Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1972 Ötg.efandi hif. Árv-alkuf, ft'óyfcj'avfk Fr-a'mkvaam da stjó-ri Hara-Wur Sveíns®on. •Rítatjófar M-attihfas Joh-anneesen, Eyiólifur Konráð Jónsson Aðstoðarritstió'i Styrmir Gurvnarsson. RrtstjÓr-n-arfull'trúi Þiorbjörin Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhanns-son. Augíýsingas'tjóri Árn-i Ga-röar Kristmsson. Rftstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Augifýsingar Aðals'tr'eetí 6, sími 22-4-60 Áskriftargjard 225,00 kr á rnánuði innanlands I 1-ausasöTu 15,00 kr eint-akið. TC’itt af megineinkennunum á stefnu núverandi ríkis- stjórnar er tilhneiging til aukinna ríkisafskipta og þenslu í ríkiskerfinu. Þetta kemur einkar skýrt í Ijós, þegar litið er á þá gífurlegu hækkun fjárlaga, sem stjórn- in hefur beitt sér fyrir. Þessi þenslustefna hefur svo aftur á móti haft í för með sér stórauknar skattaálögur á fólkið í landinu. Síðustu fjárlög viðreisnar- stjórnarinnar námu um það bil ellefu milljörðum króna. Um þau ságði Ólafur Jó- hannesson nokkrum mánuð- um áður en hann varð for- sætisráðherra: „Nú keyrir þó um þverbak, er fjárlögin hækka um þrjá milljarða í einu stökki. Það hljóta allir að sjá, að þannig er ekki hægt að halda áfram. Hér verður að spyrna við fæti.“ Þrátt fyrir þessi ummæli var það eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Ólafs Jóhannes- sonar að hækka fjárlögin um 50 af hundraði. Stjórnarandstæðingar bentu þegar á, að þessi stefna myndi hafa í för með sér stórfellda verðbólguskriðu og dýrtíðarvöxt. Reyndin varð einnig sú, að um leið og efnahagsstefna núverandi ríkisstjórnar fór að segja til sín í byrjun þessa árs, mögn- uðust víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags. Á miðju sumri, eftir eins árs setu stjórn-arinnar, voru efna- hagsmálin komin í algjört óefní. Einn af þingmönnum stjórnarflokkanna hélt því þá óhikað fram, að erfiðleikarn- ir ættu m.a. rót sína að rekja til þeirrar þenslustefnu, sem mörkuð var með fjárlaga- frumvarpinu og fram- kvæmdaáætlun ríkisins. Ríkisstjórnin neyddist til þess að grípa til sérstakra stundarráðstafana og ákvað að skera framkvæmdir á veg- um ríkisins niður um 400 milljónir króna. Forsætisráð- herra sagði við það tækifæri, að óeðlilegt væri, að ríkið stæði í of harðri samkeppni við atvinnugreinarnar í land- inu. Svo virtist sem ríkis- stjórnin hefði séð í hverju mistökin voru fólgin og hygðist hverfa af þessari braut, en svo hefur þó ekki orðið. Enn hefur t.a.m. ekki verið skýrt frá, hvernig stað- ið hefur verið að nefnd- um niðurskurði ríkisfram- kvæmda og allsendis er ó- víst, að hann hafi tekizt. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1973 sýnir, að ríkisstjórn in hefur í hyggju að halda ótrauð áfram á braut þenslu og skattpíningar. Fyrirsjáan- legt er, að stjórninni muni takast að hækka fjárlögin um 100% frá því sem var, er Ólafur Jóhannesson sagði, að þannig væri ekki unnt að halda áfram. Stjórnin hefur sýnilega ekkert bolmagn til þess að takast á við þau vandamál, er að steðja. Þessi stefna kemur harka- lega niður á skattborgurun- um. Tóm launaumslögin tala þar skýrustu máli. Fjárlaga- frumvarpið nú sýnir, að enn á að draga meira fjármagn undir hatt ríkissjóðs. Á síð- asta ári voru útflutnings- verðmæti íslendinga alls rúmir ellefu milljarðar kr. En ríkisstjórnin gerir ráð fyrir, að fjárlög næsta árs verði yfir tuttugu milljarðar króna. Útgjöld ríkissjóðs eru þannig að verða helmingi meiri en verðmæti útfluttra sjávarafurða. Niðurstöðutölur fjárlaga- frumvarpsins hafa það í för með sér, að á næsta ári verða meðalgjöld til ríkisins eitt hundrað þúsund krónur á hvert mannsba-rn í landin-u. Til viðbótar þessu koma svo gjöld til sveitarfélaga. Fjár- lagafrumvarpið ber svo með sér, að svo virðist sem ríkis- stjórnin stefni að stórfelldri vísitöluskerðingu, þrátt fyrir fyrirsjáanlegar verðlags- hækkanir. Þannig er gert ráð fyrir óbreyttri kaupgreiðslu- vísitölu á næsta ári, þó að hætta eigi niðurgreiðslum vegna verðstöðvunarinnar, sem ákveðin var í júní sl. Stjórnin er sýnilega komin í hinar mestu ógöngur, og Ijóst er, að innan hennar er hvorki einhugur né geta til þess að leysa þau vandamál, er sprottið hafa upp sem af- leiðing af rangri efnahags- stefnu. Fólkið í landinu knýr á um breytt vinnubrögð. Skattafarginu verður að af- létta og gera hlutdeild ó- beinna skatta í tekjum ríkis- sjóðs veigameiri en verið hefur til þessa. Mestu máli skiptir, að unn- ið verði að dreifingu valds- ins í þjóðfélaginu og horfið verði af þeirri braut núver- andi ríkisstjórnar að þenja út ríkiskerfið. Hér er um grundvallaratriði að ræða, er hrinda verður í framkvæmd um leið og skattpíningar- og þenslustefnu núverandi ríkis- stjórnar verður varpað fyrir róða. SNUA VERÐUR AF BRAUT SKATTPÍNIN G ARINN AR Sr. Bragi Benediktsson skrifar frá Bandaríkjunum: Merk uppeldisstofn- un — Bellefaire Stofnunin BeMefaire stend ur austarlega í Cl-evelan-d i Ohio, en þó inni í sjálfri borginm-i á fögrum stað. Bellefaire var stofn-uð af Gyðimguim árið 1868 laust eftir borgarastyrjöldima, sem stóð milli Norður- og Suður- ríkjanma á tim'abilimu 1861— 1865 með það markmið efst í huga að annast um mumaðar- laus böm Gyðin'ga, sem orð- ið höfðu foreldralaus i styrj- öldinni. Þega-r fram liðu stundir og sá timi féll í gleymskum-n'ar dá, ^r þessi blessuð mumaðar ia-uis-u bömi-n þurftu á vernd að halda og forsjá, þá breyttist stefna og starfsemi stofnun- arinnar í þá átt, að heimiiið fór að taka inn andleg-a trufl uð bcm og taugaveikluð, sem ekki höfðu aðstöðu til að vera innan um önn-uT börn sakir vanheilsu sinnar á þessu sviði. Þessi breyting varð J.' ekki fyrr en‘ mörg- um áratugum eftir stofn-un heimilisins, eða árið 1943. Mér da-tt í hug, að ýmsir mundu hafa áhuga á að heyra örlítið frá slíkri stofn un sem þessari, sem mér finn-st vera sem ljós i my-rkri, aflgjafi lífsin-s til mamnbóta og blessunar kynslóðum ver- aldar. Árið 1954 var svo ákveðið, að Bellefaire skyldi ekki einasta hafa með með- ferð á bömuim Gyðinga að gera, heldur einnig kaþólsk- um böroum og börnum mót- mælenda. Kom þessi breyt- i-ng til a-f mikilli eftinspum eftir stað til meðferðar og meðhöndl'unar á bömum, sem almennt áttu við þessa geð- rænu óg andlegu erfiðleika að stríða. Alls eru 100 böm vistuð í Bellefaire umdir venj ulegum krin'gums-tæðum, og af þessuim 100 börnum eru 70 börn Gyðinga, en af þeirn 30 börnum kaþólskra manna og mót-meelenda, sem staðinn gista, enu 10 blökku- böm. Svo að nefndir séu nokkrir þeir þættiir í hegðun þeirra barna, sem við BeUe- faine eru, þá er það fyrst að segja, að venjulega hef- ur þar verið uim að ræða ail- varleg hegðun-arvaindkvæði og það, að geta með eragu móti sam-lagazt umhverfi sínu á eðlilegan háitt, eða eins og venjuleg heilbriigð börn gera. Þe-tta skaj>ar að sjáltfsögðu foreldnum bannanna þá áhyrgð og þæ-r skyldur að senda þau á þann stað, sem þau hafa mögulieilka á að endurheimita heilsu sína og verða á ný hæfir eóm®taíkl- in'gar í hraðfleygu þjóðfélagi. Aðrir þættir I hegðum þeirra bama, sem til Beile- faire koma, eru kynferðiisleg vandamál, skróp frá skóla, ótrúmeninska á ýmisum sviðum, árásir á foneldm og aðra nærstadda í geðrænum köstum, hæfileikaskortur til að falla á eðlilegan hátt inn í skól'astarfið, tilhneiginig ti'l að flýja firá heimili síwu og margt fleira, sem óheilbrigt má teijast í hæstan máta. Að morgni dags hinn 1. júní fóru þátttakendur í nám skeiði því, sem haldið er fyr- ir æskulýðsleiðtoga og féla-gs ráðgj-afa í Ameríku um þess- ar mundir, og ég hef áður talað um í blaðimu, að skoða þessa merku stofnun undir leiðsögn starfsmanna þar. Farið var 1 synaigogu staðar- ins, þar sem helgihaiM fer fram fyrir starfsfólk heirnil- isins og börmin á staðnum. Haldinn var þar fyrirlestur um heimilið og sýndar lit- skuggamyndir frá starfinu. Að ítarlegum lýsimgum lokn um á staðn-um og stairfinu þar, var hópnum gefinn kostuir á að skipta sér niðuir i þrjá mis mun-andi hópa i samræmi við það, sem þeiir höfðu sérstak- an áh-uga á að kynna sér nán-ar hjá eiinstökutm starfs- mönnum stofnun'arinnar. Fóru suimir að skoða fóst- urheimil’i, sem rekið er í tengslu-m við stofnun- ina, aðrir kynmtu sér sjálf- boðaliðastarf, sem re-kið er af miklum krafti þar og surnir fóru með skólastjóramuim, sem sa-gði nokkur orð um skólastarfsemina, sem fram fer á vegumn heimilisáns. Valdi ég mér að kynnast skóiaistarfinu þar, sem var á margian hátt mjög atihyglis- vert, sem kom fram við spuirn ingar okkar. Kenmslan er þar afar ein- staklimgsbun'din, sem leið- ir að sjálfsögðu af þvi, að flest barnanma, sem koma til Bellefaire, eiiga við meirihátt ar hegðun'arvandkvæði að stríða og hafa átt í erfiðleik- um í þedm skóluim, sem þau koma frá. Andstaða flesitra þeirra gegn nám'i er mjög mik il. Þess vegna miðast fyrsta kennsla þeinra, sem með- höndll'a þau böm, sem til Bellefalre kom-a, að því, að breyta því grundvaliar- viðhorfi barnsins, sem það hefur fengið gagnvant skóla og kennuruim ekki síður en að hjálpa þvi að sigrast á og vinn-a það upp, sem það hef ur orðið á eftir I sjcólanum. Sérstakur s’kól-i var stofn- aður árið 1951 til að þjóna hinum mismunandi þö-rf- um barnanna í Bellefaire. Er þes-sd skól'i sérstaklega vel búinn á al’lan háfct og þeir kenn-arar, sem við skólainn starfa, eru sérmenn-taðir menn og sérþjálfaðiir til að kenna slíkuim börnum. Alls er starfsliöið við skólainn í dag og stofnuninia alla 140 manns, eða mun fleiri en nem endurnir, sem þar eru. Stofn un sem þessi er afar dýr í rekstri, en hún vinnur líka mi’kið líknar- og m'annúðar- starf. Fyrir flesita foreldra er það mikið áfall að þu-rfa að vista barnið sitt í Bellefaiire. Þegar að því kemnr að fcaka þá ákvörðun, grípur þá gjarnan sektairkennd, örvi-ngl an, bræði eða að þeir skamim ast s'ín fyrir aö þu-rfa að send-a barnið á S'l’ikan stað. Er þá mitkils um vert, að þeii hafi einhvern til að haiWa sér að og ræða við um barniið s-itt og meðhöndlun á því. Mik- ið hefur verið gert af því að gera foreldra barnanna ten-gda stofnuninni, þann- ig að þei-r hafi stöðugt náið sambaind víð hana og barnið sitt þar. Hefu-r þetta gefizt mjög vel. Flest barn- anna hverfa aftur heim til foreldra sinna að lokinni dvölinni í Bellefaire. Því eru tengsMn við foreldrana með- an á meðhönidlum stend- ur svo mikilvæg með tilliti til heiimkom'unnar síðair. Og það er athyglisvert við þessa stofnun, að sjálfboða- liðar úr ýmisum áttum hjálpa til við að gera þessum ungu mönnum kleift að aðlag- ast hinu lifaða lífi á ný. Þei-r eru þrn'niig tengiliður á milli þeirra og hins yfcra heirms. Til er sá féla-gsK'kapur í Amer- íku, sem kallar siig: „The Big Brothere'', hina stóru bræð- ur, sem hefur unmiö mi'kið og þarft verk þar. Þessir stóru bræður hafa margir tekið að sér að annast um síina litliu bræður í Bellefaire og hitfca þá gjarnain ekki sjaldnar en einu sinni í viku. Hafi sér- hver dremgur á heimil- inu ekki Big Brother sér við hlið, þá eru gerðar ráðstaf- anir tit að skapa þeim við- fangsefni og skemimitan um helgar, sem engan slikan hafa sér til sálarstyrkingar, með því að fara með þá i úti- légur i litlum hópum. Hlutverk þessara sjálf- boðaliða er sórs't'aklega mik- ilvægt eins og gefur að s'kiilja í þeiim tiivikuim, þar sem ung- mennin eru viðs fjarri frá fjölskytd'U sinni og hafa ekki aðstöðu til að hafa nema mjög lítið sam’bam'd við hana a-f þeim sökuim. Geta þeir oft skapað pað samband, sem hugh-reystir barnið og vinn- ur bug á einmanakennd þess og því, að það er fjarri fjöl- skyldu simrni. í Belletfaine er mi’kið lagt upp úr hópstairfi og hópleikj um barnanna. Allt í kringum stofn.unina má sjá börn að leik við félaga sína. En þar er einniig lagt mikið upp úr ein.k'alifi hvers einistaklings. Og þar gefur því ll’ka að 1‘íta börn, sem dregið hafa sig út úr / hópnum og horfið í skugga trjánna, þair sem þau geta lesið bók í kyrrð og næði, safnað frimeirkjum eða látið hugann reika. í Belle- faire er fjölskylda.n mikil- vægur þátfcur að ma-ti stjórn- enda stofnunarimmar. Alvar- legasta ákvörðunin, sem þeir gjarnan taka, er að ákveða að aðskilja barn frá fjöl- skyldu sinni. Þeir líta svo á, að sérhvert barn sé hluti af fjölsikyldunni, og að jafnvel þótt bannið sé aðskilið frá fjöls'kyld-u sinní, skuili leitazt við að gera það hlufca af henni, verði þvi við kamið. Þannig s'kofta þeir foreldira barnanna sem hluta af þeinri meðhöndlun, sem börnin þuirta á að hal'da. Eins og áður er f-rá sagt, þá er Bellefaire stofnuð af Gyðiingum. Er þeinna trú þvi leiðandi lífsviðhorfið innan Framh. á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.