Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 37 Ástandið í jurtagarði meirihlutans: Menn hafa ekki mikinn áhuga á að þær nefndir akkúrat blómstri sem hinir stjórna — segir Guðrún Helgadóttir Á fundi borgarstjórnar hin 20. marz sl. kvaddi Guðrún Helga- dóttir (Abl) sér hljóðs og gerði að umtalsefni samþykkt borgar- stjórnar á Höfðabakkabrúnni umdeildu. Borgarfulltrúinn taldi að borg- arstjórn ætti að athuga sinn gang i því efni, þar sem á annað þúsund borgarbúar hefðu mót- mælt hinni fyrirhuguðu brúar- gerð. Velti hún þeirri spurningu fyrir sér hvort borgarstjórn hefði „raunverulegt lýðræðislegt um- boð“ til að taka slíka ákvörðun. Borgarfulltrúinn taldi að það væri vandamál stjórnmála- manna, að það virtist ekkert vera erfiðara heldur en að endurskoða teknar ákvarðanir. þó rangar væru. Síðan sagði Guðrún: „Við í borgarmálaráði Alþýðu- bandalagsins, eyddum ómældum tíma í að skoða þetta mál frá öllum hliðum. Ég held kannske að við verðum að líta svolítið á vandamál okkar hér, meirihlutans í Reykjavík, til að byrja að skilja það mál. Eins og við öll vitum, þá tókum við hér óvænt við, og skiptum á lýðræðislegan hátt völdum í nefndum og ráðum borg- arinnar. Það þýðir að það eru jafnmargir frá Alþýðuflokknum, frá Framsóknarflokknum og frá Alþýðubandalaginu með for- mennsku í nefndum. Það er sjálf- sagt miklu erfiðara að stjórna bæjarfélagi þegar það eru þrír ólíkir stjórnmálaflokkar, sem það gera heldur en á þeim sæludögum, þegar einn stjórnmálaflokkur gerði það. Og mikið skelfing hefur það nú verið þægilegt. Nú en þetta er ekki svona, og þá ber auðvitað að vinna samkvæmt því. Nú vill svo til, að í hlut Alþýðubandalags- ins komu skipulagsmál, þ.e.a.s. skipulagsnefnd og byggingar- nefnd. Ég held að tvennt orsaki það, að þessum ráðum hefur verið gert afskaplega erfitt um vik, og einkum af því að hér eru staddir fulltrúar þeirra manna, sem hafa sent áskorun, þá ætla ég að segja þær ástæður alveg hiklaust. Eg held að það séu annars vegar pólitísk vandræði, það er auðvitað viss tortryggni, visst öryggisleysi þeirra, sem færri borgarfulltrúa hafa, gagnvart þeim, sem hafa fleiri, þannig að ef menn eru nú að hugsa um næstu kosningabaráttu, þá hafa menn nú kannski ekki svo sérdeilis mikinn áhuga á að þær nefndir akkúrat blómstri, sem hinir stjórna," sagði Guðrún. Síðan gerði Guðrún að umtals- efni embættismannakerfi borgar- innar „sem við fengum í arf, upp á gott og vont“, eins og hún orðaði það. Hún sagði að þau ráð sem að Alþýðubandalagið hefði fengið í sinn hlut hefðu tekið upp ný vinnubrögð og hafnað fyrrverandi stefnu. Hins vegar væri ágreining- ur við embættismennina sem Guð- rún taldi að væru enn að fram- kvæma fyrrverandi stefnu í mál- um borgarinnar, og „þrjóskast við að taka undir þá stefnu sem hefur verið mótuð“. frá borgarstjórn Þá ræddi Guðrún um ákvörðun borgarstjórnar og benti á ýmsa menn innan borgarkerfisins sem mótmælt hefðu þessari ákvörðun. Að lokum hvatti borgarfulltrúinn til þess að hlusta á rök þeirra sem á móti þessari ákvörðun væru og jafnvel taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, sem hún sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að væri röng. Glundroði í borgarmálum Davíð Oddson (S) svaraði Guð- rúnu, og Sagði hann að hún hefði gert þetta mál að umtalsefni á sérstæðan hátt. „Áður hefur það verið hin dauða hönd embætt- ismannanna," sagði Davíð, „sem vinstri flokkarnir fengu í arf, þeir eru sennilega þrjú þúsund sem þeir erfðu með þessum hætti, og hafa reynt að eyðileggja með öllum tiltækum ráðum öll hin góðu áform vinstri flokkanna í borgarstjórn. Þessa sögu þekkja allir borgarfulltrúar. En nú kom nýr angi af ræðu þessa borgar- fulltrúa, sem fram hefur ekki komið áður. Það er ekki bara dauða höndin og embættismenn- irnir, sem eru að reyna að eyði- leggja hin góðu verk vinstri flokk- anna. Það eru nefnilega þeir sjálfir. Borgarfulltrúinn sagði, að flokkarnir þrír störfuðu þannig með afstöðu til væntanlegra kosn- inga, að þeir gætu ekki unnt nefndum sem fyrir eru að fá að starfa með þeim hætti að þær blómstruðu. Ef þeitta er nú rétt lýsing og allir flokkar vinna að því að nefndir undir forystu hinna flokkanna blómstri ekki hvernig er þá staðan í borgarstjórn og borgarmálum? Ætli það þurfi nokkra dauða hönd til að leggjast á þau ósköp, og það illgresi, sem menn vilja fremur hafa í jurta- garði þeirra sem með þeim starfa í borgarstjórn. Það var stundum talað um það, að glundroði kæmi í borgarmálum, ef þrír flokkar — vinstri flokkarnir hinir ólíku — settust að völdum. Hvað var þetta annað en vísbending um glund- roða. Þar sem hver vinnur gegn því sem hinn er að gera í sam- starfinu, til þess að koma í veg fyrir að þeirra störf megi blómstra. Hvað er þetta annað en glundroði? Ég ætla ekki að fara að taka upp hér eldhúsdagsumræður um Höfðabakkann, sem stóð hér fram undir kl. ‘Æ4 á síðasta borgarstjórnarfundi. En það er nú ekki hægt að minnast á minna en fundarboðunina og ósk ýmissa samtaka í Árbæjarhverfi um fundi með þeim þar sem málið yrði rætt og kynnt. Það er mjög alvarlegur hlutur, sem á að vísu sammerkt með því sem ég var að lýsa áðan um samstarf vinstri- flokkanna. Það vill þannig til, að þetta bréf frá Árbæingum kom í tæka tíð til þess að það hefði verið hægt að halda með þeim fund og skýra málið mjög greinilega fyrir þann borgarstjórnarfund þar sem ákvörðunina átti að taka. En það var ekki gert. Ég leyfi mér, — með leyfi forseta — að lesa upp úr Þjóðviljanum í dag 20. marz þar sem eftirfarandi er haft eftir Sigurjóni Péturssyni. Sigurjón Pétursson sagði, að það væri erfitt að þurfa að segja það, að ekki hefði náðst samstaða í meirihluta borgarstjórnar fyrir því að halda fund með íbúunum, þrátt fyrir ákvæði í málefnasamningnum. Og annars staðar í sömu grein segir, með leyfi forseta: Álfheiður sagði að greinilega þýddi lítið fyrir borgarbúa að treysta á það ákvæði í málefnasamningi meirihlutans að hann hygðist hafa gott samráð við íbúa borgarinnar. Þetta stend- ur svart á hvítu í Þjóðviljanum, og það er athyglisvert að þessi skýr- ing er látin koma fram á tiltölu- lega fámennum fundi upp í Raf- stöðvarhúsi, sem Alþýðubandalag- ið heldur, en þessi skýring er ekki gefin, þegar Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi spurði hér ítrekað við umræðurnar, hvernig á því stæði, að þessu plaggi hefði verið leynt fyrir borgarstjórn í eina 10 daga og hvernig á því stæði, að ekki hefði verið boðað til þessa fundar, þannig að skýra mætti fyrir fólki þessar fyrirhuguðu ákvarðanir um fyrirhugaðar framkvæmdir. Baráttan gegn blómstrun hjá kolleganum Þetta ber allt að sama brunni. Það er óeining innan meirihlut- ans. Það er barátta gegn blómstr- un hjá kolleganum, sem veldur því m.a., að ekki er einu sinni hægt að sameinast um það að halda fund úti í bæ. Það tekur 10 daga að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki einu sinni eining um það í meirihlutanum. Borgar- fulltrúi Guðrún Helgadóttir talaði fjálglega un/ það, að það væri ögrun við lýðræðið ef ekki yrði tekið mið af þeim undirskriftum og óskum, ^em borizt hefðu, og þeir sem hropuðu hæst um lýð- ræðið ættu nú að taka mið af því. Við minnumst viðbragðanna, sem urðu hér hjá hæstvirtum forseta borgarstjórnar og þeim flokks- mönnum hans, þegar lagðar voru fram undirskriftarlistar með mun fleiri nöfnum um hina svokölluðu þéttingu byggðar í Laugardal og öðrum svæðum. Forsetinn taldi sig ekki þurfa að taka mikið mark á því. Þess skulu menn minnast nú, þegar svona er talað. Það er eins og fyrri daginn, það stangast allt hvað á annars horn í mál- flutningi þessara lýðskrumara, sem vita ekki í hvern fótinn þeir eiga að stíga við stjórn borgarinn- ar,“ sagði Davíð Oddsson. Davíð ekkert fyndinn Að máli Davíðs loknu tók til máls Sigurður Tómasson (Abl). Hann sagði að Davíð væri nú ekki eins fyndinn nú og áður fyrr. Síðan ræddi hann um að Alþýðu- bandalagið hefði verið á móti umræddri brúargerð þótt það hefði setið hjá við sjálfa atkvæða- greiðsluna í borgarstjórn og föls- un að halda öðru fram. Hann sagði að afstaða Alþýðubanda- lagsins væri skýr í þessu máli. Hins vegar fór hann fram á það að Davíð Oddsson og aðrir þeir borg- arfulltrúar sem að samþykktinni stóðu, sýndu meiri ábyrgð og meiri skynsemi og meira traust til samborgara sinna og tækju þau mótmæli til athugunar sem borist hefðu, og íhuguðu málið, að minnsta kosti meðan athugað væri hvort ekki væru aðrir kostir fyrir hendi. Þá tók til máls Guðrún Helga- dóttir (Abl). Hún sagði það ekki sæmandi að menn stæðu upp og hártoguðu það sem fólk segði í fullri alvöru. Það gengi fram af henni þegar reynt væri að gera sér mat úr því, þegar flokkarnir væru ekki sammála um alla hluti. Hún sagði að allir flokkarnir í meirihlutanum bæru ábyrgð á samþykktum borgar- stjórnar, og ætlaði Alþýðubanda- lagið ekki að hlaupast undan því. Meirihlutinn oftlega ósammála „Hitt er svo annað mál,“ sagði Guðrún, „að við erum oftlega innbyrðis ósammála, eins og auð- vitað hefur komið fram í fjölmiðl- um öðru hverju, og það er alveg ástæðulaust að koma nú með gamla lummu eins og glundroða- kenningu af því tilefni. Auk þess sem það þykir nú talað úr hengds manns húsi þessa dagana, þannig að ég held að það sé ekkert til að gera mál út af. Ég hefði nú heldur kosið, að Davíð Oddsson borgar- fulltrúi hefði lagt hér fram ein- hver rök, þeirra sem eru hlynntir byggingu brúarinnar heldur en að fara að stunda hér einhvern orð- hengilshátt af því sem ég sagði hér áðan. Ég held að það sé langsamlegast farsælast að við reynum að tala hreinlega opin- skátt um þau vandamál, sem við auðvitað eigum við að etja við stjórnun borgarinnar. Ég hygg að það hafi nú verið vandamál, jafn- vel þó að einn flokkur hefði annast stjórn borgarinnar, þó það sé ekki þrír. Og það er allt svo ekkert við það að athuga. Og ekkert lýðræð- islegra til heldur en að við deilum um þau atriði, sem við erum ósammála um,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún að það væri langt frá því að meirihlutinn væri að gefast upp, og að samstarfið hefði gengið betur en menn þorðu að vona. Að síðustu varpaði hún fram þeirri spurningu, hvort ekki væri hægt að endurskoða þessa ákvörð- un, þó ekki væri nema með því að ræða við þá sem á móti þessari brúargerð væru og sent hefðu beiðni um fundarhald til borgar- ráðs. „Syngjandi pásk- ar" á Þingeyri Dýrfirðingar munu lengi minnast páskanna 1980, þegar 58 Þingeyrarhreppsbúar skemmtu okkur með söng og hljóðfæraslætti í tvær klst. að kvöldi páskadags eftir að hafa flutt sama „prógram“ ætlað börnum í eftirmiðdaginn. Þrátt fyrir stöðuga vinnu frá 7—19 í fiski. byggingum o.fl. tekst að æfa og halda söng- skemmtun, sem lyftir okkur svo sannarlega upp úr hversdags- leika hins daglega brauðstrits. Ég leyfi mér að nota orð Guðrúnar Á. Símonardóttur óperusöngkonu sem kynningar- orð: „Kvöldskemmtun Tómasar Jónssonar í léttum dúr og moli.“ Skemmtunin hófst með söng og hljóðfæraslætti danshljóm- sveitarinnar Hamónu, sem lék fyrst frumsamið ljóð og lag eftir Ingvar Guðmundsson. Síðan tvö frumsamin lög, annað eftir Lína Hannes Sigurðsson og eitt ljóðið var eftir „hirðskáldið“ okkar, Elías Þórarinsson á Sveinseyri. Þá söng einfaldur kvartett, sext- ett, tvöfaldur kvartett, karla- kórinn, kirkjukórinn og Hljóm- kórinn, sem er kór söngglaðra ungmenna. Síðasta atriði fyrir hlé var svo fimm manna „harmonikuhljóm- sveit“, þar sem meðlimirnir eiga það allir sameiginlegt að eiga harmoniku til „heimabrúks“, en hafa aldrei leikið opinberlega fyrr, nema stjórnandinn Guð- mundur Ingvarsson, sem lék fyrir dansi í fjölda ára. Þeir sem með honum léku voru: Gunnar Sigurðsson, Þórður Sigurðsson, Ólafur V. Þórðarson og Tómas Jónsson. Eftir hlé léku börn grunnskól- ans nokkur lög á flautu undir stjórn Tómasar Jónssonar. Síðan komu kórarnir aftur og sungu og enduðu með því að syngja allir saman: „Ég vitja þín æska“ og tóku þá áheyrendur undir að ósk Tómasar, enda allir komnir í „söngstuð" af ánægju yfir vel heppnaðri kvöldskemmtun. Tómas Jónsson gjaldkeri kirkju- kórsins tendraði þann eld, sem logaði skært á páskum. Hann fékk frú Sigurveigu Hjaltested hingað vestur eina viku í marz til að æfa kirkjukórinn. Fjöldi manns sótti einkatíma hjá henni og æfði hún sleitulaust frá 9 að morgni til miðnættis og veitti öllum kórunum einhverja til- sögn. Er því hlutur hennar stór í þessari páskagleði. Kirkjuorganleikarinn okkar, Marie Mercer, átti líka ómældan hlut í „gleðinni“, en hún æfði kórana, spilaði undir og stjórn- aði sumum þeirra af mikilli smekkvísi. Haukur Kristinsson frá Núpi raddæfði karlakórinn og Sigurð- ur Guðmundsson og Tómas Jónsson skiptust á við stjórnun hans. Einu get ég ekki gleymt, en það er framlag stærstu fjöl- skyldunnar í firðinum, Ketils- eyrar-hjónanna Björnfríðar Magnúsdóttur og Sigurðar Frið- finnssonar, sem áttu á senunni átta börn sín syngjandi og leik- andi og sum í öllum kórum, auk húsfreyjunnar, sem syngjru í kirkjukórnum. Enn hefir það sýnt sig sem áður, að ef viljinn er nægur og smastilltur, er allt hægt. Okkur, sem nutum þessarar kvöldstundar, verða þessir „syngjandi páskar“ ógleyman- legir og við óskum hinum ljóð- elsku veitendum til hamingju með árangur erfiðis síns. Hafi þeir þökk fyrir framtakið og von okkar og trú er sú, að þar verði ekki endir á. Hulda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.