Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 87. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Danmörk: 5% árleg kjara- skerding í 5 ár Kaupmannahöfn 16. apríl. Frá Erik Larsen. fréttaritara Morgunblaðsins. NEYÐARRÁÐSTAFANIR þær, sem danska stjórnin hefur á prjónunum, fela í sér 5% árlega _ kjaraskerðingu, næstu fimm árin a.m.k. í tillögunum er gert ráð fyrir þvi að niðurskurður ríkisútgjalda verði fyrst og fremst á sviði mennta- og félagsmála, en byrjað verður á því að lækka opinber útgjöld um 13 milljarða danskra króna, nái tillög- urnar fram að ganga. Ætlunin er að skerða*ellilaun þannig, að atvinnutekjur 67 ára og eldri dragist frá útborguðum elli- launum. Þannig munu sparast um Bretland: Dularfull veira herjar á aldraða Edinborg, 16. apríl. AP. DULARFULLUR veirusjúk- dómur hefur orðið 45 mönnum að aldurtila á Bret- landseyjum síðustu tvær vik- urnar, að því er brezk heil- brigðisyfirvöld staðfestu í dag. Allir hinna látnu voru vist- menn á fimm elliheimilum og sjúkrahúsum í Skotlandi og Norðvestur-Englandi. Þeir voru á aldrinum 71—91 árs. Ekki hefur tekist að greina veiruna, sem veikinni veldur, en hún hefur flest einkenni inflúensu og er einkum skað- leg þeim sem eiga við lasleika í öndunarfærum að etja. 500 milljónir króna. Þá verður sett þak á félagslegar bótagreiðslur, þannig að þær nemi aldrei hærri fjárhæð en dagpeningar vegna atvinnuleysis segja til um. Þá er ætlunin að ákveða „félagslegt tekjumark", og miðast það við 110 þúsund króna árstekjur, en þeir sem hafa umframtekjur verða sjálfir að standa straum af kostn- aði við ýmiss konar félagslega þjónustu, svo sem dagvistun og kaup á hjálpartækjum vegna fötl- Álögur vegna orkusparnaðar eru mikilvægur liður í neyðar- ráðstöfunum stjórnarinnar. Bensín og rafmagn munu hækka, en hins vegar lækkar verð á gasi. I tillögunum er gert ráð fyrir 3% hækkun fasteignagjalda og ýms- um stórframkvæmdum verður frestað, svo sem byggingu nýs Konunglegs leikhúss og líklega einnig rafvæðingu járnbrauta- kerfisins. ■ -i • A 1 • Símamvnd — AP. F egnir frelsinu FYRSTU kúbönsku flóttamennirnir úr sendiráði Perú á Havana komu í dag til borgarinnar San Jose í Costa Rica. Á þriðja hundrað flóttamenn voru í dag fluttír frá Kúbu, en alls voru í sendráðinu um 10.800 flóttamenn og hefur rúmlega helming þeirra verið tryggð vist í öðrum löndum. Á þessari mynd er flóttamaðurinn Oscar Alcazar ásamt eiginkonu og syni við komuna til San Jose. Hafnbann á íran um miðian næsta mánuð? Washington. Istanbul. London, lfi.apríl. AP. Bandaríkjastjórn veitti yf- irvöldum í Iran í dag mánað- arfrest til að tryggja frelsi gíslanna í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran, og hótaði að hugsanlega yrði gripið til hernaðaraðgerða ef ekki yrði farið að þeim kröfum. Við þessar fregnir féll Banda- ríkjadalur í verði á evrópsk- um gjaldeyrismörkuðum. Blaðið Boston Globe hafði eftir áreiðanlegum heimildum að stjórn Carters hefði þegar skýrt banda- mönnum sínum og yfirvöldum í íran frá því að gripið yrði til hafnbanns herskipa ef gíslarnir verða ekki lausir fyrir 11. maí næstkomandi. Jody Powell blaðafulltrúi Hvíta hússins sagði að frétt blaðsins væri „ónákvæm“ og að ákörðun um hafnbann hefði ekki enn verið tekin. Talsmaður yfirvalda í Bonn sagði einnig að engin vitneskja hefði borist um hafnbann. Féllu a.m.k. fjórir og fjöldi særð- ist. Miklar skemmdir urðu á byggingu íranska flugfélagsins Ir- an Air er sprengja sprakk þar. Einnig fórust fimm og a.m.k. 30 slösuðust, sumir lífshættulega, þegar sprengja sprakk í dag í borginni Abadan við Persaflóa. Fjöldi bygginga eyðilagðist í sprenginunni. Símamynd — Al* Karl Brctaprins kom í dag til Salisbury í Rhódesiu en á miðnætti 17. apríl afhcndir hann stjórn Mugabes völd í landinu. sem þá hlýtur sjálfstæði frá Bretlandi og fær frá þvi nafnið Zimbabwe. Hér kastar prinsinn kveðju á Mugabe, en í baksýn eru ráðherrar úr stjórn Mugabes og Soames landsstjóri. Ráðunautur Carters, er vildi vera nafnlaus, sagði að líklegast yrði tilkynnt um nýjar efna- hagsþvinganir og pólitískar þvinganir á hendur íran á morg- un, fimmtudag, en trúlega yrði ekki gripið til neinna hernaðar- legra aðgerða fyrr en um miðjan næsta mánuð og „ættu íranir því að hafa nægan tíma til að átta sig á hlutunum". Ólíklegt er að hafist verði handa í málum gíslanna af hálfu yfir- valda í Iran fyrir miðjan maí, þar sem seinni hluta þingkosning- anna, sem fara áttu fram 2. maí nk., var í dag frestað um viku. Háttsettur klerkur í Teheran sagði að ólíklega yrði mál gíslanna tekið fyrir í þinginu fyrr en eftir um þrjá mánuði. Hermt er að Bandaríkjamenn muni leita eftir samstöðu banda- manna sinna um aðgerðir gegn Iran til að fá gíslana lausa, og sé Cyrus Vance utanríkisráðherra senn á förum til Evrópu þeirra erinda. Á morgun verður sú ósk Carters forseta tekin sérstaklega fyrir í þingi Efnahagsbandalags- ins, og í dag skýrði sænska utanríkisráðuneytið frá því að bandarísk yfirvöld hefðu leitað eftir stuðningi Svía við aðgerðir til að fá gíslana lausa. Til átaka kom í dag í Beirút milli Shiita er styðja Khomeini trúarleiðtoga írana og vopnaðra gæslusveita er fylgja Saddam Hussein forseta íraks að málum. Þá skýrði stærsta blað Tyrk- lands frá því í dag að um 500 uppreisnarmenn kúrda og íranskir hermenn hefðu fallið í hörðum bardögum í norðvesturhluta írans síðustu daga. Svo virtist sem mikilli sókn gegn Kúrdum hefði verið hrundið af stað, en að yfirvöld hafi ekki haft erindi sem erfiði, þar sem uppreisnarmenn hafi höggvið mikið skarð í raðir hermanna. Banna rúss- neskt vodka London 16. apríl. AP. TIL AÐ sýna andúð sína á innrás Sovétmanna í Afgan- istan. hefur brezka stjórnin nú lagt bann við því að rússneskt vodka verði veitt í opinberum veizlum og við opinber tækifæri. í staðinn skuli nota brezkt vodka. Talsmaður stjórnarinnar sagði við fyrirspurnir í neðri málstofu þingsins að frá því í júlí 1974 hefði stjórnin keypt vodka til neyzlu við opinber tækifæri fyrir 1.986 sterl- ingspund, eða sem svarar tveimur milljónum króna. Þriðjungur vodkans hefði verið rússneskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.