Morgunblaðið - 30.12.1981, Page 3

Morgunblaðið - 30.12.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 3 Lést eftir umferðarslys KONAN sem beið bana í umferð- arslysi á Laufásvegi, skammt fyrir austan Umferðarmiðstöðina þriðjudaíjinn fyrir jól, hét Svan- laug Einarsdóttir, til heimilis að Baldursgötu 30. Hún stóð á sjö- tugu, fædd 11. april 1911. Um 30 innbrot um hátíðirnar MIKILL innbrotafaraldur var um há- lídirnar. Krá því á aðfangadag og fram á mánduag voru framin um 30 innbrot á höfuðborgarsvæðinu, þar af stór innhrot í Tollvörugeymsluna. Onnur innbrot voru flest smáva“gileg, en víða var umgengni hroðaleg. I gærmorgun var tilkynnt um inn- brot í hjólbarðaverkstæðið Sólningu ,’ið Smiðjuveg og stolið þaðan 11—12 hjólbörðum á Austin Mini-bíla. Þá vár brotist inn í Skólavörubúðina á Laugavegi 166, og fleiri fyrirtæki í sama húsi. Meðal annars var farið inn í MR-búðina og í portinu var gulum Datsun-bil stolið, en hann fannst í gær á Skólavörðuholti. Úr Tómstundahúsinu var stolið fjar- stýrðum leikfangabíl að andvirði um 7 þúsund krónur. Brotist var inn í hús TBR við Gnoðarvog, en inn- brotsþjófarnir voru teknir; þar voru piltar á aldrinum 14 og 15 ára á ferð- inni. Þeir viðurkenndu að hafa brot- ist inn í sælgætisverslun á Njálsgötu 43 og stolið þaðan sælgæti, einnig að hafa brotist inn í hús við gæsluvöll skammt frá Austurbæjarbíói og auk þess viðurkenndu piltarnir að hafa brotið rúður á tveimur stöðum. Þá var brotist inn i verslun KRON í Fellagörðum, dagheimilið Brákar- borg, söluturninn á Leirubakka 36, Flataskóla við Vífilstaðaveg, Sunnu- búðina við Mávahlíð, Smjörlíki hf. í Þverholti, Kaupfélag Hafnarfjarðar, Garðaflöt, Sælgætissöluna í Hamra- borg, verslunina Dalmúla, Síðumúla 8, Blómaval, Sköfur hf., Verbúð 83, Grandagarði, Björnsbakari, Vall- arstræti, Bláskóga, Armúla, Fisk- miðstöðina, Grímsbæ. Auk þess var brotist inn á einkaheimili við Hringbraut, Kaplaskjólsveg og í Ljósheimum. Rannsóknarlögreglan hefur mikl- ar áhyggjur af þessum innbrotafar- aldri og hvetur fólk, sem kann að búa yfir vitneskju um einhver þess- ara innbrota, að hafa samband við sig. Stúlkan á batavegi STÚLKAN sem varð fyrir hrotta- legri árás í Þverholti föstudags- kvöldið 4. desember er á batavegi, þó meiðsli hennar séu enn mikil og alvarleg. Fyrir helgi ræddu lög- reglumenn við stúlkuna. 48 árekstrar á Þorláksmessu MIKLAK annir voru hjá lögreglunni í Kcykjavík á Þorláksmcssu, en þá urðu alls 48 árekstrar í borginni. Klestir voru smávægilegir og ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki. A aðfangadag jóla bárust lög- reglunni tilkynningar um 22 árekstra, en hins vegar var enginn árekstur tilkynntur á jóladag. Á annan dag jóla urðu hins vegar 10 árekstar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.