Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 31
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ1982 Lágtekjufólk veróur að fá kauphækkanir Rætt við Ólaf Eyland, verkamann á Akureyri Hefurðu einhvern tim- ann talað við látinn mann? Nei, ekki það. Hér hefurðu einn sem hefur verið látinn í 35 ár — bókaður látinn, sko. Það er í hinu ága'ta Stýrimannatali í klausu um foður minn. Kg hringdi náttúr- lega í útgefandann, þegar mér barst þessi óvænta fregn að ég hefði verið látinn síðan 1947 og tilkynnti honum að ég væri bráðlifandi. Ilann tók því ekkert illa. Ólafur Eyland, verkamaður og fyrrum bifreiðarstjóri, situr í eld- húsi sínu að Munkaþverárstræti 16, Akureyri. Þar býr hann í ágætu húsi ásamt syni sínum. Mér varð það fyrst fyrir að dást að skeggi, Ólafs. Það er mikið sóma- skegg. Já, það eru í því sjafnarlitirnir, sjáðu. Afi minn var líka með hið myndarlegasta skegg — hann var danskur. Eg hef þetta af því það er ekkert hús á lyftaranum sem ég vinn á; skeggið er á við góðan tref- il! Ólafur fitlar fagmannlega við skegg sitt og hefur frásögu sína: Ég er fæddur árið 1920 úti í Kaupmannahöfn. Foreldrar mínir voru Jenny Nielsen, dönsk kona, og Gísli Eyland, skipstjóri. Ég dvaldist ytra annað veifið til fimm ára aldurs, að við fluttum alfarið til Islands. Uppvaxtarár mín bjuggum við á Laugarnesveginum í Reykjavík og í Grjótaþorpinu. Vinna mín hófst á Kirkjusandi, þar sem Kveldúlfsmenn höfðu að- stöðu — og snemma tók ég að vinna í togurunum að losa salt- fisk. Ég man hvað mér fannst það ömurlegt í kreppunni, þegar þurfti að gera upp á milli manna um vinnu. Ég vona að þeir tímar komi aldrei aftur. Það er fátt voðalegra fyrir þjóð en atvinnuleysi. Ég var svo lánsamur að verða ekki fyrir þessu á þeim árum, en oft sá mað- ur dapran mann hverfa heim til sín, eftir að útséð var með að hann fengi vinnu þann daginn. Slíkir tímar mega aldrei koma aftur. Árið 1937 fluttumst við norður og hef ég síðan búið á Akureyri og kunnað prýðilega við mig. Meira- próf í bfreiðaakstri tók ég árið 1942, og keyrði svo alveg fram til 1969, að ég gerðist verkamaður hjá Jakobi Karlssyni. Ég ók meðal annars strætisvagni hér á Akur- eyri, Mývatnsrútuna keyrði ég líka og Vopnafjarðarrútuna. En nú hef ég starfað í tæp þrettán ár við höfnina og býst við að gera það það sem eftir er. Ég vinn á lyftara hjá Eimskip í Oddeyrarskála og líkar það nokkuð vel, þó það sé opinn lyftari. Þeir eru ekki eins flottir á því hér og í Reykjavík þar sem hús eru á iyfturunum. Jú, það hefur breyst margt í gegnum tíðina í lífi verkamanns- ins. Það er til dæmis ekki langt síðan við börðumst við seglið yfir vörunum hér. Við fengum fyrst vöruskemmu á Oddeyrartanga ár- ið 1978 en áður höfðum við orðið að breiða segl yfir alla vöru, sem hingað barst og geymd var á kant- inum við Torfunefsbryggju. En þrátt fyrir allt sem hefur breyst, í aðstöðu og aðbúnaði, þá er það nú svo að við verkamenn erum litlu betur settir en áður. Enn þurfa þeir að berjast við að ná endum saman, a.m.k. þeir sem ætla sér að byggja. Sonur minn til dæmis er iðnverkamaður, býr til Flóru- smjörlíki og hann fær um 6.600 krónur í mánaðartekjur fyrir dagvinnu og á ekki kost á auka- vinnu. Hann er einhleypur maður og þegar skatturinn hefur heimt sitt, fær hann útborgaðar 2—3.000 Ólafur á heimili sínu á Akureyri MorgunhiiM/ Oufur k. M»gnú»«>n. krónur til að lifa af út mánuðinn. Það sér náttúrlega hver maður í hendi sér, hvað sú upphæð nær skammt. Hvað ætti hann að taka til bragðs ef hann væri fyrirvinna fjölskyldu og stæði þar að auki í húsbyggingu? Ég er með hærri tekjur en hann af því ég er lyft- aramaður, svo fáum við premíu sem er nokkur uppbót og frysti- skip koma oft um helgar og þá fæ ég stundum aukavinnu. Það liggur á borðinu að það þarf að hækka kaup lágtekjufólks, en það er auð- vitað til lítils gagns ef allir hlutir hækka jafnharðan. Þetta er mikið Frá Þórshöfn Kærum okkur ekki um neinn barlóm Spjall við Sölva Hólmgeirsson verkstjóra Myndir: ÓLAFUR K. MAGNÚSSON S()LVI Hólmgeirsson verkstjóri í salfiskverkun Hraófrystihúss Þórs- hafnar hf. Hann er fæddur og uppal- inn á Þórshöfn, fór snemma til sjós og var sjómaður þar til hann neydd- ist að fara í land sökum veikinda fyrir um það bil 10 árum og hefur lítið sótt sjóinn síðan. Hin seinni ár hefur hann verið verkstjóri í Hrað- frystihúsinu og nú i rúmt ár ein- göngu í saltfiskverkuninni. Við spurðum hann fyrst hvort Þórshafn- arbúar yndu ekki glaðir við sitt. Jú, ég hef aldrei viljað halda öðru fram en að við hefðum það gott hér. Það er að vísu tímabund- ið atvinnuleysi yfir háveturinn, en í heildina séð held ég að menn hafi það bara gott. Sumrin eru yfirleitt gjöful til sjávarins, þó það mætti svo sem vera meira. Sóknin héðan er mjög háð tíðarfarinu, bátarnir litlir. Svo var hann seldur í vetur Sölvi Hólmgeirsson Sölvi ásamt fólkinu sinu ... stærsti báturinn sem var um 50 tonn. Fagnið þið þá ekki togaranum nýja sem þið fáið í sumar? Já, það eru nú skiptar skoðanir um það mál hér á Þórshöfn. Ég er hvorki með eða á móti togaranum, heldur er ég þess sinnis að það þurfi að skapa hér atvinnufyrir- tæki sem skapi fólki trygga vinnu allan ársins hring. Sem stendur virðist togari vera eina ráðið, að minnsta kosti horfa flestir í þá átt. Ég hef verið svo lánsamur að hafa alltaf meiri en nóga vinnu hjá Hraðfrystihúsinu, en hér er fólk, og sérstaklega konurnar, sem hafa bókstaflega enga vinnu þrjá mánuði af árinu; desember, janúar og febrúar. Það má að vísu segja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.