Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________124. þáttur Góðs viti má það vera, hversu margir spreyta sig á nýsmíði orða fyrir video. Ahuginn er lifandi. Mönnum er ekki sama um móðurmál- ið. Þeir gleypa ekki hvaðeina hrátt, það sem að berst er- lendis frá. Mér hafa borist fjölmarg- ar tillögur. Annars vegar eru þær sem fela í sér hljóðlík- ingar við erlenda orðið. Dæmi af því tagi: viðja (ster- eo þá stirja), vídi, vídó, víð- band. Hins vegar eru orð sem eiga að fela í sér eitthvað af merkingu orðmyndarinnar video (latína = ég sé) og má þar nefna orð eins og sýni, sýnisband, sjónband og síðast en ekki síst myndband, en því orði sýnist mér best tekið. Ýmsir eru hugmyndaríkir og örlátir á uppástungur. Þorsteinn Hákonarson í Innri-Njarðvík stingur upp á að fyrir stereo komi hljómun og af því síðan fjölmargar samsetningar eða tilsvaran- ir, svo sem hljómstofa, hljómkerfi, hljómnemi, hljómband, hljómvægi, há- og lághljóma, hljómsnælda, hljómblendi, hljómeyru, hljómbrögð, hljómhús, hljómdans, hljómæði o.s.frv. Fyrir video vill hann setja vísi. Samsetningar: vísikerfi, vísitenging, vísiband, vísi- snælda, vísitæki, vísikapall, vísiplága, vísivandi, vísistöð, vísirás, vísiþjófur, vísigláp, vísigæði, vísiæði o.s.frv. Þá vill Þorsteinn setja ómun fyrir quadrofoni. Sam- setningar t.d. ómplata, ómband, ómrás, ómvægi, ómburður, ómkerfi, ómtæki, vanómað, ómmögnun, ómstilling, ómhæfi, ómtengt. Mörg þessara orða virðast mér prýðilega mynduð, og trúlega eiga sum þeirra greiða leið inn í mál okkar. Þá er þess getandi með þökkum að mér hefur borist Pálsbréf, hið fimmta í röð- inni, og mun ég nú hafa gamlan sið og birta glepsur úr því, en búa til fyrirsagnir og leturbreytingar eftir geð- þótta. Hins vegar held ég mig við það segja ekki hvað- an hitt eða þetta er komið. Það veitir fyrst og fremst upplýsingar um hvað Páll heyrir og sér og fer ekki ann- arra á milli en okkar. 1) Gjafir eru yður gefnar „ ... hafi báðum Hrafn- istuheimilunum verið gefin myndsegulbandstæki að gjöf.“ 2) Lítil eða mikil athygli „ ... var nítján ára og vakti bókin ekki síst minni athygli fyrir það.“ 3) Fáir cða margir (sami höf- undur og í nr. 2). „Þeir eru ófáir íslendingar sem ekki hafa kynnst þessu vandamáli." 4) Miðvikudagur í dag. „ ... sagði, að þeir farþeg- ar, sem ætluðu með Flugleið- um í dag, miðvikudag, ann- aðhvort vestur um haf eða til Bandaríkjanna (!), væru beðnir að hafa samband við félagið í dag.“ 5) Vinna til vinnslu. „Þar við bættist að ýsan væri scinunnin til vinnslu í frystihúsinu.“ 6) Enn er maðurinn skamm- sýnn. „Það er enn ósköp lítið vit- að ennþá um framhaldið.“ 7) Ekki er að spyrja að íþrótta- mönnum. „Já, íslenskir íþróttamenn voru mjög vinsælir víða í Evrópu, sérstaklega íþrótta- mennirnir.“ Ég held ég stilli mig ekki um að skjóta inn úr gömlum skólastíl: „Kartaflan er ein helsta matartegund íslend- inga, fyrst og fremst til fæðu.“ Eða: „Húsdýrin eru ýmist notuð til þarfa eða brúkunar, t.d. hesturinn, hann er notaður til brúkunar." Og auðvitað var þetta hárrétt. 8) Öfugþróun í þágufallsátt. „En mér er farið að blöskra við þcssum annarrar handar köstum. Og vonandi ber ég þá gæfu sem og öðrum dómurum að stöðva þessa öfugþróun." 9) Viðkröfur. „Astandið í lífeyrissjóðs- málum aldraðra er gersam- lega óviðunandi og krefst skjótra breytinga við.“ 10) Þágufallsfælni, kynkippir. „Afkomendur þeirra hjóna hafa margir kippt í kynið, eru hraustmenni og mjög söng- elskir." 11) Glaðst yfir dauðri kirkju. „Hátíðarguðsþjónusta var haldin að Fellskirkju þann 9. ágúst síðastliðinn í tilefni af 100 ára ártíðar Fellskirkju." Kirkjan hefur væntanlega verið í Felli. 12) Varanlegir erfiðleikar? „Við vonum að leiðin í ár verði mjög erfið og þar af leiðandi mjög skemmtileg. Mér þykja aðstæður hér á landi vera hinar réttu þar sem allir vegir eru með var- anlegu slitlagi." 13) Smalað í réttinni, nýrri eða gamalli. „Smalað verður í Reykja- rétt endurbyggðri í fyrsta sinn n.k. föstudag." 14) Sinn, hvorn, annar, hinn. „Þannig hafa þessir tveir menn verið að skrifa um hvorn annan í sitt hvoru land- inu án þess að vita um gjörð- ir hins.“ Mér skilst að mennirnir hafi verið að skrifa hvor um annan, hvor í sínu landi, og hafi þó hvorugur vitað af gjörðum hins. 15) Ógnarstjórnin afhjúpuð. „Hún heimsótti Igor á föstudaginn í vinnubúðir þar sem hann afhjúpar tveggja og hálfs árs dóm.“ Önnumst kaup og sölu allra almennra veöskulda- “»réfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt viö aupendum á viöskiptaskrá okkar. Góö þjónusta. — Reyniö viöskiptin. Wnlhrpín - tUaiiuMliiriiiii l^rkjnfonfi ^ 12222 1 Myndbanda- | j dreifing j Umboösmenn óskast, víös vegar um b landiö, til dreifingar á video-myndbönd- um. Væntanlegir umboösmenn fengju 5: einkaleyfi fyrir dreifingu í þeim kaupstaö, kauptúni eöa sýslu, sem þeir heföu ; ^ áhuga fyrir. % Um er aö ræöa mikið magn myndbanda meö íslenskum textum, frá bresku fyrir- tækjunum EMI og RANK, en einnig frá | b ýmsum öörum aöilum. i Skriflegt svar meö upplýsingum um aö- stööu viðkomandi, svo og hugmyndum * b um aöferöir viö dreifingu, óskast sent til: i v Regnboginn — Hafnarbíó Pósthólf 5206, Reykjavik. GENGI VERÐBREFA VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1969 1. flokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2 flokkur 1974 1 flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1 flokkur Kaupgengi pr. kr. 100 - 7.349.28 6.946.54 5.219.54 4.667,53 4 050.55 3.436.35 2.542,10 2.342,06 1.616,49 1.324.03 997,28 944,71 761,43 707,18 592,30 482,75 380,97 322,17 249,96 192,92 152,13 133,66 25. OKT. 1981 VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS A — 1972 B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 Ofanskráö gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdraattiabráfin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Kaupgengi pr. kr. 100.- 2.414,86 1.988.89 1.699,37 1 447,73 996,86 996,86 667,65 638,16 488,70 456,15 Meöalávöxtun spariskirteina umfram verö- tryggingu er 3,25—6%. VEÐSKULDABREF MEÐ LANSKJARAVÍSITÖLU: Kaupgengi m.v. nafnvexti Ávöxtun Eimskipafáleg íslends Tollvöru- geymslan hf. Skeljungur hf. Fjárfestingarf. íslands hf. Kauptilboö óakaat Kauptilboö óskast Sölutilboö óskast Sölutilboó óskast. VEÐSKULDABREF ÓVEROTRYGGO: Kaupgengi m.v. nafnvexti 2Vi% (HLV) umfram (HLV) 1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 97,62 98,23 5% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ár 96,49 97,10 5% 2 ár 57 59 60 62 63 80 3 ár 95,39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 94,32 94,94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 92,04 92,75 5%% 5 ár 38 40 42 44 46 69 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6%% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7 %% 10 ár 77,38 78,48 8% 15 ár 69,47 70,53 8’/4% TÖKUM OFANSKRAÐ VERÐBREF I UMBODSSOLU ÍIÚKniMMNlM ÍfUMMM HA VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opið alla virka daga fró kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.