Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 45 Allaballarnir: Sölsa undir sig þau völd er þeir vilja ólafur Þór Rairnarsson skrifar: „Sú þróun, sem orðið hefur að undanförnu í íslenskum stjórnmál- um, hlýtur að vekja ugg í brjósti flestra lýðræðissinna. Hávær minnihlutahópur virðist ráða ferð- inni á nær öllum sviðum þjóðlífsins og þögull meirihlutinn kyngir ofríkinu með jafnaðargeði áður nær óþekktu hérlendis. Eiginleg völd Alþýðubandalags- ins eru svo mikil að engin haldbær skýring er til. En eitt er víst, að lýðræðisöflin í landinu hafa sofið rækilega á verðinum. Þessi Þyrni- rósarsvefn hefur valdið því að þrumulostinn almenningur fylgist með grímulausu ofstæki ofrík- ismannanna, er þeir sölsa undir sig þau völd er þeir vilja hafa. Einn á báti í ólgusjó Nú í dag stöndum við t.d. frammi fyrir þeirri staðreynd að Allaball- arnir eru nær einráðir í ríkis- stjórninni um þau mál sem þeim finnst skipta einhverju, og forsæt- isráðuneytið er nánast orðið útibú frá flokksskrifstofunni. Ef við könnum svo nánar ástand ríkisstjórnarmála, kemur í ljós að þeir ráða nær alfarið ferðinni í eftirtöldum málaflokkum: félags- og tryggingamálum, heilbrigðis- málum, fjármálum að meðtalinni lánsfjáráætlun, og iðnaðar- og orkumálum með sínu óheyrilega pappírsflóði og nefndafargani. Þó lygilegt sé ráða þeir mestu í mennta- og skólamálum, og allir vita hvernig þeir haga sér í sam- bandi við ríkisfjölmiðlana. Til að kóróna ósómann virðast þeir ráða alltof miklu í fjárfestingar- og bankamálum, en þó keyrir fyrst um þverbak ef þeir eiga að móta stefnuna í utanríkis- og varnar- málum. Þar berst Óli Jó einn á báti samráðherranna í ólgusjó alheims- kommúnismans og reynið að halda uppi merki vestrænnar samvinnu og samhygðar. Hinn svefndrukkni meiri- hluti verður að rumska Á mörgum sviðum hins almenna þjóðlífs hafa Allaballarnir byggt upp svo miðstýrt alræði með til- heyrandi kerfisbindingu og papp- írsflóði, að ekki er nema fyrir austanlærða kerfiskarla og sænsk- lyktandi menntamafíu að halda sönsum í návist slíks voðafyrir- brigðis. Launþegahreyfingunni virðast þeir t.d. ráða nær alfarið með mikilli miðstýringu. Nægir þar aðeins að nefna ASÍ, en þar vaða auk heldur uppi verkalýðsgúrúar og talnameistarar með miður góð- um afleiðingum fyrir hinn almenna launþega. I borgarstjórn ráða kommúnist- ar og kerfiskarlar öllu sem þeir vilja, og er það athyglisvert dæmi um vinstri samvinnu í framkvæmd. Nú er spurningin hvort lýðræðis- öflin þola þetta valdabrölt komm- únista öllu lengur, eða þarf eitt- hvert stórkostlegt slys til að þau rumski. Hinn svefndrukkni meirihluti á alþingi verður að rumska af Þyrn- irósarsvefni sínum og sameinast gegn því voðaafli, sem að baki þessu ofríki býr. Misvitrir pólitík- usar mega ekki lengur leiða þjóð- ina í áttina til efnahagslegs hruns. Hinn þögli meirihluti meðal al- mennings verður að vakna til meðvitundar um eigið mikilvægi og rjúfa þann vítahring sem sérgóðir landsfeður hafa lent í á undanförn- um árum. Það á að vera krafa hins almenna borgara þessa lands, að fullkomið jafnvægi komist aftur á í valdahlutfalli kjörinna þingmanna. Lítill minnihlutahópur má ekki öllu lengur ráðskast með fjöregg þjóðarinnar á þann veg sem síst skyldi. 1 lokin fylgir hér lítið ljóð, sem tengist þessu efni, til undirstrikun- ar máli mínu: Allaballar IIpp er runnin æsinKNtid ollu stefnt i voda. Allaballar stéttastrid stærilátir bt»da. Allaballa aukast vóld. öllu virdast ráAa. Hótrværöar nú hæicri old hnijcin er til náða. Ekki er þetta öllum kært. enda ekki skrýtið. Hvenær fá nú landar lært. að leitt er vinstra vítið?** Átti alls ekki við Lignano Magnús (igmundsson og Krist- ín Ágústsdóttir skrifa: „Kæri Velvakandi. Við vorum mjög undrandi að sjá mynd af uppáhaldsstað okkar, Lignano, þ. 15. apríl sl. í Morgun- blaðinu, ásamt ósmekklegri fyrir- sögn úr lesendabréfi. Okkur létti þó þegar í ljós kom, að textinn sem fylgdi myndinni, átti alls ekki við Lignano, heldur allt annan stað. Enda hefði það komið okkur mjög á óvart, ef svo hefði verið. Við hjónin höfum dvalið í Lign- ano undanfarin 5 sumur á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar og eigum yndislegar minningar það- an. Öll aðstaða og þjónusta er þarna með miklum ágætum og skipulag á öllu frábært, og starfs- fólk Útsýnar hefur kappkostað að gera dvölina sem ánægjulegasta fyrir gestina. Það er því engin tilviljun að við höfum farið aftur og aftur á þennan indæla stað, þar sem finna má flest það sem ferðamaðurinn sækist eftir í sumarleyfi sínu. Viljum við gjarna koma á fram- færi þakklæti til starfsfólks Út- sýnar fyrir vel heppnaðar ferðir." Fyrirgreiðsla Útsýn- ar til fyrirmyndar Kristján Einarsson og Ragn- heiður Þórólfsdóttir skrifa: „Velvakanda hafa greinilega orðið á slæm mistök þegar hann birti kvörtunarbréf ferðalangans frá Rimini í síðustu viku, en setti svo mynd frá Lignano — Gullnu ströndinni með. Þeir sem aðeins lásu fyrirsögn- ina gátu því hæglega fengið „al- ranga rnynd" af þeim ágæta stað. Því segjum við: Reynið Útsýn, og þið verðið ekki fyrir vonbrigð- um. Við undirrituð höfum í 5 sumur varið okkar sumarleyfi í Lignano á Ítaiíu, hinni sannköll- uðu Gullnu strönd, ásamt fjöl mörgum vinum okkar. Fyrir greiðsla ferðaskrifstofunnar Út sýnar er til fyrirmyndar og all stendur eins og stafur á bók Aðbúnaðurinn og skipulagið all er eins og best má verða. Síðas en ekki síst ber að nefna alúð of lipurð starfsfólks Útsýnar, bæð heima og í Lignano, og það mikU öryggi, sem maður finnur, þegai út er komið, undir handarjaðr þess. Við óskum forstjóra Útsýnai til hamingju með þennan stað og vonum að við eigum enn eftir af koma þangað.“ V orþankar Veturinn er búinn að vera langur, kaldur og hryssingslegur. Og það er ennþá vetur í sál minni einn fyrsta dag aprílmánaðar, er ég legg af stað til kennslu. Morgunninn silast áfram og loks komið að frímínútum. Ég á gæsluvakt og fer út. Á skólalóðinni eru nokkrir hópar barna, ýmist með snú-snú-bönd eða bolta, ótvíræð merki þess að veturinn sé á undanhaldi. Gleðin skín af andlitum barnanna og nú finn ég líka vorilminn í loftinu. Bjallan hringir og síðari hluti vinnudagsins líður fljótt. Þegar heim kemur geng ég rakleitt út í garð — og viti menn: Er hafði lamað hugans þor harði veturinn, er vaggaði í vorgolunni vetrargosinn minn og sagði við mig: „sérðu ei hvað sólin hækkar ört, að vetur undan vori flýr og verður nóttin björt. Vetrargosi (Galanthus nivalis) er lítil laukjurt sem lögð er i mold á haustin og með þeim allra fyrstu að vakna til lifsins á vorin. Ilarðgerður er hann og þrifst hér ágætlega. Myndar með tímanum þétta brúska, jafnvel breiður. Hæð 10—15 sm. Því skaitu lofa lífsins gang og líta á blómin þín.“ Svo sperrti hann sinn hvíta koll og kíkti upp til mín. Þá fannst mér losna fjötrarnir sem frostið harða batt, og leiðindunum undir eins ég út í buskann hratt. Á augabragði annan svip mín undraveröld tók og litli góði gesturinn á gleði mína jók. Hann vissi allan veturinn um vorsins fyrirheit og kepptist við að komast upp úr köldum gróðurreit. Já — þó mér hafi stundum strítt sú staðreynd ótrúleg. Þá varstu litli vetrargosi vitrari en ég. Já — þáð var ekki um að villast. Þetta yndislega hvíta blóm var sprungið út, svo að segja beint undan klakabrynjunni, — þessi duglegi litli vorboði sem ásamt marglitum dvergliljunum kemur af stað fiðringi í brjóstum okkar á vorin. Ferðirnar út í garð verða tíðari með degi hverjum því margt þarf að gera, hreinsa til, ljúka við að klippa runnana og bjóða nýja gesti velkomna. Nú eru páskaliljurnar að byrja að sýna sig og áður en langt um líður bætast ýmsar frænkur þeirra í hópinn, ásamt fyrsta prímúlunum. Við teygum að okkur tært vorloftið og þegar við leggjumst þreytt í rúmið á kvöldin og sofnum út frá hinum fegurstu tónleikum fuglanna sem komnir eru í tilhugalífið, efast enginn lengur. Sumarið er komið. GLEÐILEGT SUMAR. M.Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.