Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 7
M ORGUNBLAEHÐ, LAU<3AHDA<3<UR 10. MARZ 1973 7 Á MORGUN, sunnudaginn 11. marz, messar annar uimisækjand- anna um Dómkirkjuna, sr. Hall- dór S. Gröndal. Messan hefst kl. 11 f.h. og verður henni útvarp- að á sniðbylgjum (1412 kih., 212 tm.) Sr. Halldór er fœddur í Reykjavik, 15. október 1927 og er sonur Sigurðar B. Gröndal yfirkennara og konu hans frú Línu Gröndal. Sr. Halldór lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands 1949 og B. Sc. prófi í við- skiptafræðum með hótel- og veitingarekstur sem sérgrein frá Cornell-háskóianum í Iþöku U.S.A. árið 1952. Sr. Halldór er kunnur Reyk- víkingur, en hann var einn aöal- stofnandi veitingahússins Nausts 1954 og veitti því forstöðu til ársins 1965. Sr. Halldór hefur haft mikil afskipti af félagsmál- um og var einn aðalhvatamað- ur að stofnun kennara- og for- eidrafélags Hlíðaskóla og for- maður þess fyrstu tvö árin. En það félag vinnur að æskulýðs- málum og tók upp nýja starfs- hætti í tengslum við skólann og heimili í hverfinu. Sr. Halldór hefur um mörg undanfarin ár staðið fyrir starfs- hópi áhugamanna um fanga- hjálp og hjálp við áfengissjúkl- ihga og átti mikinn þátt í ráð stefnu um þessi mál sl. vetur. Sr. Halldór lauk embættis- prófi í guðfræði frá Háskóia ís- lands í september 1972 og vigð- ist farprestur Þj óðki rkj unnar 15. október sama ár. Sr. Halldór tók að sér að þjóna Borgarpresta kalli í vetur í leyfi sóknarprests ins þar. Á námsárum sínum í Háskóla íslands tók sr. Halldór mikinn þátt í kirkjuiegu starfi, kom fram í umræðuþáttum um kirkjuieg mál bæði í útvarpi og sjónvarpi og prédikaði víða, bæði í kirkjum Reykjavikur og úti á landi, og veturinn 1968— ’69 tók hann þátt i barnastarfi Neskirkju. Kennslu hefur sr. Halldór stundað í Hótelskóla ís- lands áður og Barna- og gagn- fræðaskóla Borgarness nú í vet- ur. Sr. Halldór er giftur Ingveldi L. Gröndal dóttur Lúðvíks Guð- mundssonar fyrrum skólastjóra og konu hans frú Sigríðar Hall- grimsdóttur og eiga þau 4 börn. IFRÉTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllillllllljllllllllllllllllllllllllllllllllllllld Bæima.staðiiriiiin Fálkagötu 1« Samkoma sunnudag kl. 5. Sunnu dagaskóli kl. 11. Bæna- stund viirka daga kl. 7. Allir veikomnir. Smnnutiagaskóli kristniboðsfélaganna er í Álftamýrarskóla kl. 10.30. Öll börn eru velkomin. Kvenfélag Grensássóknar Hundur verður haldinn, mánu- daginn 12. marz kl. 8.30 I Safn- aðarheimilinu. Sýndar myndir frá Vestmannaeyjum og viðar. Sunnudagaskóli Heimatrúboðsins Sunnudagaskói ínn hefst hvern sunnudag M. 14. ÖU börn vel- komin. Kvenfélagið Keðjan Dansleikur verður haldinn i Glæsibæ mánudaginn 10. marz. Hefst með Bingó kl. 9. Mætið vei o.g S'tundvíslega. KÖTTUR í óskilum. Hvitur með svötrtum flekkjum, rófubrotinn. — Sími 40151. DAGBOK B4RMMA.. Töluð orð verða ekki aftur tekin Ef tir Elizafoet Stuart Phelps á mig og mér datt óljóst í hug, að nú væri ég að frjósa í hel. Ég mundi eins og í draiumi það, seou ég haifði sagt við Trollo og velti því fyrir mér, hvort haran væri líka að hugsa um það. Allt í einu ranikaði ég við mér. Eitthvað hafði gerzt. Rauður stóð grafkyrr við girðimgu. Hamn hneggjaði og sneri hausnum til að horfa á mig. „Hvað viltu, Rauður?“ sagði ég dirafandi röddu. Ég stauiaðist á fætur. Vorum við komnár heim? Eða til Keziu? Við vorum nærri komnir heim, vorum rétt við hliðið í en-n eirium skaflinum. Ég sá ljósið í eldhúsgiugganum og köttinn í gluggakistunni. f>á var eins og ég áttaði mig. Var Trollo kominm heim? Ég hrópaði eins hátt og ég gat: „Trollo! Trollo!“ Svar- aði mér einhver? Vax það Rauður, sem hneggjaði? Eða kötturinn, sem mjálmiaði í glugganum? Eða — eða — hvað var þetta? Svona, Rauður — gættu þess að stíga ekki á hann — í skaflinum — ég kem hönclum undir hann — ég get lyft honum — ég held á homum í famiginiu — svona, aftur FRflMHflLBS&fl&flN á bak, Rauður — stígðu ekki á mig — ég er svo- mátt- vania — góður hestur, Rauður — góður hestur. Ó, Trollo, þarna eru dyrnar. Við hljótum að komast upp tröppurnar. Það er hlýtt inni. Ég er búinn að setja sírópið yfir og ég fór á móti þér, Trollo. Trollo, heyrir þú til min? Heyrir hann til mín? Heyrir hann nokkurn tíma til mín framar? Veit haarn, að ég held á honum? Að mér þykir svo vænt um hanm? Að hjarta mitt er að bresta, þar sem ég krýp með hamn við eldstóna til þess að láta ylinn leika um hann? Bærir hann á sér? Hreyfast augna- lokin? Ó, hvað á ég að gera, aleinm í húsimu? Ef einhver full- orðinn væxi hér, mundi sá vita, hvað til bragðs skyldi taka. Ég geri mitt bezta. Ég niudda hann og nudda með bálf- dofnum fingrunum. Ég næ í heitt vatn, því eldurinn er ekki kulnaður, sem betur fer. Ég legg bann á legu- bekkinn og vef hanm teppum og anda á hann. Einu sinni eða tvisvar dettur mér í hug að biðja bæn, en kemst aldrei lengra en „Faðir vor . . .“ Og þar sem ég ligg þarna á hnjánum við bekkinn, sé ég að hamn andar svolítið. AugnalO'kin bifast. Þá man ég eftir komaksflöskunni í neðri skáphiUunni. Ég hleyp til að ná í hana og kalla um leið: „Trollo, Trollo,“ til þess að missa hamn ekki frá mér, áður en ég kemst aftur. Einhvern veginn kem ég koníakinu niður í kokið á honum og held áfram að kalla: „Trollo, Trollo.“ HENRY SMAFOLK PEANUTS c ACH N0MIMEE MUítT mMT FIVE LETTEKS FK0MINT6RE5T1EP PARTlEé éTATINS WHT HE 5H0ÖLD BE NAMED ‘THE NEIGHBOPHOOP 006 OF THE ‘TEAR'" P0N T A5K M£ 10 WRITE A LETTER FOK ^OUÍ I LÚOULPN'T KECOMMENO H'OU F0R"P06 OF THE MIN0TE "i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.