Morgunblaðið - 18.10.1972, Page 17

Morgunblaðið - 18.10.1972, Page 17
MORGONBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1972 17 Matthias Johannessen: „Allir falla í gleymsku eftir dauðann ef þeir ekki reisa sér góðan minnisvarða í lífinu66 Kreisky Innsbrnck, okt. — Leiain frá Garmisch-Partenkirchen til Innsbruck og Zúrich er hin fegursta hér um slóðir. Zugspitz, hæsti tindur Þýzka lands, um 3000 m á hæð, gnæf ir yfir Garmisch með snjö- skafla i efstu hlíðum eins og til að minna á að hér voru vetrarolympíuleikar Hitlers haldnir. Þegar Innsbruck blasir svo við allt í einu er engu líkara en lestin sé flug- vél og dalurinn opnast 1200 metrum neðar og borgin breiðir út faðminn i allar átt- ir og býður gesti velkomna. Dalurinn er umgirtur fjöll- um og háum tindum, en borg- in er hlýleg og laus við alla tilgerð og minnir dálitið á Salzburg, einkum gamla hverfið þar sem margt hefur varðveitzt frá gömlum tíma. Það hefur orðið hér eftir eins og skaflarnir í efstu hlíð um fjallanna. Hér var líka heimsmenning að festa rætur um það leyti sem Island fannst, og milli okkar og hennar er ekki 2% klst. flug í þotu, heldur mörg hundruð ef ekki þúsund ár. Án fornbókmennta okkar, tungu og bókmenningar væri óbærilegt að vera íslending- ur. En vegna þeirra er það gleði og sæmd. Þessu eigum við ekki að gleyma, ekki heldur í landhelgisbaráttu. Sú barátta væri aðeins fyrir þorskinn, ef varðveizla tungu okkar og menningar væri ekki í senn forsenda hennar og markmið. 1 Innsbruck hefur Maria Theresía reist sér mikiteverð- an minnisvarða: fallega frem- ur hlédiræga óperu við gamte hluta borgarinnar, þar sem húsin eru sum jafngömul verk um Snorra Sturlusonar, eða Sturlason eins og Norðmenn skrifuðu nafn hans innan um nöfn annarra heimsþekktra höfunda á bókamessunni. Hann var eini íslendingur- inn sem þeir nefndu. í þessum elzta hluta Inns- bruck og hið næsta söng- leikahúsinu er hirðkirkjan með gröf Maximilians 1. Hann er að vísu ekki grafinn í steinkistu þesisari, enda svo um hnútana búið að við vitum ekki, hvar við berum beinin, og á það jafnt við um keisara sem kot unga. Nú stendur þessi mikla og skrautlega steinþró keisarans tóm í miðju skipi kirkjunnar. Honum auðnaðist ekki að hafna undir hvelf- ingu þessa musteris sem hann ætlaði það hlutskipti að varðveita minningu sína um aldur og ævi. Kannski hefur það samt einmitt orðið hlut- skipti kirkjunnar, þótt eng- inn nennti að flytja lík Maximilians til þessarar vinj ar hér í ölpunum. Keisarinn lézt 1519, þá var Jón Arason að reisa sér ann- ars konar minnisvarða á ís- landi. Þá hafði Maximilian látið gera ellefu koparstytt- ur í fullri líkamsstærð af þekktu fólki og umkringja þær nú tóma gröf hans í kirkjunni, ásamt sautján öðr- um sem gerðar voru síðar. Sumir segja að enginn annar en Albrecht Diirer hafi kom- ið við sögu sumra þessara mynda. Auðvitað Var þetta allt í alvöru gert, en verk- ar nú mjög hlægilega á mann, vígalegir karl- ar í riddaraklæðum og hinar furðulegustu koparkerlingar. Þetta er einhvers konar 16. aldar popplist og væri eftir öðru að Maximilian hafi ver- ið fyrsti popplistarfrömuður heims. Þarna eru styttur af kóngum sem fæddust fimm hundruð árum fyrir burð Ingólfs Arnarsonar, sem var víst aldrei til ef marka má þá heimildamenn núlifandi sem voru samtíða honum. All- ir eru þessir karlar hin- ir skarphéðnustu á að lita, ekki sízt Þjóðrekur Austgota konungur sem dó 526-að sögn. Þarna eru lika samtíðar- menn Maximilians, Kunig- unde systir hans, Friðrik III, faðir hans, Margrét, dóttir hans, Maria Bianca Sforza, siðari kona hans og lík- leg formóðir samnefndrar ættar ítalskrar, að ógleymd- um Filipusi hinum fagra, syni keisarans, og hefði hann iík- lega orðið útlagakonung- ur eða kvikmyndastjarna á vorum dögum. Kannski sund stjarna, hver veit? Eða eftir- maður Frankós? Keisarinn sagði að hann viMi reisa minnisvarða, sam- boðinn keisaralegri tign. „Allir falia í gleymsku eftir dauðann, ef þeir ekki reisa sér góðan minnisvarða í líf- inu,“ sagði hann eins og góð- um stjórnmálamanni sómdi. Og auðvitað vildi hann tryggja frægð og virðingu forfeðra sinna, Habsborgara. Annar eftirminnilegur kon- ungur héðan úr Ölpun- um, Lúðvík II, sem var uppi á síðari hluta 19. aldar, var áreiðanlega sömu skoðun- ar og Maximilian. Hér eru á ýmsum stöðum varðveittar hallir sem hann lét reisa, og engu líkara en þær séu klipptar út úr ævintýrum. Eina þeirra hef ég séð og er þetta regluleg popphöll. Lúð- vík væri efni í sér- staka grein, en snúum okkur aftur að samtíðinni. 1 Innsbruck á sér ekki stað nein kosningabarátta eins og í Salzburg. Allt er með kyrr- um kjörum og áin Inn sem átti eftir að verða á vegi okkar næstum alla leið til Zurich fellur hægt og sigandi um dalinn, bræddur jökull, og hefur ekki sízt ráðið úr- slitum og staðsetningu borg- arinnar. Eitthvað voru Aust- urríkismennimir í lestinni að rífast um það, hvort áin rynni i Rín eða Dóná og geta menn gáð að því sjálfir. Hitt er annað mál að straumar í þessum hlutlausu löndum, Austurríki og Sviss, koma bæði úr austri og vestri og maður finnur vel að hér eru straumhvörfin í Evrópu. En þó eru vestur-evrópsk áhrif yfirgnæfandi. Enginn virtist t.a.m. skilja hvernig í ósköp- unum gæti staðið á þvi að Norðmenn vildu ekki ganga í Efnahagsbandalag Evrópu: Vesalings Norðmenn, sögðu þeir fáu sem á þetta minnt- ust. Samt á hvorugt þessara landa aðild að Efnahags- bandalaginu, a.m.k. ekki enn. En rætur þjóðanna standa svo djúpt í evrópsk- um jarðvegi að kannski hef- ur evrópsk menning hvergi borið eins falleg blóm og ein mitt hér um slóðir. Áhrif úr ölium áttum hafa verið vekj- andi. Dýrtíð er mikil bæði í Aust urríki og Sviss, ekki síður en í V-Þýzka.landi. En þa.r geta verkamenn að mér skrl’st haft tvisvar eða þrisv- ar sinnurn hærri laun en í Austurriki. Hvernig getur þá á því staðið að einn flokk- ur fái hreinan meiri hluta á þingi? í kosningunum i októ- ber í fyrra fengu jafnaðar- menn undir forystu Bruno Kreiskys þennan eftirsóknar verða meirihluta. Það þótti undrum sæta. Ástæðan er auðvitað sú, að jafnaðar- mönnum var til þess treyst af meirihluta kjósenda að jafna metin, minnka bilið milli rikra og hinna sem minna hafa. Fámenn stétt auð kýfinga ræður víst yfir mikl- um fjármunum í þessu landi, ekki síður en t.a.m. Svíþjóð. Til þess að halda aftur af þessum auðkýfingum treystir fóikið Kreisky bezt, ef marka má kosningaúrslit. En honum hefur ekki tekizt að bæta kjör verkafólks sem skyldi, langt frá því. Hinir ríku verða ríkari, alveg eins og í Svíþjóð. Bilið breikkar og óánægjan eykst. En samt er ekki í annað hús að venda en til sósíaldemókrata, held- ur fólk. Nákvæmlega eins og í Svíþjóð. Allir aðrir áhrifa- flokkar mundu standa með hinum ríku, samkvæmt guð- spjalli verkalýðshreyfingar innar, þótt engin sönnun sé fyrir þvi. Kristilegir flokkar svonefndir hafa t.a.m. sýnt verkalýð mikinn skilning hér á meginlandinu, enda eru þeir víðasit hvar mjög áhirifa- miklir. Kristilegi demókrata- flokkurinn hér í Austurriki er það einnig, en á undir högg að sækja sem stendur. Ein helzta ástæðan er leið- togi jafnaðarmanna. Kreisky kanslari nýtur mikilla vinsælda, að því er virðist. Nú hafa verið skrif- uð um hann tvö undirstöðu- rit eftir þrjá merka höfunda: „Kreisky, Portrat eines Staatsmannes", eftir Paul Lendvai og Karl Heinz Rit- schel og „Bruno Kreisky — Das Portrát eines Staats- mannes" eftir Viktor Rei- man. Ritschel er Bæjari að ætt og uppruna, hefur hneigzt til konservativ- isma og er ritstjóri Salzburg- er Nachrichten sem er borgara legt blað. Ritgerð hans í bók- inni heitir: Um pragmatista —- kreddulausan sósialdemó- krata. Reimann, einnig blaða maður öðrum þræði, hef- ur skrifað ævisögur Otto Bauers, Iiginaz Seipels og Josephs Goebbels. Hvorugt forlaganna, sem hafa gefið út ritin um Kreisky eru tengd jafnaðarmönnum, þvert á móti eru þau borgaraleg útgáfu- fyrirtæki og því með djúpar rætur og mikla yfirsýn. Kreisky er athyglisverður leiðtogi þjóðar sem eitt sinn var sagt um að „enginn vildi“, en Hitler gleypti með húð og hári í „Anschluss“ 1938, eins og kunnugt er. Svo mikil er fegurð Aust- urríkis og menningarauð- ur að það er jafnvel hægt að skilja ágirnd Hitlers á þessu yndislega landi. Samskipti hans og Austurrikis eru sag- an um úlfinn og Rauðhettu i enn einni mynd. Kreisky tókst að flýja und an herjum Hitlers og fór með foreldra sína til Sviþjóðar, allt fyrir tilstuðlan vinar í SS-sveitum nasista. Áður hafði hann sagt að lýðræði Austurríkis væri bezt tryggt með samstarfi verkamanna og bænda og óskaði þess að slíkt Austurríki, sjálfstætt og óháð, fengi að lifa í friði. En ekkert gat fallið Hitler jafn illa i geð. Hitler er löngu dauður, en Kreisky er að reyna að gera gamlan draum að veruleika. Nú er hann miðdepili lands síns: Undrið Kreisky, er hrópað í ræðu og riti, Töframaður stjórn- málanna, Að hálfu Metter- nich, að hálfu Otto Bauer, sjónvarpskanslarinn, Kansl- ari blaðanna og margt fleira. Eitt _er víst: að Kreisky hefur haft miklu meiri áhrif á alþjóðastjórnmál en marg- ir vita eða gera sér grein fyrir. Krúsjeff sneri sér til hans i Berlínardeilunni 1959 —60, eða áður en Berlínar- múrinn var reistur, og bað hann koma sér í samband við Adenauer og Brandt, þáver- andi borgarstjóra Berlín- ar „til að koma reglu“ á Berlínarmálin. Kreisky segir nú að þetta hefði getað orðið þá þegar, ef „meiri orka“ hefði verið sett í málið. Auk þess hafi ýmis öfl þá beitt sér gegn lausn Berlínar-deil unnar eins og þá var háttað, ekki sízt í Bandaríkjunum. Nú hefur Brandt tekizt það sem Krúsjeff mistókst þá. Það skyldi þó ekki verða lið ur i pólitískum endalokum hans eins og Krúsjeff mátti reyna forðum daga? Það væri svo sem eftir öllu öðru. Þá hefur Dom Mintoff skýrt frá því að Möltu deilan væri e.t.v. enn óleyst, ef Kreisky hefði ekki beitt sér fyr- ir lausn hennar. Aftur á móti lagðist hann gegn samstarfi þýzkumælandi stúdenta í Noregi og Svíþjóð undir for- ystu Brandts á styrjaldarár- unum. Þýzkaland er annað en Austurriki, þótt þar riki sama menning og sama tunga. Margir Vestur-Þjóðverjar segja að Austur-Þýzkaland verði einnig með tíð og tíma aðeins tengt Vestur-Þýzka- landi á sama hátt og Austur- ríki nú og kjósa þeir sumir helzt þá þróun, „Pólitískt séð eru þetta tvær þjóðir,“ sagði Austur-Þjóðverji í sjón- varpssamtali áður en hann hélt heim til A-Þýzkalands, eftir Olympiuleikana. En fólki hér vestan megin múrs- ins hættir til að tala um Ost Zone fremur en Aústur- þýzka-Alþýðulýðveldið. Eng- inn sér þó fyrir hvert stefn- ir, allra sízt á jafn óvissum tímum og við nú lifum. Kreisky kanslari lifir mjög óbrotnu lífi. Þegar hann ferð ast, er hann aðeins í fylgd með ritara sínum, sést þá gjarnan bíða í flughöfnum og járnbrautarstöðvum eins og annað fólk. Hann er Gyð- ingur að ætt og uppruna, en án allra tengsla við trú feðra sinna. Hann er sprottinn úr mjög borgaralegum jarðvegi og stundum reyna pólitískir andstæðingar hans að gera hann tortryggilegan af þeim sökum. Hann er kvæntur maður, faðir giftra barna og er sonurinn til vinstri við föð urinn. Börn eru oft og ein- att annarrár skoðunar en sterkir feður og eru sálfræði legar forsendur þess alkunn- ar. Brandt hefur mátt reyna það, og fullyrða má að Svet- lana sé eitthvað til hliðar við föður sinn. Á heimili Kreis- kys kanslara koma rit- höfundar, tónlistarmenn og málarar, enda hefur hann un un af listum eins og góðum borgara sæmir. Hann fékk Leonard Bernstein til að stjórna Fílharmóniuhljóm- sveit Vínar við upphaf sið- asta flokksþings austurriskra jafnaðarmanna. Kanslarinn krefst „intellektúellar" af- stöðu, samt hefur engum tek izt betur en honum að ná sambandi við óbrotið al- þýðufólk í Austurríki: hver veit nema alþýða manna sé hinn eini sanni menningar- viti. þegar á reynir, a.m.k. sá eini sem kviknar á. Slík al- þýða hefur alla tíð mótað og fóstrað menningu vor ís- lendinga og vonandi verður það svo, þrátt fyrir aukinn átroðning alls kyns fagidíóta. Artus, Ferdinand af Portúgal, Ernest af Habsburg, Theodoric.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.