Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 Þessa stundina blasir við, hvað frændur okkar Norð- menn vilja fyrir okkur gera og hvað ekki. Hér á ég auðvitað við hið mikla vinarbragð að senda okkur fjörutíu meist- araverk úr Sonja Henie — Niels Onstad-safninu í Ósló og svo ásteytinginn um Jan Mayen, sem er í fullum gangi á sama tíma. Þeim er þekkja til þeirra verðmæta, sem okkur hafa nú verið lánuð í nokkra daga til sýningar í Norræna húsinu, er það raunverulega óskiljanlegt, að Lista- og menningarsjóði Kópavogs skuli hafa tekist að afreka slíkt. Með þessari sýningu er brotið blað í listasögu íslands, þar sem flestir af þeim heims- þekktu listamönnum, sem verk eiga í þessu úrvali úr hinu fræga safni, hafa ekki átt frummyndir á sýningu hér- lendis áður. Asger Jorn, Hart- ung og Hundertwasser hafa sýnt verk sín hér á söfnum og samsýningum, og grafík eftir fleiri mun hafa verið hér á ferð. sér grein fyrir, hvað hér er merkilegur hlutur á ferð, og því er það ekki úr vegi að brýna verulega fyrir folki að notfæra sér það einstaka tæki- færi, sem gefast mun fram til 27. þessa mánaðar. Þetta er í fáum orðum langsamlega merkilegasti listviðburður hérlendis í marga áratugi. Hér er ísinn brotinn, ef svo mætti segja, Picasso, Matisse, Bonn- ard, Klee, Gris, Dubuffet, Ernst, Miro, svo að örfáir séu nefndir, eru sýndir með olíu- málverk í fyrsta sinn. Þessi viðburður er enn merkilegri fyrir þá staðreynd, að ekkert er til af verkum þessara manna hér á landi, nema ef til vill eitt og eitt grafískt blað. Sjálfsagt höfum við fátækir íslendingar algera sérstöðu í þessum efnum í Evrópu. Mér dettur ekki í hug að nokkurt annað land eða sjálfstæð þjóð, sé svo illa stödd að eiga ekki eitt og eitt verk eftir þessa meistara. Sumir eiga mikið, eins og dæmin sanna um frændur okkar Norðmenn. Eg að hér sé á ferð annað en sýnishorn af því besta, er gert hefur verið í málaralist á þessari öld, þá vil ég gauka því að hinum sama, að auðvitað má lengi þvæla um, hvort þetta úrtak sé hið eina og rétta. Það eru til bæði verri og betri verk eftir alla þessa höfunda, en hinu verður ekki mótmælt, að hér eru meistar- ar á ferð. Sá þeirra málara, er einna næst okkur stendur á þessari sýningu, er Matisse, þótt ekki væri nema fyrir það, að hann var lærifaðir Jóns heitins Stefánssonar og hefur þannig haft gríðarleg áhrif hér á landi. Það mætti einnig segja um Picasso, því að margir hafa sótt ýmislegt til hans, bæði hér og annars staðar, þar sem málverk er iðkað. Sama sagan er með Léger. Hann hafði þau bæði í læri, Svavar Guðnason og Nínu Tryggva- dóttur, á sínum tíma. Fleira mætti til tína, sem sannaði áhrif þessara meistara hér á landi, en látum þetta nægja að M PIERRE BONNARD: Tréð við ána (1912). eistarar Fyrir mörgum árum varð mér það á að skrifa í heldur háttstemmdum tón og nota hástig orða um vissa sýningu. Vinur minn einn var heldur en ekki hlessa á þessum skrifum mínum og hafði orð á því v|ð mig, hvað ég mundi gera, ef eg þyrfti að skrifa um verulega meistara. Svar: Ég mundi ekki komast í þann vanda, því að það er langt í land með að meistarar verði sýndir hér á þessu landi. Síðan er drykk- löng stund: En nú blasir þessi vandi við, og sú stund er upprunnin, að úrval úr einu merkasta safni á Norðurlönd- um af tuttugustu aldar mynd- list er komið í Vatnsmýrina. Hér er lyft ótrúlegu grettis- taki, sem allir aðilar eiga þeir þakkir skildar fyrir. Ég veit ekki, hvort almenningur gerir tók þannig til orða, að við værum fátæk þjóð. Ég er ekki viss um, að það sé allur sannleikurinn. Ekki vantar okkur fjármagn á stundum, er við gerum hluti, sem ekki flokkast undir menningu. Það skulum við muna. Er þetta ekki atriði, sem við mættum gefa aðeins gaum? Ekki ætla ég mér þá ósvinnu að fara hér að leggja mismun- andi mat á þau verk, er nú eru sýnd í Norræna húsinu. Þau eru öll af þeim gæðaflokki, að lítið verður að fundið og hól yrði hlægilegt. Hér kem ég einmitt að einum aðalþætti góðs listaverks. Einmitt þann- ig er gott listaverk, hvers eðlis sem það annars er. Ekkert verður að fundið, og hól er óþarft. Ef einhverjum, sem þessi verk skoðar dettur í hug, ASGER JORN: Skáldleg umbun (1956). Myndlist eftir VALTÝ PÉTURSSON sinni. Það er mikið hól um íslenska listamenn, að þeir hafi haft manndóm og þekk- ingu til að fara í smiðju hjá öðrum, því að það eru gömul og ný sannindi, að ekkert verður til af sjálfu sér. Því er það að mínu áliti ómetanlegt fyrir ungt fólk, sem er að byrja í myndlist, bæði í skól- um og sjálfstætt, að fá tæki- færi til að sjá sýningu sem þá, er hér er fjallað um. Það er heldur ekki ónýtt fyrir okkur eldri gaurana að líta á þessi verk. Sá boðskapur, sem hér er á ferð, er hvergi úr lausu lofti gripinn. Sumt má rekja allar götur til fyrri alda eins og til dæmis Endurreisnarinnar á Ítalíu í eina tíð. Hér sjáum við verk eftir Gris, sem flokkast undir kúbisma. Hér eru verk eftir Maness- ier sem þrungin eru trúarlegu ívafi. Míro leikur á als oddi, og það gerir Munch einnig. Vieira da Silva mun vera eini kven- maðurinn, sem verk á þarna, en hún er þekktasti málari Portúgal. Lam er Cububúi, sem unnið hefur í París allt sitt líf og er með feiknalega áhugavert verk á innsta vegg. Svona mætti upp telja hvern einasta sýnanda. Þetta eru fjörutíu listaverk úr safni Snoja Henie-Onstad í Oslo. Ekki veit ég, hve safnið er nú stórt, en er það var opnað fyrir nokkrum árum, voru verkin komin yfir 300. Af þessu geta menn séð, að það er ekkert áhlaupaverk að koma slíku safni sáman. Því miður þekki ég ekki nægilega til þessa merka safns, og stafar það meðal annars af því að leið mín hefur ekki legið þar um slóðir í tugi ára. En ég þekki aftur á móti nokkuð vel til þeirra listamanna er þarna eiga verk. Aðeins einn eða tveir þeirra eru mér nýjung, og seint verður maður svo vís, að ekki sé ætíð nokkuð, er fer framhjá manni. Til að gera langt mál stutt, gæti ég með góðri samvisku sagt: Þetta eru mínir menn. Ekki eingöngu til að tala digurbarkalega, heldur vegna þess að þeir hafa flestir komið nokkuð við sögu uppeld- is míns sem málara. Persónu- lega á ég þessum meisturum meira upp að inna en margan grunar. Því er gleði mín yfir þessari heimsókn meiri en svo að ég geti þagað. Lista- og menningarsjóður Kópavogs hefur nokkra sér- stöðu í þjóðlífi okkar. Ég veit ekki til, að í nokkru öðru sveitarfélagi sé menningunni ætlaður viss hluti útsvars. Er þetta ekki til íhugunar fyrir suma? Hvað um það, þá hefur Kópavogur eignast mjög álit- legt safn listaverka, og hyggj- ast þeir þar í sveit nú byggja listasafn, og er þessi sýning einn liður í þeirri starfsemi. Ekki veit ég, hver afrakstur- inn verður af slíku fyrirtæki, en ef einhver verður, gengur hann óskertur til góðs málefn- is. Að lokum vil ég þakka öllum, sem komið hafa þessu máli í höfn, og svo langar mig að koma á framfæri hugdettu frá mér persónulega: Væri ekki tilvalið, að Kópavogur gæfi safninu, fyrir greiðann, málverk eftir Þorvald Skúlas- on og Svavar Guðnason. Væri hægt að launa vinargreiðann betur? PIERRE SOULAGE: Málverk (1963).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.