Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 77 Anna seilir þorskhausa í Fisk- iðjunni. Siggi í Engey við freðfiskútskipun. Jóhann Weihe i aðgerðinni að Uka innan úr fallegri ýsu. Sólargeislarnir i vertiðaratinu er hros slíkra starfsmanna. RÍGSÞULA Og allar stéttir renna í eitt Fornt íslenskt kvæði greinir frá upphafi stéttanna í mannfélag- inu. Það er kvæðið Rígs- þula. Sú hugsun er þar birtist er sérlega geðþekk nútíma- mönnum og hæfilegt að halda henni frammi á hátíðisdegi verka- fólks. Rígsþula sýnir gang lífsins: að hver stétt á sinn tíma, uns allar stéttir renna í eitt. Heimspeki kvæðisins er sú að yngri kynslóðir taki hinum eldri fram, að það muni fæðast móðurbetrungar og föðurbetrungar — og þar komi sú tíð að karlaættir hverfi í höfð- ingja o.s.fv. Til er handrit af Snorra-Eddu frá miðri 14du öld sem heitir Ormsbók. Þar er Rígsþula varð- veitt. Aldur og heimkynni Rígs- þulu hafa orðið ásteytingarefni fræðimanna. Sumir hafa talið kvæðið kveðið vestan hafs sökum erlendra áhrifa í því og einkum írskra. Nafnið Rígur sé tekið úr írsku, myndað af orðinu rí(g) sem merkir konungur og Einar Olafur Sveinsson hefur bent á að þjóð- lífslýsingar Rígsþulu séu keimlík- ar írskum lögum. Einnig telja sumir kvæðið með yngstu eddu- kvæðum ort jafnvel á 13du öld. í lausu máli á undan Rígsþulu í Ormsbók segir að Rígur sé raun- verulega guðinn Heimdallur. Þessi sögn er ókunn í fornum fræðum, nema í fyrstu vísu Völuspár þar sem völvan ávarpar hinar ýmsu stéttir manna sem „meiri og minni mögu Heimdallar" og þykir fræðimönnum líklegast að Völu- spá styðjist við Rígsþulu. Heusler hinn þýski kvað Rígsþulu íslensk- ast allra eddukvæða og Sigurði Nordal þykir eðlilegast að eigna hugsun kvæðisins íslendingi, þar eð sú hugsun hafi með engri nor- rænni þjóð verið líklegri til að kvikna á lOdu öld, því íslendingar hafi þá „gert rétt allra frjálsra manna jafnan að lögum og rétt þræls um eitt meiri en frjáls manns". Fyrir þessar sakir eru fræðimenn íslenskir flestir þeirr- ar skoðunar að Rígsþula sé ort á Islandi og fyrir kristnitöku árið 1000. Varðveisla Rígsþulu í Ormsbók er léleg. I kvæðið vantar lok þess, heilar vísur, vísuorð og stök orð. Háttur Rígsþulu er nokkuð óreglulegt fornyrðislag, vísuorðin frá þremur til tólf í hverri vísu og þrár til sex samstöfur í hverju vísuorði. Það er athyglisvert í samanburði við önnur eddukvæði að Rígsþula er frásögn skáldsins ef frá eru talin orð krákunnar í 47du og 48du vísu. Rígsþula er skipulegt kvæði með frábrugðnu orðavali eftir því sem við á. Sömu orðin og orðatiltækin koma þó fyrir aftur og aftur, svo sem „að það“, „meir“, „Rígur kunni þeim ráð að segja". Kvæðið er með fastri stígandi, fyrst er lýst því frumstæða svo er haldið sem gengnar séu tröppur til þess höfð- inglega. Efni Rígsþulu er á þá leið, að guðinn Heimdaliur fór ferðar sinnar og nefndist Rígur. Kom hann „að húsi“ þeirra Áa og Eddu. Þar var allt með fornlegum brag og veitingar fátæklegar. Þegar kvöldaði gekk Rígur til svefns og lagðist „miðrar rekkju,/ en á hlið hvora/ hjón salkynna". Rígur dvaldi þar þrjár nætur og níu mánuðum síðar ól Edda son, er nefndur var Þræll. Þræli er svo lýst sem vinna hans sé mikið erf- iði. Hann gekk að eiga „gengil- beinu“ nokkra er Þír nefndist og frá þeim eru komnar þrælaættir. Rígur hélt áfram ferð sinni og kom nú „að höllu" þeirra Afa og Ömmu. Þar er öll iðja skapleg. Auðsjáanlega hefur allt farið á sömu lund og í húsi Áa og Eddu, en hér vantar í kvæðið tvær vísur. Níu mánuðum síðar ól Amma jóð það er heitinn var Karl. Snör hét kona hans og frá þeim eru komnar karlaættir. Enn hélt Rígur áfram ferð sinni og kom nú „að sal“. Þar bjuggu Faðir og Móðir. Hér var allt með glæsibrag. Rígur þáði veitingar höfðinglegar, gekk til rekkju og hélt svo leiðar sinnar eftir 3ja nátta dvöl. Níu mánuðum síðar ól Móðir svein þann sem Jarl var látinn heita. Jarl var hinn fríðasti sýnum og eitt sinn er hann stundaði íþróttir og vopna- burð birtist Rígur. Lýsti hann Jarl son sinn, kenndi honum rúnir og gaf honum nafn sitt. Ríg- ur jarl fór nú og vakti víg og vó til landa. Hann fékk síðan Ernu Hersisdóttur og áttu þau margt sona. Þeir voru allir miklir fyrir sér, en hinn yngsti bar samt af. Sá er nefndur Konur ungur. Hann kunni rúnir og skildi fuglamál og hafði afl og eljun átta manna. „Hann við Ríg jarl/ rúnar deildi" og bar hærri hlut og fékk þá Rígs nafn. Síðan reið hann kjörr og skóga og kyrrði fugla. Þá kvað það kráka nokkur til hans að betur hæfði honum að leggja stund á hernað og vísaði honum síðan til höfðingja þar sem hann skyldi leita sér kvonfangs. Lýkur þar með kvæðinu í Ormsbók og hefur niðurlag þess hvergi varðvéist. í Skjöldunga sögu og Ynglinga sögu eru ættir Danakonunga raktar til Rígs og þykir líklegt að sú vitn- eskja hafi staðið í niðurlagi Rígs- þulu, þar eð höfðingjar þeir, sem krákan vísaði Kon unga til, þeir Danur og Danpur, voru höfðingjar Danmerkur. Þjóðlífslýsingar í Rígsþulu eru allar skýrar og sannfærandi. Þær eru ítarlegri og raunsærri en í öðrum eddukvæðum. Fyrst er lýst lífi og háttum erfiðisvinnufólks. Þar er soð drykkur og soðinn kálf- ur krása bestur. Þau hjónin Ái og Edda eru gráhærð af basli og klæðnaður þeirra fornlegur. Þræll var með hrokkið skinn á höndum, kroppna knúa, digra fingur og lot- inn hrygg. Hann lagði garða, bar tað á akra, vann að svínum, gætti geita og gróf mó. Hjá hinum frjálsu bændum var fólk með snyrt hár og kista var á gólfi og kona sat við rokk og bar á sér skraut. Karl lærði að keyra og gera plóg, temja uxa, timbra hús og smíða hlöður og gera vagn. Hjá Föður og Móður var allt með glæsibrag. Gólf þakið hálmi og húsbóndinn sat og gerði boga með- an húskonan hugaði að klæðum. Þar var bjóð hulið dúk og á borð- um voru steiktir fuglar og svína- steik og vín var í könnu. Engin voru erfiðisstörfin þarna unnin; Jarl stundaði íþróttir og vopna- burð, lærði rúnir og vó loks til landa. — Þessar þjóðlífslýsingar eru raunsæjar. Skáldið sýnir þann mun er var á stéttum þess þjóðfé- lags sem það þekkti. Það tekur ekki afstöðu til stéttanna, heldur lýsir lífi þeirra og högum. Athyglisverð er frásögninni af skírn þeirra Rígs sona: Joö »1 Kdda, jósu vatni hörvi svartan hótu l»ræl. (7da v.) Jóó ól Amma jósu vatni, kólluóu Karl, kona sveip rifti, rauóan og rjóóan, rióuóu augu. (21sta v.) Svein ól Móóir, silki vafói jósu vatni, Jarl létu heita. Bleikt var hár, hjartir vangar, ötul vóru augu sem yrmlingi. (34óa v.) Einhverjir kynnu að segja að þarna og víðar í kvæðinu, sæist berlega, fyrirlitning skáldsins á þrælunum en dásömun hinna að- alsbornu. Sú skoðun kemur ekki heim og saman við hugsun kvæð- isins. Meginhugsun kvæðisins er eins konar þróunarkenning, sem felur í sér að allir séu af sama stofni og að allt horfi fram, með því það muni fæðast móðurbetr- ungar og föðurbetrungar — og þá muni lágstéttunum þoka fram, því greinilegt er að skáldið hugsar sér þroska Kons unga þann hinn mesta sem unnt sé að öðlast. Þess vegna lætur það ekki í ljós fyrir- litningu á þrælunum, heldur á niðurlægingu þeirra. Sé kvæðið ort á Islandi fyrir árið þúsund, þá samræmist þar að auki ekki fyrir- litning á þrælum almennum þankagangi hérlendra höfðingja í þann tíma. Þá var bundið í lög á Islandi að þræll ætti vígt um konu sína, en svo var ekki um hinn frjálsborna mann: íslendingar höfðu gert rétt þræls um „eitt meiri en frjáls manns", sem fyrr greinir. Meginhugsun Rígsþulu er sem sagt eins konar þróunarkenn- ing, svo sem nafngiftirnar bera með sér: Ái, Edda, Afi, Amma, Faðir og Móðir. Allar stéttir eiga að geta göfgast með tímanum, vegna þess að þær eru allar af sama stofni. En hvers vegna verð- ur Konur ungur einn föðurbetr- ungur en ekki bræður hans, fyrst þeir eru allir samfeðra? Jú, boð- skapur kvæðisins er einmitt sá að ætternið eitt geri ekki gæfumun, heldur sé það atgervi hvers og eins sem skapi manninum örlög. Konur ungur hefur öðlast þann mesta þroska sem skáldið getur hugsað sér, með því að efla sitt eigið at- gervi. Það ber samt að hafa hug- fast að skáldið boðar ekki að allir geti staðið jafnfætis Kon unga. Það leggur einmitt á það áherslu að það sem skilur Kon unga frá bræörum hans er það sem ætíð skilur afburðamanninn frá almúg- anum. Bjartsýni einkennir þetta forna kvæði, trú á vöxt og viðgang mannsins og hvergi örlar á eftir- sjá; að fornöld hafi verið farsælli en samtíðin: allt horfir fram. í þróunarkenningu Rígsþulu felst ekki stéttlaust þjóðfélag, heldur að stéttirnar hverfi í tímans rás hver í aðra, svo allir menn, hvar í þjóðfélaginu sem þeir eru upp- runnir, fáir markað sér bás í mannfélaginu, svo sem atgervi þeirra og þroski segir til um. Við lifum slíka tíma, sem höfundur Rígsþulu spáði, að sonur skóarans gerist þingmaður og sonur þing- mannsins gerist skóari. Jakob F. Ásgeirsson Ljósmynd: Árni Sæbern

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.