Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 33 Að byggja yfir danskan einseyring Eftir Pétur Pétursson þul Skammt er liðið síðan umræða varð um safn eitt mikið og veglegt er Seðlabanki íslands hefir reist í kyrrþey, af hógværð og höfð- ingsskap, án þess að aukaskattar né opinberar fjárveitingar kæmu við sögu svo kunnugt væri. Það var rétt eins og sængurkona, sem hefir gengið allan meðgöngutím- ann í afslöppunaræfingar og elur fagurlima 25 marka barn, án allra erfiðismuna. Hún brosir blítt og segir: Þetta var alls ekki sárt. Og reifastranginn hjalar í skartklæð- um við guðmóður og fæðingar- lækni. Þeir sem sinna fræðagrúski ýmsu og sækja í því skyni söfn og stofnanir er geyma rykfallin skjöl og skræður um fróðleik fyrri alda eru margir hverjir haldnir þrá- hyggju í leit sinni að því, er öðrum kann að sýnast lítilsverður fróð- leikur og einu gilda hvort leitend- ur verði nokkurs vísari. Þó kjósa margir að rýna í ministerialbæk- ur, sóknarmanntöl og embættis- skjöl biskupsstóla og stiftamt- manna, kansellía og rentukamm- ers, eða máldaga og ættartölur, allt frá Adam til Bergs í Bratt- holti, séra Jóns í Reykjahlíð, hálf- refa Barna-Sveinbjarnar og rang- feðrana í Víkingslækjarætt. Aðrir freista þess að fræðast um Laugu-stuttpils, Gunnu klukku, Hallberu allragagn eða Þorstein tól. Þá koma sjómenn oft að hyggja að skipshafnaskrám, fá það stað- fest hvort þeir hafi róið á Sigur- fara, Halkion eða Mánatindi þessa eða hina vertíðina og tryggja sér lífeyrisréttindi að fenginni vitn- eskju. í því skyni að auðvelda sérvitringum af ýmsu tagi fræða- grúsk var það talið sjálfsagt og skylt að hafa Þjóðskjalasafn opin til klukkan 4 hvern laugardag. Með þeim hætti var til þess nokk- ur von að alþýðumenn er sinntu öðrum stprfum hvern virkan dag, gætu gert sér dagamun við grúsk sitt og rórill að lokinni vinnuviku. Ekki var hér um fjölda að ræða og kostnaður hverfandi við þá skipan mála er lengi hafði tíðkast. Nú brá svo við að sá hjó er hlífa skyldi. Fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins, afkomandi skálda, lista- og fróðleiksmanna, skipaði svo fyrir að loka skyldi á hádegi söfnum þeim er fyrr stóðu opin á umræddum tíma. Frá þeim degi að þau fyrirmæli bárust hefir ver- ið þar „harðlæst hvert hlið" og menn gengið bónleiðir til búðar. Ástæða: Sparnaður í opinberum rekstri. Sagan um ísfólkið PRENTHÚSIÐ sf. hefur gefið út fyrstu bókina í bókaflokknum „Sag- an um ísfólkið“ eftir Margit Sand- emo og heitir hún Álagafjötrar. í frétt frá útgáfunni segir, að Sagan um ísfólkið sé ættarsaga, en sú bölvun hvíli á ættinni, að forfaðir hennar, Þengill hinn illi, hafi gert samning við myrkra- höfðingjann og verði einn af hverri kynslóð ættarinnar að ganga honum á hönd. Margit Sandemo er af norskum og sænskum ættum og hefur skrif- að rösklega fimmtíu framhalds- sögur í vikublöð. Söguna um ís- fólkið skrifaði hún að beiðni norska útgáfufyrirtækisins Blad- kompaniet. Alllöngu eftir að þessi tíðindi spurðust kvisaðist sú frétt er fyrr var getið, að Seðlabankinn hefði um nokkurt skeið lagt stund á söfnun margháttaðra verðmæta, bóka, skjala og seðla, auk skild- inga nokkurra. Var nefnt sem dæmi að einn helsti dýrgripur er safninu hefði áskotnast væri danskur einseyr- ingur frá dögum Kristjáns IX, því herrans ári 1881, og væri hann metinn á kr. 13 þús. danskar eða 20 þús. ísl. krónur. Auk þess var getið dýrmætra bóka er bundnar væru í fegursta skinnband og nefnd ýmis dæmi því til staðfestingar. Þó fylgdi fregninni að Das Kapital, Auð- magni Karls Marx, væri lítill sómi sýndur. Þætti því hæfa karton- spjöld og hörtvinni er fylgdi frum- útgáfu. Eigi var þess getið að full- trúi Alþýðubandalagsins í banka- stjórn Seðlabankans hefði sett fram neinar kröfur um viðhafn- arband á bókum Marx, þótt svo snautlega væri búið að síðskeggj- uðum lærimeistara og doðröntum hans. Hér varð ljóst að íslendingar höfðu, hvað sem leið svokölluðum þjóðarhag, efni til ærinna um- svifa, og íslendingabragur allur með öðrum hætti en á árum niður- lægingar fyrri ára. Já, íslendingabragur, vel á minnst. Segir ekki í íslendinga- brag þeim er Jón Ólafsson skáld kvað á liðinni öld: „Ki djöfullegra dádlaust þinj;, vn danskan Íslending.** En hér gildir það sem barnið sagði: “Nú er búið að breyta". Nú segir sjálfur Seðlabankinn. „Ki dásamlegra dýröarþing ei danskan einseyring“ Og dugar ekki minna en stór- hýsi og gjörgæsla yfir danska einseyringinn. Stofnun sú, er dag hvern lætur brúnir síga, horfir með hneykslun og vandlætingu til erfiðismanna og almúga er vill daglaun sín og engar refjar, ógnar með allsherj- arhruni og hallæri hvenær sem launamenn krefjast þess að halda í við sivaxandi dýrtíð, telur sig þess umkomna að storka almenn- ingi með fáránlegum tiltækjum sínum og færir skörina æ lengra upp í bekkinn. Alþjóð hefir fylgst með þreng- ingum langlegusjúklinga, gam- almenna, kramar- og kararsjúkl- inga. Hvarvetna má heyra gnauð og gnístran. Jafnvel yfirfulla ganga og stofur spítala ætlaðar öðru en móttöku. Þó daufheyrast yfirvöld og hampa hnígandi línu- ritum, fullvissa landslýð um getu- leysi og galtóma sjóði. Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri Landsbankans á sinni tíð, kunnur athafnamaður, grafinn í garði Alþingishússins, segir frá því í ævisögu sinni að bóndinn á Böggvisstöðum hafi komið að máli við sig þá er hann ferðaðist um blómlegar byggðir Eyjafjarðar. Dró hann fram búnt af músétnum dönskum bankaseðlum. Hafði fengið þá frá norrænum sjómönn- um er hann átti skipti við. Bóndi hafði geymt seðlana á skemmu- lofti og bæjarmúsin gætt sér á hornum sumra seðlanna. Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri tók að sér að fara á fund danska þjóðbank- ans og fékk Baldvin bóndi mynt í stað músétnu seðlanna. Nú væri við hæfi að Seðlabank- inn gerði gangskör að því að heimta að nýju músétnu seðlana, í minningu þess að hinn nýi gjald- miðill er reisa átti við stöðu ís- lenskrar krónu sýnist nú orðinn músétinn svo þó nokkru nemur. Við myntbreytingu kostaði símtal í anddyri Þjóðskjalasafns 50 krón- ur. Nú kostar það 2 nýkrónur. Sem sagt, á þessum skamma tíma hefir það fjórfaldast. Samt hefir öllum launakröfum verið stillt í hóf og þjóðarskútan siglt eftir leiðar- merkjum Seðlabanka og ríkis- stjórnar. Þjóðminjasafnið getur varðveitt danska einseyringinn við hliðina á silfursjóðnum frá Gaulverjabæ sem nú er þar undir gleri. Þjóð- skjalasafnið og Landsbókasafnið verði opið almenningi til afnota sem fyrr á árum svo grúskarar og sérvitringar geti hér eftir sem hingað til grúft sig þar yfir ryk- föllnum doðröntum, hlýtt á nið aldanna, leitað fregna um Þor- stein tól og Hallberu allragagn, sjómenn fullvissað sig um að þeir hafi róið á Mánatindi og kútter Haraldi, en ættfræðingar rakið niðjatal frá Haraldi hilditönn. Ekki rúsínustein úr þjóðarkök- unni, sem svo er nefnd, í byggingu gjörgæsludeildar yfir danskan einseyring. „Húsið“ Ný verzlun í Stykkishólmi Stvkkishólmi, 17. apríl. UNDANFARIN ár hefir Jón Loftsson hf., Reykjavík, haft hér útibú með ýmsan varning, svo sem húsgögn, raftæki, bygg- ingarvörur o.fl. og hefir Hrafn- kell Alexandersson veitt því for- stöðu. Nýlega keypti svo Hrafn- kell verslunina af eigendum og hefir skírt verslunina Húsið í stað JL-húsið áður. Húsakynni undir verslunina leigir Hrafn- kell af fyrri eigendum. Verslunin mun áfram selja húsgögn alls konar, svo og raf- magnsvörur, hljómtæki, sjón- varps- og hljóðvarpstæki og margskonar gjafavörur. Hefir verið mikil hreyfing á vörunum og nota menn sér þessa þjónustu alls staðar af Snæfellsnesi og úr Dalasýslu. Þá má geta þess, að vörur verslunarinnar fást með afborg- unum og samningum, ef kaup- endur óska þess. Við óskum Hrafnkatli allra heilla í þessu starfi og vonum, að fólk kunni vel að meta þjónustu hans. Krcttaritari Símatæki í geysilegu úrvali Sú breyting hefur nú orðið, að inn- flutningur og sala á símabúnaði hefur verið gefinn frjáls. Simco s/f er sérhæft fyrirtæki, sem eingöngu verslar meðsímatæki ogalls konar símabúnað. Við getum nú boðið mikið úrval af skrifstofusímum, heimilissímum, takka-- símum, tölvusímum, hátalarasímum, og skrautsímum, ásamt símasjálfvelj- urum, símamögnurum og simsvörum. Við veitum ennfremur tæknilega aðstoð við val á símabúnaði og önnumst allt viðhald og viðgerðir. Komið, skrifið eða hringið og við veit- um fúslega allar nánari upplýsingar. Hafnarstræti 18 s-19840 Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.