Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 35 þroska. Meöferðin beinist aö því, aö hjálpa þeim yfir fyrstu erfiðleik- ana. Algengast er aö börnin eigi viö öndunarerfiöleika aö stríöa. Þar eö lungun eru ekki fullþroskuö, geta þau ekki flutt nægilega mikiö súr- efni úr andrúmsloftinu til blóösins. Þau geta því þurft aukið súrefni, en súrefnismagniö, sem þau þurfa fer eftir því hve öndunarerfiöleikarnir eru miklir. Ef þaö nægir ekki aö gefa börnunum súrefni, þá er þeim hjálpaö meö öndunarvél (respira- tor). Börn sem fæöast fyrir timann veröa flest gul. Stafar gulan af því aö lifrin er ekki nógu þroskuð til aö hreinsa úr blóöinu efnið bilrubin. EF efniö fer yfir ákveöin mörk í blóðinu getur þaö fariö út í miö- taugakerfiö og valdiö heilaskaða. Vegna þessa þurfa flestir fyrirbur- ar aö fara í Ijósameöferö og eru Ijósin sett yfir hitakassann. Dugi Ijóöameöferö ekki þarf að gera blóöskipti. Fyrirburar eru mjög viökvæmir fyrir hvers konar sýkingum, því varnarkerfi þeirra er ekki naBgilega þroskaö. Þaö þarf því aö gera allt til aö koma í veg fyrir sýkingu þessara barna. Fleiri vandamál koma upp hjá fyrirburum eins og hvaö varðar næringu. Þau börn, sem eiga viö öndunarerfiöleika aö glíma eru nærö í æö meðan aö mestu erfiö- leikarnir eru aö ganga yfir. Þegar þeim lýkur eru þau jafnan nærö meö slöngu, sem sett er niöur í magann og þannig fá þau brjósta- mjólkina fyrst um sinn. Þegar þau eru oröin spræk og hress, þá er þeim gefiö af brjósti eöa pela eftir aðstæöum." Hverjar eru líflíkur fyrirbura? „Líflíkur fyrirbura fara stööugt vaxandi. Rannsóknir hafa einnig sýnt, svo aö ekki veröur dregið í efa, aö fjöldi þeirra, sem hljót^ var- anlegt tjón á heilsu sinni, hefur ekki aukist heldur hefur þeim fækkaö þrátt fyrir, aö mun fleiri lifa nú en áöur. Dánartölur nýbura hér á iandi hafa lækkað um helming á síðastliönum áratug og eru nú meö þeim lægstu i heiminum í dag. Aukning á þeim fjölda fyrirbura, sem lifa á stjóran þátt í þessari lækkun á dánartölum nýbura. Ástæöur fyrir þessum framförum eru meöal annars bætt mæðraeft- irlit, góö fæöingarhjálp og ekki hvaö síst bætt aöstaða til umönn- unar barnanna eftir fæöingu." Myntsafnarafélagið á fullri ferð Mynt Ragnar Borg ÁKVEÐIÐ hefur veriö aö ég haldi áfram myntþáttum mínum hér í Morgunblaðinu. Þættirnir munu birtast annan hvern föstudag. Starfsemi í Myntsafnarafélagi islands hófst í síöastliönum mánuöi. Klúbbfundir eru á hverju fimmtudagskvöldi, í hús- næöi félagsins aö Amtmanns- stíg 2 uppi á lofti. Þar koma menn saman og fá sér kaffibolla eða gos, skipta á mynt, seðlum eða merkjum, og ræöa áhuga- mál sín. Þar er einnig bókasafn félagsins meö fræöibókum, uppsláttarbókum og verölist- um. Einnig eru þar sýndir upp- boðsmunir. Á morgun klukkan 14.30 er svo fundur í fólaginu í Templ- arahöllinni. Þar veröur einnig uppboö og eru nú heldur betur sjaldgæfir seölar á uppboöinu. Eru það seðlar úr 2. útgáfu Landsbankans, þ.e. seðlar, sem voru í notkun frá 1935—1948. Þarna verður t.d. boöinn upp grænn fimmhundruö krónu seö- ill og er þaö í fyrsta sinn, aö slíkur seöill kemur fram á upp- boöi hjá Myntsafnarafélaginu. Áöur hefur Guömundur Axels- son selt tvo svona seðla á mynt- uppboðum Klausturhóla og fóru seðlarnir báöir á geysi háu veröi. Þaö er þó auövitaö eöli- legt, þar sem þessir seölar eru afar sjaldgæfir. Auk þess veröa boönir upp seðlar úr sömu seríu, allir í flokki 0, þ.e. alveg eins og nýir úr prentsmiðjunni, — 100, 50, 10 og 5 kr. Enn- fremur eru á uppboðinu danskir tveggja krónu silfurpeningar, — júbíleumspeningarnir, öll ártöl- in. Þaö er upplagt fyrir þá, sem áhuga hafa á myntsöfnun og enn hafa ekki komiö á fundi í Myntsafnarafélaginu, aö koma einmitt á fundinn á morgun og kynnast félagsstarfinu. i fólag- inu eru á fjóröa hundrað manns og starfið er líflegt. Formaöur Myntsafnarafélagsins er nú Freyr Jóhannesson tæknifræö- ingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.