Morgunblaðið - 23.08.1977, Page 15

Morgunblaðið - 23.08.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977 15 Sveinn Eiðsson sveitarstjóri Guðmundur segir að undirbúningur hafi staðið nokkuð lengi. Hann var sjómaður lengi en veiktist í baki og má ekki stunda erfiðisvinnu. Þá tók hann sig til og ákvað að reyna að koma upp þessari saumastofu, ásamt konu sinni. Hann fékk lán úr Byggðasjóði og Iðn- lánasjóði og sagði möguleika hafa verið á að fá lán úr Iðnþróunarsjóði, en þar er allt vísitölutryggt gagnvart dollar og ekki hagstætt. — Við verðum að reyna að efla þetta hægt og rólega. Fólkið er mjög hresst yfir þessu, enda nauðsynlegt fyrir byggðarlögin að geta aukið fjölbreytn- ina í atvinnunni. Hér eru til dæmis engar sveitir að kalla, svo að landbún- aður er nánast enginn og þjónusta við sveitir ekki umtalsverð. Því brýnni ástæða er til að hlúa að þvi sem til fjölbreytni heyrir. Heilbrigðisþjónustan og samgöngumálin á oddinum Þegar gengið er um Raufarhöfn sést að síðustu ár hefur verið nokkur upp- gangur í byggingu íbúðarhúsa. Þetta eru myndarleg hús og bera vitni um góð efni. I fljótu bragði sýnist ekki hafa verið byrjað á neinu íbúðarhúsi í ár. Aftur á móti er hreppurinn að byrja á sundlaugarbyggingu. Það er þeim á Raufarhöfn hið mesta gleðiefni. Sveinn Eiðsson, tiltölulega nýbakað- ur sveitarstjóri, sýndi mér teikningar af sundlauginni og íþróttahúsinu, sem byggt verður í áföngum og verður mik- ið mannvirki þegar það verður komið upp. Hann segir að börn hafi orðið að sækja sundkennslu að Laugum og leik- fimi hafi verið stunduð í félagsheimil- inu. En þar er engin aðstaða til slíks og til að mynda hefur ekki mátt stunda þar boltaleiki. Svo að það er ekki van- þörf á að koma upp þessum mannvirkj- um, enda segir hann ótrúlega mikinn áhuga meðal Raufarhafnarbúa á mál- inu og hafi margir lagt fram vinnu og gjafir og vilji allir stuðla að því að þetta gangi sem skjótast fyrir sig. — Það er margt sem þarf að gera hér, segir Sveinn. — Okkur vantar alla þjónustu fyrir báta og bila, og okkur vantar trésmiðju. Við erum afleitlega settir með iðnaðarmenn. Meðal fram- kvæmda hér er að nefna að unnið verð- ur við höfnina fyrir um 25 milljónir, einkum við gerð smábátahafnar. Þá er byrjað að rífa gömlu bryggjurnar og alls konar drasl sem staðið hefur hér síðan á síldarárunum. Lagðar hafa ver- ið um 15 milljónir í Sléttuveginn og það er til bóta svo langt sem það nær. Atvinna hefur aftur á móti verið yfrið nóg. En hins vegar kemur margt til sem torveldar fólksfjölgun hér, svo að nokkru nemi. Þar má nefna samgöngu- málin, sem eru vægast sagt í ölestri hér á meðan ekki hefur verið gert langtum stærra átak í þvi að bæta og breyta Sléttuveginum. Heilbrigðismálin erum við heldur ekki ánægð með. Við höfum að vísu héraðshjúkrunarkonu en lækni engan, þótt mjög góður bústaður sé fyrir hann. Þórshafnarlæknir hefur komið hingað reglulega, en við teljum það ekki fullnægjandi og viljum fá að búa við það eðlilega öryggi að hafa lækni á staðnum. — Ég hef ekki verið hér svo lengi, að ég geti farið að gefa einhverjar krass- andi yfirlýsingar, segir sveitarstjórinn. — En mér sýnist einsætt að samgöngu- og heilbrigðismál sé það sem er bágast hér. Margt er gott um staðinn að segja, félagsheimilið er með þeim fallegri sem ég hef séð, myndarleg og mikil skóíabygging, frystihúsið Jökull hefur afbragðs rekstur og skapar mikla vinnu og við höfum þennan vísi að iðnaði sem saumastofan er. Hér eru mörg áhugaverð verkefni, en þau tvö sem ég nefndi, samgöngumálin og heil- brigðismálin, hljóta að vera á oddinum. Framkvæmdastjórinn vill fá fleiri tog- aratil Raufarhafnar A bryggjunni er hávaxinn og síð- hærður ungur maður að aðstoða við löndun. Þar er komin Ólafur Kjartans- son, framkv. Jökuls. Rauðinúpur ÞH var nýkominn að með á annað hundruð tonn eftir skamma útivist og allt var á fullu. Fyrirsjáanlegt var að svo yrði á næstunni og þeir hafa þurft að ráða aðkomufólk til starfa. —Það hefur gengið upp og niður með þennan togararekstur, segir hann. — Rauðinúpur var keyptur hingað 1973 og er 464 lestir að stærð. Þetta hefur gengið betur eftir því sem lengra hefur liðið. Rauðinúpur hefur stundað veiðar fyrir Austfjörðum og á Vest- fjarðamiðum. Frystihúsið sjálft var byggt 1946 eða þar um bil og síðan endurbyggf eftir bruna 1968. Þar starfa 80—100 manns þegar allt er á fullu. Ekki segi ég að vinnan sé alger- lega stöðug, en frystihúsið tekur einnig við afla úr 30—40 smábátum yfir sum- arið og 3—4 stórir bátar leggja hér upp allt árið. — Afli brást gersamlega á siðasta ári. En nú er útlitið betra, t.d. voru netaveiðarnar í vor með því bezta, en grásleppuveiðin frekar rýr eins og víð- ast hvar annars staðar. Sumarvertíðin hefur gengið vei. Vinnuaðstaðan í frystihúsinu mætti vera betri. Innan næstu tiu ára er nauðsynlegt að ráðast i að byggja nýtt. Fyrirtækið Jökull er sem stendur ekki í stakk búið til störra átaka, en allt er á réttri leið. Menn verða að hafa í huga að hér hafa orðið Framhald á bls. 31 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Vesturbær Granaskjól, Melhaga, Lyng- haga, Ægissíðu, Miðbraut, Austurbær Bragagötu, Baldursgötu, Lindar- götu, Sóleyjargötu Freyjugötu (hærri tölur) Úthlíð. Upplýsingar í síma 35408 fHttrguuÞIftfetfc

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.