Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1972 Ræða Jóhanns Hafstein, formanns Sjálfstæðisflokksins: Atvinnuvegir í biðsal ráðlausrar ríkisstjórnar Rjúfa verður vítahring úrræðaleysis Hér fer á eftir ræða Jóhanns Hafstein, formanns Sjálfstæð- isflokksins, er flutt var við út- ’varpsumræður frá Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi: Herra forseti. Við höfum nú heyrt svokall- aða „stefnuræðu" forsætisráð- herra, sem hér er til umræðu. Það getur verið saklaust, að menn gleðjist af eigin verkum. En oflof um eigin verk, er sjálfshól, sem eigi síður getur vakið háð en hrifningu í hug- um annarra. Hæstvirtur forsætisráð- herra lítur yfir feril rikis- stjórnarinnar og verður eftir- farandi að orði: „En það gildir nær einu hvert litið er, hvort heldur til verklegra framkvæmda, atvinnuuppbyggingar á hvaða sviði sem er, félags- mála, tryggingamála, heil- brigðismála, menntamála eða skattamála. Allsstaðar blasa við framfarir, endurbætur í löggjöf og breytingar af ýmsu tagi, sem fólkið í land- imu er vitni að.“ Hvað sagði ekki Jón sterki I Skugga Sveini: „Sáuð þið hvernig ég tók hann.“ Er hæstvirtur forsætisráð- herra viss um, að fólkið i landi Inu hafi orðið vitni að svo mik- iUi dýrð? EKKERT SAMEÆMI f AÐGERÐUM: Var eldra fólkið hrifið af endurbótunum í skattalöggjöf- inni? Eru þeir hrifnir launþeg- arnir, sem nú fá ríkissjóðsávís- anir í launaumslögunum upp á fcr. 0,00? Sumiir fá minna en efcki neití. Við sjálfstæðismenn vöruð- um alvarlega við hinni hóf- lausu álagningu beinna skatta, sem geri allt I senn: dragi úr tekjuöflunarlöngun einstakl- Inga, rýri afköst þeirra í verð- mætasköpun þjóðarbúsins og freisti til skattsvika í sjálfs- vöm. Stjórnarsinnar eru nú margir famir að viðurkenna okkar sjónarmið. Eru umbrotin í félagsmálum svo mikil, að undrum sæti? Hvað segja húsbyggjendur, sem bíða óþreyjufullir eftir af- greiðslu byggingalána, en fá enga úrlausn? Steypa þeir stömpum í menntamála- ráðuneytinu í röggsamri af- greiðslu mála og auknum til- þrifum? 1 tryggingamálum var grundvöllur lagður að umbót- um í tíð fyrrverandi stjórnar. En þar verða heldur ekki fram kvæmdar umbætur án samheng is við skattamál. Á þessum sviðum sem öðrum skortir yfirsýn og samræmi i aðgerðum. Af þvi leiðir þann glundroða, sem gerir áfram haldandi endurskoðun óhjá- kvæmilega, sem hefir neytt rík isstjómina og neyðir hana áfram til þess að éta ofan i sig gerða hluti og gefa út bráða- birgðalög til þess að breyta ný settri eigin löggjöf. ÓFÖGUR UÝSING: Einn helzti sérfræðingur rik isstjórnarinnar í efnahagsmál- um lýsir ástandinu í þjóðfélag- inu með öðrum blæ en hæst- virtur forsætisráðherra, en nú bíða ráðherrarnir ráðlegginga frá þessum manni m.a. Leyfist mér að tilfæra nokkr ar glefsur úr þeirri lýsingu, sem birtist í Þjóðviljanum þann 30. september s.l. frá þess um ráðgjafa? Hann segir að framleiðsluat- vinnuvegirnir svokölluðu, sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður, „séu ýmist reknir með tapi, eins og sjávarútvegur og iandbtinaður, eða taplauslr, en án gróða eins og iðnaður." Hann segir, að á næsta ári sé ekki gert ráð fyrir aukn- ingu á afkastagetu þjóðarbús- ins. Búizt sé við hallarekstri, bæði bátaflotans og frystingar á yfirstandandi ári og togara- flotann skorti rekstrargrund- völl, enda haldið gangandi á sérstökum uppbótum. Enn segir sérfræðingur ríkis stjómarinnar: „En það eru fleiri svið efnahagslífsins, sem komin eru úr jafnvægi. Fjárfesting- arsjóðir landsmanna eru tóm ir og má ætla, að þá vanti nokkur hundruð milljónir tU þess að geta annað því, sem þegar er búið að ákveða, svo og því, sem þegar er vit- að að ráðstafa á.“ Síðan átelur sérfræðingur imn hina gálausu og hóflausu skuldasöfnun ríkisstjórnarinn- ar erlendis og segir loks: „En eitt ætti að vera orð- ið I.jóst og það er misræmið milli framleiðslu þjóðarinnar og eyðslu hennar. Framleiðsl an stendur ekki undir eyðsl- unni. Bruðlið er að sliga þjóð félagið og skapar vítahrlng jafnvæglsleysis . I þjóðarbú- skapnum gagnvart útlöndum og jafnvægisleysi milli at- vlnnuvega og einstakl- inga innanlands." DÆMIÐ GENGUR EKKI UPP: Þessi ráðgjafl rikisstjórnar- innar sér auðvitað, að dæmið gengur ekki upp. Einkaneyzlan á að dómi forsætisráðherra að aukast um 14-15% og samneyzl an um 6—7%, en þjóðartekjum- ar eiga á sama tímn að vaxa aðeins um 4—5%. Enn á að lifa á yfirdrætti í viðskiptum við útlönd, aukinni skuldasöfnun eða þvi að eyða gjaldeyrissjóði þjóðarinnar, rétt eins og öðr- um sjóðum er eytt. En því sjá ekki ráðherrarnir þetta sjálf- ir og þá einkum forsætisráð- herrann, án ábendingar frá sér stökum ráðgjöfum? Ég held, að fólkið i landinu telji sig hafa orðið vitni að því á rúmlega árs stjómar- ferli þessarar „Vinstri stjóm- ar“, sem svo er kölluð. að hún hafi afrekað ótrúlega miklu á skömmum tíma í því efni að snúa traustum og blómlegum þjóðarbúskap í ráðleysi og full komna óvissu þar sem öllum vandanum er frestað að einum degi: 1 janúar 1973. ÞÖGN UM VARNARMÁLIN OG LANDHELGISMÁL: Vikjum þá aftur að „stefnu- ræðunni". Um tvö aðalmálin, landhelg- ismálið, og vamarmálin, er í raun og veru ekkert sagt. Eng- in greinargerð er gefin um stöðu samninganna í land- helgismálinu, né að hverju stefnir og um varnarmálin er bókstaflega ekkert sagt — ekkert! Við sjálfstæðismenn lögðum áherzlu á að fylgja landgrunns stefnunni við útfærslu land- helginnar. Við höfum sí- fellt lagt mikla áherzlu á frið- unarsjónarmiðin, sérstaklega að friða uppeldisstöðvar ung- fisks og stöðva þar fyrir- hyggjulausa rányrkju. Að felld um tillögum okkar höfum við borið gæfu til að mynda ein- ingu, svo að við stæðum sem einn maður út á við. Okkar tillögur um eflingu Landhelgissjóðs og Landhelgis- gæzlunnar hafa verið hunzað- ar. Það er þvi mdður, sdður en svo, að ekki mætti gagnrýna margt í framkvæmdinni hjá ríkisstjórninni. Ég skal láta gagnrýnina liggja milli hluta að sinni. Einkum vegna þess, að öll sólarmerki hafa verið á lofti um það að undanförnu, að ríkisstjórninni væri mest þörf á því að hreinsa loftið i þessu meginmáli lands- manna í eigin herbúðum, ef ekki á að hljótast stór- skaði af. MERKASTI ÞÁTTURINN: Þegar kemur að efnahagsmál- unum tekur forsætisráðherr- ann skýrt fram. að hann sneiði algerlega hjá fjármálum ríkis- ins og þar á meðal skattamál- um. Hann gleymir alveg að minnast á framkvæmdaáætlun ríkisins og fjárþörfina þar. Þessir meginþættir efnahags- mála spanna þó meira en þriðj- ung allra þjóðartekna. Ætli þessi kafli „stefnuræð- unnar“ sé ekki örugglega merk astur fyrir það, sem ekki er minnzt á? Skyldi nokkur for- sætisráðherra nálægra landa fjalla um ástand og horfur í efnahagsmálum almennt, án þess að fjalla um þróun utan- ríkisviðskipta og greiðslujafn- aðar og án þess að fjalla um ríkisfjármál og peningamál, þar á meðal skattamál? í „stefnuræðunni" er aðeins að finna slitróttar upplýsingar um nokkra þætti efnahagsmála, en ekkert heildaryfirlit um ástand og þróun þeirra mála. Staðreyndir þeirra mála eru hins vegar þessar: STAÐREYNDIR EFN AHAGSMÁLA: Árin 1971 og 1972 heíur ver- ið einstakt góðæri frá náttúr- unnar hendi, þrátt fyrir nokkra minnkun þorskafla á þessu ári. Jafnframt hefur verðlag er- lendis verið þjóðarbúinu hag- stæðara en í manna minnum. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið, að helztu atvinnuvegir landsins, sem enn bjuggu við blómlegan rekstur á árinu 1971, eru reknir með miklum og vax- andi halla og að styrkveiting- ar hafa verið teknar upp til afkastamestu og mikilvægustu atvimniugreina landsins, fisk- veiða og fiskverkunar. I þessu skyni á að nota sjóði, sem stofn aðir voru í tið fyrrverandi rík- isstjórnar í þvi skyni að tryggja þjóðina fyrir áföllum af völdum verðfalls er- lendis, og þetta á að gerast á þeim tíma. sem verð erlendis er hærra en nokkur dæmi eru til um áður. Ástæðurnar fyrir þessarl uggvænlegu þróun í mesta góð æri, sem um getur, liggja í aug um uppi. Þær eru, að núver- andi rikisstjórn hefur misst allt taumhald á þróun verðlags og kaupgjalds í landinu og á út- gjöldum rikisins og á fram- kvæmdum rikis og ríkisstofn- ana. Almenningur hefur skjótt áttað sig á þessari þróun mála, og misst alla tiltrú á framtíðar jafnvægi í efnahagsmálum. Ot- gjöld almennings fara þvi sí- vaxandi og sparnaður minnk- andi, þrátt fyrir ört hækk andi tekjur. Viðreisnarstjórnin skildi eftir sig greiðsluafgang ríkis- sjóðs frá árinu 1970 sem nam um 460 millj. króna. Vinstrl stjórnin skilar greiðslu- lialla eftir góðærið 1971, sem nemur 340 millj. kr. Hér er 800 millj. kr. mismunur! Forsætisráðherra segir með þunga: „Það er ófrávikjanleg stefna stjórnar að afgreiða greiðslu- hallal'aus fjárlög." Þjóðina skiptir öllu máli, að greiðsluaf gangur sé á ríkisbúskapnum I reynd, en ekki bara á pappírn um í áætlun f járlaga. TOGARAKAUP AF HANDAHÓFI: Starfsemi Framkvæmda- stofnunarinnar hefur ekki leitt til sikipulegs áætlunarbúskap- ar, eins og forsætisráðherra tel ur, að stefnt hafi verið að. Togarakaupin, stærsta fram- kvæmdaáformið, hafa verið ákveðin, án þess að Fram- kvæmdastofnunin kæmi þar við sögu og raunar án nokkurra undangenginna athugana. Hefði þó verið ástæða til nokk urrar fyrirhyggju, þegar haft er í huga að í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar vaf búið að kaupa til landsins nokkra minni skuttogara og ákveða með löggjöf kaup á 8 stórum, 1000 tonna skuttogurum, og kaup á 5 nýjum minni skuttog- urum ráðin. Sama máli hefur fram að þessu gegnt um fram- kvæmdaáætlanir frystiiðnaðar- ins. Forsætisráðherra vikur að nokkrum þáttum atvinnumála. Annar ræðumaður Sjálfstæðis flokksins mun víkja að sjávar- útvegsmálum og landbúnaðar- málum m.a. GRUNDVÖTLUR TDNÞRÖUNAR: Á árunum 1969 til 1971 átti sér stað meiri aukning í iðnað- arframleiðslu hérlendis en nokkru sinni áður. Þessi mikll vöxtur átti sér tvær rætur. Annars vegar tilkomu stóriðju með byggingu álversins í tengsl um við fyrstu stórvirkjun á ís- landi, Búrfellsvirkjun, og byggingu kísiliðjunnar. Hins vegar almennan vöxt þess iðn- aðar, sem áður hafði ver- ið í landinu, og nú tók að skjóta nýjum greinum og beina Framh. á bls. 20 Jóhann Hafstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.