Morgunblaðið - 10.03.1973, Side 14

Morgunblaðið - 10.03.1973, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1973 Landhelgismálið í l*ýzkalandi Heimsókn til Bremerhaven frA Agústi einarssyni HAMBORG Þótt landhelgismálið sé lít- ið hitamál hjá þorra almenn- ings í Vestur-Þýzkalandi, þá fylgjast íbúar hafnarborg- anna Bremerhaven og Cux- haven vel með þróun mála. Á þessu svæði búa yfir 200.000 manns eða fleiri en allir íslendingar. Þetta er töluvert hagsmunamál fyr- ir íbúana, og ekki er óeðlilegt, að Islendingar kynnist afstöðu Þjóðverja í þessu máli. Eftirfarandi við töl, sejn birtast i Morgunblað inu í dag og síðar, veita okk- ur innsýn í röksemdafærslur Þjóðverja. Þótt landhelgismál ið sé okkur íslendingum ein staklega mikilvægt, þá eru tvser hliðar á því eins og á öðrum málum. Aftur á móti virðast Þjóðverjar, sam- kvæmt þessum viðtölum, hafa mikinn skilning á afstöðu okkar, þótt hins vegar einstök atriði séu umdeild. „Illa haldið á málunum“ Áður en haldið var til Bremerhaven, var spjall- að við dr. Sverri Schopka í Hamborg. Dr. Sverrir stend- ur í fremstu víglínu íslend- inga i kynningu landhelgis- málsins í Þýzkalandi. Hann er útlærður efnafræðing- ur og er forstöðumaður rann sóknastofu hjá einu stærsta fyrirtæki Evrópu. Hann er kvæntur þýzk-franskri stúlku, og eiga þau'tvö böm. Sverrir hefur verið búsettur í Þýzkalandi undanfarin 15 ár. Hvað er að segja um kynn- ingu landhelgismálsins í Þýzkalandi ? Bandalag Islendinga í Norð ur-Þýzkalandi hefur beitt sér mjög í þessu máli. Við höf um gefið út dreifibréf og stað ið fyrir almennum fundum. Við höfum á allan hátt reynt að gera málstað íslands kunnan á almennum vett- vangi. Einnig hafa Islending- ar i Suður-Þýzkalandi verið mjög áhugasamir í þessu máli. Hvernig hefur staða ís- lands verið skýrð í þýzkum fjölmiðlum? Það er mjög mikið um eín- hliða áróður Þjóðverja að ræða. Málstaður íslands á erfitt uppdráttar. Kynningar rit íslenzku rikisstjórnarinn- ar eru sjaldnast birt, og finnst mér illa haldið á málunum af íslenzkum stjórn völdum varðandi kynningu okkar röksemda. Er áhugi Þjóðverja mikill á landhelgismálinu? Nei, það er varla hægt að segja það. Það eru helzt strandfylkin, sem hafa beinna hagsmuna að gæta. Þar er einnig fylgzt mjög vel með þróun málsins, og eigum við fjölmarga andstæðinga svo og meðmælendur í hafn- arborgunum. Hver er þín persónulega skoðun á framkvæmd út- færslunnar? Við höifuim farið of geyst í málið. Við hefðum átt að segja samningunum frá 1961 upp, án þess að minnast í fyrstu á fyrirhugaða útfærslu. Sið- an hefðum við átt að tilkynna um útfærsluna og miða þá við allt landgrunnið. Það hefði verið heppilegra vegna alþjóðlegu hafréttarráðstefn- unnar. Síðan hefðum við átt að loka nokkrum svæðum 1. september 1972 og síðan einu ári seinna hefðum við átt að færa út. Útfærslan í áföngum hefði sennilega dregið vind úr seglum andstæðinga okk- ar. Hvað er að segja um af- stöðu ríkisstjórnarinnar til Haagdómstólsins ? Almenningi hér er gjörsam lega óskiljanlegt, hvers vegna Islendingar neita að mæta í Haag. Það er mjög erfitt að rökstyðja þá ákvörð un. Þótt núverandi stjórn hafi verið á móti samningun- um frá 1961, þá eru það eng- in rök fyrir því að mæta ekki í Haag. Okkar rök eru það sterk, að ég tel engan vafa á því, að Haagdómstóll- inn, sem er jú dómstóll Sam- einuðu þjóðanna, muni dæma málið okkur i hag. Alla vega myndi hann ekki gera neinar ráðstafanir, sem eru á móti hagsmunum okkar eða hafrétt arráðstefnunnar, sem haldin verður sennilega 1974. Það var mikill misskilningur, jafnvel ábyrgðarleysi að mæta ekki í Haag. Þetta skil- ur enginn. Uppsögn samnings ins er að einhverju leyti vafasöm, og þess vegna tel ég, að við ættum að berjast fyrir rétti okkar hjá Haag- dómstólnum í stað þess að dvelja utan við alþjóðasam- starf. „Þeir ættu að semja“ Næsti viðkomustaður var fiskmarkaðurinn í Bremerhav en, þar sem fiskurinn er boð- inn upp á hverjum morgni. Það vakti töluverða eftirtekt, að Islendingur vildi fá að heyra skoðanir Þjóðverja á landhelgisdeilunni. Sá fyrsti, sem átti að ræða við, bað ofanritaðan að fara til fjandans og lét fylgja hinni frómu ósk nokkur vel valin þýzk blótsyrði. Þetta var til allrar hamingju alger undan tekning, en langflestir voru tiltölulega vinveittir okk- ar málstað. Kurt Krupphe, fiskkaupmaður í Bremerhav- en, var hinn fúsasti að skýra frá skoðunum sínum. Hver er yðar persónulega skoðun á þessari milliríkja- deilu? Ég er tiltölulega hlutlaus. Mér finnst, að þeir ættu að semja. Reyndar tel ég, að Þýzkaland sé ekki mjög háð þessari útfærslu. Þetta er fyrst og fremst vandamál ís- lendinga og Breta. Hér í Þýzkalandi vantar okkur einungis fisk. Eiga verðhækkanir á fiski í Þýzkalandi að undanförnu rætur sinar að rekja til út- færslunnar? Nei, minnkandi aflamagn er orsök þessara verðhækk- ana. íslendingar veiða t.d. sjálfir minna magn. Sömu sögu er að segja af þýzku tog urunum. Söluferðum is- lenzkra togara fer fækkandi, og einmitt út frá sjónarmiði fiskverzlunarinnar í Þýzka- landi, sem hefur mikinn áhuga á islenzkum fiskinn- flutningi, ætti að reyna að komast sem fyrst að samkomu lagi. Hvernig ætti þá að semja? Veiðimagn hinna einstöku þjóða á að takmarka, og þetta á að gerast á alþjóðlegum vettvangi. Hvað finnst yður um út- færsluna sjálfa? Mér er ljóst, að íslending- ar hafa vissan rétt til þess- ara ráðstafana. En Islend- ingar hafa ekki algjör- lega 100% rétt fyrir sér. Ein- hliða útfærsla út í 50 mílur er dálítið hörð ráðstöf- un. Fiskifræðileg rök varð- andi útfærsluna eru ekki ein hlít og stangast að einhverju leyti á. En það hlýtur að vera hægt að semja. Persónulega sakna ég tillagna frá íslend- ingum sjálfum til lausnar á þessu vandamáli. „Aðalatriðið er að fá fiskinn en ekki hvaðan hann kemur“ Næst var rætt við tvo fisk- kaupendur, sem sögðust harma það, að íslenzku tog- ararnir kæmu ekki leng- Ur með fisk til Bremerhaven vegná togaraverkfallsins. Þeir sögðu, að þá vantaði sár lega fisk. Einnig kváð- ust þeir vera á mótl löndunarbanni á íslenzk skip. Deiluna ætti að leysa á frið- samlegan hátt. Þjóðverjar hefðu ekkert á móti íslend- ingum, og ísilendingar hefðu annars vegar ekkert á móti Þjóðverjum. Út frá sjón- armiði verzlunarinnar væri aðalatriðið að fá fisk- inn. Þeim væri nákvæmlega sama, hvaðan hann kæmi. Þessir tveir fiskkaupend- ur neituðu að gefa upp nöfn sín, svo og að tekin yrði ljós- mynd af þeim. Þeir sögðu þó, að ofangreindar skoðanir væru álit allra, sem fengj- ust við fiskverzlun. „Við viljum stærri karfa“ Veitingastaðurinn hjá Bruno er miðpunktur fislk- markaðsins í Bremerhaven. Þar fá menn sér gjarnan morg unverð og ræða málin. Mackenrodt, forsvarsmað- ur eins af hinum þfemur tog arafélögum í Bremerhaven, var tekinn tali. Hver er yðar skoðun á út- færslunni? Við höfum ekkert út á Is- lendinga að setja, nema hvað þeir koma með smáan karfa og eyðileggja markaðinn hér. Við erum síkvartandi. Það er varla hægt að segja, að við sé um að útrýma fiskinum. Það gera Islendingar sjálfir með því að veiða þennan smá- fisk. Mestur hluti islenzka karfans fer í fiskimjöls- vinnslu, en við verðum að kaupa hann á lögskipuðu lág marksverði. Þetta er það eina, sem við höfum að setja út á íslendinga. Hvað getið þér sagt sem út gerðarniaður um ástandið á miðunum við ísland? Við skiljum þetta alls ekki. Við látum íslenzku skipin hér í Bremerhaven og Cuxhaven algjörlega í friði, en Islend- ingar valda okkur óþægind- um á miðunum. Þetta er okk- ur óskiljanlegt. „Viö viljum líka lifa“ Uppboðið var nú hafið og gengur mikið á, þegar boðið er í. Einn fiskkaupendanna, Wehler að nafni, gaf sér þó tima til að svara nokkrum spurningum. Hverja lausn teljið þér koma til greina í þess- ari deilu? Ég get ekki nefnt neina al- hliða lausn. Báðir aðilar telja sig vera í fullum rétti. Við viljum veiða áfram við Is- land. Við verðum að bíða úr- skurðar Haagdómstólsins. Reglugerðir um fiskveiðilög- sögu verða að vera settar á alþjóðlegum vettvangi. Ein- staka þjóðir geta ekki tekið einhliða ákvarðanir um svona mikilvæg mál. Hver er yðar skoðun á framkvæmd útfærslimnar? Það er hægt að segja, að Is lendingar hafa verið of ein- hliða í málinu. Ég viður- kenni hins vegar, að Island

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.