Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 16
í NÆSTU viku fer bandaríska geimfcrjan Kóiumbía í sína adra ferð á braut umhverfis jörðu. í nán- ustu framtíð verða ferðir geimferja næsta daglegt brauð. I»egar þeir John Voung og Kobert ('rippen fóru í reynsluferð Kolumbíu voru þeir fyrstu mennirnir til að fara á braut umhverfis jörðu í geimfari, sem nota má aftur og aftur. I»eir fóru sína ferð nákvæmlega 20 árum eftir að Yuri (íagarin fór sína sögufrægu ferð á hraut umhverfis jörðu. Kétt eins og fór (iagarins á sínum tíma markaði þáttaskil í sögu geimferða, þá mark- aði ferð þeirra Youngs og ('rippens þáttaskil í sögu gcimferða; fór þeirra er hagnýtari en „risastökk Arm- strongs í þágu mannkyns", þegar hann fyrstur manna steig fæti sínum á tunglið. Kerðin til tunglsins má segja að hafi verið táknræn; hún sameinaði getu bandarískrar tækni og háleit markmið. Þegar eru á á braut umhvprfis jörðu hundruð gervihnatta. Mað- urinn hefur stigið fæti sínum á tunglið. Ómönnuð geimför hafa verið send til ystu marka sólkerfis okkar. Beinar sjónvarpssendingar milli heimsálfa eru daglegt brauð, þökk sé gervihnöttum. Fyrir til- stuðlan þeirra hafa olíulindir fundist, veðurfræðin nýtur dag- lega góðs af, fundist hafa ný fiski- mið; mannkyn nýtur daglega góðs af tækniundrum geimferða. En þegar fram iíða stundir, mun upphaf geimaldar að öllum líkind- um verða sett við för þeirra Youngs og Crippens. Með geim- ferjunni verða geimferðir daglegt brauð; óafmáanlegur hluti af lífi okkar. Með geimferjunni má ná enn betri árangri á sviði geim- ferða en hingað til, nýir möguleik- ar eiga eftir að líta dagsins ljós. í raun má segja að enn geri menn sér ekki fulla grein fyrir notagildi geimferjunnar. 40 flug á ári Þegar geimskutluáætlunin verð- ur að fullu komin til fram- kvæmda, verða farnar allt að 40 ferðir á ári. Tæki, sem hingað til hefur verið ómögulegt að koma á braut umhverfis jörðu, verða flutt með geimferjum. Gríðarstórir gervihnettir verða sendir á braut umhverfis jörðu. Eins og málum er nú háttað, þarf flóknar mót- tökustöðvar til að taka á móti skilaboðum frá gervihnöttum. Þetta á eftir að breytast með stærri og fullkomnari gervihnött- um. Geimstöðvum, stórum rann- sóknarstöðvum, verður komið á braut umhverfis jörðu. Um borð í geimstöðvum munu vísindamenn starfa án þess að þurfa að klæðast fyrirferðarmiklum geimferðabún- ingum; þeir munu starfa á skyrt- unni, ef svo má að orði komast. Það er í samvinnu við evrópsku geimferðastofnunina, að tekist er á við geimstöðvarverkefnið. Aðild- arlönd evrópsku geimferðastofn- ununarinnar, en þau eru 10 tals- ins, hafa varið um 900 milljónum dollara í geimstöðvarverkefnið. I staðinn fá Evrópubúar aðgang að geimferjunni. Og meðal vísinda- manna í fyrstu geimstöðinni, en áætlað er að koma henni á braut umhverfis jörðu eftir 2 ár, verður Hollendingurinn Wubbo Ockels. Enn er geim- ferjan viðkvæm Miklar vonir eru bundnar við geimferjuáætlunina og mannkyn stendur á tímamótum. Enn er til- raunabragur á geimferjunni. Flís- arnar sem losnuðu af hitavörn Kólumbíu eru til marks um það. Geimskutlan er flóknasta og margbrotnasta tæki, sem enn hef- ur verið ráðist í. Allt of litlum fjármunum var í upphafi varið til framkvæmdarinnar. Svo að NASA, bandaríska geimferða- stofnunin, varð að horfa í hverja krónu. Slíkt skilar ekki alltaf hagnaði og margvíslegir erfiðleik- ar sigldu í kjölfarið. Þegar áætl- unin um geimferjuna var sam- þykkt árið 1972, en þá voru margir efins um gildi geimferju og var svo raunar allt fram að för þeirra Youngs og Crippens, var áætlaður kostnaður um 9 milljarðar doll- ara. Kostnaður reyndist tvöfalt Sögufræg stund; Kolumbía í flugtaki í sinni fyrstu ferö. meiri. En þrátt fyrir gífurlegar upphæðir, er kostnaður við geim- ferjuáætlunina tiltölulega lítill samanborið við tunglferðaáætlun- ina. Kostnaður við hana varð um 25 milljarðar, en þegar haft er í huga notagildi geimferjunnar, þá má segja að kostnaður sé tiltölu- lega lítill. Hernaðarlegt mikil- vægi geimferjunnar Þrátt fyrir augljóst notagildi geimferjunnar, þá eru margir ugg- andi um, að með henni hasli stór- veldin sér nýjan völl í vígbúnað- arkapphlaupinu. Það kann að þykja kaldhæðnislegt, að Penta- gon, bandaríska varnarmálaráðu- neytið, á þriðjung bókaðra ferða geimferjunnar á braut umhverfis jörðu. Og af 35 geimförum, sem valdir voru fyrir fjórum árum, var 21 valinn af varnarmálaráðu- neytinu. Ýmsir halda því fram, að með geimferjunni aukist geta stórveldanna til að eyða öllu lífi á jörðu. Aðrir segja, að friður ætti að njóta góðs af. Jafnvel gervi- hnöttum, sem bæði Bandaríkin og Sovétríkin hafa nú í smíðum, er aðeins ætlað að eyðileggja aðra gervihnetti, ekki að leggja borgir í rúst. Risaveldin virðast, enn sem komið er, aðeins ætla að nýta sér kosti geimaldar til að fylgjast náið hvort með öðru. Óvinur, sem þú þekkir, er ekki eins ógnandi og sá, er þú þekkir ekki. Því ætti geimöld framtíðar- innar að auðvelda risaveldunum að fylgjast með því, að til að mynda afvopnunarsamningar verði haldnir og því ætti að verða auðveldara að komast að sam- komulagi. En vissulega er beygur í mönnum og ekki að ástæðulausu og margir sjá fyrir sér næsta stríð stórveldanna í geimnum. Fyrir- ætlanir Pentagon með geimferj- una eru hernaðarleyndarmál. Næsta víst er, að með fyrstu ferð- um verður komið á braut um- hverfisjörðu njósnagervihnöttum; fullkomnari en þekkst hafa hingað til. Eldflaugum verður komið á braut umhverfis jörðu til að skjóta niður og eyðileggja njósna- hnetti og talið er, að laser- geislavopnum verði komið á braut Taliö var, aö um milljón manns hafi fylgst meö þegar Kolumbía fór í sína fyrstu geimferð. Á næstu árum munu vísindamenn vinna um borö í geimstöö- um á braut umhverfis jörðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.