Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 29 Sigrún Magnúsdótt- ir In memoriam Fædd 23. maí 1920. Dáin 17. apríl 1981. I dag kveðjum við Sigrúnu Magnúsdóttur. Sigrún var fædd á Eyrarbakka þann 23. maí 1920, en fluttist kornung með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. For- eldrar hennar eru Jónína Sveins- dóttir, hún lést 1973, og Magnús Jóhannesson, sjómaður og útgerð- armaður sem lifir nú í hárri elli í Vestmannaeyjum. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt þrem- ur bræðrum. Það eru forréttindi að fá að alast upp í Eyjum, að vera umvafinn hinni dýrðlegu fegurð Eyjanna og fylgjast með öllum þeim náttúruundrum sem þar eiga sér stað. Sigrún var glæsileg stúlka og góðum gáfum gædd, hún lauk sínu skólanámi með prýði, hafði skemmtilegar og heilbrigðar skoðanir á hinum ýmsu málefn- um, og las mjög mikið og fylgdist vel með því sem efst var á baugi í þjóðmálum. En fyrst og fremst var hún elskuleg eiginkona og frábær móðir, því eiginmaðurinn, börnin og heimilið voru henni allt, svo og tengdabörnin og barna- börnin, sem hún dáði og elskaði. Hún giftist Pétri Stefánssyni frá Eskifirði fyrrverandi lögreglu- þjóni og síðar heilbrigðisfulltrúa á gamlársdag 1941, og lifðu þau í ástríku hjónabandi í 40 ár. Þau eignuðust 5 börn sem öll eru vel af Guði gjörð. Elst er Björk gift Kjartani Guðmundssyni lögreglu- þjóni í Hafnarfirði, Stefán vél- stjóri, hans kona er Bryndís Jóns- dóttir, Sveinn Ingi stýrimaður, hans kona er Hólmfríður Jóns- dóttir, Halla, gift Jóni Gauta Jónssyni bæjarstjóra í Garðabæ og yngst er Helga, gift Andrési Hauki Friðrikssyni sjómanni. Það hefur verið sorgarský yfir heimili þessara fjölskyldna und- anfarnar vikur eftir að í ljós kom að Sigrún var haldin ólæknandi sjúkdómi. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til þess að létta henni sjúkraleguna og voru eiginmaðurinn og börnin vakin og sofin yfir henni hvern einasta dag. En Drottinn leggur líkn með þraut, æðrulaust mætti hún sínum skapadómi og af veikum mætti reyndi hún að hughreysta sína nánustu. Sigrún var trúuð og þakkaði Guði fyrir gæfuríkt líf. Eg kveð hina elskulegu vinkonu mína, hún fær góða heimkomu. Ég og börnin mín þökkum Sigrúnu fyrir allt. Við biðjum Guð að styrkja Pétur, börnin, tengda- börnin og barnabörnin. Henný Dagný smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar þjónusta Ljósritun — Fjölritun Fljót algrelðsla — Nasg bfla- stæöi. Ljósfell, Skipholti 31, s. 27210. Dyrasímaþjónustan sími 43517 Uppsetning og viðgerðir. Til sölu Volvo N 10 23 árg. 1980, ekinn 30 þús. km. Krani og skófla geta fylgt. Uppl. í síma 95-5541 eftir kl. 20.00. Tvær 23 ára gamlar stúlkur báöar ( framhaldsnámi, óska eftir 2ja—3)a herb. íbúö frá og meö 1. júní. helst í vesturbæn- um. Lítil eöa engin fyrirfram- greiösla, en reglusemi og góöri umgengni er heitiö. Uppl. í sfma 31937 milli 3 og 6, laugardag og sunnudag. Efri hæö í tvíbýli 85 fm. ásamt bflskúr sem þarfnast lagfær- ingar. Verð 350 þús. Viölagasjóöshús bæöi stærri og minni gerö. Búiö aö leggja hitaveitukerfiö í annaö húsiö. Verö 500 til 550 þús. 130 fm. neöri haaö i tvíbýli viö Hólabraut ásamt kjallara og bflskúr. Verö 470 þús. 2ja og 3ja herb. nýlegar íbúöir á föstu veröi. T.b. undir tréverk. Nýlegt einbýliahús timbur 126 fm. ásamt sökkli aö bflskúr 52 fm. verö 580 til 600 þús. Aldrei meira úrval eigna á skrá Góö sala. Komum og verömetum hvar sem er á Suö- urnesjum. Veriö velkomin. Eignamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57, sími 3868. Hjálpræóisherinn Sumarfagnaöur í kvöld kl. 20.30. Kvikmynd frá neyöarhjálp Hjálp- ræöishersins. Veitingar og trú- boösfórn. Sunnudag kl. 10.30 fjölskylduguösþjónusta. Yngri liösmannavígsla. Kl. 20.30 hjálp- ræöissamkoma. Major Inger og Einar Höyland og kapt Grethe Olsen syngja og tala á öllum samkomunum. Innanfélagsmót kl. 9 f.h. í dag í íþróttahúsi Breiöholtsskóla. Stjórnin. Heimatrúboðið Óðinsgötu 6 a Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. UTIVISTARFERÐIR Sunnud. 26.5. kl. 13 Grnnadyngja — Sog létt tfantfa á Reykjanesskaga. Verð 50 kr. Frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.Í vestanveröu (í Hafnarf. v. kirkjunaröinn). Vorferö til fjalla um næstu helgi. Útivist, s. 14606. ■ GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDSB Krossinn Æskulýössamkoma í kvöld kl. 8.30 aö Auöbrekku 34, Kópa- vogi. Kvikmyndin MOutrage“ veröur sýnd. Allir hjartanlega velkomnir. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SkAAR 11798og 19531 Dagsferðir sunnudag- inn 26. apríl: 1. kl. 10. Botnssúlur (1086 m). Fararstjóri: Torfi Hjaltason. 2. kl. 10. Skíöaganga — Kjölur í Botnsdal. Fararstjóri: Þorsteinn Bjarnar. 3. kl. 13. Gönguferö um Brynju- dal yfir Hrísháls í Botnsdal. Fararstjóri: Siguröur Kristins- son. Verö kr. 70.- fariö frá Umferö- armiöstööinni austanmegin Ferðafélag íslands. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar 350 til 450 fm húsnæði óskast tekiö á leigu frá og meö n.k. hausti í austurhluta borgarinnar. Margra ára leigu- samningur kemur til greina. Húsnæöi má vera óinnréttað. Uppl. í síma 31357. Sjálfstæðis- kvennafélagið Vorboði Hafnarfirði Félagsfundur í tilefni af Alþjóöaári fatlaöra 1981 veröur haldinn þriöjudaginn 28. aprfl nk. kl. 20:30 í Sjálfstæöishúsinu. Framsögu- menn: Oddur Ólafsson fyrrv. alþingismaöur. og Halldór S. Rafnar formaöur Blindrafélags- ins. Almennar umræöur — veitingar. í byrjun fundar veröur kosning fulltrúa á þing Landssambands sjálfstæöiskvenna 9. maf nk. Sjálfstæöiskonur. mætiö vel og stundvfs- lega. Stjórnln. Ath. breyttan fundardag. Sauöárkrókur — Skagfirðingar Almennur fundur um landsmál og héraösmál veröur haldinn í Sæborg, Sauöákróki iaugar- daginn 25. aprfl kl. 15.00. Frummælandi: Pálmi Jónsson. landbúnaö- arráöherra. Siglufjörður Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu Siglufiröi sunnudaginn 26. aprfl kl. 14.00. Frummælandi: Pálmi Jónsson, landbúnað- arráöherra Almennur stjórnmálafundur Sjáltstæöisflokksins veröur í Féiagsheimilinu Bolungarvik sunnudag- inn 26. aprfl 1981 kl. 16.00. Raaöumenn: Alþingismennirnir Ólafur G. Einarsson og Þorvaldur Garöar Kristjánsson. Sjálfstæðisfólk í Kópavogi Kjördæmamálin Fundur um kjördæmamálin veröur haldinn i Sjálfstæöishúsinu í Köpavogl, Hamraborg 1, 3. hæð, mánudaginn 27.4. Dagskrá: 1. Störf stjórnarskrárnefndar. Gunnar Thor- oddsen. 2. Næst samkomulag um kjördæmamálin. Matthías Á. Matthiesen. 3. Umræöur. Sjálfstæöisfólk fjölmsnniö. Týr, fálsg ungra siáifsUsMsmanna i Kópavogi. Almennur stjórnmálafundur Sjálfstæöisflokksins veröur í samkomusal Frosta. Súöavík laugardag- inn 25. aprfl 1981 kl. 16.30. Ræöumenn: Alþingismennlrnir Ólafur G. Einarsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Sjálfstæðiskonur Akranesi Sjáltstæöiskvennafélagiö Bára. Akranesi. heldur tund i veitingahúsinu viö Stillholl, þriöjudaginn 28. aprð kl. 20.00. Dagskrá: 1. Matur 2. Kosnlng fulltrúa á landsþing. Konur. mætum vel og stundvíslega. Stjórnin Hafnarfjörður Stefnir félag ungra sjálfstæöismanna í Hafn- arfirði efnir til almenns borgarafundar um lóöa- og skipulagsmál í bænum, mánudaginn 27. apríl kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Hafnar- firði. Rætt veröur um ný íbúðarhverfi í Norðurbæ og Setbergslandi, væntanlegar nýbyggingar í miðbænum, verðlagningu íbúöalóöa og fleiri atriði tengd lóða- og skipulagsmálum í bænum. Teikningar á skipulagi á svæði nýrra íbúða- lóða í bænum veröa sýndar og skýrðar. Frummælendur verða Björn Hallsson arki- tekt og Árni Grétar Finnsson bæjarfulltrúi. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.