Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 53 ÍSLENSK BÓKFRÆÐI Bókmenntír Erlendur Jónsson Einar G. Pétursson, Olafur Hjartar: ÍSLENSK BÓKFRÆÐI. 2. útg. 91. bls. Hid ísl. bókmenntafélag. Rvík, 1981. »Samantekt þessi er gerð upp úr fjölritum Ólafs F. Hjartar um ís- lenska bókfræði og Einars Sig- urðssonar um íslensk handrit og er ætluð til kennslu í bókfræði við Háskóla íslands,« segir í formála fyrir fyrstu útgáfu þessarar bók- ar. í formála 2. útgáfu tekur Einar G. Pétursson fram »að höfundur er misjafnlega kunnugur ritunum í þessari bók og ekki sérfræðingur í öllum greinum, og því er mis- jafnlega staðgóð viska í umsögn- unum.« Ég hygg að flestir geti gert þessi orð að sínum. Það er á einskis manns færi nú á dögum að vera heima í öllum fræðigreinum. Bókfræði er gömul og virðuleg fræðigrein. Ekki er þó langt síðan hennar tók að gæta í íslenska fræðslukerfinu. Með fjölgun og stækkun bókasafna — og raunar stórauknum fjölda bóka yfirhöfuð sakir sívaxandi bókaútgáfu — hlýtur hún að verða undirstöðu- fræðigrein sem ótalmargt annað bókfræði að rit Kristins E. Andréssonar sé gagnlegt fyrst og fremst vegna þess að höfundur var »sannfærður sósíalisti*. En svo má þó allt eins skilja eftir orð- anna hljóðan. Kristinn E. Andrés- son fór ekki dult með skoðanir sín- ar og leyndi þeim hvergi í um- ræddri bók. Hún er afar læsileg og vel skrifuð enda skorti Kristin hvorki hugkvæmni né andríki. En er bók hans eins »gagnleg« í bókfræðilegum skilningi og hún er skemmtileg aflestrar? Um það hlýt ég að efast. Kristinn fór nákvæmlega ofan í verk sumra höfunda, öðrum gerði hann minni skil, og enn aðra rétt nefndi hann á nafn. Nöfn á bókum þeirra, hvað þá tilvísun á annan fróðleik um þær — er þá auðvitað enn síður að finna í ritinu. Um íslenzka nútímaljóðlist Jó- hanns Hjálmarssonar segir svo: »Upphaflega er bókin blaðagrein- ar í Lesbók Morgunblaðsins, en hún hefur ekki fengið góða dóma.« Þess bók Jóhanns þykist ég hafa lesið nokkuð vel, en ritdómar þeir, sem um hana voru skrifaðir, eru mér hreint ekki í minni, ef ég hef þá nokkru sinni lesið þá. Hins veg- ar man ég eftir ákaflega hörðum og ósanngjörnum ritdómi sem birtist á sinni tið um áðurnefnda bókmenntasögu Kristins E. Vélsleðasýning Sýnum og kynnum Kawasaki vélsleöana aö Ármúla 11. Stæröir frá 28 til 100 hö. Nýjustu gerðirnar kynntar svo og eldri árgeröir á niðursettu veröi. Einstakt tækifæri, sem ekki býöst aftur. L. F= ÁPMÚLA11 SÍIVll B1500 Kawasaki Olafur F. Hjartar Einar G. Pétursson mun hvíla á. Hraði nútímans út- heimtir að maður geti gengið beint að þeim fróðleik sem hann þarf á að halda. Og bækur eru nú einu sinni sá fræðibanki sem flest- ir leita til, að minnsta kosti enn sem komið er. Ekki er hægt að skylda bókavörð til að geyma alla bókatitla í höfðinu. En bókfræði- þekking hans á að gera honum kleift að leita — og finna — allt eins bækur um efni sem hann er »ekki sérfræðingur í« svo aftur sé skírskotað til formálans. Ég þykist vita að mikil vinna liggi á bak við þessa bók en viður- kenni að ég er síður en svo dóm- bær um hvert orð sem í henni stendur. Ekki ætla ég heldur að alhæfa neitt út frá því sem ég á að heita kunnugastur: bókmennta- sögunni. En það er einkum kaflinn um bókmenntasögur seinni tíma sem mig langar að staldra aðeins við. Þar er stiklað á stóru, nefndir eitthvað tíu titlar. Stutt umsögn er um hverja bók, og styðjast höf- undar þá gjarnan beint eða óbeint við umsagnir annarra sem þeir taka mark á. Til dæmis fylgir þessi umsögn með bókmenntasögu þeirri sem Bjarni M. Gislason samdi og gaf út á dönsku: »í rit- dómi í Skírni 1950 segir Stein- grímur J. Þorsteinsson, að bókin sé víða mjög ótraust og vont að taka fullt mark á henni, þótt margt sé þar rétt og jafnvel gott.« í athugasemd með íslenzkum nútímabókmenntum eftir Kristin E. Andrésson er þó ekki stuðst við annarra umsögn heldur segir beint: »Mjög gagnleg bók, höfund- ur var sannfærður sósíalisti.« Ekki ætla ég þeim, Einari G. Pét- urssyni og Ólafi F. Hjartar, að halda því fram sem akademiskri Andréssonar. Minnumst þess að ritdómar eru skrifaðir út frá ýms- um sjónarmiðum, sumir hlutlæg- ir, aðrir hlutdrægir. Það mega vera traustir dómar sem höfundai íslenskrar bókfræði gera hér af sínum. Um svipað leyti og Jóhann Hjálmarsson sendi frá sér ís- lenzka nútímaljóðlist kom út eftir undirritaðan bókin Islenzk skáld- sagnaritun 1940—1970. Saman hljóta báðar bækurnar þessa ein- kunn: »Pólitískt eru bækur Er- lends og Jóhanns andstæðar* ís- lenzkum nútímabókmenntum eftir Kristin E. Andrésson. Ekki get ég svarað fyrir Jóhann, en fyrir sjálfan mig get ég svaraí — og raunar er mér nær að halda að hið sama gildi um báðar bæk- urnar — að tilgangurinn meC samantekt þeirra og útgáfu hafi naumast verið að einum hundr- aðshluta pólitískur. Um það helc ég að þeir, Einar G. Pétursson og Ólafur F. Hjartar, mundu sann færast á samri stund og þeir læsu bækurnar. Hallast ég helst að þvi að athugasemdin sé til komin vegna þess að við Jóhann höfum báðir skrifað í Morgunblaðið og að meginefni bókanna birtist fyrst í Lesbók Morgunblaðsins. En það má segja ábyrgðarmönnum þess- arar íslensku bókfræði til vorkunnar að þeir hafa ekki orðið fyrstir til að draga ályktanir af þessu tagi. Bið ég þá að taka þessar ábend- ingar til athugunar þegar þeir gefa bókina út í þriðja sinn. Verð- ur það sjálfsagt von bráðar því eins og segir í formála: »Rit af þessu tæi verða eðli sínu sam- kvæmt úrelt jafnskjótt og þau koma út.« Erlendur Jónsson fýrir alla landsmenn í Víkingasal 16. og 17. okt. Dans og söngun Astrótríóið undir stjóm lngimars Eydal Söngkona: Inga Eydal Skemmtiatriði: Anna María Jóhannsdóttir og Birgir Marinósson syngja Ljóðelskur leynigestur Matseðfll: Blandaðir sjávarréttir Léttreyktur lambahiyggur Gráðostterta Bragakaffi Tískusýning frá verksmiðjum Sambandsins á Akureyri Víkingasalurinn opnar kl. 19. Borðapantanir í síma 22321. Dansað til kl. 02. Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.