Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 23
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 Eyrarbakki: Tek mér sjaldan frí Spjallað við Halldór Guðmundsson Hann heitir Halldór Guömundsson og hefur fellt net í 21 vertíð. Áöur var hann til sjós frá Kvrarbakka og Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum líka, en hætti sjómennskunni og fór að landi. Hann er ekki fæddur Eyrbekkingur heldur er hann fæddur í Grímsnesi á bænum Mýrarkoti. vmna Grein og myndir: ARNALDUR INDRIÐASON KRISTJÁN ÖRN ELÍASSON „Ætli maður felli ekki svona frá 800 upp í 1500 net á vertíð. Það mætti segja mér það,“ sagði Halldór og bætti því við að hann væri að frá átta á morgnana til klukkan sjö á kvöldin við netin. „Það er ósköp rólegt yfir verkalýðsmálum hér á Eyrarbakka," sagði Halldór og felldi net. Fyrst setur hann netin upp á plastpípu og í gegn- um pípuna dregur hann kaðal, sem hann þræðir í gegnum möskvana. Hann sagði: „Nú hefur maður þetta fjóra til sex möskva á milli hnúta, en áður hafði maður ætíð tvo möskva miili hnúta. Ég hugsa að breytingar á þessu stafi af því að nú á dögum er miklu meiri netanotkun en áður var og það þarf meiri hraða í þetta, að fella net. En fyrir bragðið virðist mér að netin endist eitthvað styttra en áður.“ Þú sagðir að það væri rólegt yfir verkalýðsmálum á Eyrar- bakka. „Já, það eru ekki nema ein- hver smástopp einstaka sinn- um. En annars vil ég sem minnst tala um verkalýðspóli- tíkina. Maður tekur það yfir- leitt rólega í þeim efnum. Tek ekkert frekar þátt í 1. maí hátíðahöldunum." En hvað gerir þú í þínum frí- stundum? „Ég er svolítið í garðinum mínum þar sem ég hef kartöfl- ur og rófur til að dútla við. Svo á ég 25 rolluskjátur og eitt hross, svo manni fellur aldrei verk úr landi. Það er ágætt að hafa eitthvað hjá sjálfum sér en ekki krefjast sýknt og heil- agt alls frá öðrum. Ég tek mér sjaldan frí; gerði mikið af því í eina tíð að fara á hestbak, en það hefur minnkað núna. Svo grípur maður í bók á kvöldin. Það eru þá helst sagnaþættir og sjálfsævisögur og líka skáld- sögur. Minnir að ég hafi lesið þrjár bækur eftir hann Krist- mann í einni lotu fyrir stuttu. Nú, maður horfir líkast til á sjónvarpið, fréttir og viðtals- þætti aðallega og svo hef ég gaman af að hlusta á tónlist. Létt lög og annað," sagði Hall- dór Guðmundsson og vildi að það kæmi einhvers staðar fram að fólkið á Eyrarbakka væri af- skaplega indælt fólk í hvívetna og að gott væri að búa þar. „Ég hef ekki hugsað mér að flytja til Reykjavíkur eða neitt annað. En það getur enginn maður fullyrt neitt um hvað uppá ber í lífinu. Það er ákaflega fljótt að breytast." Halldór Guðmundsson fellir net eins og hann hefur gert í 21 vertíð: „Ætli maður felli ekki svona frá 800 upp í 1500 net á vertíð. Það mætti segja mér það.“ l.jnsmv nd Mbi. Kristján Örn Klíasson. Það er illa mætt á félagsfundi Spjallaö við Markús Þorkelsson Markús Þorkelsson er trúnaðarmaður starfsfólks í Fiskiveri á Eyrarbakka. Þegar við hittum hann að máli var hann að umstafla saltfiski með öðru verkafólki. Markús er fæddur í Gaulverjabæjarhreppi en fluttist til Eyrarbakka fyrir 10 ár- um. „Það er yfirleitt nóg að gera hér allt árið um kring," sagði Markús, „og unnið sex daga vikunnar oftast. Það er ómögulegt að banna vinnu á laugardögum, en það er gott að eiga frí á sunnudögum. Það er ekki mjög öflug verka- lýðsbarátta hér á Eyrarbakka. Baráttan verður alltaf sterkari í stærri félögum. Hér er engin harka í verkalýðsmálum og ágreiningur er yfirleitt jafnaður áður en gripið er til stórtækra að- gerða. Og komi eitthvað upp, þá er það yfirleitt ASI, sem sér um það. Verkafólk hér er alls ekki nógu virkt í starfi verkalýðsfélagsins. Það er illa mætt á félagsfundi. Hvað veldur þessari deifð veit ég ekki. Hér hefur fólkið það ágætt, en það þarf að vinna mikið til að hafa það svoleiðis. Það vinnur 10 tíma á dag og oft til 10 á kvöldin og um helgar vinnur það líka. Það vita allir að enginn getur lifað á dagvinnunni einni saman." Heldur þú að óvirkni félags- mannsins hafi eitthvað að gera með að honum finnist hann hafa lítið að segja þegar samið er í stórum samflotum? „Nú skal ég ekki segja. Mér finnst allir þessir samningar af- skaplega þungir í vöfum þegar samið er í þessum samflotum. Það ætti að semja yfir allt landið í heilu lagi. Það held ég að séu mun einfaldari samningar. Eins og það er núna, þykir mér þetta ægilega þungt í vöfum og finnst það ganga illa.“ Talið barst að lífinu á Eyrar- bakka og sagði Markús að honum þætti mjög gott að búa þar. Áður var hann bóndi en það var erfitt að yrkja jörðina og krakkarnir voru upp komnir og hann farinn að eldast svo hann ákvað að flytj- ast í bæinn. Markús Þorkelsson verkamaður á Kyrarbakka: „Verkafólk hér er alls ekki nógu virkt í starfi verkalýðsfé- lagsins." Starfsfólkið í Fiskiveri á Eyrarbakka. Frá vinstri: Eiríkur á lyftaranum, Snorri, Dísa, Margrét, Ragnheiður, Jón verkstjóri og Jón og Markús en hann er trúnaðarmaðurinn á staðnum. „Okkur vantar fólk“ ÞAÐ var rólegt um að litast á Eyrarbakka þegar Morgun- biaðsmenn áttu leið þar um í vikunni. Nokkrir menn voru að steypa í grunn og fleiri grunnar voru þegar steyptir því enn er bærinn að stækka. I bænum eru tvö fiskvinnslu- hús og eitt hraðfrystihús og nóg að gera í þeim. „Okkur vantar fólk,“ sagði einhver. Það var þó ekki verið að vinna nýjan fisk, heldur var unnið í saltfiski og skreið. í útjaðri Eyrarbakka eru lang- ar raðir af skreiðarhjöllum og voru menn við enda einn- ar raðarinnar að bæta við hjallana. Þeir minntust þess ekki að svo mikið hafi verið til af skreið áður á Eyrar- bakka. Sumarfólk var ekki enn mætt á Eyrarbakka í vinnu, enda er skólum yfirleitt ekki slitið fyrr en um miðjan maí. Kannski það hafi verið ástæðan fyrir róleg- heitunum. Auk þess eru Eyr- bekkingar rólegt fólk og svo var þetta á mánudegi. í Fiskiveri, öðru fiskvinnslufyrirtækinu í bænum var verkalfólkið að vinna við Skreiðar- og saltfisk- verkun, eins og annar staðar. En það voru ekki allir að vinna í fiskinum, því á einum stað í Fiskiveri sátu maður og kona í ró og næði með net í höndunum. Hann var að fella net, hún var að skera af netum. Við tókum manninn fyrstan tali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.