Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 FRAKKLAND: THE OBSERVER UNDIR DÝNUNNI SEILZT í Engir eiga jafnmikið af gulli undir dýnunni og Frakkar — nema ef vera skyldu Indverjar. Frakklandsbanki hef- ur frá fornu fari verið gírugur í gull en er þó ekki nema hálfdrættingur á við einstaklingana sem lúra á gullinu heima hjá sér. Að meðaltali á hvert mannsbarn í landinu jafnvirði um 14 þúsund nýrra íslenzkra króna í gulli. Þessir gífurlegu fjármunir hafa löngum verið stjórnvöldum í Frakklandi þyrnir í augum og til að klófesta það hafa þau nú boðizt til að kaupa það á 25% hærra verði en gengið er á gullmarkaði í Lund- únum, auk þess sem bannað hefur verið með lögum að verzla með málminn án þess að skráð séu nöfn og heimilisföng seljenda. GULLIÐ Stjórnin hefur þó ekki krafizt þess að gulleigendur gefi sig fram og geri grein fyrir því sem þeir hafa grafið í jörðu eða stungið undir dýnuna. Það stendur heldur ekki til að leggja eignaskatt á gull, en með því að skrásetja gullvið- skiptin telja stjórnvöld að hægt sé að stemma stigu við skattsvikum. Gull- söfnun einstaklinga hefur lengi verið viðkvæmt mál í Frakklandi og Mitterr- and er fyrsti stjórnmálamaðurinn sem dirfist að leggja gullviðskipti og önnur sparifjárviðskipti að jöfnu. Þessar ráðstafanir hafa m.a. haft það í för með sér að Napóleons-mynt hefur lækkað í verði um 5%, enda þótt hún sé enn 70% dýrari en jafnþyngd hennar í gulli, en í Frakklandi eru 528 milljón slíkar myntir í umferð. Napóleon hefur verið talinn nokkuð góður mælikvarði á geðsveiflur almennings þegar peningar eru annars vegar. Sem dæmi um það má nefna að dag nokkurn í fyrra rauk gengi Napóleons skyndilega upp úr öllu valdi, eða um 70% á einum degi, eftir ýmsar ábendingar um samdrátt í efnahagslífi og þar af leiðandi svartsýnistal dagana á undan. Gullkaupmenn í París spá því að svartamarkaðsviðskipti með gull muni vaxa, á kostnað hinna opinberu mynt- kaupmanna í borginni. Talið er að um þessar mundir verði eigendaskipti á allt að því einu tonni af gulli og 10 milljón Napóleons-peningum á gangstéttinni fyrir framan kauphöllina í borginni á degi hverjum. Gullkaupmennirnir segja að einu áhrif skráningarskyldunnar verði þau að a.m.k. 100 manns, sem nú starfa við hina opinberu verzlun, missi vinnuna. Einn kaupmannanna lét hafa þetta eftir sér: „Arið 1936 komst sósíalista- stjórnin að því að vegna andstöðu al- mennings þýddi ekkert að gera gull í einkaeign að tekjulind fyrir þjóðarbúið. Innan þriggja mánaða reyndist nauð- synlegt að koma aftur á frjálsri gull- verzlun til að friða hinn almenna kjós- anda.“ (Þýð. — Á.R.) Sióttul Opið kl. 10—3. Gísli Sveinn Hljomsveitin Tíbrá frá Akranesi Loftsson ídiskótekinu ■ittWÉiUiÉUMiáU STADUR HINNA VANDLÁTU £ m m m Þ0RSKABARETT AFBRAGÐSSKEMMTUN • ALLA SUNNUDAGA Júlíus, Þórhallur, Jörundur, Ingibjörg, Guörún og Birgitta ásamt hinum bráöskemmtilegu Galdra- körlum flytja frábæran Þórskabarett á sunnu- dagskvöldum. Verö með aögangseyri, lystauka og 2ja rétta máltíð aöeins kr. 200. Húsið opnaö kl. 7. Kabarettinn er aðeins fyrir matargesti FRÁBÆR MATUR Stefán Hjaltested, yfirmatreiðslumaðurinn snjalli, mun eldsteikja rótt kvöldsins í saln- um. RANNSÓKNIR Mannvitið og blý- magnið f blóðinu í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu hefur hingað til verið talið hættulaust, að blýmagn í 100 millilítrum af blóði skóla- barna væri 13—35 míkrógrömm. Nýlega var þó upplýst, að börn með svo mikið blý í blóðinu hafi lægri greindarvísitölu en önnur börn og eiga jafnframt við ýmiss konar hegðunar- vandamál að stríða. Niðurstöður rannsókna, sem lagðar voru fram fyrir tveim vik- um, virðast benda til þess, að fari blýmagn í 100 millilítrum af blóði fram yfir 12 míkrógrömm, leiði það til lækkandi greindar- vísitölu. Lækkunin nemur heilu greindarvísitölustigi fyrir hvert míkrógramm af blýi umfram 12. Við þessar rannsóknir kom fram að blý í blóði skólabarna á sér einkum tvennar orsakir. í fyrsta lagi orsakast það af mat- aræði, — einkum þar sem vatn er leitt eftir gömlum blýleiðslum. í annan stað orsakast blýmagn í blóði af útblæstri bifreiða. Þessar niðurstöður ómerkja yfirlýsingu brezku ríkisstjórnar- innar, sem gefin var út á síðasta ári. Þar sagði, að engar rök- studdar sannanir væru fyrir því, að 35 míkrógrömm af blýi eða minna hefðu skaðvænleg áhrif á mannslíkamann. Hingað til hafa 35 míkró- grömm af blýi í 100 millilítrum af blóði verið talin eðlileg þegar borgarbörn hafa átt í hlut. Enda þótt rannsókn sú sem hér um ræðir hafi aðeins náð til 166 skólabarna, þykja niðurstöður hennar óyggjandi og koma þær heim og saman við niðurstöður margþættra og viðamikilla rann- sókna, sem fram hafa farið á þessu sviði í Bandaríkjunum. Er nú greinilega engum blöðum um að fletta, að eitrun af völdum blýs, svo og ýmsar hliðarverkan- ir, er miklu alvarlegra vandamál en brezka ríkisstjórnin og sér- fræðingar hennar hafa viljað vera láta. Eins og gefur að skilja snertrr vandamál þetta einkum börn í stórborgum. Rannsókn sú, sem hér um ræð- ir, tók einungis til skólabarna í Lundúnum. Var börnunum skipt í tvo hópa. í öðrum hópnum voru börn með 12 eða færri míkró- grömm af blýi í 100 millilítrum af blóði. í hinum voru börn með 13 míkrógrömm af blýi og þar umfram. I ljós kom, að börnin, sem meira blý höfðu í blóðinu, höfðu allt að sjö greindarvísi- tölustigum færri en hin. Þennan greinarmun var ekki unnt að skýra með öðrum hætti, svo sem með stéttamun eða þess háttar. í stórborgunum eru það bílarnir sem eru helsti skaövaldurinn Frammistaða barnanna á ýms- um sviðum var rannsökuð ofan í kjölinn og yfirleitt var alls stað- ar það sama uppi á teningnum. Börn þau sem höfðu minna blý- magn í blóðinu tóku hinum fram í nákvæmni, skilningi, beitingu máls, o.fl. og fl. Einungis í stærðfræði höfðu þau ekki betur. Þar tókst ekki að finna neinn mun á frammistöðu hópanna tveggja. - ANTHONY TUCKER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.