Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 43 Ljósm. Mbl. Kristján. Rakel Viggósdóttir og Siguróur Jónsson í verzlun sinni. ísull opnar eft- ir breytingar VERZLUNIN ísull, Aðalstræti 8, hefur opnad á ný eftir gagngerar breytingar. Jafnframt hefur verzlunin tekið upp nýja þjónustu og mun hún framvegis bjóða fatnað í yfir- stærðum fyrir konur. Eins og hingað til verða ullarvörur og minjagripir á boðstólum. ísull hefur undanfarin misseri flutt út ullarvörur, aðallega til Bandaríkj- anna, og mun gera það áfram. Verziunin annast einnig pökkun og sendingar á ullarvörum fyrir viðskiptavini sína. Eigendur verzlunarinnar eru Rakel Viggósdóttir og Sigurður Jónsson. ÞESSIR krakkar báðu fréttaritara Mbl. í Borgarnesi að koma til skila fyrir sig peningum sem þau höfðu safnað með því að halda hlutaveltu í hverfinu sínu til styrktar lömuðum og fötluðum. Peningunum að upphæð kr. 247,10 hefur verið komið til skila til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Börnin heita: Helgi Valur Armannsson, Borgarvík 1, 8 ára, Björgvin Sævar Ármannsson, Borgarvík 1, 10 ára, Stefán Jóhann Heiðarsson, Borgarvík II, II ára, Arnór Ingi Harðarson, Garðavík 13, 11 ára og Svanhildur Svansdóttir, Borgarvík 5, 8 ára. HBj. Hjá okkur getur þú valið póstkort, veggspjöld eða bréfsefni, allt prýtt myndum eftir heimskunna listamenn, Carl Larson, Roíf Lidberg, Spang Olsen og marga aðra. EYMUNDSSON Austurstræti 18 Simi 13135 Láttu þig listina skipta Snæfjallaströnd: Meiri snjór en menn muna að hausti Sna fjallasirond, 29. október. MIKIL ótíð hefur gengið yfir hér á Snæfjallaströnd að und- anlornu. Rafmagn.s- og síma- línur slitnuðu og höfum við verið sambandslausir við um- heiminn, nema hvað okkur hefur tekist að koma skila- boðum um talstöðvar. Þá verða allir að hafast við í niða- myrkri hér. I gærmorgun fóru við- gerðamenn frá Pósti og síma og Orkubúi Vestfjarða inn- eftir frá ísafirði til að gera við bilanir og vonumst við til, að viðgerðum Ijúki í dag. Mikill snjór er hér, meira en menn muna á þessum árstíma og er færð mjög erf- ið. Snjóbíll Pósts og síma bilaði og því hefur gengið jafn erfiðlega og raun ber vitni að komast til viðgerða. Jcns í Kaldalóni. BARNAFATAVERSLUN NYJA HUSINU VID LÆKJARTORG SIMI 10470 Skólaföt — Jólaföt Barna- og unglingastærðir. Mikið úrval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.