Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 39 LÍFSSTÍLL Rætt við Kristleif Þorsteinsson ferðamannabónda í Húsafelli um starfsemina þar leifs bónda, að sóknargestir væru að jafnaði um fimmtíu tals- ins og margir þeirra væru sum- ardvalargestir í Húsafelli. Ef fólk hefur áhuga á aö skoða fjarlægari staði, annaö hvort fótgangandi eöa akandi, þá er gaman aö fara upp aö Surtshelli, sem er í um 13 kíló- metra fjarlægð frá Húsafelli. Arnarvatnsheiöi er heldur ekki langt undan og þar er hægt aö renna fyrir silung. Þaö eru fáir sumarleyfisstaðir hér á íslandi, sem bjóöa upp á útsýnisflug og leiguflug. Krist- leifur og synir hans, Þorsteinn og Bergþór, hafa byggt flugvöll í landi sínu. Nú er veriö aö stækka hann og verður hann 800 metrar. Þeir Þorsteinn og Bergþór eiga flugvél af geröinni Cessna Skyhawk HFL og bjóöa þeir meðal annars upp á útsýn- isflug og er aö sögn þeirra, sem hafa fariö í slíkt flug afar fallegt yfir aö líta, þar sem flogiö er yfir Langjökul og nágrenni. Flug- mennirnir eru vel hæfir, Þor- steinn hefur atvinnuflugmanns- próf og bróöir hans einkaflug- mannspróf. Þeir sumardvalargestir sem hafa önnur áhugamál en nátt- úruskoöun og gönguferöir geta til dæmis fengiö leigöa hesta aö Bjarnarstöðum á Hvítársíðu, sem er í nágrenni Húsafells og látiö gamminn geysa um grænar grundirnar. Félagsskapurinn Langjökull hf. hefur veriö meö skíöastarfsemi í Langjökli. Á vorin er komið með traktor og sett upp toglyfta neöst í jöklin- um og er hægt aö stunda skíöi þar fram eftir sumri. Kristleifi bónda finnst aö bú- staðaeigendur, hvort sem það eru einstaklingar eöa félög, ættu aö nýta bústaöi sína betur á vet- urna. Því aö á Húsafelli og í nágrenni þess er gott skíöaland bæöi til iökunar svigskíöa og fyrir skíöagöngur. Hægt er aö fara í sundlaugina eöa bara liggja í leti eins og Kristleifur orðaði þaö. Þaö er búið aö byggja upp skemmtilega starfsemi aö Húsa- felli og að sögn Kristleifs, þá á aðstaöan eftir aö veröa betri. Sagöist hann stefna aö því aö gera Húsafell aö skemmtileg- asta sumarbústaðalandi í heimi. Hvort sem þetta var sagt í al- vöru eða bríeríi, þá er Kristleifur og fjölskylda hans á góöri leiö að þessu takmarki. Drðfn Baldvinsdóttir, sonurinn Fjalar og hundurinn Dolly í hjólhýsinu í góóu yfirlæti. l.jórnn.: Krintján Einanwon. Notar bala og þvottabretti Rætt við Dröfn Baldvinsdóttur Dröfn Baldvinsdóttir og synirnir Fjalar og Egill, dóttirin Björk og hundurinn Dolly dvöldu í hjólhýsi í Húsafelli. Sagöi Dröfn, þegar viö heimsótt- um hana, að þetta væri þriöja sumariö í röö sem þau dveldu þarna. Þegar komið væri vor þá linntu krakkarnir ekki látunum fyrr en fariö væri upp í Húsafell, því þau vildu hvergi annars staöar vera á sumrin. Dóttir Drafnar, sem oröin er 14 ára, vinnur viö sundlaugina og annar strákurinn, sem er 12 ára, er bensín- tittur í þjónustumiðstööinni. „Þaö er alltaf sama fólkiö sem kemur hingaö ár eftir ár,“ sagöi Dröfn, „og þó ég sé ein núna með börnin og hundinn, þá er svilkona mín venjulega í hjólhýsi viö hliöina." Sagöist Dröfn hafa ágætis að- stöðu í hjólhýsinu, sem væri sæmi- lega rúmgott og með fortjaldi. í þvi væri ágætis eldunaraöstaöa og svo hefði hún kælibox. Allt óhreint tau, kvaöst hún þvo í bala og notar viö það þvottabretti og síðan hengir hún þvottinn á snúru. Kvaöst hún hafa gaman að því að þvo viö svo frum- stæöar aðstæöur og ekkert sakna þvottavélarinnar. „Þaö er góður samgangur á meö- al fólksins hér og aldrei þarf aö kvarta undan hávaöa eöa látum,“ sagöi Dröfn. Kvaöst hún eyöa tíma sínum i útsaum og einnig færi hún mikiö í sundlaugina og á haustin í berjamó, en Húsafell væri einstak- lega gott berjaland. Húsafellskirkja var reist af áhugafólki. Þó hún sé ekki sóknarkirkja, þá er messaó þar annan hvern sunnudag og eru sumardvalargestir í Húsafelli stór hluti kirkjugestanna. Daglegt Hildur Einarsdóttir Gamiir legsteinar úr kirkju- garói Húsafellskirkju, sem ver- ið var aó hreinsa og gera vió. Si' Gæsin Rósa er afar gæf og í miklu uppáhaldi dvalargesta. „Skemmti- legt verkefni“ - segir Sveinn Gústafs- son, sem sér um greiða- sölu að Húsafelli Sveinn Gústafsson rekur Þjónustumiöstööina í Húsafelli, þar sem fæst ýmis- legt matarkyns svo sem allar nauösynjavörur, gosdrykkir og sælgæti. Sagöi Sveinn, að hann hefði tekið við Þjónustu- miöstöðinni í vor en Sveinn er viöskiptafræöingur aö mennt, svo verslunin er í góðum hönd- um auk þess sem hann nýtur aðstoðar dætra sinna þeirra Önnu og Dagbjartar. Aödragandinn að því, aö hann tók viö Þjónustumiðstöð- inni var sá, aö síðastliðna Hvítasunnu dvaldist hann ásamt fjölskyldu sinni í VR. sumarbústaðnum í Húsafelli. Kynntist hann Kristleifi bónda og tóku þeir tal saman. Út úr þeim samræðum kom sú ákvörðun, aö Sveinn tæki Þjónustumiöstöðina á leigu yfir sumariö. Sagði Sveinn, að vin- ir og kunningjar heföu haldið aö hann væri aö verða eitt- hvaö skrítinn að taka slíka ákvöröun og segja skilið viö skrifstofustólinn, en þeir vissu ekki hvers þeir væru aö fara á mis. Því sumarið væri búiö aö vera einstaklega skemmtilegt og heföi hann kynnst mörgu ágætu fólki og upplifað skemmtilega atburöi. Kvaðst Sveinn ákveðinn í að reka Þjónustumiöstööina aö Húsa- felli aftur næsta sumar. „Gott aö vera laus viö borgarysinn" - segja hjónin Signý Guöbjartsdóttir og Birgir Gunnlaugsson í reisugilli var einn sumarbústaöurinn í Húsafelli skíröur Sig- nýjarstaöir. Eigendur Signýjarstaöa eru hjónin Signý Guðbjarts- dóttir og Birgir Gunnlaugsson, en Birgir spilar í hljómsveit sinni, sem heitir í höfuöiö á honum og skemmtir hún gestum Hótel Sögu á sumrin, eins og flestir vita. Þau hjónin eiga fjögur börn á unga aldri. Þau kváðu þaö afar gott, aö eyöa sumrinu fjarri borgarysnum og malbikinu. Börnin nytu sín vel og þau þyrftu ekki aö hafa áhyggjur af bílaumferð og öðrum hættum, sem steðja aö ungum borgurum. Sumarbústaðinn keyptu þau hjón af Húsasmiðjunni en síöan innréttaði Birgir bústaöinn og smíöaöi flest húsgögnin sjálfur. Sagöist Birgir ekki hafa uppgötvað smíðahæfileika sína fyrr en þau réðust í sumarbústaðarkaupin! I sumar eyddi fjölskyldan tveimur mánuöum í Húsafelli. Um helgar fór Birgir til Reykjavíkur til aö spila á Sögu og um leið fór hann meö óhreint tau og setti í þvottavélina áöur en hann hélt aftur í sveitasæluna. Kvaöst þeim hjónum aldrei leiöast í sumarbústaönum. Þau færu í sund auk þess sem nóg væri aö starfa í kringum sumarbústaðinn og börnin. Sögöu þau aö það ríkti einstaklega góður andi meðal þeirra, sem dveldu að Húsafelli. Hjónin Signý Guóbjartsdóttir og Birgir Gunnlaugsson ásamt börnunum Þorsteini Má, Hlaógerði Iris og Drífu Birgittu, yngsta barniö sem er nýfætt lá inni í rúmi. I.jósm. Kristján Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.