Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 vígbúnaðarkapphlaups? 17 Eftir hina sögu- frægu ferö Kol- umbíu. Geimskutl- an skömmu eftir lendingu í Kali- forníu. til tilrauna. í þessum ferðum verða einungis geimfarar Penta- gon; mikil leynd hvílir yfir þessum áætlunum. Varnarmálaráðuneytið bandaríska hefur sagt, að engar áætlanir séu uppi um skemmdar- verk á sovéskum njósnahnöttum, en það hlýtur að vera Sovét- mönnum áhyggjuefni, að það verð- ur tiltölulega auðvelt fyrir Banda- ríkin að eyðileggja sovéska gervi- hnetti. Varnarmálaráðuneytið banda- ríska hyggst verja 5,8 milljörðum dollara til geimferða þegar á næsta ári samanborið við 5,6 milljarða NASA. Og þá eru ekki taldir með um 3 milljarðar, sem eru í sérstökum leynisjóðum. „Áhugi okkar á geimnum er engin ný bóla. Við höfum um 23 ára skeið sent menn og gervihnetti á braut umhverfis jörðu,“ segir Ted Tilma, talsmaður bandaríska flughersins. Hundruð njósna- hnatta eru þegar á braut umhverf- is jörðu. Ljóst er, að nú verður hægt að koma njósnahnöttum á braut umhverfis jörðu með mun meiri nákvæmni en hingað til og jafnframt mun fullkomnari tækj- um. Þá er ekki minna um vert, að geimfarar verða reglulega á braut umhverfis jörðu. Bandaríkin hafa áðdr óþekkta möguleika til að ná forskoti á Sov- étríkin og möguleikarnir virðast nánast óþrjótandi og þá ekki síst til að fylgjast með brambolti Rússa. Þegar er í undirbúningi áætlun, sem nefnd hefur verið „Teal Ruby“, en hún felst í því, að senda tæki á braut umhverfis jörðu, sem með infra-rauðum geislum getur fundið og staðsett kjarnorkuvopn Sovétmanna. Þá skapast möguleiki á að senda eyð- ingarhnetti á braut; gervihnetti, sem leita uppi sovéska njósna- hnetti og springa við hlið þeirra og eyða þeim þannig. En hvað sem öllu tali líður um hernaðarbrambolt í geimnum, þá er nokkuð ljóst að geimferjan sjálf verður aldrei líkleg til stórafreka á því sviði. Til þess er hún of auð- velt skotmark og svifasein. Með henni verður hins vegar auðvelt að koma vítisvélum á braut umhverf- is jörðu. Geimferjan von lýðræðis En hvað sem ótta líður, þá binda margir vonir sínar við, að geim- ferjan verði sterkur bandamaður lýðræðis í heiminum. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að ein- ræði þrífst á vanþekkingu. Ein- ræðisherrar allra landa styðjast við þessa meginstaðreynd og halda fjölmiðlum í heljargreipum, þannig að sannleikurinn nái ekki til fjöldans. Aðeins fréttir sem eru þeim þóknanlegar, birtast al- menningi. Víst er, að geimferjan mun auð- velda fjarskiptamiðlun um alla heimsbyggð. Með gervihnöttum, sem komið verður á braut um- hverfis jörðu á mun ódýrari hátt en hingað til, verður tiltölulega auðvelt að senda sjónvarpsgeisla um alla heimsbyggð og erfiðara verður fyrir einræðisherra að bægja frá utanaðkomandi áhrif- um; sannleikanum frá þegnum sínum. Fólk getur þegar stillt við- tæki sín inn á erlendar útvarps- stöðvar en lifandi myndir ættu að verða mun áhrifaríkari. Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Það var staðfest í könnun Verðlagsstofnunar. Verð ca. kr. 74.800.- Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hi. Sudurlandsbraul 14 - llr>kjasik - Simi IHIIKKI LADA KðO CANADA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.