Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 41 MEZZOFORTE: FRIORIK KARLSSON EYÞÓR GUNNARSSON, BJÖRN THORAR- ENSEN, EIRÍKUR INGÓLFSSON („LJÓSI" OG ,,UMBI“) OG JÓHANN ÁSMUNDSS- ON. GUNNLAUGUR VAR AO KENNA. (LJÓSM. EMILÍA.) hefur líka aldrei staðið til að græða pening á þessu. Þetta er gaman. Við vorum fyrst nú um daginn að fá pening fyrir fyrstu plötuna. Það er nú svoleiðis hér, að tónlistarmenn fá yfirleitt varla grænan eyri nema í höfundarlaun. Við höfum þó fengið dálítið af stúdíóvinnu. Þannig erum við til dæmis að fara að taka upp plötu með Hauki Morthens núna.“ Söngur kvedinn niður „Nýja platan er ennþá nafnlaus og lögin heita bara númer þetta og hitt. Hún kemur sem sagt út í næsta mánuði en eitthvað verður beðið með að gefa hana út í Eng- landi. Ætli það verði ekk. gefin úr lítil plata fyrst þar ytra með lög- um af henni. Það verður varla fyrr en eftir áramót. Hin platan okkar er svo nýlega komin á markað þar. Luxor LITASJONVORP 20“ Verö kr. 9.300.- meö hjólstelli 22“ Verö kr. 10.860.- með hjólastelli. 26“ Verö kr. 12.150.- meö hjólastelli Sænsk hönnun ★ Sænsk endiníj ★ Bestu kaupin! ★ hljömtækjadeild Úhj) KARNABÆR W LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Utsolustaðir Karnabær Laugavegi 66 — Karpabær Glæsibæ — Fataval Ketlavik — Portið Akranesi — Patrona Patreksfirði — Eplið Isafirði — Affholl Siglufirði — Cesar Akureyrl — Bókav Þ S Husavik — Hornabær Hornafirði — M M h f Seltossi — Eyjabær Vestmannaeyjum A Við erum mjög ánægðir með samstarfið við Steinar. Hann sér um peningahliðina, við um mús- íkkina. Þetta hefur gengið prýði- lega allt saman. Jú, það er alltaf verið að spyrja okkur út í þetta með sönginn og við höfum rætt um þetta, en það hefur alltaf verið kveðið niður með skynsamlegum rökum. Lag- línurnar hjá okkur eru líka fæstar almennilega sönghæfar. Við höf- um aldrei vanist þvi að semja fyrir söng. Það er svo sem ekki útilokað að við eigum það eftir. Það er mikið að gerast í tónlist- inni hér núna og sumt af því er gott. Það er til dæmis að vaxa úr grasi ný kynslóð af metnaðarfull- um hljóðfæraleikurum í FÍH- skólanum. Sumt af þessari ný- bylgju hérna er hins vegar heldur fátæklegt og ekkert nýtt í því. En það er jákvætt að menn skuli vera að semja sína eigin tónlist í stað þess að herma eftir útlenskum hljómsveitum. Eftir tvö til þrjú ár fara að síast úr þessu bestu hljómsveitirnar og hinar hverfa. Það sem maður saknar stundum í sambandi við þetta, er það hvað lítið er lagt upp úr því að gera vandaða hluti. Sumum finnst nóg að eiga gítar og græjur til að vera músíkant." Höldum bara áfram „Hvað gerist í framtíðinni er ekki gott að segja. Við höldum áfram að reyna að gera okkar tónlist sem besta. Hvort hún svo selst eitthvað erlendis er ekki á okkar valdi. En i augnablikinu er útlitið nokkuð gott hvað það snertir. Alla vega í Englandi, að því er fróðir menn telja. í nánustu framtíð verðum við með hljómleika á ýmsum stöðum til að kynna plötuna. Fyrstu hljómleikarnir voru reyndar sl. laugardag í klúbbi NEFS. Þeir tókust prýðilega. Það er mun skárra að spila í Félagsstofnun núna, eftir að sviðið var sett upp og tjaldið í loftinu gerir kannski eitthvert gagn líka. Svo förum við sjálfsagt að huga að næstu plötu. Við erum á góðri leið, finnst okkur, svo við höldum bara áfram." — SIB. Greta Garbo og John Gilbert 4 meðan 4 töku kvikmyndarinnar Kriatín drottning atóö. Fyrsta myndin, sem Greta lék í átti aö vera undir stjórn Stiller, en vegna ósamkomulags viö ráöa- menn var annar leikstjóri látinn taka viö. Stiller leikstýröi þremur myndum fyrir „Paramount", en hólt aftur heim til Svíþjóöar, vegna lé- legrar heilsu, og lóst þar áriö 1928. Mörgum árum eftir dauöa hans talaöi leikkonan um hann eins og hann væri enn á lifi og fylgdist meö frama hennar af áhuga. í Hollywood var fyrsta kvikmynd Gretu Garbo „The Torrent” áriö 1926, „The Temptress" áriö 1927 en síðan kom aö myndinni „Flesh and the Devil“ áriö 1927 þar sem þau léku saman John Gilbert og hún. Ástarsenur þeirra, í þeirri mynd, þykja sjálfsagt ekki djarfar nú til dags, en á þeim tíma, sem myndin var sýnd, voru kvikmyndagestir ekki vanir aö sjá svo áköf faömlög og innileg, á tjaldinu. Þau uröu ástfangin hvort af ööru Greta Garbo og John Gilbert eins og sjá mátti í þættinum um þau, sem var í sjónvarpinu 11. okt. sl. En sagan um brúökaupiö sem átti aö veröa, er þó rituö ööruvisi, ef marka má æfisöguritara leik- konunnar. Gilbert haföi taliö Gretu á aö hlaupast á brott meö sér („elope" eins og þaö heitir á enskri tungu) en hún missti kjarkinn þegar á hólminn var komiö og faldi sig inni á snyrtiherbergi kvenna. Gilbert rauk þá til og giftist annarri leik- konu, Ina Claire, (sem reyndar lék síöar með Garbo i kvikmyndinni „Ninotchka") en skildi viö hana strax aftur. Rödd Gilberts eyöilagöi fyrir honum möguleika á hlutverkum þegar talmyndirnar komu, hann var drykkfelldur og fór illa meö sig. Greta Garbo baröist fyrir því aö hann fengi hlutverkiö á móti henni í Kristínu drottningu, í staöinn fyrir Laurence Olivier, og haföi sitt fram í þeim efnum. John Gilbert lést af völdum hjartabilunar áriö 1936, einmitt þegar alit var á uppleið meö feril hans sem leikara. Eftir því, sem æfisöguritarar Gretu Garbo segja, slapp hún rótt naumiega við aö ganga í hjóna- band í þrígang eftir þetta, og von- biölarnir voru leikstjórinn Rouben Mamoulian (sem stjórnaöi upptöku á Kristínu drottningu), hljómsveit- arstjórinn Leopold Stokowski og rithöfundurinn Gaylor Hauser. Greta Garbo geröist bandarísk- ur ríkisborgari áriö 1953 og býr nú í New York. Hún reynir aö láta lítið á sér bera, eins og áöur segir, fer þó í gönguferöir um borgina og í verslanir. Hún á sinn vinahóp, býö- ur heim fólki og fer annaö. I einu samkvæmi fyrir nokkrum árum, spuröi leikarinn Richard Burton hana hvort hann mætti kyssa á henni hnéö. „Sjálfsagt," sagöi hún og Burton beygöi sig niöur og kyssti hana. Greta Garbo er sögö hafa haft minnimáttarkennd vegna stórra fóta sinna. Leikstjórinn Erich von Stroheim sagöi einu sinni viö hana: „Ég skal segja þér, fæturnir á þér eru ekki eins Ijótir og fólk segir". Hann sagöi svo frá aö hún hafi beinlínis Ijómaö af ánægju viö aö heyra þetta. Þess má geta að veturinn 1962—63 sýndi ítalska sjónvarpiö Garbo-myndir og þau kvöld, sem þær voru á skjánum, minnkaöi aö- sókn aö kvikmyndahúsum um 75%. Bendir þaö til þess, aö þaö hafi ekki eingöngu veriö eldra fólk- iö, sem fylgdist meö sjónvarpinu þau kvöldin. Er enginn vafi á, aö enn finnst fólki Greta Garbo búa yfir ein- hverjum þeim persónutöfrum sem erfitt er að skilgreina. Þó aó síöan hafi komiö margar fallegar og hæf- ar leikkonur fram á sjónarsviöiö, segja þeir, sem séö hafa hana í kvikmyndum, aö hún sé óviöjafn- anleg. (B.l. tók saman og þýddi.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.