Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 Samtog hf. Eyjum: Kaupir tvo pólska vertíðarbáta SAMT(K1 hf. Vestmannaeyjum hef- ur gert smíða- og kaupsamning við pólska skipasmíðastöð um tvo al- hliða vertiðarháta og á að afhenda þann fyrri í nóvember 1983 og þann síðari í janúar 1984. Kaupverð hvors báts er röskar 10 milljónir króna. Bátarnir eru 26 metra langir og á annaö hundrað tonn. Útgerð- armenn í Eyjum sýndu áhuga á þessum bát í fyrra, en möguleiki til kaupanna opnaðist ekki fyrr en með loðnumjölssamningum við Pólverja. 26 þús. tonnum landað erlend- Siglingar með fisk dragast saman: is - 35 þús. tonnum FRÁ áramótum til loka október fóru íslenzk fiskiskip í alls 212 söluferðir til Englands, Pýzkalands og Fær eyja, en á sama tíma í fyrra voru ferðirnar orðnar 368 að meðtöldum 23 siglingum með sfld til Danmerk- ur. Það sem af er árinu hafa skipin landað alls 26.246 tonnum erlend- is, en í fyrra höfðu þau landað 35.923 tonnum að frádregnum síldarafla, svo ljóst er að mikill samdráttur hefur orðið á sigling- um með afla til sölu erlendis á þessu ári. Verðmæti aflans, sem landað hefur verið erlendis, er nú tæplega 101,5 millj. kr. en í fyrra 138 millj. kr. Alls er búið að fara 94 söluferðir til Englands á þessu ári á móti 242 í fyrra. Þar hefur nú verið landað 9.786 tonnum, en i fyrra 20.211. Meðalverð á enska markaðnum hefur hækkað um 3 pence á kiló milli ára. í fyrra var meðalverðið 6,81 kr. pr. kg, en er nú 7,24. Hæst hefur jafnaðarverð verið í í fyrra Grimsby á þessu ári, 7,38 kr. pr. kg. Til Þýzkalands hefur verið farið 47 sinnum á þessu ári, á móti 80 ferðum á sama tima í fyrra. Þar er nú búið að landa 8.982 tonnum á móti 13.441 tonni í fyrra. Meðal- verð á kíló er kr. 7,60 en í fyrra kr. 5,76 og hefur þvi meðalverð á þýzka markaðnum hækkað mikið á milli ára. T.d. er meðalverðið í Cuxhaven kr. 7,74 á árinu. í Færeyjum hefur verið landað 71 sinni á þessu ári, en 23 sinnum á því síðasta. Alls hefur verið landað þar 7.477 tonnum en í fyrra 2.629. Meðalverð á kíló er þar 4,45 kr. en í fyrra 2,57. Leifur Magnússon formaður flugráðs: Skipting áætlun- arflugs hefði þýtt aukið óhagræði MORGUNBLAÐINU barst í gær eft- irfarandi athugasemd frá Leifl Magnússyni, formanni flugráðs: „I tilefni af ummælum hæstv. samgönguráðherra í Morgunblað- inu í dag, svo og í ýmsum öðrum dagblöðum í gær, vegna umsagnar flugráðs um leyfi til handa Arnar- flugi hf. til að stunda áætlunarflug milli Islands og þriggja annarra Evrópulanda, óska ég eftir að koma á framfæri eftirfarandi athuga- semdum: 1. Síendurteknum dylgjum þess efnis að ég, svo og Ragnar Karlsson flugvirki, sem situr í flugráði sem varamaður Steingríms Hermanns- sonar, gæti þar hagsmuna aðal- vinnuveitanda okkar tveggja, þ.e. Flugleiða hf., er harðlega vísað á bug. Ég tel, að á undanförnum tæp- um 6 árum, sem við Ragnar höfum saman setið í flugráði, hafi nægi- lega oft komið skýrt fram að við höídum þar fram sjálfstæðum skoð- unum óháðum meintum hagsmun- um stofnana eða félaga. 2. Varðandi þá ábendingu hæstv. samgönguráðherra, að slíkum starfsmönnum flugfélaga beri að sitja hjá við atkvæðagreiðslu, þegar afgreidd eru málefni er snerta flugfélög, er þess að geta, að ég minnist þess ekki að fyrrverandi formaður flugráðs, flugmálastjór- inn, né heldur aðrir starfsmenn flugmálastjórnar í flugráði, hafi setið hjá við afgreiðslu mála er varða þá stofnun, en ca. 70% mála, sem flugráð fjallar um, varða flugmálastjórnina sjálfa. Þá minn- ist ég þess heldur ekki að ágætum þingmönnum, sem sitja og setið hafa í flugráði, sé talið skylt að sitja hjá, þegar rædd eru verkefni er varða kjördæmi þeirra. 3. Varðandi afgreiðslu Arnar- flugsmálsins gerði ég svofellda bók- un, þar sem afstaða mín er nánar rökstudd: „Hafna ber umsókn Arnarflugs hf. um leyfi til áætlunarflugs milli íslands annars vegar og Frakk- lands, Sviss og/eða Þýzkalands hins vegar, m.a. með hliðsjón af eftirfar- andi: a) Þegar íslensk stjórnvöld (flugráð, samgönguráðuneyti, ríkis- stjórn og Alþingi) beittu sér á árun- um 1972—73 fyrir sameiningu Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. voru stjórnum og hluthöfum þeirra fyrirtækja veitt tiltekin fyrirheit um verkefni sameinaðs fé- lags. Ælta má að þau fyrrheit hafi verið forsenda fyrir samþykki aðal- funda félaganna um sameiningu þeirra í Flugleiðir hf. b) Unnt er að fullnægja öllum þörfum áætlunarflugs til og frá ís- landi með tveim þotum að vetrar- lagi og þrem að sumarlagi. Skipting slíks áætlunarflugs á fleiri íslenska aðila felur óhjákvæmilega í sér aukið óhagræði, og seinkar mögu- legri endurnýjun flugflotans með nýrri flugvélagerðum. c) Arnarflug hf. var stofnað árið 1976 til að stunda óreglubundið flug, bæði á íslenskum og erlendum markaði. Aukin umsvif félagsins á þessum vettvangi gefa til kynna að þar sé um næg verkefni að ræða. Veiting sérleyfis til áætlunarflugs félagsins á 13 flugleiðum innan- lands hefur síðan 1979 rennt frekari stoðum undir reksturinn.““ HITACHI Hitachi Denshi.Ltd. VIDEO UPPTÖKUVÉLAR OG MYNDSEGULBÖND gp; in oleclríMte vítúcon tube FP3060A Sii'Qia (rí ciectrode SATiCDN* tube Hitachi Denshi býöur mikið úrval video upptökuvéla, bæði fyrir almenning og atvinnumenn sem gera kröfur. Hitachi Denshi myndsegulböndin eru fyrir 3/4” U matic snældur. Höfum bæði beranleg- og studio tæki. Við bjóðum 16 gerðir upptökuvéla, með einum lampa og þrem lömpum. Leitið nánari upplysinga Einkaumboð á islandi. %) Radíóstofan h£ Þórsgötu 14, símar 28377 - 11314 - 14131 fP 1020A ffcree SATICON* uAm FP-40S Thréé SAT'lCON* tubes, optítt TP20S ThreeSATICON* VAm, |PCtv«wm 11 TfáO* >r»»fk Norskur togari til Djúpavogs „ÞAD er verið að leysa okkar mál og við eigum von á skipi síðari hluta nóv- ember, en annars trúir maður engu fyrr en búið er að binda skipið við bryggju á Djúpavogi, máiin ganga það hægt,“ sagði Borgþór Þétursson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds hf. á Djúpavogi, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Búlandstindur fékk ákveðna fyrirgreiðslu hjá Byggða- sjóði í sl. viku og skv. upplýsingum Morgunblaðsins nægir sú fyrir- greiðsla væntanlega til þess að fyrir- tækið geti fest kaup á umræddu skipi, sem er lítill skuttogari smíðað- ur í Noregi. Togarinn sem Búlandstindur hef- ur fest sér í Noregi er 299 brl. að stærð og að sögn í fyrsta flokks ásig- komulagi. Áður hafði Búlandstindur tryggt sér færeyska togarann Froy- ur, sem færeyska landsstjórnin bannaði síðan að seldur yrði úr landi, og síðan var fyrirtækið að hugsa um að kaupa eitt fjögurra skipa í Bretlandi, sem íslendingar hafa verið að hugsa um að kaupa. Að sögn Borgþórs Péturssonar, þá þarf engar breytingar að gera á norska togarunum, en margskonar breytingar hefði orðið að gera á bresku skipunum, sem hefði ýtt verði þeirra mjög upp, og mun norska skipið því alls ekki reynast dýrara tilbúið á veiðar. Hann sagði ennfremur að ákveðið væri að auka hlutafé Búlandstinds um milljónir nýkróna og myndu ein- staklingar á Djúpavogi leggja sitt af mörkum. Kvað hann menn vonast til að þegar nýja skipið kæmi myndi atvinnuástand á staðnum batna mjög, en þá á hráefni að berast jafnt og þétt til frystihússins þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.