Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 Vakti mikið hneyksli þegar hún mr frumffutt er nú ein vinsælasta ópera allra tíma EIN VINSÆLASTA ópera allra tíma, Carmen eftir Georges Bizet, var frumsýnd í íslensku óperunni í gærkvöldi. Óperan er byggö á samnefndri skáldsögu eftir Spánverjann Prosper Merimée. Fáir gátu séð fyrir þær miklu vinsældir sem óperan átti eftir að öðlast þegar hún var frum- flutt í París árið 1875. Óperan vakti þá mikið hneyksli og tóku bæði gagnrýnendur og áheyr- endur henni mjög illa. Þremur mánuðum eftir frumflutninginn lést höfundur óperunnar, Bizet, aðeins 36 ára gamall, sögusagnir segja að vonbrigðin sem Bizet varð fyrir hefðu dregið hann til dauða. óperan fjallar eins og kunn- ugt er um tatarastúlkuna Carm- en. Sögusviðið er Spánn, ungur liðsmaður í hernum í Sevilla, Don José, verður yfir sig ást- fanginn af henni. Til að sanna ást sína á henni lætur hún hann fylgja sér til fjalla ásamt smygl- araflokki sem hún er í vitorði með. Don José hikar við að fara og láta af öllum sínum borgara- legu skyldum, en neyðist til þess vegna ástar sinnar á Carmen. Þar með hefur Don José brotið allar brýr að baki sér og á varla afturkvæmt í hinn borgaralega heim aftur. Þessi örlagaríka Islenska óperan frumsýnir Carmen ákvörðun Don José gerir það að verkum að hann á ekkert eftir nema hennar ást, og verður byrði á Carmen. Þar sem hún er einstaklingur sem vill velja og hafna sjálf, og metur frelsið öllu meira, verður hún leið á Don José og segir skilið við hann. Hún verður hrifin af nautaban- anum Escamillo, en Don José verður yfir sig afbrýðisamur, og í lokin ræður hann henni bana. Frelsið ofar öllu Segja má að óperan fjalli um átök tveggja ólíkra heima. Ann- ars vegar er það heimur Carm- enar, sem vill vera frjáls til að velja og hafna samkvæmt sínum eigin löngunum, hún er tilbúin að leggja allt undir, jafnvel líf sitt, eins og í lokin. Hennar eðli er ekki að flýja af hólmi heldur tekst hún á við lífið og hefur til þess mikinn persónustyrk og hún gerir sömu kröfur til ann- arra eins og til Don José, ef hann elski hana á hann að vera tilbúinn til að fórna öllu. Don José er einstkalingur úr hinum borgaralega heimi. Hann er ekki eins sterkur og Carmen „Óperan er heillandi listform“ — segir Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir er leikstjóri Carmen, hún hefur starf- að vió íslensku óperuna áður, sett upp Sígaunabaróninn, Litla sótar- ann og Töfraflautuna. „Ég hef aldrei skynjað óper- una og leikhús sem tvo ólika heima,“ sagði Þórhildur þegar blm. náði tali af henni og spurði hana um hvort ekki væri ólíkt að starfa við uppsetningu á óperu og leikhúsverki. „Bæði óperan og leikhúsverk fást við drama, eru að segja ákveðna sögu, en vissu- lega eru aðferðirnar mismun- andi. í óperunni stjórnar auðvit- að tónlistin verkinu, hún stjórn- ar öllum framgangi, og henni verður maður að hlýða, það er mjög skemmtilegt. Ég á að baki margra ára ball- ettnám sem ég bý að og er því ekki óvön því að hlusta eftir blæ- brigðum tónlistarinnar, auk þess sem ég hef verið óperuaðdáandi frá því ég var smábarn. Þetta er því ekki stökk úr einum heim í annan. óperan er mjög heillandi list- form, þar sem fólk lætur tilfinn- ingar sínar í ljós í söng sem gef- ur visst frelsi frá raunsæinu ólíkt því sem er í leikhúsverki". Hvernig hefur verið að fást við óperuna Carmen? „Þessi sýning er mjög fjöl- menn og hefur verið erfitt að koma henni fyrir á svona litlu sviði eins og hér er. Leikmyndin verður að styðja tónlistina, ég hef reynt að gefa kórnum ákveð- inn bakgrunn, ekki að hann sé einhver fjöldi á sviðinu heldur einstaklingar sem eru jafnáríð- andi og þeir sem eru í aðalhlut- verkum. Klassísk verk eins og Carmen eru alltaf að breytast því að hver timi sér þau með sínum augum. Carmen hefur náttúrulega verið óhemju vinsæl undanfarið og verið óþrjótandi yrkisefni, eins og t.d. í kvikmyndum. Kannski vegna þess að Carmen er imynd hinnar frjálsu konu, þeirrar konu sem vill velja og hafna í samræmi við langanir sínar og ástríður. Carmen verður t.d. miklu tfðræddara um frelsið en ástina. Carmen er ekki léttúðug kona eins og hún hefur oft verið túlkuð, eða fulltrúi hins marg- umrædda kattareðlis, heldur hlýðir hún sinni eigin rödd og gerir sömu kröfur til annarra. Don José stenst ekki þær kröf- ur.“ Þú hefur ekki viljað setja sýn- inguna upp á einhvern nýjan hátt? „Ég gef lítið fyrir það sem kallað er frumlegheit. Það hefði verið hægt að setja óperuna í ís- lenskan búning til dæmis, og láta þá kannski Carmen vinna í síldarverksmiðju og Don José vera verkstjóra og þar fram eftir götunum. Maður hefur skyldur við verkið og á ekki að þröngva sér upp á það, láta frekar verkið þröngva sér upp á sig. Annars væri ég að reyna að slá mér upp á kostnað Bizet og flytjendanna. Við byggjum heldur ekki á óperuhefð hér á landi og mörg óperuverk einungis sýnd hér einu sinni, því hefur maður þær skyldur að skila því til áhorf- enda tiltölulega óbrjáluðu. Ef óperuhefðin væri mjög sterk hér á landi og óperur sýndar hér oft og reglulega, gefur það tækifæri til þess að breyta töluvert frá einni uppfærslu til annarrar." Hvernig líður leikstjóranum svo rétt fyrir frumsýningu? „Auðvitað er maður fullur eft- irvæntingar og kvíða í senn, núna er mínu hlutverki lokið og aðrir taka við. Það er mjög gott og skemmti- legt að vinna í þessu húsi, það má eiginlega segja að það sé ekki nokkur hemja hvað hægt er að níðast i fólki hér, og allir vinna hér með bros á vör. Slík afstaða til vinnu eins og hér er snertir mann vissulega djúpt. Mér er efst í huga virðing og aðdáun á þessu fólki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.