Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 5 Edda sýnir í Gallerí Langbrók UM HELGINA opnar Edda Jónsdóttir litla sýninnu i Gall- erí Langbrók við Amtmanns- stíg i Reykjavik. Sýningin sam- anstendur af collage-myndum og klipptri og fiéttaðri grafik. Edda stundaði nám við báða myndlistaskólana í Reykjavík og við Ríkisakademíuna í Amster- dam. Hún hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum myndlistasýningum víða um heim. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 12—18 og um helgar frá kl. 14—18. Sýning- unni lýkur 11. maí. Mælti með samþykkt nýrra náttúruverndarlaga FJÓRÐA Náttúruverndarþingi lauk á sumardaginn fyrsta. Á þinginu var sérstaklega fjallað um náttúruverndarlögin. og stöðu náttúruverndarmála. Þingið mælti með samþykkt frumvarpsins til nýrra náttúruverndarlaga sem lagt var fyrir það. Þá var rætt um æskilega heildarstjórn umhverfis- mála. náttúruvernd í þéttbýli, Prestskosning í Reykhólum SUNNUDAGINN 3. maí verður prestskosning í Austur-Barða- strandarsýslu. Einn frambjóð- andi sótti um prestakallið, séra Valdimar Hreiðarsson úr Reykja- vik. Hann hefur verið settur prestur á Reykhólum. Séra Valdimar er búinn að vera starfandi prestur vestur hér í tvö ár og hefur hann einnig kennt við Grunnskólann á Reykhólum. Séra Valdimar er kvæntur Eygló Bjarnadóttur frá Stykkis- hólmi og eiga þau hjón þrjú börn. Það er almenn skoðun vestur hér að mikill akkur sé í því að fá ungan prest til þess að setjast að hjá okkur, því að hvergi mun meiri nauðsyn en í fámenninu að hafa góðan prest. Sveinn Séra Valdimar Ilreiðarsson verndun viiltra dýrategunda og umhverfisáhrif mannvirkjagerðar. Lágu um 30 tillögur fyrir þinginu. Á síðasta degi þingsins var kosið nýtt Náttúruverndarráð til þriggja ára. En áður hafði menntamálaráð- herra skipað Eyþór Einarsson grasafræðing formann og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóra vara- formann til sama tíma. Þessir voru kjörnir: Bjarni E. Guðleifsson, Hjálmar R. Bárðarson, Lára Oddsdóttir, Páll Líndal, Sigurður Blöndal og Sigurður Þórarinsson. Sem varamenn: Friðjón Guðröðar- son, Jakob Jakobsson, Elín Pálma- dóttir, Jóhann Már Maríusson, Ein- ar E. Sæmundsen og Agnar Ingólfs- son. En í Náttúruverndarráði starfa varamenn mjög mikið ásamt aðal- mönnum. Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri, sem er að hætta störfum eftir 9 ár, voru í lok þingsins þökkuð dyggileg störf, bæði af Láru Oddsdóttur formanni Sambands ísl. náttúrufélaga, svo og af Eyþóri Einarssyni, sem sagði Árna hafa unnið merkilegt starf við mjög erfið starfsskilyrði. Biskup biðst lausnar frá 1. október BISKUP fslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, hefur með bréfi til forseta fslands beðist lausnar frá embætti frá 1. október nk. Undir- búningur biskupskjörs er hafinn fyrir nokkru og er um þessar mundir verið að ljúka kosningu kjörmanna úr hópi leikmanna I hverju prófastsdæmi landsins. Sr. Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi kirkjunnar, tjáði Mbl. að líklega yrði innsetning eða vígsla nýs biskups fyrri hluta september- mánaðar, en biskupskjörið er talið geta orðið um miðjan júlí. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sér um fram- kvæmd kjörsins og er ráðuneytis- stjóri þess, Baldur Möller, formaður kjörstjórnar samkvæmt lögunum, en ráðherra skipar einn fulltrúa og Prestafélag íslands annan. >fHNKW5T«|K- "t>Ó ÁTTtElK, KORCtfNOl" Einar Þorláksson við eitt verka sinna. Lió«in. KHstján. Einar Þorláksson í Norræna húsinu Einar Þorláksson opnar I dag, laugardag, málverkasýningu i kjallara Norræna hússins klukk- an 14. Einar vildi lítið um myndir sínar tala við blm.. en flestar væru þær frá síðustu tveimur til þremur árum, og allt akrílmynd- ir, 92 talsins. Einar Þorláksson er fæddur 1933 og skólaðist í Hollandi og á Norðurlöndum. Fyrsta einkasýn- ing hans var í Listamannaskálan- um 1962, og næst sýndi hann í Unuhúsi ’69, þá í Casa Nova ’71 og í Norræna húsinu 1975. Þá hélt hann minni sýningar tvær á árinu 1977 í Gallerí Sólon íslandus og bókasafni ísafjarðar. Einar er starfsmaður Orku- stofnunar og málar á kvöldum og um helgar. Frá fimm og eins lengi og strætó gengur, segir hann, en hann á sér vinnustofu útí bæ. Einar Þorláksson vill láta myndir sínar tala og þær eru til sýnis í Norræna húsinu dag hvern til lOda maí, frá klukkan 16—22 virka daga og milli klukkan 14 og 22 á helgum. UMDOÐSMENN Umboð í Reykjavík og nágrenni Aðalumboð, Vesturveri, símar 17757 og 24530 Verslunin Neskjör, Nesvegi 33, sími 19832 Sjóbúðin við Grandagarð, sími 16814. Verslunin Roði, Hverfisgötu 98. Passamyndir hf., Hlemmtorgi, sími 11315. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60, sími 35230. Hreyfill, Fellsmúla 24, sími 85521. Paul Heide, Glæsibæ, sími 83665. Verslunin Rafvörur, Lauganesvegi 52, sími 86411. Hrafnista, skrifstofan, sími 38440. Verslunin Réttarholt, Réttarholtsvegi 1, sími 32818. Bókaverslun FJQLGUNOG STORHÆKKUN VINNINGA Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, sími 83355. Arnarval, Arnarbakka 2, sími 71360. Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, símar 72800 og 72813. Litaskálinn, Kópavogi, símar 40810, 41760 og 40980. Bóka- og ritfangaverslunin Veda, Hamraborg 5, sími 40877. Borgarbúðin Hófgerði 30, símar 40180 og 41861. Bókaverslunin Gríma, Garðaflöt 16—18, sími 42720. Hrafnista Hafnarfirði sími 53811. Kári og Sjómannafél., Strandgötu 11—13, Hafnar- firði, símar 50248, 51674. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. Dregið í 1 flokki 5. maí. ÐtlUM ÓLDRUÐUM ÁH YGGJULAUST ÆVIKVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.