Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 4 1 Árbók sjávar- útvegsins gef- in út á ensku GEFIN hefur verið út árbók sjávar útvegsins á íslandi og eru í henni gerð skil því helzta er varðar afla, fiskvinnslu og útflutning ársins 1980. Auk þess er þar að finna fróðleik um margvísleg efni tengd þcssum höfuðatvinnuvegi íslend- inga. Bókin er á ensku, gefin út af Iceland Review. „Þetta er í fyrsta skipti.sem hliðstæð bók er gefin út hér á landi og reyndar er slík bók ekki til á íslensku í þessu formi,“ bnsl9ol reer 39h9ri8R >kx>dis9Y Kápumynd árbókarinnar sagði Haraldur Hamar, ritstjóri bókarinnar. „Tilgangurinn með þessari útgáfu er fyrst og fremst að upplýsa fólk erlendis, sem starfar að þessum málum, um hvað er að gerast í sjávarútvegi og fiskvinnslu á íslandi, ekki sízt með tilliti til markaðsmála. Mín von er sú, að þessi útgáfa geti greitt fyrir útflutningi og aukið skilning manna erlendis á að- stöðu okkar og þörfum," sagði Haraldur Hamar. Hann sagði að undanfarið hefði töluvert verið gert af því að kynna bókina erlendis, en ýmissa hluta vegna hefði útgáfa bókar- innar tafist. Haraldur sagði að að því væri stefnt að „Iceland Fisheries Yearbook 1982“ kæmi út fyrr á næsta ári og þá vænt- anlega næsta vor og stefnt er að því að sú bók verði nokkuð stærri. Bókin er að þessu sinni í tímaritsformi, 64 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda mynda. Út- gefandi annast dreifingu. Fjölmargir hérlendir framá- menn á sviði sjávarútvegs rita greinar í árbókina. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra ritar inngang, Már Elísson fiskimálastjóri fjallar um stjórn- un fiskveiða og verndun fiski- stofnanna gegn hugsanlegri ofveiði og Ólafur Davíðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, greinir frá skiptingu fiskafla ársins 1980 eftir verkunaraðferðum, svo og markaðshorfum í nánustu fram- tíð. Þá ritar Þórhallur Ásgeirs- son, deildarstjóri í Viðskipta- ráðuneytinu, um útflutning sjáv- arafurða til Evrópulanda. Guð- mundur H. Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, greinir frá horfum í frystiiðnaðinum, Jón Reynir Magnússon, forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, fjalar um framleiðslu fiskimjöls og lýs- is og Rafn A. Sigurðsson, sölu- stjóri SÖlustofnunar lagmetis, ritar um útflutning lagmetis. Einnig er grein eftir Hjálmar R.Bárðarson siglingamálastjóra um fiskiskipaflotann og Óskar Einarsson skrifar um innreið tölvutækni í íslensk frystihús. Auk þessa eru í bókinni grein- ar um Landhelgisgæsluna, samn- inga Islendinga um veiðiréttindi við A.-Grænland og Jan Mayen, um ástand síldarstofnsins, veiðar og vinnslu skelfisks, humars og rækju, verkun og útflutning skreiðar og saltfisks, nýjungar á sviði björgunartækni og margt fleira. Einnig eru í ritinu töflur yfir afla, vinnslu og útflutning og listar yfir íslenska framleiðend- ur iðnvarnings sem tengist sjáv- arútvegi, yfir útflytjendur sjáv- arafurða, söluskrifstofur erlend- is svo og sendiráð íslands og ræðismenn. Iceland — Fisheries yearbook 1981 er prentuð í allstóru upplagi og mun verða dreift að verulegu leyti erlendis. Útgefandi hefur á undanförnum mánuðum auglýst bókina í helstu alþjóðlegu fisk- veiðiritunum, sem út eru gefin, og hefur fjöldi pantana farið langt fram úr því, sem búist hafði verið við. Eru það fyrst og fremst aðilar í Vestur-Evrópu og á austurströnd Norður-Ameríku, en einnig í fjarlægari löndum, svo sem Japan og Suður-Afríku. Frelsið, annað hefti 1981: Vopnabúr frjálshyggjumanna HT ER komið tímaritið Frelsið, annað hefti ársins 1981, en Frelsið er árs- fjórðungsrit, gefið út af félagi frjáls- hyggjumanna. Kitstjóri þess er Hannes II. Gissurarson, ráðgjafi ritstjórnar er F.A. Hayek nóhclsverðlaunahafi í hagfra'ði, og ritnefnd skipa Gísli Jóns- son, Jónas Haralz, Matthías Johannes- sen, Olafur Björnsson og porsteinn Sæmundsson. Hið nýútkomna hefti Frelsisins er helgað samantekt eða skrá um bæk- ur og bæklinga á íslensku og tungu- málum öðrum, er varða frelsið. I inngangsorðum að samantektinni segir svo meðal annars: „Mikil vændræði eru að sjálfsögðu á að semja bókaskrá frjálshyggjumanna. Hún verður alltaf ófullkomin, deila má til eilífðarnóns um það, hvað á heima í henni og hvernig haga skuli slíkri skrá. Það þótti þó svo mikils vert að eiga þennan vísi að „vopna- búri“ í hugmyndabaráttunni, að til- raunin var gerð. Ekki á það síðan að spilla fyrir, að ung og falleg stúlka gætir vopnabúrsins, en á forsíðu er mynd af Elísabet Taustadóttur, feg- urðardrottningu íslands, í bol með hinu gamla og góða vígorði áletruðu: „I.aissez-faire“ — látið vera, og sú Frelsið * Y 2-1981 Mbúrió ‘ftnmlaba noi i áskorun á ríkið hefur sjaldan att eins vel við og á okkar dögum." Frelsinu, að þessu sinni, er skipt niður í tvo megin kafla, um rit á islensku, og um rit á ensku og öðrum erlendum tungum. íslenski ritakafl- inn skiptist í sex þætti; frjálshyggja — hagfræði, samhyggja — sam- h.vggjuríki — samhyggjuflokkar, al- þjóðamál, stjórnmálamenn — saga — ævisögur, bókmenntir og loks er kafli um tímarit. Tímaritið Frelsið er hið vandað- asta að allri gerð og frágangi, 256 blaðsíður að stærð, unnið í ísafold- arprentsmiðju. — AH gjöf til vina heima og eriendis Nú gefst ykkur kostur á aö gleöja vini erlendis og heima meö íslensku úrvals lagmeti ífallegri gjafaöskju. 3 mismunandi samsetningar eru í öskjunum. Pærfást í: Álafossbúdin Rammagerðin SS Glæsibæ Vesturgötu 2 Hafnarstræti 19 Verslunin Akur Skipagötu 13 Akureyri Nýjung á markaðnum Kynnum nýjar innréttingar að Sólvallagötu 48. Tilvaliö í: forstofuna eöa svefnherbergið. Svefnbekkir, rúm og fataskápar úr Ijósu beyki. Sérhannaöir snagar og herðatré. Kynniö ykkur mögu- leikana. Fyrsta flokks gæöi og hagstætt verö. Skoöiö útstillinguna og fáiö ykkur myndalista. F0RST0FU- 0G SVEFNHERBERGISINNRÉTTINGAR Framleiðandi: Smiðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar. Sólvallagötu 48. Reykjavik. s. I 66 73 Hönnun: Pétur B. Lúthersson húsgagnaarkitekt FHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.