Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 47 I>essi mynd var tekin af þeim Völu og Gunnari Thoroddsen er þau hlýddu á umræður á íandsfundinum síðdegis á föstudag en þá fóru fram miklar umræður um ágreiningsmálin í Sjálfstæðis- flokknum og stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens. Frá umræðum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Fyrirtækin verda að njóta frelsis í gjaldeyrismálum segir Kristinn Pétursson FRELSI í gjaideyrisviðskiptum og vísitölutrygging lánsfjár voru helstu umræðuefni Kristins Péturssonar, sem tók til máls á landsfundi í gærmorgun við umræður um at- vinnumálin, að loknum erindum framsögumanna. Sagði Kristinn fyrirtækjum nauðsyn að njóta frelsis í gjaldeyrisviðskiptum, t.d. að þau mættu taka lán í þeim erlenda gjald- eyri, sem hagstæðastur væri, í stað þess að krefjast þess að hafa þau í Bandaríkjadölum. Um lánsfé sagði hann að hvorki einstaklingar né fyrirtæki hefðu efni á að bera þá vísitölubindingu lána, sem nú tíðkaðist, fyrr eða síðar stefndi í greiðsluþrot. Þá sagði Kristinn skattalög vera meira eða minna rugl og ættu sjálfstæðismenn þar sinn skammt og minntist hann m.a. á 10% skattlagningu á útflutning skreið- ar. Að lokum sagði hann að aðal- atriði í umræðu manna um at- vinnumál ætti að vera hvernig mætti stækka þjóðarkökuna, en ekki sífellt rifrildi um hvernig hún ætti að skiptast, ekki þýddi að ríf- ast um hluti sem ekki væru til. Þorvarður Elíasson tók undir orð Kristins um gjaldeyrismál og sagði að byggðarlögum hlyti að vera það hagsmunamál að fá að hafa eitthvað af þeim gjaldeyri að segja, sem þau öfluðu með útflutn- ingi sínum. Pétur Blöndal ræddi einnig um vísitölumálin og sagði að fram til þessa hefðu sparifjár- eigendur verið flengdir, en nú nytu þeir verðtryggingar fjár síns, en vísitölubinding væri þó nauð- vörn til að auka sparifjármyndun. Þá gerði hann orkumál að umtals- efni og sagði að þar sem næg orka væri fyrir hendi í landinu, óbeisl- uð, þar væru þau atvinnutækifæri sem nýta þurfti, þar væri nánast fundið fé. Einnig tóku til máls í umræðum um atvinnumál þeir Jón Sveinsson, Ragnar Hall- dórsson, Kristinn Jónsson, Edgar Guðmundsspn og Agúst Sigurðs- son og bað Ágúst menn að taka til endurskoðunar þann hluta álykt- unarinnar er fjallaði um landbún- aðarmál og spurði hvar bændur hefðu verið er þau drög voru sam- in. Að loknu erindi Matthíasar Á. Mathiesen um kjördæmamálið tóku til máls Guðmundur Hansson og Páll Daníelsson. Sagði Guð- mundur tillögurnar um kjör- dæmamálin aðeins vera bolla- leggingar en ekki bein yfirlýsing um hvað Sjálfstæðisflokkurinn vildi í þeim málum og þyrfti að marka þessar tillögur skýrar. Páll Daníelsson sagði að heildarat- kvæðamagn flokks í kosningum ætti að ráða fjölda þingmanna og síðan ætti að skipta þingmönnun- um niður milli kjördæma eftir fylgi í hverju kjördæmi og með hliðsjón af styrk flokksins. Þannig gætu að vísu sum kjördæmi misst sína eða sinn þingmann, en með því móti væri skiptingin eðli- legust. Þessum fundi um atvinnu- og kjördæmamálin stjórnaði Einar K. Guðfinnsson og fundarritarar voru þau Áslaug Öttesen og Kári Jónasson. I.andsfundarfulltrúar hlýða á mil framsögumanna. Eyjaprent færir út kvíarnar EYJAPRENT hf. í Vestmannaeyj- um hefur nýlega tekið til starfa í nýjum og rúmgóðum húsakynnum í lfiOO fermetra húsnæði, vinnusal og skrifstofu. Eyjaprent var eitt fyrsta nýja fyrirtækið scm hóf rekstur í Vestmannaeyjum eftir gos, haustið 1973, og síðan hefur prentsmiðjan sífellt eflst að véla- kosti og verkefnum. í júní 1974 hóf Eyjaprent að gefa út vikublað- ið Fréttir og hefur það komið út reglulega síðan. Fyrir skömmu tók Eyjaprent í notkun nýjar prentvélar, sem gera prentsmiðjunni kleift að taka stærri verkefni og viða- meiri á allan hátt en áður, en Eyjaprent sinnir allri almennri prentþjónustu bæði fyrir Eyja- menn og einnig ýmsa aðila úti á landsbyggðinni og í Reykjavík. Með tilkomu nýju vélanna er stefnt að því að hefja bóka- prentun í Eyjaprenti, en í Eyja- prenti er setning, prentun, plötu- og filmugerð. Forstjóri Eyjaprents er Guðlaugur Sig- urðsson. Ljó.sm. Mbl. Si({urgeir. (■udlaugur við eina setningarvél- ina. af öndvegisverkum “ íslenskrar leikritunar — eru nti aftur fáarlleg á hljómplötum Gullna hliðið eftir Davíö Stefánsson Leikstjóri: Lárus Pálsson Tónlist: Páll ísólfsson íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness Leikstjóri: Lárus Pálsson Á þessum upptökum af verkum tveggja af höfuöskáldum fslenskrar tungu koma fram margir af vinsælustu leikurum þjóöarinnar fyrr og síöar. Meö þessum hljómplötum fylgja vandaöir baeklingar meö upplýsingum um verkin, leikstjóra, leikara og höfundana. Einnig eru upplýsingar á ensku. Heildsölubirgöir fyrirliggjandi Verk þessi eru fáanleg í hljómplötuverslunum um land allt FALKINN Suóurlandabraut 8 — simi 84670. Laugavegi 24 — sími 18670. Austurvsri — simi 33360.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.