður það sent saksókn ara á næstunni. in hafði verið rúða við einm sturtuklefann og gluggi þar síð- an opnaður og farið in.n. í kaffi- stofunni hafði öllu leirtaui verið rutt úr skápum niður á gólf og það mölbrotið og 2 speglar á gangi þar inn af og eimn í bún- imgsklefa karla verið mölvaðir. Þá hafði verið farið á lyklaverk- stæðið og öllum lyklum kastað í gólfið. Lausiegt mat er að tjón- ið nemi minnst 100 þúsund krónum. í Sundlaug Vesturbæjar var aðkoman einnig ljót, er lögregl- an kom á .staðinin um kl. 2 aðfar- arnótt mánudags. Allir sólbaðs- flekar, bekkir og annað lauslegt var á floti í lauginni, þ. á m. fánastöng, sem tekin hafði verið niður nokkru áður til viðgerðar. Þá höfðu verið rifnar upp 5—6 50 kilóa þungar gangstéttarhellur og grýtt í lauginia og einnig ver- ið brotin rúða í skrifstofunni, sem snýr út að lauginni, þar seilzt in.n eftir reiknivél, sem stóð á skrifborði, og henni þeytt langt út í laugina. Tjónið nemur tugþúsundum króna. Upphaflega hafði lögreglan verið kölluð að Sundlaug Vestur- bæjar vegna þess að maður hafði sézt vera að sniglast þar. Er lög- reglan kom á staðinn, sást til ferða mairms, sem klifraði yfir girðingar og hljóp út í myrkrið í átt að Kaplaskjótevegi. Fannst hann ekki, þrátt fyrir leit. FIM.M manns slösuðust í um- ferðarslysum um helgina, þar af tveir lífshættulega, og fjórar bif reiðar stórskemmdust, þrjár þeirra eru reyndar taldar ónýt- ar eftir. Aivarlegasta siysið varð á sjötta tímanum á sunnudags- morgun, er VW-bifreið var ekið á Ijósastaur í Suðungötu, á móts við Háskólann. Ökumaður og far þegi í framsæti slösuðust lifs- hættulega og liggja nú í gjör- gæzludieild Borgarspítalans. Einn farþegi í aftursæti liggur einnig á spitalanum, en minna siasað- ur, og tveiir aðriir farþegar í aft- ursætinu fengu að fara heim sið ar um daginn, er gert hafði ver- ið að sárum þeirra. BíHinn er stórskemmdur eða nær ónýtur eftir og l;ósastaurinn kubbaðist í sundur. Á lau ga rdagskvöld ið stal ölv- aður 17 ára piitur fóltebiifineið af amerís'kri gerð í Hlíðunum og lauk ökuferðónni með þvi að velta bifreiðinni á Vesturliainds- vegi, rétt fyrir ofan Ártúns- brekkuina. Er bifreiðin talin ónýt, en ökumaðurinn hlaut smávægi- leg meiðsli. Kona varð fyriir bíl í Tryggvagötu á sunnudags- kvöldið, en hlaut minniháttar meiðsill. Aðfararnótt mánudags varð siðam feiknaharður árelest- ur milli fólksbifreiðar og jeppa á mófcum Háalei ti.sibr-a u tar og Ár múla. Er fólkstoifreiðin tahn ónýt eftir áreksturinn og jepp- inn stórskemmdur. Tvær stúlk- ur hlutu nokkur meiðsli, en fengu að faira heim af slysadeildinni eftir rannsókn. — An árangurs Framhald af bis. 32 fengju að stunda veiðar á þess- um svæðum. Islendingar vildu draga úr veiði með því að fækka skipum. Þá upplýsti Lúðvík Jósepsson, að Bretar hefðu sett fram til- lögur um 5 opin svæði og eitt lokað. Ennfremur hefðu þeir sett fram hugmyndir um 3 opin svæði og 3 lokuð. Tillögur Islend inga hefðu verið um 2 opin svæði og 4 lokuð. Þá vildu Bret- ar, að öll svæðin næðu upp að 12 sjómíina mörkunum, iiema á nokkrum stöðum við landið. Ráðherrann sagði ennfremur, að ekkert hefði verið talað um ráðherraviðræður í framhaldi af þeim viðræðum, sem nú er lok- ið. Og hann sagði, að ekki yrði um frekari embættismannavið- ræður að ræða. Tilgangslaust væri að setjast að samninga- borðinu á þessum grundvelli, þessum viðræðum væri lokið án árangurs. Þá sagði ráðherrann, að Is- lendingar hefðu lagt til, að bráða birgðasamkomuiagið myndi gilda til 1. júní 1974, en Bretar hefðu lagt til, að það yrði til þriggja' ára. Hann sagði einnig, að Bretar ættu að stíga næsta skrefið, og ef þeir kæmu ekki með nýjar tillögur teldi hann þýðingarlaust að standa í þessu „stappi". Þá gat Lúðvík Jósepsson þess, að eflaust færi að koma að því, að brezku togararnir yrðu teknir. — Lofsamleg ummæli Framhald af bls. 2 verk Óiafar á síðamefmdri sýn- ingu: I Beriingske Tidende segir 5. september: „Brjósitmynd Ólafar Páisdóttur er eins og samþjapp- að ljóð um hið hvelfda höfuðlag rithöfundarins Halldórs Lax- ness. Myndhöggvarinm hefur á engan hátt látið þunga skyldu- rækni stjórma hinu kröfuharða verkefni, heidur leyst það af hemdi á heillavænJegam hátt, með glettnásiegu hugarfari, sem fyr- írmyndim hiýtur að kumma að meta.“ 1 Krisiteliigt Daigblad segir: „Brjóstmynd Ólafar Pálsdóttur af Halldóri Laxmess sáum við í. gipsi á síðustu sýningu, em hér er hún kom.in í brons, sem umd- irstrikar ákveðin glæsileg ytri form, sem reyndar lýsa jaifn- framt eimhverjum fí'num eði’s- þáttum þessa mikla rithöfuindar. Maður setur þetta að vísu ekki endi’lega strax í sambamd við eðl5 hans, en það er þó eótthvað, sem tidheyrir tvíir.ælaiaust eðii snil'l- ings. Hér er um emduriseðingu gipsins í bronsi að ræða.“ B3að- ið birtir stóra mynd af þessu verki Ólafar. Lisfcgagnrýnandi Frederi'ks- borg Amts Avis, stm er stærsta morgunblað Norður-Sjálainds seg ir 16. september m. a. um Norr- æmu sýninguma að þar megi sjá list er túi'ki aliar lisitastefnu.r sam tímans og inm á milii sé góð og vel umnin Hst, eims og tdd darm- is brjóstmynd Óiafa/r Pálsdóttur, af nóbelsverðlaumaskáldinu Hall- dóri Laxness, í bromsi, „sem sam- timis geisiar frá sér mild' og myndugleika. Það er sérstætt og viljasterkt verk." — Kissinger Framhald af bls. 1 herra, tók í gær undir orð Banda ríkjafoTseta um að sammnigavið- raeðurnar væru á mikilvægu stigi, en hamm sagði að ekkert gæfi til kynna um að samkomu- lag um vopnahlé væri á næstu grösum. LOFTÁRÁSIR OG BARDAGAR í VlETNAM SEM FYRR í dag, mánudag, tilkynnti tals maður suður-vietnamska hers- ins að stöðvuð hefði verið sókn Norður-Víetnama í áttina að borginni Kontum á hálendinu. Gevsilega harðir bardagar hefðu verið um helgina, en nú hefði dregið úr þeim á þessum slóð- um. Sunnar í landinu héldu her- flokkar Víet Cong og N-Víet- nama áfram að gera áhlaup á ýmsa staði í námunda við Sai- gon, og segir NTB-fréttastofan að ýmsir óttist að eldflaugaárás á boririna sé á næsta leiti. Mjög miklar loftárásir banda rískra sprengjuvéia B-52 hafa verið gerðar á skotmörk í Norð- ur-Víetnam, bæði á sunnudag og mánudag. Var sprengjum varp- að á brýr, jámbrautateina, loft- varnastöðvar meðal annars. Bandarikjamenn segjast hafa misst tvær B-52 vélarr i þessum árásum á sunnudag og mánudag, en kommúnistar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti fjórar slíkar. — Mexíkó Framhald af bls. 1 hundrað manns hafa látizt og yfir eitt þúsund eru meira og miinna slasaðir. Enin hefur ekki tekizt að komast að öllu-m lest- arvögnunium og kann því svo að fara að tala látkma og meiddra hækki enin. Sanches og starfsfélagar hans verða ákærðir fyrir manodráp. 1 fréttastofufregnum segir, að ofsareiðir farþegar hafi ætlað að drepa Sanches eftir að slysið varð og ljóst var að hainin hafði rneytt áfen.gis og valdið slysiinu vegrva bersýnilegrar óaðgæzlu. Sanches sagði í fyrstu að hemlar lest.arinnar hefðu bilað, en við rann'sókn kom í ljós að þeir voru í fullkomnu lagi. McGovern og Stevenson Framhald af bls. 17 gert vald gerspillir,“ af því „valda- leysi spillir líka,“ og kannski sagði hann, „er kominn tími til þess að repúblikanar taki aftur við valda- taumunum, sérstaklega vegna þess að þeir tefla fram manni eins og Eis- enhower." Seinna sannfærði hann auðvitað sjálfan sig um að hann yrði að bjóða sig fram, en þetta voru fyrstu við- brögð hans þetta kalda janúarkvöld þegar hann kom frá Hvíta húsinu til Roger Smith Hotel og talaði í fyllsta trúnaði, í fyrsta lagi um hagsmuni lýðveldisins, í öðru lagi um mikil- vægi þess að repúblikanar tækju aft- ur við völdum eftir 20 ára hlé og í þriðja lagi — og þar örlaði á sjálfs- háði — um sigurlíkurnar, sem hann taldi engar gegn manni eins og Ike. Samt sannfærði hann sjálfan sig um það síðar, að hann ætti að taka við tilnefningunni til þess að bjarga þjóðinni frá Taft öldungadeildar- manni og einangrun Bandaríkjanna, þótt honum fyndist í upphafi að Eis- enhower mundi sigra og ætti að sigra, — en þegar út í slaginn kom — og þetta er það sem skiptir máli tuttuigu árum síðar — ákvað hann að kosn- ingabaráttan yrði háð á þann veg að stórmálin yrðu brotin til mergjar og útskýrð fyrir kjósendum, enda þótt það yrði til þess að hann tapaði kosn- ingunum. Hann byrjaði kosningabaráttuna 1952 á því að halda þrumuræðu yfir Amerikuhersveitinni um takmark- anir hernaðarmáttar og mikilvægi þess að komast að samkomulagi við kommúnista um takmörkun vígbún- aðar — nákvæmlega þau atriði, sem Nixon forseti er að gera um þessar mundir, þótt hann hellti þá yfir hann svivirðingum. Hann smjaðraði ekki fyrir verka- lýðnum, en hélt yfir honum fyrir- lestra og skýrði út fyrir honum há- leitar skuldbindingar verkamanna gagnvart Lýðveldinu. Hann las yfir hausamótunum á blaðamönnum og bændum og öllum, sem voru álitnir samherjar hans, ög skoraði á þá að vera dyggir göfugum markmiðum og þjóðarhag, en ekki bara ergin hags- munum og hleypidómum. Og auðvitað tapaði hann, og þegar hann var tilnefndur aftur 1956 var honum sagt að hann hefði haft alltof mikiar hugsjónir og að hann ætti að vera napurri og „pólitiskari", ná- kvæmiega eins og George McGovern hefur verið ráðlagt síðan hann hlaut tilnefninguna í Miami Beach. En síð- ari kosningabarátta Stevensons bar jafnvel ennþá minni árangur en sú fyrri. Hann gekk í hóp atvinnumanna 1956, en giataði hugsjónunum og töfr- unum, og núna er þetta spurningin sem McGovern verður að svara: Á hann að taka sér til fyrirmyndar kosningabaráttu Stevensons 1952 eða kosningabaráttu Adiais 1956 — á hann að „taia af viti við bandarísku þjóðina“ eða á hann að tala um póli- tík eins og atvinnumennimir í flokki demókrata álíta? Hvort heldur er tapar hann trú- lega, en hvernig hann tapar getur skipt öllu máli, af því núna er eng- inn sem skýrgreinir þau vandamál sem mun bera hæst á næstu fjórum árum eins og Stevenson gerði 1952, hvorki forsetinn né McGovern, og ef McGovern reynir að gera þetta núna getur hann að minnsta kosti bjargað sjálfsvirðingu sinni og gefið flokkn- um nýtt tækifæri. Merkilegt má heita að McGovern er að mestu hættur að fara í kjörbúð- ir til að tala við fólkið og býr sig í þess stað undir að setjast við arin- eld að hætti Roosevelts og rabba við þjóðina um málin sem mestu varða. Og einn þeirra manna, sem starfa með honum, er John Bartlow Mar- tin, sem stóð við hlið Stevensons og samdi fyrir hann ræður í kosninga- baráttunni sællar minningar fyrir tuttuigu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.