Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 22

Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 ... að láta hana finna að henni sé ekkert of gott. TM Reo U.8. Pat. Off. ill rtgfits reserveð C 1981 Los Angetes Tlmes SytKllcate Maðurinn minn er ad reyna að græða upp skallann með því ad bera á hann blómaáburð! Með morgunkaffinu Þú sagðir að við yrðum örugglega þeir fyrstu upp á þennan tind? HÖGNI HREKKVÍSI MU.Ó f3. ÖSfcoT(JA/A/(/.. **£VMK&'/Af/. . Að hverju leitar lóan... ? Marta Jónasdóttir, Austurvegi 33, Selfossi, skrifar: „Velvakandi góður. Þú sem miðlar spurningum og svörum til fólks eftir beiðni þess. Nýlega rakst ég á það í þætti þínum (22. september), að ein- hver G. Árnadóttir bað Velvak- anda að leita höfundar að kvæði sem hún kunni hrafl úr, og helst að hafa upp á kvæðinu öllu. Þarna fylgdu með nokkrar sund- uriausar hendingar. En ég sá strax úr hvaða kvæði þær voru, því svo vill til að ég kann þetta kvæði, ég lærði það í æsku. Það heitir Hrefna á Heiði og er eftir Jakob Thorarensen. Og sendi ég það hér með til birtingar þættin- um. Enn fremur langar mig til að biðja þig, Velvakandi, að leita höfundar að kvæði, sem ég kann aðeins eitt erindi úr, og helst að hafa upp á kvæðinu öllu, og birta það í dálkunum þínum. En er- indið sem ég kann úr því er svona: A<) hvorju loilar lóan í lynttivöxnum mó? Ilún l'lji'ur fram <»u aflur <*n finnur hv<*rj»i |m'». Eina menneskjan sem ég hef heyrt syngja þessa vísu var frá Isafirði. Með vinsemd og virð- ingu.“ Velvakandi þakkar Mörtu fyrir bréfið og vonar að hún fái svar við fyrirspurn sinni, en kvæðið um Hrefnu á Heiði var birt hér í dálkunum daginn eftir að um það var spurt, eða 23. september, og hafði reyndar ver- ið birt áður, í júní sl., vegna fyrirspurnar um það þá. Lífshlaup Kjarvals Skarphéðinn Agnars skrifar 11. október: „Nú þegar meirihluti borgar- stjórnar virðist hafa heykst á því að kaupa Lífshlaup Kjarvals, og heyrst hefur að jafnvel standi til að selja það úr landi, verður mörgum tíðrætt um hvað nú sé til ráða. Það gerðist hér um daginn að eitt af varðskipunum okkar var sent norður í höf með einn rostung. Ein- hverjir umhverfisverndarmenn höfðu orðið strandaglópar með hann á Keflavíkurflugvelli. Sú ferð var farin að frumkvæði forsætis- ráðherra að sagt var. Guðmundur skipherra komst svo að orði, er hann var inntur eftir hverju slíkt sætti, að líkast til væri þetta eins- konar krydd í mannlífið. Þótt ugg- laust hafi það krydd orðið nokkuð dýrt, þá datt mér nú samt í hug, hvort forsætisráðherra Væri ekki fáanlegur til að krydda mannlífið ögn betur, með því að hlaupa undir bagga með ráðalausri borgarstjórn, svo Kjarvalsstaðir geti eignast þetta verk. Vafalítið yrði hans eigi skemur minnst fyrir það en ofan- greint rostungsmál. Vilji er allt sem þarf.“ Sjónvarpið: Hefur varað við ýmsum myndum — sem eru ekkert ógeðslegar 1028-4368 skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að lýsa undrun minni á því að sjónvarpið skyldi ekki vara við síðasta þætti „Óvæntra endaloka", „Sjáumst á jólunum", sem sýndur var á þriðju- daginn í síðustu viku. Aftur á móti hefur sjónvarpið oft og mörgum sinnum varað við myndum sem eru ekkert ógeðslegar og ekki talið þær við barna hæfi. Með þökk fyrir birtinguna." Að búast við og eiga von á Guðjón F. Teitsson skrifar: „Að undanförnu hefir oft mátt sjá og heyra, að fólk gerir ekki rétt- an greinarmun á þeim hugtökum, sem að baki liggja orðunum að bú- ast við og eiga von á. Þannig hefir oft komið fram í fjölmiðlum, að ýmsir, og þeirra á meðal vísinda- menn, eiga von á nýjum gosumbrot- um við Kröflu og hrikalegum jarð- skjálfta á Suðurlandi, en þessar náttúruhamfarir kynnu að hafa í för með sér gífurlegt eignatjón og jafnvel slys og dauða manna og dýra. Virðist því rangt að segja, að menn eigi von á slíku, sem frá al- mennu sjónarmiði kann að valda óæskilegum og hörmulegum at- burðum. Nýlegt dæmi um óviðeigandi orðalag af þessu tagi var að finna í dagblaði, þar sem skýrt var frá morði Sadats Egyptalandsforseta á hersýningu í Kairo. Var þar sagt, „að augljóst hefði verið af svip yfir- manns herliðsins, sem fylgdist með sýningunni, að hann hefði ekki ítt von á þessu.“ — Réttara virtist að segja, að augljóst hefði verið af svip herforingjans, að hann hefði verið mjög óviðbúinn árásinni eða hún komi honum hreinlega í opna skjöldu eða á óvart. í viðtali við Friðrik Ólafsson, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 20. sept. sl. segir fréttamaður blaðsins m.a.: „Nú ertu á förum til Amster- dam og síðar til Merano. Þar virð- ast deilur í uppsiglingu. Áttu von á erfiðleikum í Merano?“ Nefnd spurning fréttamannsins hefði verið betur orðuð þannig: „Óttastu erfiðleika í Merano eða býstu við erfiðleikum í Merano?"; í síðara tilvikinu samanber talshátt- inn: „Bústu við hinu illa, því að hið góða skaðar þig ekki.“ Von tengist því, sem gott er eða æskilegt frá sjónarmiði þess, sem við er átt, og var því svar Friðriks Ólafs- sonar við áður greindri spurningu rétt orðað, er hann sagði m.a.: „ ... auð- vitað vona ég, að einvígið fari frið- samlega fram.“ Þessir hringdu . . . * Abending til Húsmædrafélagsins Matthildur SverrLsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein frá Húsmæðrafé- lagi Reykjavíkur undir fyrirsögn- inni „Ohagræði að misstórum kartöflum". Þar er vakin athygli á þeirri „óhagræðingu sem fylgir því að fá í sama poka stórar kart- öflur sem þurfa 30 mínútna suðu og smáar sem þurfa 10—15 mín- útna suðu“. Það vill svo til, a.m.k. á mínu heimili, að ekki er soðið upp úr heilum poka í einu. Það er ekkert einfaldara en að velja í pottinn kartöflur af svipaðri stærð. Þetta er kannski hlutur sem þær hjá Húsmæðrafélaginu hafa ekki hugsað út í og ég bendi þeim hér með á. Og ef við hugsum jákvætt getur þetta meira að segja verið afskaplega þægilegt. Ef við höfum lítinn tíma notum við smærri gerðina og ef við hugsum okkur t.d. að gera kart- öflustöppu notum við þær stóru. En eru misstórar kartöflur í poka virkilega mál til að vekja athygli á í blöðum? Skil ekki þessi vinnubrögð „Gvendur íhald“ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst Austfirðingar á þingi hafa farið illa að ráði sínu gagn- vart Guðmundi Karlssyni. Ekki finnst mér þetta heldur hlýlegt af þeim í garð Vestmanneyinga, sem þeir hafa sótt margt til í gegnum árin og eiga ef til vill eftir að gera í framtíðinni einnig. Mér gengur því erfiðlegar að skilja þessi vinnubrögð sem Guðmundur Karlsson hefur staðið sig svo af- burða vel í störfum sínum á Al-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.