Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 Hátföld frá dauða Kreugers 2. mars 1930 átti Ivar Kreuger fímmtugsafmæli. Hamingju- óskirnar streymdu alls staðar að og þjóðernisrómantíkin blómstraði sem aldrei fyrr: „Annar stórveldistími Svíþjóðar er upp risinn“, „Hann heldur merki okkar hátt á loft á erfiðasta keppnisvelli veraldar, í hinum alþjóðlega fjármála- heimi.“ 29. mars 1932 skrifaði Marcus Wallenberg til Gústavs konungs V: „Aldrei hefði ég trúað því að Kreuger væri rakinn svikahrappur. Það er þó augljóst af því sem nú hefur komið í ljós.“ Kreuger var af stönd- ugu fólki kominn, virtum borgurum í Kalmar og var snemma ætlað að feta í fótspor föður síns sem umsvifa- mikill atvinnurekandi. Nítján ára gamall lauk hann prófi sem bygg- ingarverkfræðingur og næstu átta árin starfaði hann sem slíkur í Bandaríkjunum, Englandi og Suður-Afríku. Árið 1908 kom Kreuger aftur til Svíþjóðar og setti þá á stofn ásamt öðrum byggingarfyrirtækið Kreuger & Toll, en fjármagnið til þess fengu þeir lánað hjá banka- manninum Oscar Rydbeck, sem seinna varð bankastjóri Skandin- aviska Banken. 1913 söðlaði Kreuger um yfir í eldspýtnaiðnað- inn, en faðir hans og föðurbróðir voru þá þegar búnir að koma sér vel fyrir í þeirri atvinnugrein. Þegar fyrri heimsstyrjöld lauk, var svo komið, að Kreuger, með góðri hjálp Handelsbanken og Skandinaviska Banken, hafði lagt undir sig eldspýtnaiðnaðinn sænska og var tekinn að líta í kringum sig handan landamær- anna. „Kreuger sá, að það var of- framboð á fjármagni í Banda- ríkjunum, en hins vegar mikil eft- irspurn í Evrópu. Það, sem hann gerði, var því að hella sér út í fjár- magnsútvegun með eldspýtnaiðn- aðinn sænska að bakhjarli," segir hagfræðingurinn Björn Gáfvert, en hann varði sjö árum í að skrifa doktorsritgerð um efnið Ivar Kreuger. Snjöll hugmynd Kreuger útvegaði fjármagn í Bandaríkjunum og Englandi með því að selja hlutabréf og hluti í greinum og útibúum hins risa- vaxna eldspýtnafyrirtækis síns og lánaði það svo aftur Þjóðverjum, Ivar Kreuger, eldspýtnakóngurinn sænski, framdi sjálfsmorð í París 12. mars 1932 og um leið var bundinn endi á eitthvert furðulegasta fjármálaævintýri, sem sögur fara af. Sumir kalla hann snilling, aðrir ótíndan svikahrapp, en öllum ber saman um, að hann hafi ekki verið neinn meðalmaður. Sumir hafa orðið doktorar í manninum Ivar Kreuger og enn virðist forvitni- legur ferill hann vekja jafn mikinn áhuga og áður. Pólverjum, Rúmenum og fleiri þjóðum gegn ríkisábyrgð og einka- rétti á allri eldspýtnasölu í þess- um löndum. Þetta var stórsnjöll hugmynd en óhjákvæmilegur fylgifiskur henn- ar var gífurleg útþensla. Á árun- um 1925—1930 stóð Kreuger í samningum við 17 þjóðlönd og út- vegaði þeim lán upp á 1,2 millj- arða sænskra króna á þeirra tíma verðlagi. „Gagnrýnendur Kreugers kalla hann svikahrapp á heimsmæli- kvarða, en Þjóðverjar, sem hann lánaði 125 milljónir dollara, líta hann aftur á móti öðrum augum," segir Björn Gáfvert. Eldspýtnafyrirtæki Kreugers var sannkallað heimsveldi og úti- bú þess og dótturfyrirtæki fleiri en tölu varð á komið. Hagnaður- inn af rekstrinum var hins vegar ekki jafn stórkostlegur en til þess að láta líta út fyrir annað, hag- ræddi Kreuger bókhaldinu á hinn margvíslegasta hátt. Við það urðu Kreuger-bréfin útgengilegri og eftirsótt og á því byggðist öll sú gífurlega fjármögnun, sem Kreug- er stundaði. Fram til ársins 1929 tókst honum alltaf að ná saman því fé, sem hann var búinn að lofa ýmsum ríkisstjórnum. í mars það ár fékk hann t.d. frá bönkum og öðrum lánastofnunum í Banda- ríkjunum samtals 258 milljónir skr. en þá, í fyrsta sinn, vantaði herslumuninn upp á 2,3 milljónir skr., sem hann varð sjálfur að snara út. Þrátt fyrir þetta samþykkti Kreuger í október að útvega Þjóð- verjum 125 milljóna dollara lán og það þýddi, að hann varð aftur að hefjast handa við verðbréfasöl- una. Það hélst svo í hendur, að þegar Kreuger var tilbúinn til at- lögu við fjármagnsmarkaðinn varð verðhrunið mikla í Wall Street. Hann varð því sjálfur að útvega allt þetta fé til að fela svikamylluna. Útþenslunni var lokið. Fjármagnsútvegun með verð- bréfasölu varð nú skyndilega mjög erfið og reyndist brátt með öllu útilokuð. Kreuger varð hins vegar, hvað sem það kostaði, að hefja út meira fé. I leit aö peningum „Við uppgjörið á þrotabúi Kreugers eftir dauða hans, kom í ljós, að hallinn á fyrirtækjum • • Orn Þorsteins- son sýnir Myndlíst Valtýr Pétursson í Listasafni ASÍ við Grensásveg stendur nú yfir sýning á verkum eins af ungu listamönnunum okkar. Örn Þorsteinsson hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum á undanförnum árum og einnig verið mikið á ferð á sam- sýningum hér og þar. Hann var einn af þeim, er stóð fyrir rekstri sýningarstaðarins Sólon Islandus á sínum tíma, og var það mikið framtak hjá því unga fólki, sem þar gerðist stórtækt. En það er alltaf sama sagan, þetta gengur um tíma, en svo kemur að enda- lokum, oft á tíðum löngu fyrr en tímabært er. Þannig var það með Sólon og einnig Suðurgötu 7. Það er hressilegur blær yfir þessari sýningu Arnar. Hann leit- ar víða fanga og spreytir sig jafnt á teikningum, olíumyndum og skúlptúr. Lágmyndir eru þarna, einnig og heildartala þeirra verka, sem sýning þessi hefur upp á að bjóða, er 78 númer. Þar að auki er hér á ferð ljóðalestur Thors Vil- hjálmssonar, en hann hefur gert Ijóðabók við myndir Arnar, sem síðan hefur verið gefið út í litlu kveri, sem mun hafa selst upp við opnun sýningarinnar. En það mun aftur fáanlegt á sýningu Arnars innan tíðar. Þetta kver er unnið á nokkuð nýstárlegan hátt: Mynd- irnar urðu til fyrst og síðan ljóðið. Ekki veit ég til, að slík vinnubrögð hafi verið viðhöfð hér á landi áður, og því er þetta eftirtektarverð til- raun. Örn Þorsteinsson leitar víða fyrir sér í vinnubrögðum og efni- við. Hann gerir olíumálverk sín á sama hátt og áður, en ég held, að um nokkrar breytingar sé að ræða í því, er Thor Vilhjálmsson kallar Smámyndasvítur. Listamaðurinn kallar þessar teikningar „Úr þús- und mynda safni“, þær eru ör- smáar og margar á hverri örk, einfaldar í teikningu og einstaka er gædd lit, eins og til að fylla út í formið. Þetta er uppistaða þessar- ar sýningar ásamt lágmyndum, sem yfirleitt eru afar þægilegar og snyrtilegar frá hendi listamanns- ins. Lágmyndirnar vöktu meiri eftirtekt mína en margt annað á þessari sýningu, og það mætti segja mér, að sú myndgerð ætti sérlega vel við Örn. Úm skúlptúr- inn á þessari sýningu verður ekki annað sagt en að nokkur byrj- endabragur sé á. Það er eins og Örn nái ekki þeirri plastísku til- finningu í þetta efni, sem til þarf, svo að vel sé. En tilraun hans er virðingarverð, og það er aldrei að vita nema hann eigi eftir að ná sér á strik, hvað þessa hluti varðar. Það er annars mikil vinnugleði í þessum verkum, og eina tegund á þessari viðkunnanlegu sýningu verður að nefna enn: „Skapalóns- þrykk", sem gerð eru í samvinnu við Ómar Skúlason frá Nýjabæ, þau fóru vel í þann, er þetta ritar. Þarna er sem sagt margt að sjá og ætti að skoðast af nærfærni. Hér er auðsjáanlega á ferð ungur og efnilegur myndlistarmaður, og hann er óhræddur að leita sér fanga vítt og breitt. Árangur hans er nokkuð misjafn, en það gerir ekkert til. Það, sem skiptir máli, er að vinna og aftur vinna, þar til hlutirnir hafa fengið þann svip, er gefur þeim gildi. Örn Þorsteinsson á allan þann stuðning skilið, sem hægt er að veita ungum myndlistarmanni. Ef til vill er það besti stuðningur, sem hægt er að veita í slíkum til- fellum, að koma og skoða verk manna. Láta þá finna, að eftir þeim er tekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.