Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGAROAGUR 10. MARZ 1973 hefur mikinn rétt til að fram- kvæma þessar ráðstafanir. Aftur á móti er það heldur mikið, sem íslendingar fara fram á. f>að verður einnig að taka tillit til okkar, sem höf- um veitt við Island áratug- um saman. Við viljum líka lifa. Teljið þér, að hætta á of- veiði sé svo mikil, að þessi útfærsla sé nauðsynleg? Varla, ég er búinn að starfa i þessum atvinnu- vegi í 50 ár og tel, að engin hætta væri á ferðum, ef skyn samlega væri haldið á spilun um. Það ættu aðeins isfisk- togarar að veiða við fsland. Veiði verksmiðjutogara er varhugaverð, enda skilst mér, að það sé kjarni máls- ins. Hvað segið þér um þá full- yrðingu stjórnarformanns fé- lags þýzkra togaraeigenda, að fiskurinn deyi úr elli, ef útfærslan verði framkvæmd? Nei, ég tel, að slík hætta sé ekki fyrir hendi. Hverjar yrðu afleiðing- ar útfærslunnar fyrir hafnar bæina Bremerhaven og Cux- haven? Það yrði mjög mikið áfall. Flestir hér hafa beint eða óbeint mikið með fiskveiðar eða fiskvinnslu að gera. „ísland berst fyrir tilveru sinni“ Til að kynnast skoðunum annarra en þeirra, sem vinna beint í fiskiðnaði, var rætt við Otto Schneider, leigubílstjóra í Bremerhav- en. Hvað getið þér sagt um út- færsluna sem almennur borg ari án beinna hagsmuna? Þetta er of einhliða og of hörð ráðstöfun af Islands hálfu. Ef sérhver þjóð í Evr- ópu gerði slíkt hið sama, þá hefðum við einungis deilur og vandræði upp úr því. Ég skil Islendinga hins vegar full- komlega, að þeir vilji fá sem stærsta hlutdeild í hin- um minnkandi afla á Islands- miðum. Hins vegar á að láta alla veiði vera óbreytta, þar tii þetta vandamál hefur ver ið leyst á alþjóðlegum vett- vangi. Það er ómögulegt að skera á togvíra togara og beita hindrunaraðgerðurri við veiðar. Það verður að leysa þetta friðsamlega. Er niikið rætt um þetta niál meðal almennings í Brenier- haven ? Nei, venjulega er lítið rætt um þetta. Teljið þér, að atvinnuleysi muni ríkja í Bremerhaven, ef útfærslan verður að veru- leika? Nei, það get ég ekki ímynd að mér. Vissulega myndi út- færslan hafa hliðarverkanir, t. d. mundi ísfiskveiði minnka, en hún skiptir reynd ar litlu máll i þýzkri úthafs- útgerð. ísland berst fyrir til veru sinni, og við verðum að taka tillit til þess. „Island á aö sýna meiri hörku“ Walter Schmidt þekkja all- ir islenzkir sjómenn, sem koma til Bremerhaven. Hann er sjálfstæður kaupmað- ur, sem verzlar mikið við Is- lendinga. Afdráttarlausar skoðanir hans i landhelgis- málinu eru þekktar bæði á ís landi og í Þýzkalandi. Hver er staða íslands í sam bandi við útfærsluna? Islendingar hafa algerlega rétt fyrir sér í þessu máli. Þeir ættu aðeins að sýna enn meiri hörku við framkvæmd útfærslunnar. Þetta er aðeins hálfkák, eins og nú er staðið að þessu. Hvað er að segja um ástandið á miðunum? Ef Islendingar aðvara hin erlendu skip, áður en togvír- arnir eru klipptir, þá bera Bretar og Þjóðverjar alla sök á þessum atburðum, ef þeir fylgja ekki aðvörun- unum. Hvað viltu segja um hin fiskifræðilegu rök íslend- iuga? Það liggur i augum uppi, að íslendingar geta ekki lát- ið rányrkju hinna erlendu skipa líðast. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar í Kiel hafa lýst yfir stuðn- ingi við málstað Islands og styð ég þeirra álit. Aflinn fer minnkandi og fiskstærðin einnig. Þetta er barátta ís- lenzku þjóðarinnar fyrir sjálf stæði sínu, og þessa baráttu styð ég af heilum hug. „Vernda ber fiskstofnana“ Að lokum var spjallað við Ásgeir Gíslason, skipstjóra á islenzka togaranum Rán, sem landaði í Bremerhaven þenn- an morgun. Hann seldi tæp 100 tonn fyrir liðlega 4 millj- ónir ísl. kr. Hefur afstaða Þjóðverja til íslendinga á einhvern hátt breytzt eftir útfærsl- una? Nei, mér hefur ekki fund- izt það. Það rikir, að minu áliti enginn kali í okkar garð. Aftur á móti hafa marg ir lýst því yfir, að þeir séu hliðhollir okkur. Þeir sjá nauðsynina á þessum ráðstöf unum. Hvað er að segja um sam- starfið úti á miðunum? Við höfum haft lítið sam- starf við þýzku togar- ana. Hins vegar erum við roeira á sömu slóðum og Eng- lendingar. Okkur finnst, mörgum togaraskipstjórum, að stugga ætti meira við þeim en gert er. Englendingarnir eru alveg óáreittir upp í tólf milumar. Það hefur slaknað mikið á gæzlunni að undan- fömu. Gosið í Vestmannaeyj um hefur haft sin áhrif á það. Það þarf aftur á móti að hef ja róttækari aðgerðir gegn Eng- lendingum. (Þess má geta að í millitíðinni frá því að þetta viðtal var tekið, og þar til það birtist, mótmæltu nokkr- ir togaraskipstjórar, þar á meðal Ásgeir, opinberlega að gerðarleysi Landhelgisgæzl unnar, og hina síðustu daga hefur verið klippt á togvira fjölmargra brezkra togara. Innskot Á.E.). Hver álýtur þú, að verði endanleg lausn landhelgis- deilunnar Það verður auðvitað að finna lausn á þessu máli, og ég held, að allir sjái, hve nauðsynlegt er að vernda fiskstofnana. Það er t. d. áberandi, hve mikill smáfisk- ur er á brezka markaðinum. Ég held, að ómögulegt væri að miða við aflamagn í samn- ingum við Breta. Veiðin hef ur minnkað það mikið, að töl ur síðustu ára eru óraunhæf- ar. Útfærslan er tvímælalaust bráðnauðsynleg til að vemda fiskstofnana. Hverja telur þú afleiðingu útfærslunnar fyrir Þjóð- verja? 1 raun og veru missa Þjóð- verjar ekki mikið við þessa útfærslu. Aðal karfamið- in eru fyrir utan 50 mílum- ar. Þjóðverjar vilja aftur á móti fá að halda ufsasvæð- inu við Suðausturland. Ég tel, að hægt væri að kom ast að samkomulagi við Þjóð verja og miða ætti þá viö ákveðin svæði frekar en afllamagn. Myndin hér efra er tekin á fiskniarkaðnum í Bremerhaven þar sem greinarhöfundur ræddi við fiskkaupmanninn Kurt Krupphe. Kaupmaðurinn er á myndinni þar fyrir ofan, en sú efsta er af Otto Schneider leigubílstjóra, sem lika kemur hér við sögu. — Á hinni síðunni er Ásgeir Gíslason skipstjóri með Þjóðverjanum, sem íslenzkir sjómenn kalla sín á milli Villa vaktmann. Myndin til hliðar við þá er af dr. Sverri Schopka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.