Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAI 1982 83 ræður um till. G.V. Aftur á móti freyddi af öllum börmum þras um kaup ArnarfluffS á flugvél og öðr- um eignum Iscargo, þjóðhagslega nauðaómerkilegt mál. En það er sagt að sagan endur- taki sig. Hugurinn leitar því meir en 50 ár aftur í tímann þegar við í Borgarfirði stofnuðum Skallagrím hf. Arið 1932 létum við loks þann draum rætast að taka samgöng- urnar í eigin hendur og keyptum af útkeyrðu félagi í Reykjavík af- lóga en starfandi skip, sem við vissum að gæti enzt i rúmlega eitt ár, fyrir 63 þús. kr. og seldum aft- ur sem íbúðarhús fyrir 5000 tveim árum síðar, en þar með höfðum við eignast aðgöngumiða að fram- tíðinni. Undir slagorðinu: Veit nokkur dæmi þess að bættar samgöngur hafi sett nokkurt hérað á haus- inn? Fékk ég óverðugur sóknar- væng við hlið sveitahöfðingjanna Davíðs á Arnbjargarlæk, Halldórs á Hvanneyri, Jóns í Deildartungu, Magnúsar Jónssonar, Sigurðar í Ferjukoti, Sverris í Hvammi o.m.fl. Mér er vel í minni að allir höfðum við von um aðstoð ríkis- sjóðs síðar, en þau eru frávik þessa gamla drama að málin leystust án þess seljendur, kaup- endur eða ráðherra sættu köpur- yrðum, eða að dylgjur um brask, jafnvel með hugrenningar, ættu sér stað. Og nú nýt ég þeirrar hollustu tímanna að mega óska mönnum þroskandi framtíðar, sem eru enn svo ungir að uppvexti þeirra á þeim dögum var eigi það langt komið að þeir væru orðnir að frumum hvað þá meira. Okkar fyrsta verk var að fjölga ferðum, lækka alla taxta og síðar að afsala svonefndum ríkisstyrk en þess í stað selja alla þjónustu fullu verði, en sem skylt var að láta í té ókeypis áður. En þegar svo frumherjarnir •• voru allir, blessuð sé minning / þeirra, og síðustu menjar gamla tímans breyttust í verðmyndun, dugði sá fjárhlutur eigi aðeins til að afplána skakkaföll tveggja illa tryggðra skipstapa, heldur urðu nokkrar milljónir afgangs þegar sótt var fram í nýju formi. Það er ótilhlýðilegt að setja hér á prent tilbúning um hugsanlega afstöðu þessara stórbrotnu, sam- hentu og að ýmsu leyti ólíku manna til mála að þessu sinni. En eftir áratuga reynslu af víðsýni þeirra, markmiðum og dómgreind finnst mér berangurinn minni við þá trú, að þeir hefðu ekki rofið samfylgdina. Bandaríkin: Viðræður boðaðar um kjarnorkuvopn Washington, 29. apríl. AP. CASPAR W. Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á Bandaríkjaþingi í dag, að Ronald Reagan forseti ætlaði „mjög bráðlega" að bjóða Sovétmönnum til nýrra viðræðna um samdrátt i kjarnorkuvopnabún- aði. Weinberger gaf þessa yfirlýs- ingu í vitnaleiðslum fyrir utanrík- ismáladeild öldungadeildarinnar, sem fjallar nú annars vegar um tillögur um stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna og hins vegar um endurupptöku viðræðnanna um Salt Il-samninginn. Hann snýst um takmörkun á framleiðslu lang- drægra flugvéla, sem búnar eru kjarnorkuvopnum, og langdrægra kjarnorkueldflauga en hefur aldrei verið staðfestur. „Við förum ekki í neinar graf- götur með hvaða afleiðingar kjarnorkustyrjöld hefði. I henni töpuðu allir og við viljum tryggja, að Sovétmönnum skiljist það líka,“ sagði Weinberger, sem bar á móti því, að Reagan-stjórnin hefði verið of svifasein í þessum efnum. Þvert á móti hefði unnist tími til „eðlilegrar tillögugerðar". Weinberger sagði, að „mjög bráðlega“ myndi Reagan leggja fram yfirgripsmiklar tillögur varðandi langdræg flugskeyti og bjóða Sovétmönnum til viðræðna um takmörkun kjarnorkuvopna- búnaðar. gagnvart þeim föður, sem af henni leiðir í mannssál, verður alltaf að skipa æðra sæti en öll ytri tákn, orð og siðir, staðir og menn. Á vegum trúar, þessarar meg- inorku og reginafls mannssálar eru einnig margar hættur. Stefni hún að öðru en uppsprettu lífs og ljóss er fátt eða ekkert ægiiegra á vegum einstaklings og samfélags. Hjátrú, fordómar, hindurvitni og manndýrkun, sem allt bera vitni um trúartilfinningu á villi- götum, rangsnúið afl mannsvit- undar, er bókstaflega versti voði á vegum mannlcýns alls. Þar eru dæmin deginum ljós- ari, t.d. íran og klerkaveldi þess nú, sem er rangsnúin guðstrú, og svo manndýrkunin, sem ræktuð er austan járntjalds og heldur öllum heimi í helgreipum kúgun- ar og stöðnunar. Þannig er hægt á trúarvegum og með rangsnúnu afli hennar og orku, að göfga og dýrka skepn- una í stað skaparans, efla voða og vald heimsku og grimmdar í stað gróandi mannlífs á friðar- vegum frelsis og mannréttinda. Ást og trú eru æðstu eigindir mannssálar. En þær eru í lík- ingu við tvíeggjað sverð. Ást á villigötum veldur óhamingju, sem oft endar með hruni sjálfsmorðs. Þar eru þó að mestu fáir í fylgd. En trúin getur leitt í glötun heilar þjóðir og mannkyn allt, með hópsefjun, bókstafsfjötrum og blindu, sem manndýrkun ekki sízt á þessari öld hins magnaða fjölda hefur valdið með vopn í höndum öllum til skelfingar. Því er svo mikils vert, að trúnni sé strax í bernsku einstaklings, beint að réttu marki, þar sem líf og Ijós eru takmarkið, en ekki myrkralönd valdboðs og græðgi geðveikra einstaklinga, sem skipa sér í hásæti Guðs, með bókstafsblindu, svikum og lygi. Þetta gerist þráfalt undir ljóssins merki í upphafi á vegum alls konar öfga, ekki sízt í svonefndum stjórnmálum, þar sem valdamenn taka orku og ljóssprota guðstrúar manns- sálna í sína þjónustu. Og þegar búið er að villa um mannfjöldans vitund og vild undir valdi hinna fáu, er öllu haldið í rándýrsklóm með herlögum, fangelsum, pynt- ingum og grimmd. Sú trú, sem kennd er við Krist, er hinsvegar alltaf á vegum sannleika og skynsemi, frjáls og hlý eins og vorblærinn, vefur hún hvert fræ og sprota faðmi og mundum til vaxtar og þroska. Þar er takmark og fyrirmynd hugsjón Meistarans: Hinn himn- eski, algóði faðir, uppspretta lífs- ins, frumþáttur lista, vísinda og snilli, orkan, sem skapar, gró- andi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á brautum mann- réttinda, friðar og gleði. Þannig hefur lífsskoðun frels- isins, kennd við Krist ofar öllum dogmum og kreddum, orðið meg- inuppspretta vestrænnar menn- ingar fram á þennan dag undir yfirskrift skáldsins: „Trúðu frjáls á Guð hins góða. Guð er innst í þinni sál.“ Reykjavlk, I kyrruviku 1982. Árelíus Níelsson. JAZZPLÖTTTR Þessar voru ad koma: ART ENSEKBLE OF CHICAGO ”Urban Bushmen” ný tvöföld hljömleikaplata, tekin upp í Amerikahaus í Þýskalandi í maí 1980. MFull Forcen janúar 1980. "NiceGjm" upptaka fór fram 19?8. trtgáfa 1979. LESTER B0WIE ^The Great Pretender** ný sólóplata frá trompetleikara Art Ensemble. Juní 1981. rts) Allar gefnar út af ECM. Einu virtasta ,jaz7merki Evrópu í dag. Innflutningsadili gramm Fast í þessum verslunum: Karnabær Heimilistæki, Hafnarstræti m Hljódfærahús Reyk,1avíkur 'z Hljómdeild KEA, Akureyri /_ Hljómval, Keflavík Tónabúdin, Akureyri Renco, Midbæjarmarkadi Malachi Favors Roscoe Mitchell Lester Bowie SUMAR í SVISS Beint flug til Ziirich 2ja vikna feröir: 30. maí — 13. júní og 13.—27. júní. Gisting 1 nótt í Zurich. 6 daga hringferð: Zúr- ich — Lichtenstein — Lugano — Lausanne — Bern — Luzern, og vikudvöl í Interlaken í Berner Oberland. Verð kr. 10.800,00. Vikuferðir: 30. maí — 6. júní og 13.—20. júní. Gisting 1 nótt i Zúrich og 6 daga hringferö, sama tilhögun og lýst hér aö ofan og gisting 1 nótt í Interlaken. Verö kr. 7.600,00. 20.—27. júní: Dvalið í Interlaken í Berner Oberland. Skoöunarferöir um nágrenniö og siglingar á Thun- og Brienzvatni. Verð kr. 6.800,00. Innifaliö í veröi i öllum ofangreindum feröum. Flug til og frá Zúrich, gisting í 2ja manna herbergjum meö baöi,— morgun- og kvöldverður. Einnig bjóöum viö flug og bílaleigubíla. 30. maí, ein vika, fiug og bíil 4 i bil 3 í bíl 2 f bil Fíat 127 Ford Escort 4.600,- pr. mann 4.600,- pr. mann 5.200,- pr. mann VW Golt Opel Kadett 4.800,-pr. mann 5.100,- pr. mann 5.500,- pr. mann 30. maí, tvær vikur, flug og bíll 4 ( bíl 3 i bil 2 f bð Fíat 127 Ford Escort 7.000,- pr. mann 7.200,- pr. mann 7.600,- pr. mann VWGolf Opel Kadett 8.200,- pr. mann 8.500,- pr. mann 8.900,- pr. mann Verö er miöaö viö gengisskráningu 20. april 1982. Leitiö nánari upplýsinga. Feröaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Borgartúm 34, 105 Reykjavik, tími S3222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.