Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 „Sumarbústaðina mætti nýta betur á veturna“ Viö erum aö breyta svolítiö hjá okkur starfseminni," sagöi Kristleifur Þorsteinsson bóndi í Húsafelli, þegar Morgunblaöiö hitti hann aö máli aö Húsafelli í haust. „Ég er nú smám saman, aö hætta aö leigja út sumarhús og hef selt næstum öll húsin mín en þau voru 16 aö tölu. í staðinn er ég farinn aö leigja land undir sumarbústaöi og hefur tala þeirra aukist mjög og eru nú rúmlega 50 sumarbústaöir á af- mörkuöu svæði í Húsafells- 1andi.“ Kristleifur fylgdi okkur um svæöið og geröi grein fyrir fram- kvæmdum. Ýmis stéttarfélög og einstaklingar hata reist sér fal- lega sumarbústaöi í skjóli birki- trjánna, en í Húsafellslandi er allvíöáttumikill birkiskógur og því gott skjól fyrir veðri og vind- um. Fyrir utan sumarbústaöina er í Húsafelli töluvert af hjólhýsum og tjöldum á skipulögðum svæöum og mynda þessi sum- arhíbýli næstum lítiö þorp. Aö sögn Kristleifs, þá hefur starfsemin aö Húsafelli gengið meö ágætum í sumar og fjöl- menni drifið aö. Um Verslun- armannahelgina dvöldu þar til dæmis 4 þúsund manns. Öll aöstaöa er góö í Húsafelli, þar er fyrirtaks greiöasala, sundlaug og saunabaö. Þeir sem dvelja þarna þurfa ekki aö láta sér leiöast, því í Húsafellslandi sjálfu og í ná- grenni þess eru ýmsir markverð- ir staöir, sem athyglisvert er aö skoða og um leið hyggja svolítið aö sögu staðarins. í landi Húsafells er eyöibýlið Reyöarfell, sem viröist á sínum tima hafa veriö stórbýli, en fór í eyði á 15. öld. Bæjarrústirnar, sem standa sunnan vegar um 1 km vestan við Húsafellsbæ hafa verið grafnar upp á vegum Þjóð- minjasafnsins og gefa þær góða hugmynd um húsaskipan meiri háttar bæja á 14. og 15. öld. Viö framhaldsuppgröft sum- arið 1966 komu fornleifafræð- ingar niður á skálagöng, sem greinilega voru eldri en bærinn, sem upp var grafinn. Þykir ekki ósennilegt, að göngin kunni aö vera úr bæ Svarthöföa Bjarna- sonar, sem nam land á Reyðar- felli. Tvö kunn rímnaskáld eru kennd við Húsafell. Annar er Bjarni Jónsson, sem uppi var ca. 1580—1655. Var hann talinn eitt besta skáld síns tíma á is- landi. Hitt skáldið var Snorri Björnsson, prestur, sem uppi var 1744—1807. Um Snorra hafa myndast fjölmargar þjóð- sögur einkum fyrir galdra. Snorri var karlmenni aö buröum og reyndi afl sitt á steintaki, sem enn sést viö Húsafellstún. Þaö heitir Kvíahella og vegur um 180 kíló. Átti amlóði aö lyfta henni á hné, hálfsterkur aö taka upp í magahæð og lyfta á stein, sem stóð í kvíadyrum, en fullsterkur tók helluna á brjóst og bar í kringum kvíarnar. Þeir sem koma í Húsafell nú á dögum og reyna viö Kvíahelluna, sem enn- þá er á sínum stað, komast fæstir í flokk með amlóðum. Kvíarnar á Húsafelli eru byggöar úr lítt meöfærilegum björgum og sagt er að þær séu handverk séra Snorra. Snorri er grafinn í Húsafells- kirkjugaröi og er þar legsteinn yfir hann. Á Húsafelli búa enn ættmenn Snorra en Kristleifur bóndi og afkomendur hans eru meöal þeirra. Aö Húsafelli er Ijómandi falleg kirkja. Þaö var áhugafólk, sem Ljósm.: Krlstján Einarsson. Kristleifur Þorsteinason sýnir blaðamanni krot af akipulögöu sumar- bústaöahverfi í Húsafelli. byggöi kirkjuna meöal þeirra af- komendur séra Snorra. Hér er ekki um sóknarkirkju aö ræöa, þó er messaö í kirkjunni annan hvorn sunnudag og er þaö Geir Waage, sóknarprestur aö Reyk- holti, sem messar. Sagöi Sigrún Bergþórsdóttir, eiginkona Krist- .i - Þorsteinn Kristleifsson viö flugvélina, sem notuö er í útsýnisflugiö. Kvíarnar i Húsafelli eru byggöar úr lítt meöfnrilegum björgum og taliö er aö þau séu handverk séra Snorra, sem var sóknarprestur aö Húsafelli. Sagt var um Snorra aö hann vseri göldróttur og afar rammur aó afli. Kristleifur bóndi er afkomandi séra Snorra. I.josm: K ristjan Eínarsson. „Strákarnir komu á torfæru- mótorhjólum upp í Húsafell“ Rætt viö hjónin Eddu Hansen og Gunnar Skaftason og börn þeirra, en þau dvöldu í sumarbústaö flugumsjónarmanna w Isumarbústaö flugumsjónarmanna aö Húsafelli hittum viö hjónin Eddu Hansen og Gunnar Skaftason og börn þeirra Guörúnu, Skafta og Kristján. Synir þeirra hjóna höfðu komiö á mótorhjólum upp í Húsafell og höföu þeir fariö um Kaldadal, sem er ákaflega falleg og sérkennileg leiö. Því miöur lentu þeir í rigningu á leiöinni, en þeir voru vel búnir þannig að þaö kom ekki aö sök. Sagöi fjölskyldan aö þeim líkaöi afar vel aö dvelja aö Húsa- felli og eyddu þau tímanum í gönguferöir um nágrenniö svo færu þau í berjamó og í sundlaugina. Kváöust þau einnig hlusta á útvarp og lesa sér til afþreyingar. Strákarnir höföu farið á mótorhjólunum sínum, sem eru sér- stök torfæruhjól, upp á Arnarvatnsheiði þar sem þeir veiddu silung. I styttri feröum um nágrenniö fékk systir þeirra að sitja aftan á hjá bræörum sínum enda eru þeir þaulvanir ökumenn. Hjónin Edda Hansen og Gunnar Skaftason og börn þeirra Skafti, Kristján og Guórún. Ljósm. Krist ján Einarwion.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.