Morgunblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977 25 MORGUNELAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977 fiitfgi Útgefandi ustMðfófr hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. slmi 10100. Auglýsingar ASalstrnti 6. slmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. i mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Reykjavík, fram- leiðslufyrirtæki og meðaltekjur Iviðtali við Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúa og formann atvinnumálanefndar Reykjavíkur, sem birt var í Morg- unblaðinu sl. laugardag, kemur m.a. fram, að atvinnuleysi hefur ekki gert vart við sig í höfuðborg- inni um langt árabil fremur en f öðrum sveitarfélögum landsins, sem yfirleitt hafa búið við at-‘ vinnu- og afkomuöryggi þegna sinna. Hinsvegar hafa atvinnu- mál borgarinnar þróazt á þá lund, að þörf er skjótra viðbragða af hálfu borgaryfirvalda. Þá er eink- um átt við það tvennt, að veruleg- ur samdráttur hefur orðið í fram- leiðslugreinum borgarinnar, einkum f sjávarútvegi, og að með- altekjur Reykvíkinga eru komnar niður fyrir landsmeðaltal. Magnús L. Sveinsson segir í við- talinu að á áratugnum 1963 til 1975 hafi orðið samdráttur f fram- leiðsluatvinnugreinum f Reykja- vfk sem svarar 803 mannárum. Á sama tíma hefur þó orðið aukning í ýmsum þjónustugreinum, langt umfram samdrátt í framleiðslu- greinum. Á þessu tfu ára tímabili hefur orðið mannaflaaukning í Reykjavfk sem svarar 6240 mann- árum. 33% þeirrar aukningar eða 2040 mannár — komu í hlut heil- brigðisþjónustunnar. Formaður atvinnumálanefndar nefnir fyrst og fremst tvær orsak- ir, sem valdi samdrætti f sjávarút- vegi og fiskvinnslu á höfuðborg- arsvæðinu. i fyrsta lagi komi til breyting á fiskstofnum og fiski- miðum, sem leitt hafi til sam- dráttar f bátaútgerð. Faxaflóinn hafi verið friðaður. Það hafi lengt siglingu báta, sem héðan hafi ver- ið gerðir út, á tiltæk fiskimið. t annan stað hafi komið til fyrir- greiðslupólitfk stjórnvalda, er f tveimur veigamiklum greinum hafi raskað jafnkeppnisaðstöðu Reykjavfkur gagnvart öðrum byggðum. Reykjavíkurhöfn sé eina fiskihöfnin í landinu, sem ekki fái hluta stofnkostnaðar hafnarmannvirkja og útgerðarað- stöðu greiddan úr rfkissjóði. Rík- issjóður greiði frá 75% upp í 100% f stofnkostnaði allra hafna í landinu nema Reykjavíkur, er fái ekkert af sínum stofnkostnaði endurgreitt. Þetta hafi valdið því að ekki hafi verið hægt að byggja upp þá aðstöðu fyrir útgerð og fiskvinnslu í Reykjavíkurhöfn, sem æskilegt hefði verið. Þá hafi atvinnurekstur á höfuðborgar- svæðinu, einkum á sviði fram- leiðslugreina, ekki haft sama að- gang að eða rétt hjá opinberum lánsfjárstofnunum og atvinnu- rekstur annar staðar á landinu. 1 hvoru tveggja þessu efni þurfi leiðrétting til að koma. Samdráttur framleiðslugreina í höfuðborginni hefur ótvfrætt átt sinn þátt f því að lækka meðal- tekjur Reykvfkinga f samanburði við aðra landshluta. Þar kemur þó fleira til. Fyrirgreiðsla og samfé- lagsleg aðstoð við aldrað fólk og óvinnufært er hvergi á landinu meiri en f Reykjavík. Aldrað fólk og óvinnufært er mun hærra hlut- fall f heildarfbúatölu en vfðast annars staðar. Hér munu yfir 6000 íbúar 70 ára og eldri. Þetta kemur að sjálfsögðu fram f lægri meðaltekjum. Þá segir formaður atvinnumálanefndar að Reykja- vfk hafi misst allmargt fólk á bezta vinnualdri og í háum tekju- flokkum til nágrannasveitarfé- laga, þó þetta fólk sæki áfram atvinnu, tekjur og vissa þjónustu til höfuðborgarinnar. Þessi miss- ir komi til af því að auðveldara hafi verið að fá einbýlishúsalóðir, sém tekjuhátt fólk sækist eftir, þar en í Reykjavík. Magnús L. Sveinsson segir orðrétt: „Vitað er hinsvegar að ungt og efnaminna fólk byggir yfirleitt ekki einbýlis- hús, kostnaðarins vegna. Reykja- vfkurborg hefur talið það skyldu sína, m.a. af þeim sökum, að út- hluta lóðum fyrir blandaða byggð, þ.e. fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús, til að mæta sem flestra þörfum. Þetta hefur hins- vegar leitt til þess að borgin hef- ur ekki getað fullnægt eftirspurn eftir einbýlishúsalóðum og þvf misst margt tekjuhátt fólk til ná- grannasveitarfélaganna." Þessi þáttur hefur og sín áhrif á meðal- tekjusamanburð. Formaður atvinnumálanefndar leggur höfuðáherzlu á þá stað- reynd, að byggja þurfi upp fram- leiðsluatvinnugreinar á höfuð- borgarsvæðinu, ekki sízt á sviði útgerðar og fiskvinnslu. Slfkt sé undirstaða grósku f fjölmörgum öðrum hliðaratvinnugreinum. Þá leggur hann áherzlu á málmiðnað hverskonar, ekki sfzt á sviði skipaviðgerða og nýsmfði. t þessu efni þurfi að koma á jafnkeppnis- aðstöðu höfuðborgarinnar við önnur byggðarlög, bæði hvað varðar kostnað við hafnargerð og útgerðaraðstöðu og lánafyrir- greiðslu atvinnurekstrar. Borgin verður og að koma til móts við hvers konar atvinnurekstur með tiltækri aðstöðu. Magnús L. Sveinsson bendir á það, í þvf sam- bandi, að á árunum 1970—1976 hafi verið lokið við byggingu at- vinnuhúsnæðis, samtals 1546 þús- und rúmmetrar að stærð, á lóð- um, er borgin hafi úthlutað á sfðustu árum. Á sfðasta ári hafi vcrið úthlutað stórum svæðum til atvinnurekstrar í Borgarmýri, Súðavogi og Vatnagörðum. Og á þessu ári hafi verið úthlutað svæði fyrir atvinnurekstur í Mjóddinni íBreiðholti I. Ástæða er til að taka undir orð Magnúsar L. Sveinssonar varð- andi markvissa framtíðarupp- byggingu atvinnurekstrar f höfuðborginni. Slfk uppbygging er undirstaða velmegunar bæði hcildar og einstaklinga, sem hér eiga að una sfnum hag á ókomn- um árum. 1 þessu efni skiptir e.t.v. mestu máli að borgarbúar almennt rækti með sér hcilbrigð- ari afstöðu til atvinnurekstrar, en gengur og gerist f landinu f dag, geri sér grein fyrir þvf að verð- mætasköpun f þjóðarbúskapnum setur Iffskjörum þjóðarinnar tak- mörk á hverjum tfma — og að framleiðsluatvinnufyrirtækin eru hornsteinar þessarar verð- mætasköpunar. BORIS SPASSKY Spassky í viðtali við MorgunbktMð: „Ég hef teflt við beztu skákmenn heimsins en aldrei vefið hræddur við neinnþeirra...” KORCHNOI PORTISCH KARPOV „Þú náðir tangarhaldi á Portisch " ..Já, ég var búinn að segja þér, að sá sem hefði meira þrek ynni einvígið. Þegar ég vann tólftu skákina, brotnaði hann. Ég fann styrk minn og hef verið að eflast að þreki bæði til sálar og líkama." „Það var gaman að sjá ykkur tefla, það var alltaf gott andrúmsloft í salnum og iþið komuð vel fram hvor við annan." „Já, Portisch er drengur góður." „Korchnoi ætlar að hrifsa heimsmeist- aratitilinn úr höndum Rússa, hvað segir þú um það?" „Ja. það er áreiðanlega rétt. það er takmark hans. En ég hef sama takmark." „Hvað?" „Að ná titlinum af Karpov og sigra þá auðvitað einnig Korchnoi. En það er ekk- ert takmark í sjálfu sér að ná titlinum frá „Ég er aðeins hræddur við einn mann: sjálfan mig” Genf. 22. 8. 1977, frá Matthiasi Johannessen ritstjóra Þá er það orðið, sem sjá mátti fyrir: að Spassky ynni einvígið við ungverska stór- meistarann Lajos Portisch og tryggði sér þannig rétt til að keppa við rússneska útlagann Korchnoi I undankeppninni um heimsmeistaratitilinn i skák Portisch sagði eftir einvígi þeirra Spasskys, að hinn slðarnefndi hefði teflt miklu betur hér i Genf en þegar þeir leiddu saman hesta sina i Reykjavik Hort og Spassky Spassky segist lika vera tvíefldur um þessar mundir og fáir mundu vist vilja spá, hvernig einvigi þeirra Korchnois fer og hvor þeirra fær að heyja úrslitakeppn- ina við heimsmeistarann, Karpov Það fer vist varla milli mála, að sjálfur vildi hann og Rússar, að það félli i hlut Spasskys, svo mjög sem Korchnoi eflist að kappi og forsjá, þegar hann tekst á við opinbera fulltrúa Sovétstjórnarinnar. En Spassky er ekki slður einbeittur en Korchnoi og sagði i samtali okkar, sem fer hér á eftir, að hann væri óhræddur við Korchnoi og kviði þvi ekki að keppa við hann. Það var sagt, minnir mig, þegar Bobby Fischer keppti við Spassky i Reykjavik (á ferðalögum erlendis hef ég tekið eftir, að það er mesta landkynning, sem ísland hefur fengið fyrr og síðar), að hann hefði drápseðli sem skákmaður Hann réðist á andstæðing sinn eins og dýr i vigahug og fengi hann við ekkert ráðið í samtal- inu sagði Boris Spassky, að Korchnoi „er drápsmaður (killer), það eru hans persónueinkenni sem skákmanns" Þetta sagði Spassky að fyrra bragði og án þess neitt hefði verið minnzt á Fischer, svo að eitthvað virðist líkt með Korchnoi og Fischer, enda ekki einleikið hvernig rússneski útlaginn hefur malað stórmeist- ara undanfarið Korchnoi kemst a.m k. í vigahuga þegar hann keppir við fulltrúa Sovétríkjanna, enda sagði hann i samtali okkar um daginn, að sig langaði til að skaða Sovétstjórnina, „svo sannarlega langar mig til þess". Þegar hann teflir við þá, sem keppa undir sovézkum fána færist hann allur i aukana, þvi þá finnst honum hann vera að tefla við Sovétstjórn- ina. Og útlaginn á henni grátt að gjalda eins og margir aðrir, og hefur t a.m. litlar mætur á þeim sem fara i opinberar heim- sóknir til Sovétrikjanna um þessar mund- ir eða styðja málstað Sovétstjórnarinnar með einhverjum hætti á alþjóðavettvangi. Skákkeppni hans er öðrum þræði barátta um mannréttindi. Og í pólitik sina og hugjón sækir útlaginn þrek og kraft Spassky teflir undir sovézkum fána, en i samtali okkar sagðist hann berjast fyrir sjálfan sig og engan annan. En það vantar ekki að hann sé fastur fyrir. Það leyndi sér ekki i siðustu skák þeirra Portisch, að hann ætlaði þá að fara með Sigur af hólmi í einvigi þeirra, en til þess nægði honum jafntefli. Portisch var aftur á móti ekki eins einbeittur, það var eins og hann væri búinn að gefa einvígið upp á bátinn. Hann hvíldi sig vel á milli leikja og drakk kók og eins og hann væri ekki með allan hugann við skákina Eftir hálfan annan tima fór yfirdómarinn, Golumbeck, að gera sér grein fyrir þvi, að hverju stefndi og tók að safna saman seðlunum sem stórmeistararnir hafa und- irritað eftir hverja skák og raða þeim niður Að skákinni lokinni tók hann svo þátt i ásamt stórmeisturunum að tefla skákina nokkra stund áfram til að sjá, hvort hún byði upp á vinningsmöguleika, en svo var ekki. Portisch virtist afslapp- aður og raunar sigraður, þegar hann gekk til þessa siðasta leiks. Framkoma hans var aðdáuparverð, ekki siður en dreng- skapur og alkunn kurteisi Spasskys. En Rússinn var sveittur i andlitinu og hafði augsýnilega tekið á honum stóra sinum Golumbeck lauk einviginu og hver fór til sins heima, enda kominn timi til. Golum- beck fylgdist með einvígi aldarinnar heima og skrifaði bók um það, en I bpphafi hennar áminnir hann jafn góðan dreng og hæverskan og fyrrverandi menntamálaráðherra íslands um að trana sér ekki fram i skjóli valds og titla. Hvað þá um aðra pólitikusa? Golumbeck segir, að þeir skuli varast að hreykja sér. — Orð i tima töluð í úpphafi samtals okkar sagði Spassky, að hann hefði ekki teflt við Korchnoi frá því hann sigraði hann með yfirburðum í einvígi þeirra 1968, „mig minnir því hafi lokið með 6’/z vinning gegn 316 mér i hag Það var undankeppnin fyrir einvigið um heimsmeistaratitilinn. Eftir einvigi okk- ar Korchnois sigraði ég Petrosjan og varð heimsmeistari i skák " Ég sagði Spassky, að Korchnoi hefði sagt i samtali okkar i Evian um daginn, að hann skildi „skipulagningu (i skák) betur en Spassky og Polugaevsky til samans", eins og hann komst að orði Hvað hann segði um það? „Ég held hernaðaráætlun sé veikasta hlið Korchnois. En hann er að bæta sig. Hann er ihugull skákmaður og yfirvegar sin mál vandlega. En skipulagning og uppbygging skákar eru ekki hans sterkasta hlið. Það er alvarlegt mál fyrir hann. En mér virðist hann vera að bæta sig mikið án þess ég geti fullyrt það, því ég hef ekki teflt við hann allan þennan tima og ekki heldur haft tækifæri til að skilgreina og athuga skákirnar hans upp á síðkastið En nú verður það mitt næsta hlutverk, þegar ég hef hvilt mig vel, og svo heyjum við einvlgið af kappi Það er nauðsynlegt fyrir Korchnoí að bæta taflmennsku sina frá byrjunum til miðtafls og ég sé, að hann leggur nú á það áherzlu umfram annað " „Hann sagði mér að hann væri lika að berjast við Sovétstjórnina þegar hann sæti andspænis skákmanni, sem keppti undir rauða fánanum " „Já, það er áreiðanlega rétt En það er hans vandamál. Ekki mitt. Hann fær stuðning af þvi að berjast víð Sovétstjórn- ina Það hefur hjálpað honum Ég veit ekki, hvort honum tekst að yfirfæra andúð sina á Sovétstjórninni á mig, eða hvort hann reynir það " „En hann var hlýr i þinn garð. minnir mig." „Já, það hefur alltaf farið vel á með okkur. Hann er mér vinsamlegur en hann hatar fánann, sem ég tefli undir Hann berst við fánann og ég held hann þurfi sálfræðilega á þvi að halda Hann er mikill bardagamaður. Það er hans sterkasta hlið Hann er drápsmaður, það eru hans persónueinkenni sem skák- manns. Hann verður að hata mig, þá kemst hann i vigahug En það er hans mál, ekki mitt, hans vandamál. Ég á mitt hugrekki, minn kraft. Ég hef heimspeki- legri afstöðu til skákarinnar en Korchnoi. en hann er mikill bardagamaður. En ég er óhræddur við hann, gjörsamlega óhræddur og kviði engu. En ég er hræddur við annan mann. Ég hef teflt við beztu skákmenn heimsins en aldrei verið hræddur við neinn þeirra, aðeins þennan eina: sjálfan mig. Ég óttast aðeins sjálfan mig. Það er mitt mesta vandamál." iSovétrikjunum, ekki get ég séð það En iþað skiptir máli finnst mér, að nýr maður verði heimsmeistari Ég berst aðeins fyrir isjálfan mig Hvi skyldi ég vera að berjast fyrir einhverja aðra? Ég vil sigrast á sjálfum mér — og sigra fyrir sjálfan mig Ég er alveg eins ákveðinn i að sigra Korchnoi " „En hvað um Karpov?" „Hann er e.t.v. með einhverjar aðrar hugmyndir Hann býr i Sovétrikjunum og hlýtur því að vera mjög snjall -,i tafli stjórnmálamanna " „Korchnoi segir, að hann sé ofmetinn." „Hann er góður skákmaður og nú mjög sterkur. En það hefur hver sina skoðun á þvi eins og öðru." „Hvað segirðu um að keppa við Korchnoi i Reykjavík. hann kveðst ekkert Ihafa á móti þvi?" „Ég vil ekki segja neitt um það núna, en að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti þvi, ef aðstæður leyfðu og fjármagn fengist " „En þú ætlar að endurheimta titilinn?" ,Já En ég ætla að berjast við Korchnoi eins og iþróttamanni sæmir, af hörku og ákveðni við taflborðið en sýna honum hlýtt viðmót þess utan, eins og ég hef alltaf gert. Ég er ekki mjög metnaðar- gjarn, en ef ég finn styrk minn aukast og eflist að þreki, þá verð ég metnaðarfyllri Og nú er ég sterkari en áður, bæði til sálar og likama f Hátíöarrœöa Ingólfs Jónssonar á 50 ára afmœli Hellu: „Styrkir stofnar eiga langt líf fyrir hendi” Hér fer á eftir hátíðarræða Ingólfs Jónssonar alþjngismanns á Ingólfur flutti mál sitt blaðalaust: Ágætu samkomugestir. Gleðilega hátíð í dag eru 50 ár siðan Þorsteinn Björnsson stakk fyrstu skóflu- stungu hér á' árbakkanum. Á 50 árum breytist margt i þjóðfélaginu, en náttúran er samt sú sama á Rangárvöllum og þá 50 ára afmæli Hellu, en var. Rangá rennur lygn og tær. Þá var brúin hérna ofar og Þorsteinn valdi byggðinni stað við brúarsporðinn Hann gat fengið ókeypis lóð vestan árinnar, en austan hennar vildi hann vera. Þorsteinn Björnsson valdi staðinn og þessi staður er góður, góður staður Hann valdi nafn á staðinn, Hella skyldi byggðin heita Þetta er einnig gott nafn og það hefur tákn- ræna merkingu I eina skiptið, sem ég kom til Spánar, dvaldi ég í þorpi, sem hét Beni Casim. Ekki skildi ég hvað það þýddi Ég spurði, hvaða merkingu þessi orð hefðu. Þetta þýðir góður staður, var sagt. Og það var ýmislegt upp talið þessum stað helzt til ágætis. En þegar ég segi, að nafnið Hella sé táknrænt, þá segi ég það vegna þess, að hellan islenzka. fyrr meir, hafði mikla þýðingu i þjóðfélag- inu. Hér var ekki viður til húsagerðar, hellan var notuð á þök húsanna til þess að veita skjól. Og hellan var notuð i stéttir og flóra i peningshúsum til þess að auka hreinlæti. Og hellan var notuð undir stoð- ir sem áttu að bera uppi þök húsa til þess að stoðirnar gengju ekki niður i jarðveg- Dansflokkurinn sem sýndi Islenzka þjóðdansa á bökkum Rangár. Ingólfur Jónsson alþingismaður flytur hátíðarræðuna á Hellu s.l. laugardag. Ljósmyndir Mbl. Friðþjófur Helgason. inn Þannig veitti hellan traust Ég hef talið hér upp þrjú atriði, sem skýra tákn- ræna merkingu nafnsins á þessari byggð Þetta er góður staður, eins og staðurinn á Spáni, sem ég nefndi Þorsteinn Björnsson kom norðan úr Húnavatnssýslu Hann var sonur Björns Eysteinssonar, sem er landsþekktur og ætla ég ekki að fara að lýsa ætt Þorsteins né Þorsteini mikið Hann byrjaði búskap hér syðra, en eftir nokkur ár byrjaði hann á viðskiptum. Viðskiptin byrjaði hann á Rauðalæk. Hann byrjaði að slátra gripum og selja til Reykjavikur. Að þvi kom, að Þorsteinn sá, að hann varð :ð hafa fast aðsetur, og hann þurfti að hafa hús og aðstöðu til starfseminnar. Hann byrjaði á Hellu 1927. Þá áraði tiltölulega vel i landinu og verzlun Þorsteins varð um- fangsmikil á fyrstu árunum. Þorsteinn var duglegur við að selja afurðir bænda, en eftir 1930, '31 og '32 versnaði árferðið svo mjög. að afkoma almennings og bænda varð mjög slæm. Það varð verðfall á afurðunum, það var dýrtið i landinu og kreppulánasjóður var settur með lögum til þess að gera bændum kleift að gera skuldaskil Bændur fengu afslátt af skuld- unum eftir þvi hvernig efnahagur þeirra var. Þorsteinn tapaði miklum fjármunum I uppgjöri Kreppulánasjóðs Og siðustu 2—3 árin, sem Þorsteinn var á Hellu var lítið um að vera í hans verzlun 1935 voru samtök um það að stofna kaupfélag hér á Hellu og kaupa eignirnar af Þor- steini Stofnfundur var á Strönd á Rang- árvöllum 26. marz þetta ár. Á þessum fundi munu hafa mætt um 1 50 manns og stofnfélagar urðu þeir felstir eða allir, sem á fundinn komu Það var mikill áhugi hjá mönnum að efla þetta félag, sem fékk strax mikil viðskipti og félagsmenn urðu á öðru ári hátt á fjórða hundrað. Um þetta leyti voru aðeins tvö litil hús á Hellu. Og það var litil byggð hér á árbakkanum. Hér voru Gaddstaðir, Halldór Þorleifsson og Þuriður Sigurðardóttir með dætrum sin- um og hér uppí á hæðinni var Sigurþór Ólafsson þjóðhagasmiðurinn Og á Hellu- vaði voru hjónin Kristin Kristjánsdóttir og Gunnar Erlendsson og úti á Ægissiðu allt Ægissiðufólkið. Það var ágætt að setjast að á Hellu og hafa þetta fólk i nágrenni og aðra sem unnu félaginu og vildu hag þess sem beztan Það er margs að minnast frá þessum timum Starfsfólkið við kaupfélagið var ekki margt. Guðlaugur Bjarnason i Giljum fyrsti bilstjórinn, Bruno Weber, Berlinar- búinn, sem kom til íslands og byrjaði hjá Þorsteini, hann varð einnig hjá Kaupfél- aginu og var ómetanlegur starfskraftur úti og inni. Hann var vissulega eins og sagt er „alt-muglig-mand ', ágætur bókhaldari, afgreiðslumaður pakkhúsmaður og gerði allt, sem gera þurfti i þessum byrjunar- Framhald á bls. 28 Blásið (lófa. Frá hátíðarsvæðinu á bökkum Rangár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.