Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 47 Niels Henning og Philip Catherine í heimsókn Tónlist Birgir ísleifur Gunnarsson Allt frá því að Niels-Henning Örsted Pedersen kom hingað fyrst til að leika í Norræna húsinu haustið 1977 hefur hann verið eft- irlætisgoð íslenskra jazz-unnenda. Nú er hans von í fimmta sinn til tónleikahalds, en hann og belgíski gítarleikarinn Philip Catherine munu halda hér hljómleika á veg- um Jazz-vakningar n.k. miðviku- dag 21. október. Af því tilefni hef- ur Morgunblaðið beðið mig að rita nokkar línur. Niels-Henning er fæddur árið 1946 og stundaði nám í píanóleik um sex ára skeið, en snéri sér síð- an að bassanum og náði fljótt mikilli leikni á það hljóðfæri og var aðeins 14 ára gamall, þegar hann fór að leika með þekktum dönskum jazzmönnum. Hann varð fljótlega þekktur utan Danmerkur og þegar árið 1962 lék hann með hinum þekkta bandaríska píanó- leikara Bud Powell og þ.á m. inn á fyrstu plötuna, sem öðlaðist al- þjóðlega viðurkenningu. Ferill hans hefur síðan verið óslitin sigurganga. Hann hefur leikið með fjölda heimsþekktra listamanna og er eftirsóttur, þar sem mikið liggur við. Hann hefur hlotið margskonar viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi. í ágúst sl. var hann kjörinn besti bassa- leikarinn í kosningum gagnrýn- enda, sem bandaríska tónlistar- blaðið Down Beat efndi til. Það er mikil viðurkenning og þar komst hann í hóp með t.d. trompetleikar- anum Dizzy Gillespie, fiðluleikar- anum Stephan Grappelli, gítar- leikaranum Joe Pass og vibrafón- leikaranum Milt Jackson, en þess- ir voru ekki kosnir bestir á sitt hljóðfæri í þessum sömu kosning- um. Niels-Henning kom hingað í fyrsta sinn haustið 1977 með lönd- um sínum þeim Axel Riel og Ole Koch Hansen og héldu þeir eftir- minnilega tónleika í Norræna- húsinu. Mörgum er vafalaust t.d. minnisstætt, hvernig þeir félagar fóru á kostum í ýmsum dönskum smálögum, sem þeir höfðu útsett fyrir jazz-flutning eins og t.d. hús- ganginn „Det var en lördag aften". Næst var Niels-Henning hér á ferð á öndverðu ári 1978 og þá með ' þeim Billy Hart og Philip Cather- ine. Þeir tónleikar voru með allt öðru sniði, en mjög ánægjulegir. Þar voru m.a. flutt eftirminnileg verk eftir Niels-Henning sjálfan og má þar t.d. nefna fallegt lag „My little Anna“. Tveimur mánuðum seinna stóð Niels-Henning aftur á sviðinu hér og nú frammi fyrir 4000 manns í Laugardalshöll með píanósnill- ingnum Oscar Peterson. Þegar verið var að undirbúa Listahátið 1978, höfðu forráðamenn hátíðar- innar mikinn áhuga á að fá Oscar Peterson hingað til tónleikahalds. Ekki ætlaði það að ganga vel, en þá tókst Hrafni Gunnlaugssyni, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, að ná tali af Oscari sjálfum í New York og bar upp erindið. Oscar sagði: „Allt í lagi, ég skal koma til Islands með því skilyrði að þið út- vegið mér þá meðleikara, sem ég vil, en það eru þeir Niels-Henning á bassa og Joe Pass á gítar." Dæmið gekk upp og Oscar Peter- son kom. Joe Pass veiktist að vísu á síðustu stundu, en þeir tvímenn- ingar Oscar og Niels-Henning slógu i gegn og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna. Á sl. ári kom Niels-Henning enn og nú með brasilíska píanóleikar- anum og söngkonunni Tania- Maria. Enn kom ný útgáfa af tón- leikum. Margt var þar vel gert. Niels-Henning sýndi riddaraíega kurteisi og vildi greinilega ekki skyggja á konuna. Tónlistin hafði brasilískan keim og margir muna vafalaust samleik þeirra í undur- fallegu brasilísku þjóðlagi „Cas- inhe Perquenina", sem Tania Maria hafði útsett. Og nú kemur hann í fimmta sinn og að þessu sinni með gítar- leikaranum Philip Catherine. Hann er minna þekktur hér á landi. Hefur þó komið einu sinni til tónleikahalds eins og fyrr segir. Hann hefur getið sér heimsnafn sem gítarleikari og er nú álitinn besti jassleikari í Evrópu á hljóð- færi sitt. Á þessum tónleikum verða þeir aðeins tveir. Niels-Henning hefur áður komið fram á slíkum „duo“, tónleikum með ýmsum góðum mönnum og nokkrar plötur eru til með honum í slikum tvíleik. Hann mun þó aldrei hafa kómið fram áður á þennan hátt með Philip Catherine. Ekki er að efa að þeir eiga eftir að ylja mönnum um hjartarætur. Niels-Henning er maður margra, ólíkra stíltegunda í jazz-listinni. Það sem þó skilar sér alltaf er hin frábæra tækni hans, þegar fingurnir þjóta upp og niður strengina og hinn þýði, fal- legi tónn, sem enginn getur leikið eftir. Tónleikarnir á miðvikudag- inn kemur eru tilhlökkunarefni. Rasmus klumpur og félagar komn- ir út á íslenzku BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út tvær litprentaðar teiknimyndabækur í bókaflokknum um Rasmus klump og félaga, nefn- ast þær Rasmus smíðar skip og Rasmus klumpur skoðar pýramída. Höfundar bókanna eru þau Carla og Vilhelm Hansen en Andrés Indriða- son þýddi textann á íslensku. Teiknimyndabækurnar um Rasmus klump og félaga hafa veitt milljón- um barna um allan heim ótal ánægjustundir og mörg íslensk börn munu kannast við undraveröld þess- ara yndislegu sakleysingja úr dag- blöðum og Æskunni þar sem sög- urnar hafa oft birst sem framhalds- þættir á undanförnum árum. Samhliða útgáfu framannefndra bóka hefur bókaútgáfan einnig sent á markað litlar gúmmíbrúður af helstu sögupersónum bókanna og fást þær í öllum bókabúðum og víð- ar. ÖSA Ef þú gerir kröfur um gæói rijósrítun, en tekur fá eintök á ári, er nýja u-bix 90 jjösritunarvélin fyrir þig U-BIX 90 notar eina tegund af dufti ('tonerj. U-BIX 90 Ijósritar á allan venjulegan pappír, einnig þitt eigió bréfsefni. U-BIX 90 skilar fyrsta afriti efftir 6 sekúntur. U-BIX90 kostar 28.600- wlf„ & SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % + ~ «4? Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.