Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 1
76 SÍÐUR 88. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sovétríkin: Varað við „alvar- legum skorti" Moskvu 24. apríl. Al’. l’RAVDA, málgagn sovéska kommúnistaDokk.sin.s, birti í dag skvrslu um ástand efnahagsmála í landinu og kemur þar fram að mikill samdráttur er í flestum greinum atvinnulífsins. Jafnframt var varaö við því, að „alvarlegur skortur" væri á na'.stu grösum. Stöðnun og afturkippur einkenndu sovéskt cfnahagslíf á ofan- verðum siðasta áratug og að sögn vestrænna sérfræöinga hefur hagvöxturinn ekki verið minni en nú síðan á dögum síðari hcimsstyrjaldar. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur hattvöxtur minnkað veru- lega miðað við fyrra ár, sem þó var talið mjög slæmt, og samdráttur orðið í nær öllum greinum nema gasvinnslunni, sem aukist hefur um 7%. Framleiðsla í bifreiðaiðnaði hef- ur minnkað um 8%, sement um 9%, pappír um 5%, í járnbrautaiðnaði um 8% og framleiðsla tækjabúnaðar til raforkuvinnslu um 14%. Alvar- legastur er þó samdrátturinn í land- búnaðinum en í fyrra nam hann 2% og á fyrsta ársfjórðungi nú hefur mjólkurframleiðsla minnkað um 4%. Uppskerubrestur hefur orðið í Sovétríkjunum þrjú síðustu árin og er hann talinn munu valda veru- legum kjötskorti þegar líður á árið. Hans hefur ekki gætt enn svo neinu nemur og stafar það af mikilli slátr- un vegna kornskortsins. Gjaldeyriseign Sovétmanna í bönkum á Vesturlöndum er nú minni en verið hefur um áratugaskeið þrátt fyrir gífurlega sölu á gulli og olíu á uppboðsmörkuðum á síðasta ári og það, sem af er þessu. Rúss- landssérfræðingar á Vesturlöndum telja, að þetta ástand kunni að hafa í för með sér stórpólitíska þýðingu fyrir fylgiríki Sovétmanna víða um heim, sem mörg hver standa og falla með rússneskum fjárframlögum. T.d. er fullyrt að Kúbumenn yrðu gjaldþrota á einni nóttu ef þeir misstu þær 8,5 milljónir dollara, sem Rússar gefa þeim á degi hverjum. Bandaríkin: Ólöglegra inn- flytjenaa leitað Wa.shint>ton, 24. apríl. Al’. MIKIL herferð gegn ólöglcgum innflytjendum er nú á döfinni vestur í Bandaríkj- unum og er ætlunin að handtaka þá hvar sem til þeirra næst og vísa þeim úr landi. Er þetta í fyrsta sinn í næstum 30 ár sem til svona aðgerða er gripið en talið er, að ólöglegir innflytjendur skipti hundruðum þúsunda ef ekki milljónum í landinu. Aðgerðirnar munu hefjast nk. mánudag í níu eða tíu ótilgreindum borgum og hefur verið valinn 400 manna flokkur til að stjórna þeim. Það var síðast 1954 að leitað var ólöglegra innflytjenda í Texas og Kaliforníu en ástæðan að þessu sinni er fyrst og fremst vaxandi atvinnu- leysi í Bandaríkjunum. Náið sam- starf verður haft við yfirvöldin á hverjum stað til að þau geti komið fólki, sem nú er atvinnulaust, í þau störf, sem losna munu við brottvísun innflytjendanna. „Með þessum aðgerðum viljum við einnig sýna, að það er enginn óhult- ur þótt honum takist að komast ólöglega yfir landamærin," sagði einn embættismannanna en lang- flestir þessara ólöglegu innflytjenda eru Mexíkanar, sem lengi hafa leitað stíft til gósenlandsins í norðri. 4 l.josm.: Sigurgcir Haldið í róður. Einn Vestmannaeyjabátanna siglir úr höfn. Francis Pym, utanríkisráðherra Bretlands: Falklandseyjadeilan ekki ieyst án þess að grípa til vopna London, 24. apríl. Al‘. HAFT ER eftir Francis Pym, utanríkisráðherra Bretlands, að hann telji nú „útilokað að leysa Falklandsdeiluna án þess að grípa til vopna“. I>á hefur hann sagt nánum vinum sínum að vendipunkturinn i deilunni sé skammt undan. Costa Mendez, utanríkisráðherra Argentínu he- fur sagt helmingslíkur á stríði á milli þjóðanna. Pym kom í morgun til Lundúna eftir næsta árangurslítinn samn- ingafund með Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Costa Mendez kemur til Washing- ton í dag til viðræðna við Haig. Hann hefur látið í ljósi vilja her- foringjastjórnarinnar til að greiða íbúum Falklandseyja skaðabætur fyrir þá röskun, sem orðið hefur á högum þeirra. Þá hefur hann hælt Margaret Thatcher fyrir sköru- lega framgöngu í málinu, en segir hana vera „of stífa". Argentínumenn hafa haldið því fram, að þeir hafi séð tvö bresk herskip um 90 kílómetra undan strönd Suður-Georgíu. Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins vildi hvorki staðfesta þær fregnir né bera til baka. Þá vildi hann ekkert segja um hvort innrás Breta á eyjuna væri yfirvofandi. Samtök Ameríkuríkja munu koma saman til fundar á mánudag að ósk Argentínumanna. Hafa þeir sagt Bretum að ráðist þeir inn í Suður-Georgíu séu þeir þar með að ráðast á öll samtökin. Því muni öll aðildarríkin snúast gegn þeim. Breskir fjölmiðlar greindu frá því að Thatcher hefði sett frest til mánudags til að leysa deiluna með samningaviðræðum. Takist sam- komulag ekki fyrir þann tíma verði flotanum stefnt til innrásar á Falklandseyjar. Um borð í HMS Hermes. Breskir sjóliðar i æfingum á dekkinu og búa sig undir átök við Falklandseyjar. EBE var- ar Kanada- menn við Brússel, 24. apríl. Al*. Efnahagsbandalag Evrópu hefur varað Kanadastjórn við og hótað að setja innflutningsbann á kópaskinn nema teknar verði upp mannúðlegri aðferðir við drápið á kópunum. Færi svo að bannið yrði samþykkt af aðildarlöndunum 10 yrði það Kanadamönnum verulegt áfall. EBE-löndin 10 keyptu kópaskinn fyrir 1,2 milljónir Bandaríkjadala 1980. Kaup EBE námu þriðjungi af heildarútflutningsverðmæti kópaskinna Kanadamanna það ár. Árlega eru um 200.000 sel- kópar drepnir. Til þessa hafa þeir verið rotaðir og síðan skornir á háls á meðan þeir eru enn í rotinu. Kanadamenn hafa stöðugt haldið því fram, að þetta sé sársaukaminnsta aðferðin fyrir kópana. Ellefu lét- ust í tveim- ur slysum BrúsM-l og l.ausannc, 24. apríl. Al*. AÐ MINNSTA kosti fjórir létust og níu voru fluttir í sjúkrahús í Briissel, er eldur kom upp i fjöl- býlishúsi í borginni snemma í morgun. Tólf var enn saknaó og var búist viö að tala látinna ætti eftir aö hækka. íbúar hússins, sem hrundi til grunna við elds- voðann, eru allir Tyrkir. Þá létust sjö manns og 22 slösuðust í Lausanne í Sviss, er kranabóma brotnaði og féll ofan á almenningsvagn. Bóm- an, sem var á byggingarkrana, var í um 30 metra hæð er hún brotnaði, er verið var að lyfta tiltölulega litlu hlassi. Krana- stjórinn hrapaði úr stjórnhús- inu, en slapp með smávægileg meiðsl. Einn ræningja Doziers hand- tekinn Milano, 24. apríl. Al*. LÖGREGLAN í Mílanó hand- tók á miðvikudag Francesco Lo Bianco, einn ræningja Jam- es L. Doziers hershöfðingja, sem leikið hefur lausum hala. Lo Bianco var einn þeirra, sem dæmdir voru án þess að hann væri viðstaddur réttarhöldin. Lo Bianco er foringi Genúa-deildar Rauðu her- deildanna. Fregnum af handtöku hans var frestað um nokkra daga til að gefa lögreglunni frekara ráðrúm til framhaldsaðgerða. Hann hlaut 26 ára fangelsisdóm í réttarhöldunum yfir mann- ræningjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.