Morgunblaðið - 16.10.1981, Side 10

Morgunblaðið - 16.10.1981, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Pylsa í matinn Matur Bergljót Ingólfsdóttir Þaö eru fáanlegar allgóöar pyls- ur, tilbúlnn kjötbúölngur og annar fljótlegur matur, sem sjálfsagt er gripiö til á flestum heimilum stöku sinnum. Mörg fyrirtækin, sem framleiöa slíka vöru, hafa haft liggjandi bæklinga með uppskriftum í búö- unum og sum jafnvel boöið til kynningar á framleiðslunni. Uppskriftin, sem hér fylgir meö, er ættuö frá frændum okkar Norö- mönnum og getur vonandi komiö einhverjum að gagni. Pylsuréttur með grænmeti 1 stór rófa, 3 gulrætur, 4 kartöflur, 1 púrra, súputeningar og vatn, alls 4 dl. 1 tsk. timian, 'h tsk. merian, heill pipar, salt, ca. 500 gr. pylsa, t.d. reykt, steinselja. Hýöiö tekiö af rófunni, gulrótum og kartöflum, skoriö í bita. Púrran skorin í l'A cm. bita. Suöan látin koma upp á teningssoðinu, krydd- inu bætt í, síðan er grænmetiö lát- iö út í eftir því hvaö þaö þarf langa suöu. Þegar grænmetiö er aö veröa meyrt er niöursneiddri pyls- unni bætt út í og hituö í gegn. Klippt steinselja sett yfir matinn um leiö og boriö er fram. Gróft brauö boriö meö. Saltfiskur Góöur saltfiskur er herra- mannsmatur, eins og allir vita, soðinn og meö góöum íslenskum kartöflum. Stöku sinnum verður maöur fyrir vonbrigöum með bragöið, og er þá sjálfsagt annaðhvort um mis- tök viö söltun og þurrkun aö ræöa, eöa þá aö hráefniö verður ekki nógu gott upphaflega. Þeir, sem muna sólþurrkaöan saltfisk, eins og var hér áöur fyrr, tala um hann meö nokkurri eftirsjá. En hvaö um þaö, saltfisk hafa víst flestir stöku sinnum á boröum og því ætlar dálkahöf. aö koma hér á framfæri dál. frábrugöinni aöferö viö saltfiskframreiöslu. / bitum. í smurt ofnfast mót er fiskur og kartöflur lagt í lög, efst er lauk- urinn og síðan rifinn ostur yfir allt I Saltfískur bakaður í ofni með iauk og kartöflum 450 gr. af saltfiski, 2 laukar, smjörlíki eöa olía til aö steikja úr, soönar kartöflur, smjör, ostur, tómatar eöa paprika. Fiskurinn látinn liggja ( bleyti í einn sólarhring. Síöan er hann soöinn í ósöltuöu vatni í 6—8 mín., og hreinsaöur, bein og roö tekið af á meðan fiskurinn er heitur. Lauk- urinn er skorinn, annaöhvort í tvennt eða sneiöar, brúnaöur á pönnu, ásamt kartöflunum í litlum saman. Bakaö í ofni þar til osturinn er alveg bráönaöur. Skreytt meö tómatbátum eöa paprikusneiöum um leiö og boriö er fram. Boriö fram meö grófu brauöi og smjöri. Saltfiskur — „lapskaus“ Ef afgangur er til af soönum saltfiski mætti matreiöa hann á eftirfarandi hátt: Hráar kartöflur eru skrældaöar og skornar í sneiöar, gerum ráö fyrir 4 meðalstórum kartöflum, og þær ásamt 2 laukum, skornum smátt, látið í pott, og vatn svo rétt fljóti yfir. Nokkur stykki af hreins- uöum roölausum saltfiski lögö yfir. 2 matsk. smjör sett yfir fiskinn ásamt 1 matsk. af pipar. Látiö sjóöa viö vægan straum þar til kartöflurnar eru orönar meyrar en þá er innihaldi einnar lítillar tómatþykknidósar (tómat- puré) hellt yfir, dálitlu súputen- ingssoöi og kryddi eftir smekk. Soöiö áfram í 5—10 mín. Brauö og smjör boriö meö. Sagöir t>ú, OMNI, DOC iigjörtæð þina, en Þ þér; ÞeirC hemlurn, hjóiadrifi spuröu1 segja. Mundu CHARGER algjört æöi"7 — ^^o^gHirú- essa frábæru bila tra fl. °ru sjáWiptib ícvl 2200rumsPrt.metram5etur og öðrum tæknib . tjrnurn “afram.Æsins.EI<la9leV™Þ''1 framarflestum^uu-mtjvi aaSsfe rf'SSfrtbært 1 o ------ 5 DQDCE bílar eru leiðtogar a^ð . 'u PaðferekkiámiWrwtoao ekkj SS-JSfSSffi!" ö wökull hf. r gullkróna. Armúla 36. Sími: 84366 OSNOK eftir Dan Uhre Jóhanna Kristjónsdóttir Osnok er fyrsta skáldsaga Dan Uhres og var að koma út í Dan- mörku á dögunum. Sögusviðið er velferðarríkið Danmörk 1969. Ástandið í atvinnumálum er að breytast, fyrirtæki hrynja og mönnum er sagt upp eftir langa þjónustu. Martin er einn þeirra, maður á miðjum aldri. Hann hefur ekki haft uppburði í sér til þess að segja Ernu konu sinni frá þessu. Fyrir grátbroslega tilviljanaröð rænir hann banka, án þess að ætla sér það — og kemur peningunum fyrir í gamalli kommóðu í kjallar- anum. Síðan í bókinni hverfur kommóðan, kona hans hefur þá gefið hana að honum forspurðum. Þau hjónin hafa lifað svona ósköp venjulegu hjónabandslífi, senni- lega eru þau hvorki lukkulegri né ólukkulegri en gengur og gerist, en síðustu mánuði hefur auðmýking Martins vegna atvinnumissisins óhjákvæmilega sett sín spor á hann. Við sögu koma einnig dóttir þeirra, Alice, sem er gift mannin- um Finn, út af fyrir sig mesta gæðamanni, en Alice er ekki dús við það líf sem þau lifa og hefur því leitað út í frá. Þó vill hún kannski ekki missa Finn — eða hvað? Sagan er fjarska hljóðlát og vel skrifuð og hún leiðir mann á skýr- an og áhrifamikinn hátt til skiln- ings á þeirri niðurlægingu sem það er að hafa ekki starf. Það viðhorf þekkja sem betur fer ekki margir á íslandi, þar sem allir eru að hálfdrepa sig á vinnu, og ég hélt satt að segja ekki að frásögn af þessu tagi gæti náð jafn mikl- um tökum á mér og raun bar vitni. Dan Uhre er tæplega fertugur að aldri og vinnur í danska sjón- varpinu við þáttagerð. Það er for- lagið Borgen sem gefur út þessa ágætu bók. Dan Uhre

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.